Morgunblaðið - 30.01.2021, Síða 43

Morgunblaðið - 30.01.2021, Síða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H Ekkert baktjaldamakk sperrti eyrun á síðasta ári. Upphafsstemman, „Sakna“, er djúp-„ambient“, líkt og það hefði verið gefið út af Warp-merkinu um miðjan tíunda ára- tuginn. Það er eins og maður sé kominn niður á hafsbotn, svo umlykjandi er þessi tónsmíð. „Bróðir“ siglir áfram á svipaðan hátt en hér má heyra trommu- slátt Magnúsar innan um rafhljóð og drunur. Dálítið kvikmyndalegt eigin- lega (og í þann geira hefur Magnús Jó- hann dýft tám). „Waiting“ opnar með píanói. Við erum komin úr sjónum og inn í stofu. Naumhyggjulegt, „Satie“-legt jafnvel og um miðbikið kemur blástur frá Tuma. Hér erum við á nútímadjassslóðum. „Viðgerð“ er hins vegar stutt stef og meira í átt að nútímatónlist („modern composition“). Restin af plötunni sveiflast nokkurn veginn á milli þessara þátta. Stundum fara píanó, saxófónn og trommur á hlemmiskeiði, stundum er dregið úr og lög fljóta áfram í höfugu – nánast tímalausu – flæði. Heildar- svipur plötunnar er afar sterkur. Upptaka til fyrir- myndar og það er merkilegt að þrátt fyrir að þetta sé „ópoppað“ verk heyrir maður samt vel hvaðan Magnús kemur og hvar hann hefur verið að starfa. Það þarf að vinna fyrir hlustuninni en það er létt verk ef þið skiljið hvert ég er að fara. Ekki ama- legur árangur það, að geta hent í eitt svona stykki samfara endalausum liðstyrk út um hvippinn og hvappinn. Magnús er duglegur, svo ég noti gott og gilt íslenskt orð! »Platan liggur líka á mörkumhins aðgengilega og hins erfiða sem er ástæðan fyrir því að maður sperrti eyrun á síðasta ári. Plata Magnúsar Jóhanns, Without Listening, vakti nokkra athygli á síðasta ári. Téður Magnús er með mikilvirkustu tónlistarmönnum landsins í dag en stígur núna ákveðið fram sem sólólistamaður. Fjölsnærður Magnús Jóhann hefur mátað marga hatta undanfarin ár. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Maður tekur nett andköf þegar maður renn-ir yfir opinbera heimasíðu Magnúsar.Þar listar hann hin ýmsu störf sem hann hefur sinnt á íslenskum tónlistarvettvangi og af nógu – og ólíku – er að taka. Það tæki líkast til styttri tíma að telja upp það sem hann hefur ekki gert. Hann hefur t.a.m. verið áberandi sem upp- tökustjóri, lagahöfundur og útsetjari hjá lista- mönnum eins og Auði, GDRN, Flóna, JóaPé og Króla og Aroni Can. Hipphoppið og r og b-ið dálítið í hans umsjá og gjörvileiki hans rennur um heil- næman slatta af íslensku nútímapoppi. Og víðar. Ingibjörg Turchi, Logi Pedro, Emmsjé Gauti, Kristófer Rodriques, Hipsumhaps, Berndsen, Vin- tage Caravan, Birnir, með öllu þessu fólki hefur hann unnið að smáu sem stóru. Einnig hefur hann verið afar virkur í hljómleikahaldi undanfarin fimm ár og spilað með öllum og ömmu þeirra að því er virðist. Magnús hafnaði í þriðja sæti á Músíktilraun- um árið 2016 og gaf út plötuna Pronto í kjölfarið sem ber þess vissulega merki að vera afurð nítján ára pilts. Spuninn og „ambient“-tónlistin þar undir- stingur það samt að hér fer framtíðarmaður. Without Listening er hins vegar, eðlilega, þrosk- aðra verk. Plötuna vann hann náið með Magnúsi Trygvasyni Elíassen og Tuma Árnasyni en þeir félagar hafa verið einkar áberandi í jaðardjasssenu lands- ins að undanförnu. Þar tappar hann í þær rætur sem hann hefur en í námi sinnti hann djassinum af elju. Upptökumaður plötunnar er svo Berg- ur Þórisson. Í viðtali í Fréttablaðinu kemur fram að tónlistin hafi verið að raðast saman á u.þ.b. þremur árum og þeir Magnús og Tumi urðu snemma ríkur hluti af sköpunarferl- inu. Tónlistin stendur þá á mörkum hins vélræna og lífræna, á mörkum hins spunna og hins samda. Platan liggur líka á mörkum hins aðgengilega og hins erfiða sem er ástæðan fyrir því að maður Þjóðleikhúsið hvetur fólk á aldr- inum 15-20 ára til að senda inn til- lögur að umfjöllunarefni fyrir nýtt og spennandi verkefni undir nafn- inu Trúnó. Verkefnið er nýr liður í stefnu Þjóðleikhússins að auka framboð á efni sérstaklega ætluðu ungu fólki á framhaldsskólaaldri, að því er segir í tilkynningu. Mark- mið Trúnó er að ungt fólk fái tæk- færi til að móta verk sem snertir á málefnum þess á þeirra eigin for- sendum. Dominique Sigrúnardóttir leik- kona og leikstjóri og kynfræðing- urinn Sigga Dögg eru höfundar Trúnó og hafa umsjón með verk- efninu í samstarfi við Þjóðleik- húsið. Þær hafa báðar víðtæka reynslu af því að vinna með ungu fólki en Dominique hefur meðal annars leikstýrt tveimur leiksýn- ingum fyrir Listafélag Verslunar- skóla Íslands og Sigga Dögg ferðast um landið og kennt kyn- fræðslu. Þær munu þróa valdar til- lögur áfram og stefnt er á að sýna afraksturinn, þar sem ungir áhuga- leikarar fá að spreyta sig á glænýju sviði Þjóðleikhússins, Loftinu, en á því verður lögð áhersla á að rann- saka og þróa nýtt efni og nýjar frá- sagnarleiðir fyrir yngri áhorf- endur. Loftið verður staður fyrir sviðs- listafólk til að stunda formtilraunir og nýsköpun í hráu rými. Listrænn stjórnandi þess er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Haldnar verða opnar prufur fyrir leikhóp Trúnó þegar fram líða stundir og eru ungir áhugaleikarar hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri til að hafa áhrif á framvindu Trúnó með því að senda inn hugmyndir á form.jot- form.com/210033621607341. Tekið er við umsóknum til miðnættis á morgun, sunnudaginn 1. febrúar. Vilja fara á trúnó með ungu fólki Samstarf Dominique og Sigga Dögg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.