Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 40

Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 40
segir Emil mikilvægt að hlusta eftir því hvaða félög hafa virkilegan áhuga á að nýta krafta leikmannsins. „Félagið sýndi mér mikinn áhuga og þjálfarinn hafði mikinn áhuga á að fá mig. Það ýtir manni alltaf í áttina þangað sem maður vill fara. Þú vilt fara eitthvað þar sem menn vita hver þú ert og hafa fylgst með þér. Hjá Sarpsborg hafa menn víst fylgst með mér í einhvern tíma og þetta er fullkomin tímasetning núna. Spiltími er það mikilvægasta sem maður fær í fótbolta og maður á meiri mögu- leika hafi þjálfarinn fylgst með manni og sé með hlutverk fyrir mann. Nú er svo undir mér komið að standa mig.“ Orðinn líkari Davíð Viðars Hlutverk Emils á vellinum hefur breyst nokkuð frá því íslenskir knattspyrnuunnendur fylgdust með honum á Íslandsmótinu en Emil var valinn besti leikmaður efstu deildar árið 2015 þegar hann lék fyrri hluta tímabilsins með Fjölni og þann síð- ari með FH. Emil hefur yfirleitt verið mið- tengiliður og var gjarnan á ferðinni á milli vítateiga. Nú hefur hann færst aðeins aftar og hjá Sarpsborg eru mestar líkur á að hann verði varnartengiliður. „Þeir fá mig í þeim tilgangi að nota mig aftarlega á miðjunni eins og gert var hjá Sandefjord. Ég hef færst yfir í það hlutverk og er í því að vinna boltann. Um leið á ég að stjórna leiknum eins og hægt er bæði varðandi spil og leiðtogahæfni. Ég er orðinn meiri Davíðs Þórs Við- ars týpa en þegar ég var heima á Ís- landi. Það má kannski segja að ég eigi að vera þessi háværi, pirrandi miðjumaður sem stoppar sóknir en er um leið góður í fótbolta,“ sagði Emil og hló. Náði sér að fullu Emil fór í tvær aðgerðir fyrir um tveimur árum. Annars vegna slitnaði hásin og hins vegar þurfti að bregð- ast við þegar hælbeinið stækkaði óhóflega en þessi tvö mál tengdust reyndar. „Á síðasta keppnistímabili missti ég bara af einum leik og það var bara út af höggi sem ég fékk í leik. Ég hef verið góður og vonandi held- ur það bara áfram. Endurhæfingin gekk í raun framar vonum eftir að- gerðirnar og ég náði síðustu sjö leikjunum árið 2019, sem ekki hafði verið búist við. Í framhaldinu fékk ég nýjan samning hjá Sandefjord,“ sagði Emil Pálsson. Allir tala vel um félagið  Emil Pálssyni líst mjög vel á sig hjá Sarpsborg  Leikur aftar á vellinum en áður  Lið sem var í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir þremur árum Ljósmynd/Sarpsborg Í Noregi Emil Pálsson í búningi norska liðsins Sarpsborg á dögunum. NOREGUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Emil Pálsson, knattspyrnumaður frá Ísafirði, gekk á dögunum í raðir Sarpsborg frá Sandefjord eins og frá var greint hér í blaðinu. „Ég er mjög sáttur. Þetta er klár- lega skref upp á við þar sem Sarps- borg er stærra félag en Sandefjord. Möguleikarnir á því að gera góða hluti í deildinni eru meiri að mér finnst,“ sagði Emil þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann. Samningur hans við Sandefjord var útrunninn og Emil segist hafa fengið nokkrar fyrirspurnir áður en hann tók ákvörðun. „Ég fékk tvö eða þrjú önnur tilboð en ég ætla ekki að fara út í hvaðan þau komu. Einnig virtist vera áhugi hér og þar. Þegar ég skoðaði það sem ég hafði fengið í hendurnar fannst mér Sarpsborg líta best út. Ég þekki bæði Íslendinga og Norð- menn sem spilað hafa með liðinu og þeir tala allir vel um félagið. Ég hef verið hérna í tíu daga og fyrstu kynni af félaginu eru mjög jákvæð. Aðstæðurnar eru góðar og margir góðir leikmenn í hópnum. Auk þess er metnaðurinn mikill. Liðið var í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyr- ir þremur árum en hefur ekki átt frábær tímabil síðustu tvö ár. Stefn- an er sett á að rífa þetta aftur í gang á næsta tímabili og vonandi get ég spilað mikið og tekið þátt í því,“ sagði Emil. Sýndu mikinn áhuga Þegar leikmenn geta farið á frjálsri sölu í atvinnumennskunni 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Frakkland Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Reims – Lyon............................................ 0:5  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn með Lyon og skoraði eitt mark. Ítalía Torino – Fiorentina.................................. 1:1 B-deild: Vicenza – Venezia ................................... 0:0  Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í leik- mannahópi Venezia. Óttar Magnús Karls- son er frá keppni vegna meiðsla. Holland B-deild: Jong PSV – Jong Ajax............................. 1:2  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá PSV á 84. mínútu  Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahópi Ajax. Belgía B-deild: Lommel – Deinze ..................................... 4:2  Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel og lagði upp mark. England B-deild: Reading – Bournemouth ......................... 