Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 ✝ Þorsteinn Að-alsteinsson fæddist 7. mars 1931 í Vindbelg. Hann lést 6. júlí 2020. Foreldrar: Guðrún Þor- steinsdóttir, f. 5.5. 1892, d. 24.9. 1986, og Að- alsteinn Jónsson, f. 21.9. 1887, d. 29.1. 1970. Útför hans fór fram frá Reykjahlíðarkirkju 18. júlí 2020. Sigurlína Helgadóttir fædd- ist 4. september 1933 á Geiteyj- arströnd. Hún lést 12.1. 2021. Foreldrar: Helgi Þorsteinsson, f. 15.9. 1889, d. 16.2. 1978, og Sigríður Ásmundsdóttir, f. 25.9. 1896, d. 27.5. 1985. Börn Þorsteins og Sigurlínu eru: Helgi Aðalsteinn, f. 17.6. 1962, Guðrún Sigríður, f. 16.10. 1963, og Karl Sigþór, f. 21.2. 1969. Útför Sigurlínu fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag, 30. janúar 2021, klukkan 14. Sunnangolan leikur hlý í frjálsum fjallareit, fuglarnir og vorið koma heim í Mývatnssveit. Vakinn upp með sólarkossi brosir lítill bær, brumið vex á greinunum og lyng í móa grær. Vökunætur rökkurlausar verma huga manns, vindurinn og glettin bára stíga léttan dans. Yfir færist sumarlognið, allt er kyrrt og hljótt, undarlegt er Hverfellið í vorsins björtu nótt. (HA) Mig langar til að minnast hjónanna á Geiteyjarströnd – þeirra Steina og Línu. Ég kynntist þeim mest eftir að ég vann með tveimur börnum þeirra árin 1992 og ’93 í Höfða. Þar vorum við þrjú í sumar- vinnu við margs konar verk- efni. Árið 1959 er ég starfaði í verslun KÞ í Reykjahlíð tók ég eftir því að Willys-jeppinn hans Steina í Belg var mikið á ferð- inni. Bíllinn var blár og hvítur, Þ-27, og sást því vel á veginum. Margar ferðir fór Steini suður í Strönd og í bakaleið kom hann við í búðinni til að versla og lá þá vel á honum. En Lína var líka brosmild stúlka og ákaflega hlýleg í allri framkomu. Þau byggðu sér fal- legt íbúðarhús á Strönd og einnig útihús og allt var málað í stíl og umgengni öll til fyr- irmyndar. Í kringum húsið var stór blóma- og trjágarður þar sem Lína undi sér vel við um- hirðu blóma og runna en austan við lóðina ræktaði hún trjálund sem veitti skjól í austanáttinni. Börnin þeirra þrjú, þau Helgi Steinn, Gunna Sigga og Kalli, hafa erft þessa snyrti- mennsku foreldra sinna. Þegar ég varð heimagangur á Strönd tók ég eftir því hvað þessi hjón voru samhent. Oft var kátt á hjalla við eldhús- borðið þar sem Lína bar fram kaffi og kökur og ávallt margt skrafað. Þau voru hafsjór af fróðleik og kunnu margar skemmtilegar sögur af gömlum Mývetningum. Steini safnaði kvæðum og vísum og kunni heilu bragina eftir skáldmælta sveitunga okkar. Einnig voru þjóðmálin rædd og krufin til mergjar. Þau voru bæði fædd í Mý- vatnssveit og ólu hér allan sinn aldur. Enda voru þau miklir unnendur náttúrunnar og báru virðingu fyrir henni og öllu sem lífsanda dregur. Lína var ein af fyrstu leið- sögumönnum ferðafólks sem sóttu Dimmuborgir heim. En hún og Inga systir hennar voru bara börn þegar þær voru beðnar að fylgja útlendingum í borgirnar. Oft fóru þær 2-3 ferðir sama daginn með smá- hópa í þessar ferðir. En það gat verið þreytandi fyrir ungar stúlkur að ganga um borgirnar og sýna helstu kennileiti, s.s. kirkjuna, Valsbjargið og Gat- klettinn. Þá voru ekki komnir þar neinir göngustígar, bara kindagötur. Það er dálítið sérstakt fyrir systkinin á Strönd að þau fengu hvorki að kveðja pabba sinn né mömmu hinstu kveðju. Í gegnum árin hef ég notið vináttu þeirra hjóna og fjöl- skyldu þeirra og vil ég þakka alla þá góðvild sem ég hef notið frá þeirra hendi. Tryggari vini er vart hægt að eignast. Börnum þeirra sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guðsblessun varðveita