Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 38

Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 60 ára Hugrún er frá Vatnsenda í Eyjafjarð- arsveit, en býr á Akur- eyri. Hún er leikskóla- kennari að mennt frá Gautaborgarháskóla og sérkennari frá Há- skóla Íslands. Hugrún er sérkennari á leikskólanum Huldu- heimum. Maki: Hálfdán Örnólfsson, f. 1957, fram- haldsskólakennari við Verkmenntaskól- ann á Akureyri. Börn: Arnhildur, f. 1988, Örnólfur, f. 1992, og Kjartan, f. 1996. Foreldrar: Elín Kjartansdóttir, f. 1934, fv. bóndi, búsett á Akureyri, og Sigmundur Benediktsson, f. 1936. vélvirkjameistari og fv. bóndi, búsettur á Akranesi. Hugrún Sigmundsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það þarf ýmislegt að leggja á sig til þess að halda sambandi við annað fólk gang- andi. Taktu þér pásu seinnipartinn og ein- beittu þér að fallegustu draumsýn sem þú getur hugsað þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Það gerist ekkert meðan þú situr með hendur í skauti. Viljastyrkurinn er lítill þessa dagana, en það kemur dagur eftir þennan. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að hemja löngun þína til að lesa öðrum pistilinn. Ástamálin eru eitthvað að vefjast fyrir þér, hugsaðu um eitthvað ann- að og þá skýtur lausninni upp í hugann. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þér tíma til að íhuga hvað það er sem skiptir þig máli. Mundu að annað fólk er jafn metnaðargjarnt og kappsfullt í starfi og þú. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver uppákoma verður til þess að þú þarft að láta uppi hug þinn til máls, sem þú hefðir helst viljað láta kyrrt liggja. Leyfðu öðr- um að eiga í sínum átökum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef þú gætir þess að hafa allt á hreinu máttu vænta þess að þér verði umbunað fyrir vel unnin verk. Sjáðu til þess að allir hafi nóg af verkefnum heima fyrir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert viðkvæm/ur fyrir ójafnvægi ann- arra, sem er ástæðan fyrir því að veikt fólk þefar þig uppi. Hlustaðu samt vandlega á það sem sagt er þannig að þú misskiljir ekki neitt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Allt sem viðkemur fjármunum er í óvissu í dag. Nöldurseggir eiga ekki upp á pallborðið hjá þér. Þú ferð í matarboð í kvöld þar sem ýmislegt kemur upp á yfirborðið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færð óvæntar gleðifréttir svo full ástæða er til að gera sér glaðan dag. Þú munt hitta áhugaverða persónu í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Matur er mannsins megin en of mikið má af öllu gera svo gættu hófs. Láttu þér ekki bregða þótt einhver sé ekki á sömu skoðun og þú. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hætt við að spenna sem hefur verið að safnast upp í þér að undan- förnu brjótist fram í dag. Núna er gott að jafna gamlan ágreining. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt erfitt með að einbeita þér að hlutunum í dag og ættir því að fara þér hægt. Sköpunarkrafturinn kemst upp á yfirborðið. sterka og fjölhæfa dansara eins og hefur sést í þeim keppnum sem við höfum tekið þátt í.“ DansKompaní hefur vaxið mikið og skólinn náði til dæmis góðum árangri á heimsmeistaramótinu í var og er nemendur í DansKompaní. Skólinn er djassballettskóli en nem- endur geta valið hvort þeir vilja bæta við sig öðrum dansstílum, eins og t.d. ballett, nútímadansi og com- mercial. Markmiðið er að þjálfa H elga Ásta Ólafsdóttir fæddist 30. janúar 1991 í Reykjavík og ólst upp í Hólunum í Breiðholti fyrir utan eitt ár þegar sem hún átti heima á Blönduósi 1996-1997. „Móðurfjöl- skylda mín átti heima á Blönduósi og því var ég mikið þar sem barn og unglingur. Við flytjum síðan í Árbæ- inn þegar ég var þrettán ára en ég hafði æft fótbolta með Fylki lengi fyrir það og var alltaf mikill Árbæ- ingur.“ Helga gekk í Hólabrekkuskóla í 1.-8. bekk og fór svo í Árbæjarskóla í 9.-10. bekk. Hún stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og skipti svo yfir í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem hún varð stúdent um jólin 2010. Helga byrjaði í samkvæmisdansi þegar hún var fjögurra ára og fór svo í Danslistaskóla JSB þegar hún var sjö ára. Þaðan útskrifaðist hún með diplómapróf af nútímalistdans- braut árið 2010. Einnig hefur hún sótt ýmis námskeið erlendis í dans- kennslu og viðskiptum. Helga lauk svo jógakennaranámi vorið 2020. Hún vann margar danskeppnir á yngri árum og var dansari og dans- höfundur í Dansflokknum Rebel sem náði langt í báðum sjónvarps- seríum Dans Dans Dans sem sýndar voru á RÚV árið 2011 og 2012. Dansflokkurinn dansaði einnig á ýmsum viðburðum og í auglýs- ingum. Helga var aðeins tvítug þegar hún stofnaði Rebel Dance Studio árið 2011 ásamt vinkonu sinni, og tók svo alfarið við dansskólanum eftir eitt ár og rak hann þar til í desember 2014. Í lok árs 2013 keypti Helga rekstur DansKompanís í Reykjanesbæ en skólinn hafði þá verið starfræktur í þrjú ár undir stjórn Ástu Bærings. „Ég rak því báða skólana árið 2014 en ákvað svo að einbeita mér 100% að DansKompaní eftir það.“ 400 nemendur eru í skólanum, börn sem fullorðnir, og 15 starfs- menn. „Í DansKompaní eru frábær- ir kennarar og ég legg mikið upp úr því að þjálfa kennara í skólanum þannig að meirihluti kennaranna dansi, Dance World Cup. Í úrslita- keppni mótsins árið 2019 vann skól- inn bronsverðlaun í flokki Senior small group Commercial. Í forkeppni fyrir heimsmeistaramótið 2020, hér innanlands, sem haldin var í febrúar sl. var 21 atriði og unnu þau öll til verðlauna, þrenn brons-, tvenn silf- ur- og 16 gullverðlaun. „Því miður var úrslitakeppnin, sem halda átti í Róm, ekki haldin sumarið 2020 vegna Covid-ástandsins.“ Hópur úr skólanum komst einnig í Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri og eigandi DansKompaní, Listdansskóla Suðurnesja – 30 ára Stórfjölskyldan Helga ásamt, frá vinstri talið: dóttur sinni, bræðrum, stjúpsyni, eiginmanni og foreldrum. Stýrir dansskóla í fremstu röð Bronsliðið Helga ásamt bronsliðinu frá heimsmeistaramótinu 2019. Mæðgur Útivist í Þórsmörk. 40 ára Axel er Sauð- krækingur, fæddur og uppalinn á Sauðár- króki og býr þar. Hann er vélstjóri að mennt frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri og er vélstjóri á frystitog- aranum Arnari HU 1 hjá Fisk Seafood. Axel er í ferðaklúbbnum 4X4. Maki: Ósk Bjarnadóttir, f. 1984, lærður kjötiðnaðarmaður en er gangavörður í Árskóla. Börn: Anton Þorri, f. 2007, Bríet, f. 2010, og Eydís Inga, f. 2014. Foreldrar: Eyjólfur Sveinsson, f. 1948, fv. jarðverktaki, og Ingibjörg Axelsdóttir, f. 1956, fiskvinnslukona hjá Fisk Seafood. Þau eru búsett á Sauðárkróki. Axel Sigurjón Eyjólfsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.