3:1 Staða efstu liða: Norwich 25 16 5 4 35:21 53 Swansea 25 13 8 4 30:14 47 Watford 26 13 8 5 30:18 47 Reading 26 14 5 7 40:29 47 Brentford 24 12 9 3 38:22 45 Bournemouth 26 11 9 6 39:24 42 Middlesbrough 26 11 6 9 30:24 39 Bristol City 25 12 3 10 27:27 39 Stoke 26 9 10 7 31:28 37 Blackburn 25 10 6 9 40:28 36 Þýskaland Stuttgart – Mainz ..................................... 2:0 Spánn Real Valladolid – Huesca......................... 1:3  HM karla í Egyptalandi Undanúrslit: Frakkland – Svíþjóð............................. 26:32 Spánn – Danmörk................................. 33:35  Danmörk og Svíþjóð leika til úrslita kl. 16.30 á sunnudag en Spánn og Frakkland leika um bronsið kl. 13.30. Grill 66-deild karla Víkingur – Vængir Júpíters ................ 25:14 Staðan: Víkingur 7 6 0 1 184:166 12 Valur U 6 5 0 1 183:158 10 Fjölnir 6 4 1 1 172:156 9 Kría 6 4 0 2 167:161 8 HK 5 3 0 2 135:116 6 Selfoss U 6 2 1 3 161:166 5 Haukar U 5 2 0 3 130:128 4 Vængir Júpíters 7 1 0 6 141:189 2 Hörður 4 1 0 3 117:126 2 Fram U 6 0 0 6 152:176 0   Dominos-deild karla ÍR – Haukar.......................................... 97:83 Stjarnan – Keflavík ............................ 115:75 Staðan: Stjarnan 6 5 1 581:511 10 Keflavík 6 5 1 551:496 10 Þór Þ. 6 4 2 607:541 8 Njarðvík 6 4 2 528:518 8 Grindavík 6 4 2 541:541 8 ÍR 6 4 2 542:544 8 KR 6 3 3 543:570 6 Valur 6 3 3 494:498 6 Tindastóll 6 2 4 563:562 4 Haukar 6 1 5 504:544 2 Þór Ak. 6 1 5 543:591 2 Höttur 6 0 6 526:607 0 1. deild karla Fjölnir – Vestri ..................................... 94:98 Hrunamenn – Álftanes ........................ 86:98 Hamar – Breiðablik.......................... 100:102 Sindri – Skallagrímur .......................... 92:64 Staðan: Hamar 4 3 1 386:364 6 Álftanes 5 3 2 465:441 6 Breiðablik 4 3 1 391:371 6 Sindri 5 3 2 458:426 6 Hrunamenn 4 2 2 349:370 4 Vestri 5 2 3 452:483 4 Skallagrímur 5 2 3 435:428 4 Selfoss 4 1 3 319:336 2 Fjölnir 4 1 3 345:381 2 Evrópudeildin Panathinaikos – Valencia................... 91:72  Martin Hermannsson skoraði 13 stig, tók 2 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Valencia. NBA-deildin Houston – Portland .......................... 104:101 Detroit – LA Lakers .......................... 107:92 Miami – LA Clippers........................ 105:109 Phoenix – Golden State...................... 114:93   Tómas Ingi Tómasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meist- araflokks karla hjá Fylki í knatt- spyrnu. Verður hann einnig yfir af- reksþjálfun drengja og stúlkna hjá félaginu. Tómas Ingi tekur við starfinu af Ólafi Inga Skúlasyni sem tók á dögunum við þjálfun U-19 ára landsliðs karla og U-15 ára landsliðs kvenna. Verður Tóm- as Ingi því aðalþjálfurum Fylkis, þeim Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni, til aðstoðar. Ólafur var lengi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðs karla. Tómas aðstoð- ar í Árbænum Morgunblaðið/Árni Sæberg Árbær Tómas Ingi Tómasson er kominn til Fylkis í Árbænum. „Aðdragandinn var mjög stuttur,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, lands- liðskona í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið. Dagný samdi í vik- unni við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham til átján mánaða. Dagný hefur alla tíð verið stuðningsmaður félagsins og er hún spennt að halda til Englands. „Mér finnst enska deildin ótrú- lega spennandi. Ég hefði getað far- ið í toppliðin í öðrum deildum en ég vildi fara í ensku deildina á meðan ég gat það,“ sagði Dagný. Viðtalið má sjá í heild sinni á mbl.is/sport/. Deildin ótrúlega spennandi Ljósmynd/West Ham Hamrarnir Dagný Brynjarsdóttir gerði samning við West Ham. KÖRFUBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjarnan sendi öðrum liðum í Dom- inos-deild karla í körfubolta skýr skilaboð með 115:75-risasigri á Kefla- vík á heimavelli í gærkvöldi en Kefla- vík var með með fullt hús stiga fyrir leikinn. Eru liðin nú jöfn með 10 stig hvort eftir sex leiki, tveimur stigum á undan Njarðvík, Þór frá Þorlákshöfn, Grindavík og ÍR. „Þetta var alvöruliðsframmistaða hjá Stjörnunni þar sem leikmenn dreifðu stigunum vel á milli sín, hittu afar vel yfir höfuð og þá sérstaklega úr þriggja stiga skotum. Þá var varn- arleikur Stjörnumanna framúrskar- andi, þar sem gamla brýnið Hlynur Bæringsson var í broddi fylkingar,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. um leikinn á mbl.is. Austrin Brodeur var stigahæstur í Stjörn- unni með 19 stig í sínum fyrsta leik. Haukar í miklu basli Í Breiðholti tryggðu ÍR-ingar sér 97:83-sigur á Haukum með góðum seinni hálfleik. ÍR hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum en Haukar eru í basli og eru aðeins með einn sigur úr sex leikjum og fjögur töp í röð. Evan Singletary skoraði 34 stig fyrir ÍR. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Illviðráðanlegur Það þurfti tvo til að stöðva Hlyn Bæringsson í gær. Skýr skilaboð Stjörnumanna  Jöfnuðu Keflavík með risasigri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.