Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Qupperneq 12
ÚTTEKT 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021 „Drengir skora hærra en stúlkur þegar kemur að sterkum áhuga á tilteknu sviði, sem helgast meðal annars af dópamíni. Það er lykillinn að því að taugafræðileg þekking skapist.“ Fanga þarf ástríðuna Að dómi Hermundar er þetta einmitt atriði sem íslenska skólakerfið þurfi að horfa til. Það þurfi að fanga ástríðuna til að fá það besta út úr hverj- um og einum nemanda. „Við verðum að fanga áhuga drengjanna okkar ef við ætlum að snúa þessari þróun við. Þeir eru sterkastir þar sem áhugi þeirra og ástríða liggja. Það er engin til- viljun að drengir komast oft á siglingu í lok fram- haldsskólans og sérlega þegar þeir geta valið sitt áhugasvið. Stúlkurnar eru sterkari framan af, sem má að hluta til skýra með sterkum tengslum milli þrautseigju og grósku hugarfars hjá stúlk- um. Drengirnir hafa hins vegar sterkara samspil milli ástríðu og þrautseigju þannig að þegar áhugi þeirra glæðist og valið í námi eykst þá vakna þeir og rjúka af stað,“ segir hann. Að sögn Hermundar á hiklaust að vinna út frá kenningum um aðlagandi nám, bæði fyrir drengi og stúlkur. Að námið sé aðlagað að ein- staklingnum. Hann nefnir Margréti Pálu Ólafsdóttur og Hjallastefnuna sem dæmi um hvernig reynt hefur verið að aðlaga nám. Þar sem leitast er við að mæta þörfum kynjanna á þeirra forsendum. Í þessu sambandi má einnig nefna átök, eins og skákátak Helga Árnasonar, skólastjóra Rimaskóla, á sínum tíma en um það myndaðist mikil stemning og gróskuhugarfar sem Her- mundur segir án efa hafa skilað sér með víð- tækari hætti inn í nám nemenda. Hann víkur einnig að átaki Ingibjargar Magnúsdóttur, skólastjóra Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem hvatti nemendur sína til að hlaupa eina mílu á dag að skoskri fyrirmynd. „Allt ber þetta að sama brunni; það er fyrst og fremst gleðin sem færir okkur langt líf, ekki genin eða há greindarvísitala.“ Þjóðfélagið missir mannauð Hermundur bendir á, að brottfall úr námi þýði að þjóðfélagið sé að missa mannauð sem kemur sér ekki í framhaldsmenntun eftir gagnfræða- skóla eða út í atvinnulífið. „Rannsóknir erlend- is sýna að 60-70% fanga glíma við lestrarörð- ugleika og 50% eru með athyglisbrest. Vísindamenn nefna að lykilatriði sé að bæta lestrarfærni fanganna þannig að þeir geti bæði aflað sér menntunar og komist út í lífið aftur.“ Hann nefnir börn innflytjenda einnig í þessu sambandi. Mikilvægt sé að taka vel á móti þeim, hlúa að þeim og kenna þeim íslensku svo þau eigi betri möguleika í skólakerfinu. „Norð- menn hafa lagt áherslu á þetta, meðal annars með ókeypis leikskóla og norskukennslu, með þeim árangri að þessi börn skila sér í ríkari mæli sem mannauður út í samfélagið. Börn innflytjenda eiga því miður minni möguleika hér á landi ef þau kunna ekki íslensku og geta öðlast menntun. Það má reikna með að stór hópur nái aldrei að koma sér út í þjóðfélagið. Það er rosalega dýrt fyrir okkur sem þjóð- félag.“ En þetta stendur ekki bara upp á skólakerf- ið. Foreldrar þurfa að gefa sér tíma til að hlúa að börnum sínum. Tala við þau, fylgjast með námi þeirra, veita þeim stuðning og aðhald og hjálpa þeim að finna leiðbeinendur og fyrir- myndir. „Það á ekki síst við um fyrstu árin, sem eru gríðarlega mikilvæg og mótandi. Það er útilokað mál að setja öll börn í sama farið.