Morgunblaðið - 30.01.2021, Page 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þriðji diskurinn í útgáfuröð
bandarísku útgáfunnar Sono Lum-
inus með flutningi Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands á íslenskri
samtímatónlist, undir stjórn Daní-
els Bjarnasonar, er kominn út.
Occurrence nefnist diskurinn og á
honum eru tónverkin „Lendh“ eft-
ir Veroniuqe Vöku, „Í sjöunda
himni“ eftir Hauk Tómasson,
„Flutter“ eftir Þuríði Jónsdóttur
með Mario Caroli flautuleikara í
einleikshlutverki, „Adagio“ eftir
Magnús Blöndal Jóhannsson og
fyrsti fiðlukonsert Daníels, saminn
fyrir og fluttur af finnsku fiðlu-
stjörnunni Pekka Kuusisto.
Fyrri diskar Sinfóníunnar í
þessari útgáfuröð, Recurrence
(2018) og Concurrence (2019), hafa
fengið framúrskarandi viðtökur og
voru Daníel og hljómsveitin til-
nefnd á dögunum til hinna virtu
Grammy-verðlauna vestanhafs
fyrir þann síðarnefnda, í flokknum
„Besti hljómsveitarflutningur“.
Diskarnir eru allir teknir upp í
hringómi svokölluðum – í eins
konar þrívídd – og í tilkynningu
frá Sinfóníuhljómsveitinni segir að
í upptökunum hafi ný uppstilling á
hljómsveitinni verið sérstaklega
valin fyrir hvert einasta verk svo
best hentaði hljóðheimi þess. Upp-
tökustjóri var Grammy-verðlauna-
hafinn Daniel Shores og hljóð-
meistari Dan Merceruio.
Kastljós á íslensk tónskáld
Óhætt er að segja að Daníel
Bjarnason sé í tveimur burðar-
hlutverkum í þessu metnaðarfulla
og vel lukkaða útgáfuverkefni;
annars vegar sem tónskáld – auk
fiðlukonsertsins á nýja diskinum
hljómar hljómsveitarverk hans
„Emergence“ á þeim fyrsta – og
hins vegar sem stjórnandi en
Daníel gegnir stöðu aðalgesta-
stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar
Íslands.
Daníel segir að strax hafi verið
lagt upp með þá hugmynd í sam-
starfi sinfóníunnar og Sono Lum-
inus að diskarnir yrðu þrír, og að
reyna þannig að ná utan um meira
af nýrri tónlist en kæmist á bara
einn.
„Og konseptið er einfalt,“ segir
hann; „að gefa mynd af því sem er
að gerast í þessari tónlist hér í
dag. Í verkum tónskálda af minni
kynslóð, og aðeins eldri og yngri.
Ég hef á síðustu árum stjórnað
flutningi margra nýrra verka, til
dæmis á Myrkum músíkdögum, og
vissi því vel hvað það væri mikið
til af góðri tónlist sem ætti eftir
að hljóðrita. Og okkur langaði til
að ráðast í það verkefni og búa til
um það ramma sem væri við hæfi
og kæmi verkunum skemmtilega á
framfæri, eins og þau eiga skilið.“
Daníel bætir við að í stjórnanda
Sono Luminus, Colin Rae, hafi
fundist hárrétti maðurinn til sam-
starfs. „Hann hefur horft mikið til
þess sem er að gerast í nýrri tón-
ist hér á landi og hafði til dæmis
gefið út tónlist Önnu Þorvalds-
dóttur. Í kjölfarið á samstarfinu
við okkur í Sinfóníunni hefur kast-
ljós útgáfunar fallið á fleiri hér og
Sono Luminus meðal annars gefið
út plötur með verkum tónskáld-
anna Páls Ragnars Pálssonar,
Maríu Huldar Markan Sigfúsdótt-
ur og Halldórs Smárasonar. Það
hefur verið gaman að því að sjá
þetta verkefni hlaða þannig utan á
sig.“
Konsert fyrir Kuusisto
– Það er alls ekki sjálfgefið að
sinfóníuhljómsveit eins og sú ís-
lenska eða ung tónskáld fái þetta
öflugan útgáfuvettvang hjá al-
þjóðlegu tónlistarforlagi.
„Nei, alls ekki,“ segir Daníel.
