Morgunblaðið - 30.01.2021, Page 41

Morgunblaðið - 30.01.2021, Page 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Þegar allt að þrettán lands- liðskonur, og jafnvel fleiri, hverfa á braut eins og fjallað er um í greininni hér til hliðar, verður það að sjálfsögðu sjónarsviptir fyrir keppnina í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á komandi tímabili. Þessar þrettán, sem eru í raun fjórtán með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem var í láni hjá Val en snýr aftur til Bandaríkjanna, eiga samtals 444 landsleiki að baki og skoruðu ellefu af fimm- tán mörkum íslenska landsliðs- ins á síðasta ári. Áfall fyrir deildina, kynni ein- hver að segja, þegar allir þessir gæðaleikmenn eru horfnir úr landi. En er það svo víst? Kona kemur í konu stað, svo gamalt máltæki sé lagað að nútímanum, og það verða eftir sem áður ell- efu í hverju byrjunarliði. Stór kynslóð efnilegra fót- boltastúlkna er á leið inn í meist- araflokksliðin um þessar mundir og stúlknalandslið Íslands hafa náð mjög góðum árangri und- anfarin misseri. Þær ættu að fá aukin tækifæri og stærri hlut- verk í ár. Þá hafa íslensku félögin verið ansi lagin við að ná í góða er- lenda leikmenn og sennilega hafa ekki allir áttað sig á því hve margar erlendar landsliðskonur af ýmsu þjóðerni hafa spilað í ís- lensku úrvalsdeildinni, jafnvel deild neðar, á undanförnum ára- tug. Þær styrkja liðin og auka samkeppnina. Efnilegu leikmennirnir þurfa nefnilega líka góða leikmenn sér við hlið til að taka meiri fram- förum og læra meira. Síðan þurfa félögin og KSÍ að beita sér fyrir því, eins og áður hefur verið nefnt á þessum stað, að lengja tímabilið og fjölga leikj- um. Það hlýtur að vera ofarlega á forgangslistanum. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is REYKJAVÍKURLEIKAR  Í dag er keppt í listhlaupi á skautum, pílukasti, júdó, skylmingum, borðtennis, Enduro-hjólakeppni og hermiakstri.  Á morgun er keppt í ólympískum lyft- ingum, karate, pílukasti, listhlaupi á skaut- um og kraftlyftingum. Nánar á rig.is. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Kaplakriki: FH – ÍBV ............................ L15 KA-heimilið: KA/Þór – Fram ................ L15 Kórinn: HK – Valur................................ L18 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – Þór Ak ..................... L17 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höllin: Grótta – Selfoss ............... L14 Varmá: Afturelding – HK U .................. S15 Origo-höllin: Valur U – ÍR ................ S19.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Kórinn: HK – Valur U....................... L15.30 Dalhús: Fjölnir – Kría ............................ S16 Ásvellir: Haukar U – Fram U................ S16 Hleðsluhöll: Selfoss U – Hörður....... S16.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Höllin Ak.: Þór Ak. – Valur ............... S15.30 Ásvellir: Haukar – KR....................... S18.15 MVA-höllin: Höttur – Njarðvík ........ S19.15 IG-höllin: Þór Þ. – Tindastóll ............ S20.15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Vestri......... S16 1. deild kvenna: IG-höllin: Hamar/Þór – Fjölnir b.......... L16 Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Vestri...... L16 MG-höllin: Stjarnan – Tindastóll .......... L16 Hertz-hellir: ÍR – Ármann ..................... S16 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Fjölnir – SA ...................... L17.45 Íslandsmót kvenna, Hertz-deildi: Akureyri: SA – SR............................. L17.45 Akureyri: SA – SR .................................. S09 