minningu þeirra hjóna, Steina og Línu á Strönd. Sólveig Illugadóttir. Sigurlína Helga- dóttir og Þorsteinn Aðalsteinsson✝ Ágústa AnnaValdimars- dóttir fæddist í Reykjavík 19. des- ember 1931. Hún lést á hjúkrunar- deild Seljahlíðar 8. janúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Valdimar Anton Valdimars- son, f. 15. febrúar 1906, d. 28. júlí 1979, og Anna Þórarinsdóttir, f. 8. júlí 1905, d. 16. janúar 1995. Systkini Ágústu eru Jóna, f. 1934, Valgerður, f. 1936, d, 2014, Ásgeir, f. 1938, Gísli, f. 1940, Valdimar, f. 1943, Kristín Þóra, f. 1944, d. 2020, og Að- alsteinn, f. 1946. Fyrri eig- inmaður Ágústu var Árni Theó- dórsson, f. 1927, d. 2014, þau skildu. Synir þeirra eru Þórður, f. 26. mars 1950, Hinrik Ingi, f. 11. nóvember 1951, og Sigurður Þórarinn, f. 8. nóvember 1952. Seinni maður Ágústu var Stein- dór Guðmundsson, f. 29. sept- ember 1921, d. 10. nóvember 1993. Börn þeirra eru Þórir, f. 10. júní 1955, Anna Bryn- hildur, f. 27. febr- úar 1959, og Stein- gerður, f. 11. sept- ember 1962. Afkomendur Ágústu eru 60. Lífs- félagi Ágústu frá 1996 var Guðmund- ur Guðnason, f. 24. janúar 1931, d. 10. janúar 2017. Ágústa fluttist sem ráðskona til Steindórs að Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi 1953 með þrjá unga drengi sína en þau giftust síðan 1955 og stunduðu búskap til ársins 1959. Ágústa flutti ásamt Steindóri og börnunum til Stokkseyrar 1959. Bjuggu þau þar til 1982 og starfaði hún við fiskvinnslu og í þvottahúsinu á Litla-Hrauni. Frá árinu 1982 bjó Ágústa í Reykjavík og starfaði við verslunarstörf. Útför Ágústu Önnu fór fram frá Grafarvogskirkju 25. janúar 2021 í kyrrþey að ósk hennar. Minningarnar um mömmu eru svo ótal margar, allar eru þær góðar og þær ylja á köldum vetr- ardögum, ylurinn af þeim minnir á gömlu góðu dagana á Stokks- eyri. Það er frost sem bítur í kinnar þegar gengið er heim eftir skóladaginn í Stokkseyrarskóla, tilhlökkunin er mikil því skaut- arnir bíða og nú eins og svo oft áður á að renna sér eftir Löngu- dælu með öllum hinum krökkun- um, það er frí í vinnunni hjá mömmu í dag, hún situr með bak- ið við miðstöðvarofninn og saum- ar út, það er fallegt veggteppi í vinnslu núna, handverkið hennar mömmu er svo fallegt eins og allt annað sem hún tekur sér fyrir hendur. Mamma bíður mér normalbrauð með osti og heitt kakó, fátt er betra á þessum kalda degi, ég klára þessar kræs- ingar og reima á mig skautana og lofa að vera ekki of lengi því heimanámið bíður. Mamma var mikill dugnaðarforkur, já það má segja að hún hafi aldrei slegið slöku við, að ala upp 6 börn, halda heimilinu gangandi og vinna ýmis störf utan heimilis hefur þurft að skipuleggja en það vafðist ekkert fyrir henni, pabbi var jú mjög lið- tækur heima. Mamma og pabbi voru góðar fyrirmyndir fyrir okk- ur börnin og hlýrra heimili er ekki hægt að hugsa sér. Mamma hafði gaman af því að ferðast um landið og voru þau pabbi dugleg að fara í ferðalög með verkalýðs- félaginu á Stokkseyri, þau voru líka mjög dugleg að skreppa í tjaldferðalög og á ég margar skemmtilegar minningar úr slík- um ferðum. Ferðir til annarra landa voru svo nokkrar á seinni hluta ævinnar, sumarhús í Hol- landi, rútuferðir með Bændaferð- um, heimsóknir til Þóris til Sví- þjóðar ásamt mörgum ferðum til Kanaríeyja og var ég svo heppin að fá að njóta ferðalaga erlendis líka með henni. Mamma ferðaðist heilmikið með pabba en hann féll frá 1993 eftir veikindi sem höfðu hrjáð hann í nokkurn tíma. Mamma var svo heppin nokkrum árum seinna að hún eignaðist lífs- félaga sem var mikill gæðamaður og okkur fjölskyldunni