“ 39% ekki læs eftir 2. bekk Hermundur hefur lengi stundað rannsóknir á lestrarkunnáttu. Við höfum eingöngu tölur úr Reykjavík, þar sem 61% nemenda eru læsir eftir 2. bekk, sem er afturför frá 2002, þegar þetta hlutfall var 67%. Það vantar tölur úr öðr- um landshlutum sem Hermundi þykir ekki nógu gott. „Til þess að geta sett markmið verð- um við að vita stöðuna og lykilspurning er hversu margir eru læsir þegar þeir byrja í skóla, öll börn fái þá réttar áskoranir og við verðum að stuðla að réttri eftirfylgni. Síðan þarf að mæla stöðuna eftir fyrsta árið og eftir annað árið í skólanum. Við náum ekki að kenna 39% barna að lesa eftir tvö ár í skólanum, sam- kvæmt tölum frá Reykjavík, sem er alls ekki nógu gott. Fjöldi þeirra sem ekki eru læs ætti að vera 2-5% og þá erum við að tala um börn sem hafa lífeðlislegar ástæður fyrir lestrarerf- iðleikum eins og lesblindu. Það þýðir að 34-37% er út af skorti á þjálfun. Það er klárlega sam- félagslegt vandamál.“ Hermundur segir að lestur megi alls ekki vera leiðigjarn og kvíðavaldandi, eins og dæm- in sanni að hann geti verið fyrir fjölda barna og ungmenna í íslenskum skólum. Þá verði menn að minnka eða hætta að mæla lestrarhraða og einbeita sér að því að meta læsi og lesskilning, sem eru lyklar lestrarfærni. Það mætti einnig auka áherslu á skapandi skrif. Áherslur þurfi að vera markvissari. „Við þurfum að laga nám- ið að einstaklingnum og að vinna með mark- vissar aðgerðir og eftirfylgni, frá hinu einfalda til hins flókna. En það blása jákvæðir vindar í bæði bæjarfélögum og í akademíunni.“ Málþroski undirstaða náms Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur tekur í sama streng. Verkfærin séu til staðar í skólakerfinu en það vanti að upplýsa foreldra og fagfólk betur um hvað sé í boði og hvernig úrræðin nýtist best með hagsmuni allra barna í huga. Hún bendir á, að góður málþroski sé undirstaða alls náms og sé hann ekki fyrir hendi geti það leitt til námsörðugleika og hegð- unarvandamála hjá börnum. „Á Íslandi er miklum peningum varið í skólakerfið, saman- ber í stuðningstíma og sérkennslu. Hins vegar þarf að styðja við sérkennara og umsjónar- kennara með því að auka samvinnu, teymis- vinnu og þverfaglega nálgun í flóknum málum hjá stórum hópi barna með mikla námsörð- ugleika.“ Ásthildur segir miklu muna um fyrstu árin og fylgjast verði sérstaklega vel með drengjum enda taki þeir stundum seinna við sér en stúlk- urnar. „Því fyrr sem við finnum börnin sem eru með málþroskafrávik og þurfa íhlutun þeim mun betra. Þá er hægt að bregðast srax við, áð- ur en skaðinn verður meiri. Snemmbær íhlutun er lykilatriði í þessu sambandi.“ Greiningin dugi þó ekki ein og sér. „Því mið- ur leggjum við Íslendingar meira upp úr því að greina vanda en leysa hann. Til hvers erum við að greina frávik hjá börnum og skima fyrir námsörðugleikum ef við ætlum svo ekki að fara beint í markvissa íhlutun í framhaldinu? Það er ekki nóg að finna börnin, það þarf að hjálpa þeim líka. Annars höldum við bara áfram að dragast aftur úr. Íslendingar eru ekkert sér- staklega góðir í að taka leiðbeiningum. Við vit- um alltaf allt best, eða teljum okkur alla vega gera það. Hins vegar er mikilvægt að viðhafa samstarf og vinna í anda lærdómssamfélagsins þar sem allir sem vinna í skólakerfinu eru mik- ilvægir hlekkir til þess að mæta mismunandi þörfum barnanna okkar.