UM HELGINA! FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hvorki fleiri né færri en þrettán landsliðskonur í knattspyrnu sem léku með íslenskum félagsliðum á árinu 2020 hafa gengið til liðs við er- lend atvinnulið í haust og vetur. Dagný Brynjarsdóttir varð sú þrettánda í röðinni þegar West Ham tilkynnti í fyrrakvöld að hún hefði samið við félagið. West Ham er á sínu þriðja ári í ensku úrvalsdeildinni og freistar þess að festa sig betur í sessi, m.a. með því að fá reyndan leikmann eins og Dagnýju í sínar raðir, en Lundúnaliðið er í botnbaráttu þegar keppnin er hálfnuð. Ljóst er að sá árangur landsliðsins að tryggja sér sæti í lokakeppni Evr- ópumótsins sem fram fer sumarið 2022 hefur verið hvati fyrir margar þeirra til að fara í atvinnumennsku og freista þess að eiga möguleika á að standa sig sem allra best þegar að lokakeppninni kemur. Átta frá Breiðabliki og Val Af þessum þrettán leikmönnum léku átta með tveimur langbestu lið- um landsins á síðasta tímabili, fimm með Breiðabliki og þrjár með Val, og því eru talsverð skörð höggvin í þeirra raðir. Berglind Björg, Alexandra, Sveindís, Karólína og Andrea voru all- ar í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks en þó er fyrirhugað að Andrea snúi aftur til Blika í vor þar sem um lánssamn- ing er að ræða. Hallbera, Guðný og Hlín voru í lykilhlutverkum hjá Val. Þrjár eru farnar frá Selfossi, Anna Björk, Dagný og Barbára, en hjá Bar- báru er einnig um lánssamning að ræða. Hún leikur því væntanlega á Selfossi í sumar, rétt eins og Arna Sif Ásgrímsdóttir með Þór/KA. Þær eru báðar í láni hjá tveimur af bestu lið- um Skotlands. Þá fór Berglind Rós fyrirliði Fylkis til Svíþjóðar í vetur. Nokkrar hafa fært sig um set er- lendis síðasta hálfa árið, þar á meðal landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunn- arsdóttir sem fór frá næstbesta liði heims í það besta. Þá er Guðbjörg Gunnarsdóttir aftur komin í slaginn um markvarðarstöðu landsliðsins og komin í sterkara lið en áður með því að flytja til Noregs og ganga til liðs við Arna-Björnar. Svava Rós Guðmundsdóttir tekur áhugavert skref með því að fara frá Kristianstad í Svíþjóð til Bordeaux, þriðja besta liðs Frakklands. Breytt landslag á Englandi Með komu Dagnýjar til West Ham á Ísland á ný fulltrúa í hinni ört vax- andi ensku úrvalsdeild sem smám saman er að verða að einni þeirri sterkustu í heiminum. Eftir að stóru og fjársterku félögin fóru að taka kvennafótboltann alvarlega og deild- in varð að alvöruatvinnudeild hefur landslagið á Englandi gjörbreyst. Það sést best á því að nú eru Chelsea, Manchesterliðin tvö, Arsenal og Everton í fimm efstu sætunum og Tottenham, West Ham og Aston Villa eru meðal tólf liða sem skipa deildina. Leicester, Liverpool og Sheffield United eru öll í baráttu um að komast þangað fyrir næsta tíma- bil. Rakel Hönnudóttir lék síðust Ís- lendinga í deildinni, með Reading, en hún sneri heim í ársbyrjun 2020. Á undan henni var Katrín Ómarsdóttir fulltrúi Íslands á árunum 2013 til 2016 þegar hún varð tvisvar enskur meistari með Liverpool og lék einnig með Doncaster. Þrettán eru farnar úr landi  Íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu streyma í atvinnumennsku  Árangur landsliðsins og EM 2022 hvatning  Áhugaverð þróun í ensku úrvalsdeildinni Íslenskar landsliðskonur í fótbolta erlendis England Dagný Brynjarsdóttir West Ham (London) Ítalía Guðný Árnadóttir Napoli Noregur Guðbjörg Gunnarsdóttir Arna-Björnar (Bergen) Ingibjörg Sigurðardóttir Vålerenga (Ósló) Þýskaland Alexandra Jóhannsdóttir Eintracht (Frankfurt) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Bayern (München) Sandra María Jessen Leverkusen Bandaríkin Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Kansas City Svíþjóð Berglind Rós Ágústsdóttir Örebro Hallbera Guðný Gísladóttir AIK Stokkhólmur) Hlín Eiríksdóttir Piteå Sveindís Jane Jónsdóttir Kristianstad Glódís Perla Viggósdóttir Rosengård (Malmö) Guðrún Arnardóttir Djurgården (Stokkhólmur) Sif Atladóttir Kristianstad Frakkland Andrea Rán Hauksdóttir Le Havre* Anna Björg Kristjánsdóttir Le Havre Berglind Björg Þorvaldsdóttir Le Havre Sara Björk Gunnarsdóttir Lyon Svava Rós Guðmundsdóttir Bordeaux Skotland Arna Sif Ásgrímsdóttir Glasgow City* Barbára Sól Gísladóttir Celtic (Glasgow)* Hafa farið í atvinnumennsku í haust og vetur Hafa skipt um félag erlendis frá 1. júlí Leika áfram með sama félagi erlendis *Eru í láni og snúa aftur til Íslands í vor Tveir af fremstu íþróttamönnum landsins í einstaklingsgreinum verða á ferðinni á Reykjavíkurleik- unum um helgina. Sveinbjörn Iura, sem berst fyrir því að komast á Ól- ympíuleikana, er á meðal keppenda á júdómóti leikanna en úr- slitakeppni er í Laugardalshöll frá kl. 15 til 16.30 í dag. Júlían J.K. Jó- hannsson keppir á sínu fyrsta móti í langan tíma en kraftlyftingamótið fer fram í Sporthúsinu í Kópavogi á morgun kl. 15 til 19. Dagskrá leik- anna er annars á rig.is og fjallað er ítarlega um þá á mbl.is/sport. Sveinbjörn og Júlían keppa Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lyftir Júlían J.K. Jóhannsson kraft- lyftingamaður keppir á morgun. Handknattleiksmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson er kominn til Hauka á nýjan leik eftir níu ár í at- vinnumennsku erlendis. Haukar kynntu hann til leiks í gær en Stef- án er að jafna sig af meiðslum sem komu í veg fyrir að hann gæti leikið með Pick Szeged í vetur og urðu að lokum til þess að hann rifti samn- ingi sínum við félagið fyrr í þessum mánuði. Stefán hefur orðið þýskur, danskur og ungverskur meistari með Rhein-Neckar Löwen, Aalborg og Szeged á farsælum ferli erlendis og leikið 72 landsleiki. Stefán kominn aftur í Hauka Ljósmynd/Haukar Haukar Stefán Rafn Sigurmannsson er kominn í Hafnarfjörð á ný. HM 2021 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Norðurlandaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð leiða saman hesta sína í úr- slitaleik heimsmeistaramóts karla í handbolta í Egyptalandi á morgun, sunnudag, eftir sigra í undanúrslitum í gær. Svíar, sem hafa komið gríðarlega á óvart á mótinu, gerðu sér lítið fyrir og unnu 32:26-sigur á Frökkum. Danir höfðu betur gegn Spánverj- um, 35:33. Danir eiga titil að verja en danska liðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skipti á heimsmeist- aramótinu fyrir tveimur árum eftir sigur gegn Noregi í úrslitaleik. Ann- að mótið í röð mæta Danir því Norð- urlandaþjóð í úrslitaleik. Svíþjóð hefur þrívegis orðið heims- meistari, síðast einmitt í Egyptalandi árið 1999. Svíþjóð komst í úrslitaleik HM þrjú mót í röð frá 1997 til 2001 og lék um verðlaun á hverju einasta heimsmeistaramóti frá 1986 til 2001. Síðan þá er besti árangur Svía fjórða sæti á heimavelli árið 2011, en Sví- þjóð hefur ekki leikið í úrslitum á HM síðan í Frakklandi 2001. Danir leika í úrslitum í fimmta skipti en Danir töpuðu þremur úr- slitaleikjum áður en fyrsti sigurinn kom loksins fyrir tveimur árum. Lið- in mættust síðast á HM 2019 og vann Danmörk þá 30:26-sigur. AFP Stjarnan Mikkel Hansen er skærasta stjarna danska landsliðsins. Norðurlanda- slagur í úrslitum  Danir og Svíar fóru í úrslit á HM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.