Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021
SÉRBLAÐ
SMARTLANDS
BLAÐIÐ
Fylgir Morgunblaðinu 12. febrúar
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 8. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Fjallað verður
um tískuna 2021
í förðun, snyrtingu,
útliti og fatnaði auk
umhirðu húðarinnar,
heilsu, dekur o.fl.
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.40 Spýtukarl
09.10 Mæja býfluga
09.20 Adda klóka
09.45 Zigby
09.55 Mia og ég
10.20 Lína Langsokkur
10.40 Latibær
11.05 Lukku láki
11.30 Ævintýri Tinna
11.50 Angry Birds Stella
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.05 Nágrannar
13.25 Nágrannar
13.50 Impractical Jokers
14.10 Hell’s Kitchen USA
14.55 MasterChef Junior
15.40 Fjölskyldubingó
16.50 60 Minutes
17.35 Víglínan
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.00 Tónlistarmennirnir
okkar
19.30 The Great British Bake
Off
20.30 Years and Years
21.35 Two Weeks to Live
22.05 Briarpatch
22.50 City Life to Country Life
23.35 Coyote
00.25 Romeo + Juliet
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Jól á Ströndum
20.30 Íþróttabærinn Akureyri
21.00 Tónlist á N4
22.00 Jól á Ströndum
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
20.00 Bókahornið (e)
20.30 Atvinnulífið (e)
21.00 Sir Arnar Gauti (e)
21.30 Bílalíf
Endurt. allan sólarhr.
10.00 The Block
11.00 The Block
12.00 Dr. Phil
12.45 Dr. Phil
13.30 Dr. Phil
14.15 The Bachelor
15.35 Það er komin Helgi
16.50 The King of Queens
17.10 Everybody Loves Ray-
mond
17.35 For the People
18.20 This Is Us
19.05 Lifum lengur
19.35 Vinátta
20.00 The Block
21.20 Law and Order: Special
Victims Unit
22.10 Your Honor
23.10 Cold Courage
00.55 The Resident
02.00 The Rookie
02.45 MacGyver
03.30 Snowfall
04.00 Síminn + Spotify
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir og veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Sel-
tjarnarneskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Lestin.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Strokið um strengi: Sin-
fóníuhljómsveit Ís-
lands 65 ára.
17.00 Sunnudagskonsert.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Loftslagsdæmið.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Ameríski draumurinn –
staða svartra og bar-
átta þeirra.
20.35 Gestaboð.
21.30 Fólk og fræði.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Refurinn Pablo
07.21 Úmísúmí
07.44 Kalli og Lóa
07.56 Poppý kisuló
08.06 Lalli
08.13 Kúlugúbbarnir
08.36 Nellý og Nóra
08.43 Flugskólinn
09.05 Hrúturinn Hreinn
09.12 Múmínálfarnir
09.34 Kátur
09.36 Konráð og Baldur
09.49 Sjóræningjarnir í næsta
húsi
10.00 Línan
10.05 Leyndarlíf kattardýra
11.00 Silfrið
12.10 Tónatal
13.20 HM í handbolta
15.05 Ólympíukvöld
15.50 Táknmálsfréttir
16.00 HM stofan
16.20 HM í handbolta
18.05 HM stofan
18.30 Herra Bean
18.35 Menningin – samantekt
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir á sunnudegi
19.40 Veður
19.50 Landinn
20.25 Fyrir alla muni
21.00 Um Atlantsála
22.00 Dúllan mín
24.00 Silfrið
01.00 Dagskrárlok
12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á
sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í
gleðinni með K100.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn
vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu
lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn
er eini opinberi vinsældalisti landsins.
18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt
kvöld.
Sigríður Bylgja hjá Tré lífs-
ins hefur undanfarin ár
unnið í því að þróa annars
vegar lífsbókina, gagna-
grunn þar sem fólk getur
skráð niður sögu sína og
hinstu óskir, og hins vegar
bálstofu. Hún ræddi við þá
Loga Bergmann og Sigga
Gunnars í Síðdegisþætt-
inum og sagði þeim frá
verkefninu. Hún segir verkefnið stórt og umfangs-
mikið og hugmyndin hafi fyrst komið upp fyrir fimm
árum. Undanfarin tvö ár hafi þau verið á mikilli keyrslu
í verkefninu. Reynslan hafi kennt henni að stórt verk-
efni sem þetta taki góðan tíma í þróun en hún sér fyrir
sér að lífsbókin verði vonandi tilbúin á þessu ári eða
byrjun þess næsta. Viðtalið við Sigríði má nálgast í
heild sinni á K100.is.