„Það getur verið mjög erfitt að fá
útgefnar upptökur með sinfóníu-
hljómsveit.“
Sum verkanna á diskunum
tengjast tónlistarhátíðinni Reykja-
vik Festival sem haldin var í Los
Angeles vorið 2017 fyrir tilstilli
sinfóníuhljómsveitar borgarinnar
þar og var Daníel listrænn stjórn-
andi verkefnisins. Hann segir
nokkur verkanna til að mynda
hafa verið pöntuð til flutnings þar
en hátíðin sé gott dæmi um það
hvað mikill áhugi hafi verið er-
lendis á síðustu árum á íslenskri
samtímatónlist.
Óhætt er að segja að Daníel sé
fyrir miðju þeirrar hreyfingar með
verk sín en á nýja diskinum
hljómar fyrsti fiðlukonsert hans,
saminn fyrir og fluttur af Pekka
Kuusisto.
„Verkið er klæðskerasaumað
fyrir hann,“ segir Daníel. „Það
verður spennandi að heyra hvern-
ig aðrir fiðluleikarar fara með
verkið í framhaldinu.
Ég samdi konsertinn með hann
í huga og honum er gefið mikið
rými í kadensunum tveimur til að
impróvisera. Það er ein af hans
sérgreinum og hann tók þeim
möguleika í konsertinum fagnandi,
það myndu ekki allir fiðluleikarar
gera. En svona var þetta í gamla
daga, einleikarar impróviseruðu.
Það getur vel verið að við skrifum
eitthvað út fyrir aðra flytjendur
sem það kjósa, byggt á spuna
Kuusistos.
Þá er sérstakt í þessum konsert
að neðsti strengurinn á fiðlunni er
stilltur niður um ferund, niður á
D. Við það kemur annað hljóð í
fiðluna – og sérstaklega þennan
neðsta streng. Það er helst þetta
tvennt sem gerir þennan konsert
ólíkan öðrum.“
– Leikur Kuusistos í verkinu er
afar líflegur og innblásinn, eins og
áheyrendur geta nú upplifað.
„Já, ég dáist að Kuusisto í
þessu verki, eins og í öðru sem
hann leikur. Hann er stórkostleg-
ur flytjandi. Við höfum lengi verið
vinir en ég hef líka dáðst að hon-
um sem fiðlu-
leikara í alls
konar tónlist,
mér finnst hann
spila Tsjaí-
kovskíj--
konsertinn frá-
bærlega en það
er líka gaman að
hlusta á hann spila þjóðlagamúsík
og syngja. Hann er svo göldróttur,
allt sem hann snertir verður svo
lifandi og músíkalskt.“
Grallaraskapur og léttleiki
Fiðlukonsert Daníels átti upp-
haflega að vera frumfluttur á
Reykjavik Festival í Los Angeles í
mars 2017 en hann segist ekki
hafa náð að klára hann á réttum
tíma því hann var líka að semja
óperuna Brothers sem hefur hlotið
mikið lof.
„Konsertinn var því færður aft-
ar og var frumfluttur í Hollywood
Bowl í ágúst það ár. Óperan er
stórt, þungt og dramatískt stykki
og þegar ég fór beint í framhald-
inu af henni að skrifa fiðlukonsert-
inn þá varð hann eins konar and-
stæða hennar, það er mikill leikur
í honum, grallaraskapur og létt-
leiki.
Mér hefur alltaf fundist gaman
að hafa einhvern sögumann eins
og konsertformið býður upp á, það
hentaði vel í þessu verki.“
Semur nú fyrir Grubinger
Daníel segir að vissulega sé það
góð hvatning og vindur í segl tón-
skálda og flytjenda að fá viður-
kenningu á borð við tilnefningu til
Grammy-verðlauna fyrir plötuna.
„Það ýtir líka undir það að sam-
starf Sinfóníunnar við Sono Lum-
inus mun halda áfram í einhverri
mynd. Nú er þessi þriggja diska
syrpa búin svo að það mætti í
framhaldinu byrja á nýju verkefni,
með nýrri eða nýlegri músík.
Það hefur verið mjög gaman að
vinna með þessu plötufyrirtæki,
þetta eru svo miklir fagmenn og
allt hljómar svo vel sem þeir
hljóðrita. Þeir raða hljómsveitinni
upp í hring, á nýstárlegan hátt, og
ná einhverjum hljómi sem mér
finnst alveg einstakur.“
Daníel bendir á að það séu örlög
mjög margra nýrra tónverka á
hverjum tíma að heyrast bara einu
sinni á tónleikum og aldrei aftur.
