Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Side 29
birtist í dyragættinni. Nema síður
sé.
Þannig liggur landið í sálfræði-
tryllinum Blóði, eða Blood, sem
sýndur er um þessar mundir í sex
þáttum í Ríkissjónvarpinu. Með
helstu hlutverk fara Carolina Main
og gamla brýnið Adrian Dunbar sem
á langan feril að baki í bæði kvik-
myndum og sjónvarpi. Gráinne
Keenan og Diarmuid Noyes leika
systkini Cat. Alltaf jafn tilkomumikil
þessi írsku nöfn, í munni sem á
prenti. Hvað myndu þau heita á ís-
lensku? Gráin og Dýrmundur? Ekk-
ert síðra. Carolina Main er boð-
flennan í þessu samkvæmi, því enda
þótt hún sé ofboðslega írsk í útliti
fæddist hún og ólst upp í Lund-
únum. En það er allt önnur saga.
Þegar Blóði er flett upp á netinu
kemur í ljós að gerð hefur verið önn-
ur sería. Þannig að við eigum annan
skammt fyrir höndum. Ekki liggur
fyrir hver týnir lífi þá og undir hvaða
kringumstæðum.
Konan farin að heiman
Blóð leysti af hólmi annan írskan
þátt, Komdu heim, eða Come Home,
með skapgerðarleikaranum Christ-
opher Eccleston í aðalhlutverki.
Hann er að vísu Englendingur, eins
og Main, sem er ákveðinn skellur. Af
hverju eru Írar ekki með sitt eigið
fólk í helstu hlutverkum?
Ekki svo að skilja að Eccleston
standi ekki fyrir sínu í Komdu heim;
hann neglir ’etta alltaf þegar það
hættir að þvælast fyrir manni hvað
hann er ofboðslega líkur Brendan
Rodgers, knattspyrnustjóra Leicest-
er City. Þegar maður hugsar út í það
þá er Adrian Dunbar alls ekki ólíkur
öðrum knattspyrnustjóra í ensku úr-
valsdeildinni, Roy gamla Hodgson
hjá Crystal Palace. En hér erum við
auðvitað komin langt út fyrir efnið.
Eccleston kallinn, eða Greg, eins
og hann heitir í þáttunum, er í basli í
Komdu heim. Konan farin frá hon-
um og þremur börnum þeirra og
gerir sig alls ekki líklega til að snúa
aftur, þrátt fyrir að Greg þrábiðji
hana á hnjánum. Hún þráir frelsi og
engar refjar. En skjótt skipast veður
í lofti. Drama af dýrari gerðinni með
hóflegum skammti af spéi, eins og
Írum er einum lagið. Óþarfi að rekja
þráðinn frekar enda sýningum á
Komdu heim lokið á RÚV. Paula
Malcomson og Kerri Quinn eru einn-
ig í burðarrullum í þáttunum, ef ein-
hver kannast við þær.
Flókið samband ungmenna
Sjónvarp Símans Premium á einnig
rjúkandi heitan rétt á þessu írska
veisluhlaðborði en þar má nú finna
þætti sem heita því látlausa nafni
Eðlilegt fólk, eða Normal People.
Alls ekki rugla því saman við ís-
lensku spéþættina Venjulegt fólk.
Eðlilegt fólk fjallar um tvö ung-
menni sem fella hugi saman í
menntaskóla en byrja sambandið á
hæpnum forsendum. Í felum. Pilt-
urinn, Connell, skammast sín fyrir
stúlkuna, Marianne, sem nýtur ekki
almennrar lýðhylli og þykir þess ut-
an býsna skrýtin skrúfa.
Við fylgjum parinu áfram upp í
háskóla og út í lífið. Ást þeirra er
augljóslega ósvikin en illa gengur að
viðurkenna hana og fyrir vikið eru
þau í þeim vonlausu sporum að geta
hvorki verið saman né í sundur. Sem
er alltaf vesen. Meira segi ég ekki, ef
þið eigið eftir að horfa.
Þessir þættir fá víðast hvar glimr-
andi dóma enda þykir handritið
sterkt og frammistaða aðalleik-
aranna tveggja mergjuð. Þau heita
Daisy Edgar-Jones og Paul Mescal
og eiga ugglaust eftir að birtast okk-
ur oft og reglulega á skjánum á kom-
andi árum. Í ljósi þess sem hér hefur
komið fram þarf ekki að koma á
óvart að Edgar-Jones sé Englend-
ingur frá Lundúnum en Mescal er á
hinn bóginn írskur í húð og hár,
fæddur í Maynooth, Leinster. Þar
ku vera fallegt, ekki síst á vorin.
Írar út um allt
Annars skjóta Írar upp kollinum í
ótrúlegustu þáttum í sjónvarpi.
Hver man ekki eftir Ford Kellogg,
heitmanni Fionu Gallagher í banda-
rísku útgáfunni af Shameless? Hann
var svaðalega írskur, á alla kanta.
Leikarinn heitir Richard Flood en
varð atvinnulaus þegar Emmy Ross-
um, sem lék Fionu, sagði skilið við
Shameless. Það þýddi að Flood flutt-
ist yfir í Grey’s Anatomy.
Sem hljóta að teljast hroðalega
vond skipti fyrir hann. Jafnvel þótt
hann sé nú læknir en ekki smiður.
Christopher Eccleston
og Paula Malcomson í
Komdu heim.