“ Stöndum öðrum þjóðum að baki Ásthildur var við nám í bæði Bandaríkjunum og Noregi og segir þær þjóðir standa okkur framar á þessu sviði sem snýr að snemmtækri íhlutun. Þar sé komin mun meiri reynsla í þver- faglegri nálgun og að byrja nógu snemma með íhlutun í kjölfarið. „Margir hafa beðið spenntir eftir nýrri menntastefnu íslenskra stjórnvalda en svo kemur hún og það vantar meiri umfjöll- un um hvernig á að takast á við vanda íslenskra drengja þegar kemur að læsi.“ Ásthildur segir að Ísland standi sig ekki nógu vel hvað varðar þjónustu við börn með málþroskafrávik og börn sem þurfa að læra ís- lensku sem annað tungumál. Í því felist m.a. að okkur gangi verr en þjóðunum sem við viljum bera okkur saman við að ná utan um að mæta þörfum þessara barna. Spurð um lausnir á vandanum vísar Ásthild- ur m.a. til spennandi þróunarverkefnis sem hún hefur komið að í gegnum Mennta- og lýð- heilsusvið Hafnarfjarðar í samvinnu við leik- skóla bæjarins. „Það felst í því um leið og grun- ur vaknar um frávik í þroska hjá ungum börnum þá er strax sett af stað íhlutun í leik- skólanum og foreldrar fá einnig ráðgjöf. Í þessu felst samvinna við heilsugæsluna. Unnið er samkvæmt sérstökum verkferlum með þarf- ir allra barna í huga. Áherslan er alltaf á að byrja íhlutun eins fljótt og hægt er. Gildir þá einu hvort komin er greining á vanda barnsins eða hvort aðeins leikur grunur á frávikum í þroska. Strax eru settar af stað markvissar að- gerðir til að þjálfa viðkomandi barn og meta ár- angur. Hér er alls ekki verið að gera lítið úr börnunum á neinn hátt, heldur hjálpa þeim til að ná hámarksárangri með því að byrja nógu snemma. Mörg önnur sveitarfélög hafa til- einkað sér markvissar aðgerðir í anda snemm- tækrar íhlutunar sem að tengjast þessu þróun- arverkefni í Hafnarfirði.“ Foreldrar þurfa að vera upplýstir Að sögn Ásthildar er ekki nóg að fagfólkið viti hvað klukkan slær, heldur þurfi foreldrar líka að átta sig betur á þýðingu greininga og skim- ana og fá hugmyndir og verkfæri til að geta orðið sem best að liði til að styðja við markvissa íhlutun sem að veitt er í skólanum „Rannsóknir sýna að með réttum aðferðum má draga úr eða jafnvel koma í veg fyrir námsörðugleika og þannig auka vellíðan og möguleika barna.“ Henni þykir brýnt að fjölga talmeinafræð- ingum og láta þá njóta sannmælis. „Við erum ung og fámenn stétt og þegar fólk hefur lengi komist af án þjónustu talmeinafræðinga tekur tíma að skapa þekkingu á störfum þeirra. Sér- fræðiþekking talmeinafræðinga er mikilvæg sem hluti af þverfaglegri samvinnu innan skólakerfisins. Hafi börn ekki vald á málinu lenda þau oft í námsörðugleikum. Það segir sig sjálft.“ Fleiri lykilstéttir eiga, að hennar áliti, undir högg að sækja. Þannig sé virðingarleysi gagn- vart kennurum mikið hér á landi. „Það myndi hjálpa mikið til yrðu kennarar metnir að verð- leikum. Þeir eru að sinna gríðarlega mikilvægu starfi.“ Ásthildur kallar eftir markvissum aðgerð- um. „Við erum komin að þeim tímapunkti að vandi skólakerfisins er orðin þjóðfélagslegt mein. Við þurfum að fara að gyrða okkur í brók og taka þverpólitíska ákvörðun um að styðja við þverfaglega nálgun og takast á við þennan vanda í eitt skipti fyrir öll.“ Mun fleiri stúlkur en drengir ljúka prófi frá Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Ernir ’Rannsóknir sýna að með rétt-um aðferðum má draga úreða jafnvel koma í veg fyrirnámsörðugleika og þannig auka vellíðan og möguleika barna. Áfram verður fjallað um þessi mál í Sunnudagsblaðinu næstu helgar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.