„Það er svo mikilvægt að geta gef-
ið góð verk út. Það verður til þess
að þau verði oftar flutt, ekki bara
hér heldur út um heiminn, þegar
þau eru til í svona vönduðum upp-
tökum.“
En hvað er annars á döfinni hjá
Daníel? Er alltaf verið að panta
verk af honum?
„Já, það eru alltaf einhverjar
pantanir. Ég er að klára verk fyr-
ir Sinfóníuhljómsveitina í Gauta-
borg, slagverkskonsert fyrir
austurríska virtúósinn Martin
Grubinger. Frumflutningurinn
frestaðist vegna Covid en vonandi
verður verkið frumflutt næsta
haust. Þetta er stór konsert sem
verður líka vonandi fluttur fljót-
lega hér.“
Þegar spurt er hvort vinna tón-
skáldsins og vinna hljómsveitar-
stjórans takist ekkert á um tím-
ann, þá hikar Daníel. Segir svo:
„Það er mjög tímafrekt að semja
músík og líka að vera hljómsveit-
arstjóri! Stundum verða árekstrar
og það er sífellt vegasalt að finna
tíma. Svo hef ég líka verið að
semja kvikmyndatónlist og langar
að halda því áfram með, og sinna
annars konar verkefnum – ekki
semja bara tónlist fyrir tónleika-
sali. Þetta er allt skemmtilegt í
bland, maður þarf bara að passa
að taka ekki of mikið að sér og
mikilvægast er að hafa gaman af
öllu því sem maður velur að gera.“
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnar og semur „Það er mjög tímafrekt að semja músík og líka að vera hljómsveitarstjóri!“ segir Daníel.
Mikill áhugi á samtímatónlist
Nýr diskur Sinfóníuhljómsveitarinnar undir stjórn Daníels Bjarnasonar kom-
inn út hjá Sono Luminus Sá síðasti í röðinni tilnefndur til Grammy-verðlauna
Recurrence Concurrence Occurrence
Bandaríska leik-
konan Cicely Ty-
son, sem var
hyllt fyrir ævi-
starf í kvikmynd-
um með heiðurs-
óskar árið 2018,
er látin 96 ára að
aldri. Hún var
ein dáðasta hör-
undsdökka leik-
konan í heimalandinu, þekkt fyrir
leik í kvikmyndum, í sjónvarpi og á
sviði og vann einnig til nokkurra
Tony- og Emmy-verðlauna. Þá var
hún þekkt fyrir baráttu sína fyrir
réttindum svartra.
Eldri kynslóð Íslendinga minnist
Tyson sem móður Kunta Kinte í
vinsælum sjónvarpsþáttum á átt-
unda áratugnum en hún lék meira
en eitt hundrað hlutverk á ferl-
inum, þar á meðal í 26 kvikmynd-
um. Hún lék til að mynda Corettu
Scott King í þáttaröð um Martin
Luther King Jr., fékk Emmy-
verðlaun fyrir aðalhlutverkið í The
Autobiography of Miss Jane Pitt-
man (1974) og lék baráttukonuna
Harriet Tubman í myndinni A
Woman Called Moses (1978).
Tyson var elst sviðsleikara til að
hreppa Tony-verðlaun, hreppti þau
88 ára gömul, og lék síðast á Broad-
way níræð. Obama Bandaríkja-
forseti veitti henni æðstu heiðurs-
orðu sem óbreyttir borgarar geta
hlotið í Bandaríkjunum.
Tyson var gift djassleikaranum
Miles Davis um átta ára skeið.
Leik- og baráttu-
konan dáða, Cicely
Tyson, er látin
Cicely Tyson
Leikkonan
bandaríska Clor-
is Leachman, er
látin, 94 ára að
aldri. Hún hlaut
Óskarsverðlaun
árið 1971 fyrir
aukahlutverk í
mynd Peters
Bogdanovich,
The Last Picture
Show, en naut
líka mikilla vinsæla fyrir leik í gam-
anþáttum í sjónvarpi, á borð við
Mary Tyler Moore og Malcolm in
the Middle. Hún var tilnefnd til 22
Emmy-verðlauna og hreppti átta.
Leachman þótt afar fjölhæf
gamanleikkona og margir minnast
henar í hlutverki hinnar skelfilegu
Frau Blücher í kvikmynd Mels
Brooks, Young Frankenstein (1974)
og hún lék í tveimur myndum
Brooks til, High Anxiety (1977) og
History of the World, Part I (1981).
Hún lék líka í tveimur öðrum mynd-
um Bogdanovich, Daisy Miller
(1974) og Texasville (1990).
Leikkonan Cloris
Leachman látin
Cloris Leachman