Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Side 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021
Einu sinni var íslenskt samfélag þannigað allir þekktu alla og vissu hvað þeirvoru að bralla. Nágrannasamfélagið
var þægilegt og einfalt. Fólk fór í bankann og
þekkti jafnvel gjaldkerann sinn og spjallaði
saman í búðinni.
Svo breyttist allt. Búðirnar hurfu og stór-
markaðirnir tóku við. Fólk hætti að fara í
bankann og borgaði bara reikninga í tölvunni.
Nema mamma. Hún hefur takmarkaða trú á
svona tækni. Auk þess er hún ekki með raf-
ræn skilríki. Vegabréfið hennar er útrunnið
og öskuskírteinið rann út fyrir um það bil 40
árum. Þess vegna hefur það verið venjan hjá
okkur að fá okkur bíltúr í Landsbankann á
fyrsta virka degi hvers mánaðar. Þar höfum
við alltaf fengið kaffi, þægilegan gjaldkera og
stimplaða reikninga sem sýna að móðir mín
er skuldlaus við guð og menn. Eða alla vega
menn.
En svo kom þessi bölvaði heimsfaraldur
sem hefur flækt þetta aðeins. Banka-
afgreiðslunum var lokað og nú þarf að
hringja og ganga frá hlutum. Það finnst okk-
ur frekar óspennandi, en látum okkur hafa
það.
Svo gerist það í vikunni að það færist
spenna í leikinn. Móðir mín fær bréf frá
bankanum þar sem hún er spurð hvaðan
tekjur hennar komi og hvort hún standi í ein-
hverjum milliríkjaviðskiptum. Henni fannst
þetta reyndar svolítið undarlegt en við fyllt-
um þetta samviskusamlega út.
Degi seinna er hringt tvisvar frá bank-
anum og hún beðin að skila þessu sem fyrst.
Bankanum bráðliggi á þessum upplýsingum.
Og þá hringir hún í mig til að athuga hvort ég
geti ekki örugglega komið þessu strax til
skila. Það sé jafnvel í lagi að fara bara í bank-
ann (sem er lokaður) og banka og þá geti þeir
opnað og tekið við bréfinu. Það verði helst að
gerast í dag.
Sko. Ég skil alveg að peningaþvætti er al-
varlegt mál. Það er ekki bara afbrot í sjálfu
sér, heldur getur það verið mikilvægur þátt-
ur í ýmsum glæpum. Og það viljum við ekki.
Og ég skil alveg að það séu til einhverjar
reglugerðir og form sem þarf að fylla út svo
við lendum ekki á gráum listum og öðru ves-
eni.
En af því að ég veit líka að það er mikið að
gera í bönkunum og alltaf verið að fækka
fólki, þá langar mig bara að benda ykkur á að
þið þurfið ekki að hafa neinar sérstakar
áhyggjur af móður minni. Ég heimsæki hana
oft og veit að hún er ekki í neinu misjöfnu.
Hún er til dæmis ekki að rækta neitt í bíl-
skúrnum. Það væri líka ómögulegt fyrir öllu
draslinu sem við bræðurnir geymum þar og
lofum reglu-
lega að fara
að taka. Hún
er reyndar
með gróður-
hús en þar
eru bara rósir.
Hún er ekki
með neinar
tekjur frá út-
löndum og
yfirhöfuð engar tekjur nema frá lífeyrissjóði
og tryggingastofnun. Ég veit þetta vegna
þess að ég eyði um það bil 40 sekúndum á ári
í að gera skattaskýrsluna hennar. Hún er al-
veg einstaklega óspennandi.
Móðir mín er einstaklega skemmtileg
kona. Hún les mikið, horfir dálítið á sjónvarp
og svo fer hún oft til lækna sem aldrei finna
neitt almennilegt að henni. Hún er líka mjög
hreinskilin og opinská og ég er nokkuð viss
um að ef hún væri í meiri háttar peninga-
þvætti eða eiturlyfjasölu þá væri hún búin að
missa það út úr sér við mig.
Ég geri mér grein fyrir því að bankar
standa ekki í svona veseni að gamni sínu. Hér
hefur eitthvert fólk í jakkafötum á fundum
búið til reglur. Sennilega til að tryggja skýr-
leika, gagnsæi eða yfirsýn eða eitthvert álíka
ofnotað orð. Svo þurfa bankarnir bara að
fylgja þessum reglum. En við ykkur, ágætu
starfsmenn Landsbankans, vil ég segja: Þið
þurfið ekki að hafa áhyggjur af mömmu. Hún
er með allt sitt á hreinu.
’Hún er til dæmis ekki aðrækta neitt í bílskúrnum. Þaðværi líka ómögulegt fyrir ölludraslinu sem við bræðurnir
geymum þar og lofum reglulega
að fara að taka.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Móðir mín Escobar
Alheimskreppur kenna margt.Meðal annars það að þótt viðgetum komist af án þess að
fara í bíó eða til útlanda, án þess að
gera margt sem okkur finnst
skemmtilegt, þá eru engu að síður
þeir þættir í tilverunni sem við getum
illa verið án.
Við getum ekki verið án heilbrigð-
isþjónustu, í síðustu lög viljum við
loka skólum barnanna okkar; klóak,
vatn, heitt og kalt, og að sjálfsögðu
rafmagn þurfum við að hafa og
slökkvilið.
Með öðrum orðum, grunnþjónusta
þarf að vera fyrir hendi, líka í krepp-
um. Hún er kjölfestan í nútíma-
samfélagi.