BBC
31.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
ÓBRAGÐ Amy Lee, söngkona
Evanescence, kveðst á köflum vera
með óbragð í munninum yfir öllu
því sem gangi á í heiminum, svo
sem kynþáttamisrétti og kynjamis-
rétti, en næsta breiðskífa rokk-
bandsins, sem kemur út í marslok,
nefnist einmitt The Bitter Truth.
Þetta kom fram í spjalli við hana á
She Rocks-verðlaunahátíðinni á
dögunum. Lee huggar sig hins veg-
ar við það að fram undan sé betri
tíð, ekki bara fyrir hana og ungan
son hennar, heldur okkur öll.
Bráðum kemur betri tíð
Amy Lee er kona mikilla tilþrifa.
AFP
BÓKSALA 20.-26. JANÚAR
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Yfir höfin Isabel Allende
2
Lífsbiblían
Alda Karen Hjaltalín
/Silja Björk Björnsdóttir
3 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson
4 Borðum betur Rafn Franklín Johnson Hrafnsson
5 Dróninn Unni Lindell
6 Þess vegna sofum við Matthew Walker
7 Almanak fyrir Ísland 2021
8 Vetrarmein Ragnar Jónasson
9 Múmínálfarnir – stóra flipabókin
10
Absolutely True Diary of
a Part-Time Indian
Sherman Alexie
1 Múmínálfarnir – stóra flipabókin
2 Öflugir strákar Bjarni Fritzson
3
Dagbók Kidda klaufa 13
– snjóstríðið
Jeff Kinney
4 Syngdu með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal
5 Minecraft 3 – bardagahandbók
6 Minecraft 2 – rauðsteinshandbók
7
Harry Potter og leyniklef-
inn – myndskreytt
J. K. Rowling
8
Orri óstöðvandi – bókin
hennar Möggu Messi
Bjarni Fritzson
9 Kort Aleksandra og Daniel Mizielinscy
10 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson/Úlfur Logason
Allar bækur
Barnabækur
Ég á bæði lestrardagbók og gull-
kornabók. Það er óhætt að mæla
með þeim. Í lestrardagbókina
skrái ég þær bækur sem ég klára
og skrifa um þær nokkur orð. Það
hjálpar mér að muna og kalla fram
ólíka heima og persónur sem ég
kynnist í bókunum. Þar get ég líka
fylgst með hvað ég les mikið og
sett mér markmið. Jú, stundum
þarf að gefa í. Þegar ég færi inn í
bókina – fæst staðfesting á andlegri
ávöxtun!
Í gullkornabók-
ina fara setningar
úr lesefninu sem
höfða sérstaklega
til mín. Þær
kunna að vera
mjög fallega orð-
aðar, taka nýjan
pól í hæðina eða
eru svo vekjandi að meira að segja
litla táin bregst við. Í gullkornabók-
ina skrifa ég með blekpenna.
Ég er venjulega með þrjár bæk-
ur í takinu í einu. Ein af þeim er
ljóðabók og hinar gjarnan skáld-
verk og kannski „þjóðlegur fróð-
leikur“ eða fræðirit.
Núna er ég til dæmis að lesa bók
Eggerts Þórs Bernharðssonar,
Sveitina í sálinni – búskapur í
Reykjavík og myndun borgar.
Þetta er áhugaverð lesning og
myndirnar segja líka mikla sögu.
Það var margt gott í gamla daga.
Ég sé til dæmis að fólk ræktaði
ógrynni af hvítkáli! Það er hollt
hverjum einstaklingi að borða
hvítkál … og þekkja sitt umhverfi,
sem er forsenda fyrir að þykja
vænt um það og láta sig það varða.
Náttúran í borginni er meiri en
flestir halda.
Í þessu samhengi nefni ég líka
bókina Undur Mývatns – um fugla,
flugur, fiska og fólk eftir Unni Jök-
ulsdóttur, sem segir á hrífandi hátt
frá náttúrunni, rannsóknum á
henni og sambandi manns og nátt-
úru.
Ljóðabókin sem ég er með uppi
við núna er Edda eftir Hörpu Rún
Kristjánsdóttur. Þar er viðfangs-
efnið hin ólíku ævi-
skeið æskan og ellin
sem eiga samt svo
margt sameiginlegt.
Vægast sagt falleg
bók sem spilar á
strengi tilfinning-
anna.
En ég verð líka að fá að nefna
ljóðabókina Vistarverur eftir Hauk
Ingvarsson. Hún er nefnilega
sjaldnast kjurr í hillunni. Mögnuð
ljóð um vanmáttinn og umhverfis-
vána sem við stöndum frammi fyr-
ir.
Ég varð fyrir vonbrigðum með
skáldsögu sem ég er
um það bil að klára
og nefni hana því
ekki hér! Í staðinn
langar mig að benda
á smásagnasafnið
Vetrargulrætur eftir
Rögnu Sigurðar-
dóttur, sem ég hafði
unun af að lesa. Sögurnar gerast á
mismunandi tímum og stöðum og
eru að því leyti fjölbreyttar. Engu
að síður hafa þær heildstætt yfir-
bragð, eins konar rauðan þráð.
Næst ætla ég að lesa Dýralíf
Auðar Övu. „Dýralíf fjallar um
brothættasta og grimmasta dýrið:
manninn, og leitina að mennsk-
unni.“ Mikið óskaplega hlakka ég
til þess.
SÓLRÚN HARÐARDÓTTIR ER AÐ LESA
Andleg ávöxtun
Sólrún Harð-
ardóttir er
kennari og
námsefnishöf-
undur.