Lífsbók og bálstofa
verði að veruleika
Það sem mér finnst skrítið viðað verða gamall er ekki aðég sé orðinn eldri,“ skrifar
japanski rithöfundurinn Haruki
Murakami í upphafi smásögunnar
With the Beatles. „Ekki að hinn
ungi ég úr fortíðinni hafi elst án
þess að ég gerði mér grein fyrir
því. Það sem slær mig út af laginu
er frekar hvernig fólk af sömu kyn-
slóð og ég er orðið aldrað, hvernig
fallegu, fjörugu stelpurnar sem ég
þekkti einu sinni eru nú nógu
gamlar til að eiga nokkur barna-
börn. Það er dálítið óþægilegt –
jafnvel sorglegt. Þótt ég verði aldr-
ei leiður yfir þeirri staðreynd að ég
hafi að sama skapi elst.“
Glundroði tilfinninganna
Þannig hefst ein af smásögunum
átta í nýrri bók eftir Murakami,
sem ber nafnið Fyrsta persóna ein-
tölu. Murakami varð 72 ára fyrr í
þessum mánuði og fyrir tveimur
árum fagnaði hann því að fjórir
áratugir voru liðnir frá því að ferill
hans hófst sem rithöfundur. Í grein
um nýju bókina á vefsíðu Der
Spiegel segir að ekki megi þó
merkja aldur höfundar af skrifum
hans. „Að Murakami sé sjálfur orð-
inn eldri maður kemur lesandanum
nánast á óvart því að hetjurnar úr
skáldsögum hans og frásögnum
skyggja á persónu hans: ungir
menn sem í tilveru sinni finna fyrir
glundroða tilfinninganna.“
Þar segir að í sögunum í bókinni
birtist atvik frá fyrri hluta lífsins
fyrir sögumanni, frá lokum skóla-
göngu eða upphafi háskólanáms.
Þar segi frá kynnum sem verða
fyrir tilviljun og hvikulli vináttu,
óhugnanlegum sjálfsmorðum,
óútskýranlegum tilviljunum og
hljómplötu með Charlie Parker
sem er ekki til í raun en birtist í
lítilli plötubúð í New York. „Mura-
kami vinnur með brot og kafla úr
því sem hann man,“ segir í tímarit-
inu og fylgir tilvitnun í Murakami:
„Fjarlægar minningar leggja í
langt ferðalag til mín og hrista upp
í mér af óþekktum ákafa.“
Murakami byrjaði ekki að skrifa
fyrr en hann var farinn að nálgast
þrítugt. Hann rak þá kaffihús og
djassstað í Tókýó. Hann hefur allt-
af haft mikinn tónlistaráhuga og
hafði hug á að gerast tónlistar-
maður, en komst að þeirri niður-
stöðu að sig skorti hæfileikana til
að spila á hljóðfæri.
Eins og poppstjarna
Með bókinni Norwegian Wood sló
Murakami í gegn fyrir alvöru árið
1987. Bókin seldist í milljónum ein-
taka í Japan og hann varð frægur
eins og poppstjarna. Nú er hann
einn af vinsælustu rithöfundum
heims og er ávallt nefndur til sög-
unnar þegar líður að veitingu Nób-
elsverðlaunanna þótt aldrei hafi
hann hlotið þau.
Murakami er einfari og lítið fyrir
að berast á og flutti hann um skeið
til útlanda til að forðast athyglina.
Eftir að hann sneri aftur til Japans
hefur hann ekki borist mikið á, en
hefur þó látið meira á sér bera en
áður á undanförnum árum. Til
marks um það eru þættirnir Út-
varp Murakami, sem sendir eru út
á 38 stöðvum í Japan. Þar leikur
Murakami uppáhaldstónlistina sína
og hefur gert 13 þætti frá því sá
fyrsti var sendur út í ágúst 2018. Í
þætti sínum í maí í fyrra gerði
hann sér sérstakt far um að lyfta
brún áheyrenda í kórónu-
veirukreppunni með því að spila
bjartsýnstónlist. Næst verður hann
með þátt á valentínusardag, 14.
febrúar.
Árið 2018 vakti einnig athygli
ákvörðun Murakamis að gefa
Waseda-háskóla í Tókýó handrit,
þýðingar og stórt úrval úr tónlist-
arsafni sínu. Ætlun hans er að
safnið verði vettvangur til sam-
skipta milli námsmanna, fræði-
manna og áhugamanna um bækur
hans og japanskar bókmenntir.
Murakami nam leikhúsfræði við
Waseda-háskóla og vann í plötubúð
með náminu.
Fyrsta persóna eintölu kom út í
Japan í júlí í fyrra, er nú að koma
út í þýðingu á önnur tungumál og
er væntanleg á ensku í apríl. Sög-
urnar höfðu utan ein komið út áður
í tímariti á japönsku og nokkrar
birst á ensku í tímaritunum Granta
og New Yorker.
Japanski rithöfundurinn
Haruki Murakami áritar
bækur í Waseda-
háskóla í Tókýó 2018.
SMÁSAGNASAFN FRÁ VINSÆLASTA HÖFUNDI JAPANS
Murakami í fyrstu
persónu eintölu