Þetta vita fjárfestarnir, handhafar
fjármagnsins. Undanfarna þrjá ára-
tugi hafa skipulögð samtök þeirra á
heimsvísu kappkostað að komast yfir
þessa öruggustu
fjárfestingu sem
til er. Markmiðið
hefur verið að ná
innviðum sam-
félagsins undan
handarjaðri þess
og í sínar hendur. Við þetta hafa
menn baukað í sínum hornum en með
vaxandi þunga í alþjóðlegu samstarfi.
Á tíunda áratugnum reyndi auð-
ríkjaklúbburinn OECD árangurs-
laust fyrir sér með MAI-samningana
(Multilateral Agreement on Invest-
ment); um miðjan tíunda áratuginn
var Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO)
sett á laggirnar og svokölluð GATS-
samningalota (General Agreement on
Trade in Services) hófst. Hún gekk
einmitt út á að markaðsvæða innviði
samfélaganna, en mætti andspyrnu
og var bremsuð af – í bili.
Stórkapítalið var nefnilega ekki af
baki dottið og hófst nú handa um að
endurræsa viðræðurnar á bak við
tjöldin.
Rikisstjórnir vestan hafs og austan
voru heldur betur til í tuskið. Við-
skiptaráðherra Obamas sagði í um-
boði forseta síns að nú væri um að
gera fyrir „þróuðu“ ríkin að semja á
grundvelli markaðsvæðingar, önnur
ríki sæju sig knúin til að koma á eftir.
Í Brussel var þessu fagnað og uppi á
Íslandi var þessum boðskap einnig
vel tekið. Komið var árið 2014.
En svo kom árið 2016 með Donald
nokkurn Trump undir stýri. Hann
vildi enga slíka alþjóðavæðingu og
stöðvaði því hraðsiglingu Obama-
stjórnarinnar með milliríkja-
viðskipta- og fjárfestingasamninga
byggða á TiSA-samningunum svo-
kölluðu (Trade in Services Agree-
ment).
Það óhugnanlega við þessa samn-
inga eru að sjálfsögðu skuldbinding-
arnar um markaðsvæðingu innviða
samfélaganna en einnig hitt að deilu-
mál verði leyst fyrir gerðardómum
með aðkomu auðhringanna. Þar með
yrði grafið undan réttarríkinu á
heimsvísu – hvorki meira né minna.
Og út á það gengur leikurinn: Að
skáka þjóðríkinu til hliðar og greiða
götu auðvaldsins sem nú er á góðri
leið með að ná undir sig öllum helstu
stofnunum Sameinuðu þjóðanna með
því að pumpa í þær fjármunum.
Samkoma auðhringa heimsins og
handlangara þeirra í Davos í Sviss
kallar sig World Economic Forum og
þykist sú samkoma nú vera rödd
heimsins í umhverfis- og samfélags-
málum. Hrokinn verður skiljanlegur
þegar haft er í huga að World Econo-
mic Forum hefur gert samkomulag
við Sameinuðu þjóðirnar um að leiða
heiminn inn á farsælar brautir undir
slagorðinu „Strategic partnership“
og sjálft skilgreinir World Economic
Forum sig sem „the international
organization for public-private part-
nership“, PPP, samstarf einka-
framtaks og hins
opinbera.
En þegar hér
er komið sögu
fer að fara um
margan mann-
inn sem barist
hefur gegn ásælni markaðsaflanna
inn í grunnþjónustu samfélaganna.
Fyrst var barist gegn einkavæðingu.
Hún hét bara því heiðarlega nafni, en
svo þegar óorð var komið á hana var
hún kölluð einkaframkvæmd (á
ensku Private Finance Initiative,
PFI) og þegar óorð var komið á PFI
var endurskírt og kallað, ja viti menn,
PPP, Private Public Partnership.
Innihaldið það sama, en nú var kapít-
alisminn orðinn uppáklæddur sem
aldrei fyrr.
Og nú segist auðvaldið í Davos
ætla að „endurræsa“ kapítalismann
eftir Covid, „the Great Reset“. Allir
verði umhverfisvænir og sam-
félagsleg ábyrgð í hávegum, læknað
og líknað og börnunum kennt að lesa
en kannski búin til stöku sprengjuvél
til að halda uppi nauðsynlegum aga.
Hvað bíður okkar? Biden er sestur
við stjórnvölinn vestra og skoð-
anasystkini hans stýra austan Atl-
antsálanna.
Auðhringar heimsins hugsa því
gott til glóðarinnar. Þeir tala mjúk-
lega, segjast ætla að passa betur upp
á aðþrengda jörð, og misskiptan
heim en, og takið nú eftir, með þessu
móti megi stækka kökuna! Það er
þeirra vonarstjarna sem alltaf fyrr.
En hvað ætlum við, almenningur,
að gera, láta stela heiminum frá okk-
ur á þennan hátt?
Er hætta á því að lýðræði verið lát-
ið víkja fyrir auðræði?
Já, það er hætta á því.
Uppáklæddur
kapítalismi
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’ En hvað ætlum við,almenningur, að gera,láta stela heiminum fráokkur á þennan hátt?
„Og nú segist auðvaldið í Davos
ætla að „endurræsa“ kapítalismann
eftir Covid, „the Great Reset“.“
AFP
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
! "!#$ á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
%
WorkPlus
Strigar frá kr. 195