þótti ein- staklega vænt um, Guðmundur afi eins og synir mínir kölluðu hann var mjög fróður um landið og ferðuðust þau mikið saman innanlands svo og mikið erlendis líka. Við mamma vorum alltaf frekar samrýmdar og góðar vin- konur enda gladdist hún mikið þegar ég eignaðist líka minn lífs- félaga eftir makamissi, mamma vildi fyrst og fremst að okkur liði öllum vel. Við systur ásamt mömmu höfðum reglulega mæðgnadaga og gerðum okkur þá einhvern dagamun og beið mamma alltaf eftir næsta mæðgnadegi um leið og ég keyrði hana heim að einum slíkum lokn- um, já við vorum nánar og fyrir það er ég svo ótrúlega þakklát. Synir mínir minnast ömmu með miklum hlýhug, amma var þeim svo góð og eins og þeir sögðu oft þegar þeir voru litlir, hún amma er svo góð skemmtileg kona, heimsóknir í Orrahólana voru mjög margar og skemmtilegar. Blessuð sé minning þín, elsku mamma, minningin um góða konu lifir með okkur. Dáðrík gæðakona í dagsins stóru önnum, dýrust var þín gleði í fórn og móðurást. Þú varst ein af ættjarðar óskadætrum sönnum, er aldrei köllun sinni í lífi og starfi brást. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Steingerður Steindórsdóttir. Látin er mágkona mín og syst- ir Ágústa Anna Valdimarsdóttir, oftast nefnd Gústa. Hún var fædd 19. desember 1931 og hefði orðið níræð á þessu ári. Gústa var elst átta systkina. Við vorum góðir vinir, hitt- umst oft og spjölluðum saman yf- ir kaffibolla. Ekki skemmdi fyrir þegar Valla systir bættist í systrahópinn, því hún var ætíð hress og kát. Því miður misstum við hana alltof fljótt yfir móðuna miklu. Spjallið yfir kaffibollanum var um daginn og veginn og nýjustu fréttir úr þjóðfélaginu. Það sem stóð upp úr í spjallinu var ógleymanleg ferð sem við systurnar þrjár fórum saman í árið 1989 og flugum til Kaliforn- íu, með viðkomu í New York. Við heimsóttum dóttur okkar hjóna, Önnu Lilju, og hennar mann. Þar dvöldum við á heimili þeirra í þrjár vikur í vellystingum. Þetta kemur upp í hugann þegar við kveðjum Gústu og þökkum við henni elskulega vináttu á langri ævi. Einnig þökkum við henni störf hennar í verslun okkar hjóna, Hólagarði, sem hún innti af trúmennsku og samviskusemi. Við hjónin sendum börnum henn- ar, barnabörnum og öðrum ást- vinum samúðarkveðjur við fráfall hennar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Blessuð sé minning Ágústu Valdimarsdóttur. Gunnar og Jóna (Ninna). Mig langar að minnast Gústu frænku með nokkrum orðum. Í minningunni hef ég alltaf þekkt hana og hún á svo sannarlega stað í hjarta mínu, hreinskiptin og heiðarleg. Hún var eldri systir mömmu minnar og ein besta vin- kona hennar. Margar ferðir voru farnar austur fyrir fjall að heim- sækja Gústu, Steindór og fjöl- skyldu á Eyrarlón og gott fyrir mig sem barn og ungling að dvelja hjá þeim á Stokkseyri því stundum varð ég eftir hjá Steinku frænku minni en við er- um á svipuðum aldri og þakka ég fyrir þær samverustundir. Seinna fluttu þau til Reykjavíkur og við Gústa unnum saman í Hólagarði. Eftir að árin færðust yfir hittumst við sjaldnar en samt var oft glatt á hjalla hjá þeim systrum í kaffi hjá mömmu og var þá oft Valla heitin systir þeirra með. Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal) Ég sendi fjölskyldu og ástvin- um Gústu mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi eilífðar sól á þig skína, kærleikur umlykja og þitt innra ljós þér lýsa áfram þinn veg. Brynja Björk Gunnarsdóttir. Ágústa Anna Valdimarsdóttir Elsku brósi minn. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, en síðustu dagar hafa verið erfiðir og sorglegir en líka fært mér mikla gleði og þakklæti við að hugsa um þann tíma sem ég fékk að vera systir þín. Þú varst 5 árum eldri en ég og eins og oft hjá systkinum þá hafðir þú oft gaman af að stríða mér. En þú varst alltaf góður við mig og tókst mig líka undir þinn verndarvæng þegar ég þurfti á því að halda og á ég þér svo mikið að þakka. Við misstum ung móð- ur okkar, ég var 16 ára, þú 20 ára og yngri bræður okkar Árni Þór og Haukur Sveinn voru bara 11 og 1 og hálfs árs. Þetta var bæði erfiður tími en líka þroskandi en verst þótti okkur að geta ekki haldið hópinn saman en við reyndum að hitta yngri bræður okkar eins oft og við gátum og höfum við alltaf haldið hópinn og böndin bara styrkst á fullorðins- Hermann A. Kristjánsson ✝ Hermann A.Kristjánsson fæddist 11. ágúst 1966. Hann lést 19. janúar 2021. Útför Hermanns fór fram 27. janúar 2021. árunum. Við tvö bjuggum saman í fjögur ár í íbúð móður okkar eftir að hún lést og tókst þú á þig mikla ábyrgð að halda okkur heimili. Við vorum ekki alltaf sammála eins og gengur og gerist en þetta gekk allt sam- an eins og í góðu hjónabandi og við vorum bæði að reyna að gera okkar besta. Ég man hvað þú varst oft duglegur í eldhúsinu og eldaðir handa okk- ur kótelettur en þú elskaðir þær ásamt mörgu öðru enda varstu „gourmet“-maður. Við höfðum bæði áhuga á íþróttum en við deildum ekki sama áhuga á fót- bolta og þú lifðir þig svo innilega inn í alla leiki og tókst þátt á þín- um forsendum og ég er viss um að þú svitnaðir oft ekki minna en leikmennirnir sem þú varst að horfa á. Þegar Hörður kom inn í líf mitt haustið 1987 tókst þú honum vel frá fyrsta degi en last honum líka lífsreglurnar hvað varðar framkomu við systur þína og fór hann greinilega alltaf eftir þeim og erum við enn gift í dag, kannski er það þér að þakka. Stelpurnar okkar Harðar þær Una Björk og Berta Rut eiga eft- ir að sakna þess að hitta þig ekki og knúsanna þinna þegar þú kíktir við í kaffi. Elsku brósi minn, hvað ég vildi óska að þú hefðir fengið lengri tíma með okkur fjölskyld- unni, Hrönn þinni og öllum krökkunum ykkar og ekki síst Tristan Birti, afastráknum sem fæddist í september, en þú hefðir orðið frábær afi. Elsku brósi minn, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér á spít- alanum eftir að þú veiktist skyndilega nú í byrjun janúar og þangað til yfir lauk og að fá að halda í höndina á þér, strjúka þér um ennið og segja þér að ég elsk- aði þig því ég gerði það svo sann- arlega. Nú er þinn tími kominn á öðrum stað og ég veit að mamma hefur tekið vel á móti þér og þú mátt knúsa hana frá mér, Árna Þór, Hauki og fjölskyldum okkar en þið hafið eflaust um nóg að tala þar sem þið eruð nú. Þú mátt líka knúsa afa Hermann frá mér og ef það eru bílar þar sem þið eruð þá eruð þið eflaust að rúnta um á Skoda núna. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Hvíldu í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Elísabet Kristjánsdóttir (Ella systir). Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN GUÐJÓNSSON, Stekkjarvöllum, Staðarsveit, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, fimmtudaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Útförinni verður streymt frá vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Ragnheiður Lilja Þorsteinsdóttir Erla Björg Sveinsdóttir Ævar Þór Sveinsson Margrét Sigríður Birgisdóttir Ólöf Sveinsdóttir Ingólfur Aðalsteinsson Fríða Sveinsdóttir Hjörleifur Guðmundsson Þorvaldur Sveinsson Selma Sigurðardóttir Þórdís Sveinsdóttir Dagbjartur Vilhjálmsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.