Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Heimsmeistaramótið íegypskum handbolta fórekki alveg eins og Íslend-
ingar höfðu hugsað sér. Raunar svo
illa að næstu daga ræddu menn að
ekkert heimsmeistaramót hefði verið
jafnlærdómsríkt.
Snjóflóðahrina gekk yfir landið um
liðna helgi og þurfti að rýma hús á
Flateyri og Siglufirði í varúðarskyni
og óvissustig í gildi víða norðanlands.
Snjóflóðin ollu nokkru raski, en ekki
verulegu tjóni.
Athafnaskáldin þrífast víða, en á Ísa-
firði sagði stjórnarformaður rækju-
verksmiðjunnar Kampa að bókhaldið
virtist byggt á skáldskap, en fyrir-
tækið fékk greiðslustöðvun fyrir
skömmu vegna mikils fjárhags-
vanda.
Þjóðleikhúsið opnaði gáttir sínar á
ný með frumsýningu á stóra sviðinu,
sem var jafnvel enn stærra en vana-
lega þar sem aðeins einn leikari var á
sviðinu. Var þó haft á orði að Björn
Thors hefði fyllt vel út í það, en í
salnum var ekki sömu sögu að segja,
aðeins 100 manns leyfð vegna fjölda-
takmarkana.
Hafró fann villu í útreikningum sín-
um og jók því ráðgjöf sína um loðnu-
veiði. 61 þúsund tonn af loðnu sýta
það. Vonir eru uppi um enn meiri
hækkun eftir hressilegar loðnu-
mælingar út af landinu.
Dreifingarfyrirtækið Distica greindi
frá því að bóluefnissendingar til
landsins virtust ætla að verða reglu-
legri á næstunni, en magnið enn í
minna lagi.
Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur í
liðinni viku komst aftur í fréttir þeg-
ar út spurðist að hinn látni, ungur og
hraustur karlmaður, hefði legið sex
mínútur á botni laugarinnar án þess
að nokkur virtist verða þess var.
Jóhannes Eðvaldsson (Búbbi),
landsliðsfyrirliði og atvinnumaður í
fótbolta víða um heim, lést í Skot-
landi sjötugur að aldri.
Drög Guðmundar Inga Guð-
brandssonar umhverfisráðherra að
rammaáætlun útiloka stóran hluta
landsins frá nýtingu vindorku, en
samkvæmt frumvarpi hans mætti
ekki setja upp vindmyllur á frið-
lýstum svæðum, svæðum sem í ráði
er að friðlýsa og gervöllu hálendinu.
Tvisvar kviknaði í einu og sama hús-
inu í Seljahverfi í Breiðholti. Maður
var í húsinu þegar eldurinn tók að
loga eldsnemma að morgni, en hann
komst út af sjálfsdáðum.
Guðmundur Felix Grétarsson, ný-
bakaður handhafi í Lyon í Frakk-
landi, komst á fætur eftir hand-
leggjaágræðsluna í fyrri viku og
dansaði af því tilefni nokkur spor.
Blær, leigufélag VR, hyggst reisa 36
íbúða hús í Úlfarsárdal. Miðað við
umsóknir virðist þó ekki minni þörf á
fleiri orlofshúsum í eigu VR og ann-
arra stéttarfélaga.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra flutti Alþingi munnlega
skýrslu um bóluefnismál, þar sem
hún lofsöng Evrópusamvinnu í þeim
efnum og kvaðst þess fullviss að
þorri landsmanna yrði bólusettur
fyrir mitt ár. Fleiri voru gamanmálin
ekki þann daginn.
Af meginlandinu var hins vegar allt
komið í bál og brand vegna bóluefn-
ismálanna, þar sem Evrópusam-
starf um öflun bóluefna (sem Ísland
er aðili að) var komið í miklar ógöng-
ur. Það hefur frá upphafi verið mikið
klúður en versnaði til muna eftir að
bóluefnaframleiðendur greindu frá
framleiðsluörðugleikum í Evrópu. Af
því tilefni setti Evrópusambandið
Bretum úrslitakosti.
KSÍ blés rykið af áformum um nýjan
þjóðarleikvang í Laugardal, sem at-
huga á betur með sumrinu. Áætlaður
kostnaður er á bilinu 9-16 milljarðar,
svo sennilega endar hann í 32.
Ferðaþjónustan hefur lagt höfuð sín
í bleyti og komist að því að hún kjósi
helst fáa en vel stæða erlenda ferða-
menn til landsins í sumar, gjarnan
fjarri mannabyggð.
Útlit er fyrir að einkareknum bað-
lónum fjölgi töluvert á næstu mán-
uðum og misserum í trausti þess að
enginn hörgull verði á hreinlátum
ferðamönnum næstu ár.
Íslandsbanki gaf út þjóðhagsspá,
þar sem 3,2% hagvexti er spáð. Það
byggist þó á því að 700 þúsund ferða-
menn villist hingað í ár og að einn
þeirra kaupi bankann í ógáti.
Verkalýðshreyfingin ætlar að gera
sig gildandi fyrir komandi kosn-
ingar, segir Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, og ekki seinna vænna.
Hann kvaðst treysta því að stjórn-
málaflokkarnir gerðu skoðanir hans
að sínum í stefnuskrá.
Markaðsstofur landshlutanna búa
sig undir annað Íslendingasumar í
ferðaþjónustu. Ekki þó á sama gjaf-
verði og í fyrra, en því er lofað að
þjónustan batni.
Snjór hélt áfram að hrannast upp,
vetrarfærð víðast um land og krapa-
flóð á Austurlandi. Óvissa var víða
vegna snjóflóðahættu, jafnvel á
Hofsósi, þar sem gríðarlegur snjór
hefur safnast upp.
Íslensku bókmenntaverðlaunin
voru veitt á Bessastöðum, en þau
fengu Elísabet Kristín Jökulsdóttir,
Sumarliði R. Ísleifsson og þær Arn-
dís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún
Bjarnadóttir.
Íslensku bókaforlagaverðlaunin
höfðu áður verið veitt, en þar fengu
bókaforlögin 400 milljónir króna í
endurgreiðslu kostnaðar í boði ör-
látra stjórnmálamanna en á kostnað
skattborgara.
Veðurstofan segir óróa á Reykjanes-
skaga hafa birst í 22 þúsund jarð-
skjálftum þar á svæðinu síðasta árið,
flestum tiltölulega vægum. Gera
verði ráð fyrir aukinni spennu á
svæðinu, sem ekki losni nema í
stórum skjálfta í fyllingu tímans.
Isavia lét sér fátt um finnast og boðaði
mikla uppbyggingu á Keflavíkur-
flugvelli. Þar stendur til að verja tæp-
um 12 milljörðum í framkvæmdir í ár,
enda lítið ónæði af ferðamönnum.
Það þykir Samtökum iðnaðarins þó
alls ekki nóg og raunar ekki nóg að
aðrir opinberir aðilar hyggist fara í 127
milljarða framkvæmdir á árinu. Ríki
og sveitarfélögum hafi verið í lófa lagið
að framkvæma miklu meira, en of mik-
ið hafi tafist á undirbúningsstigi.
Rannsókn á flúormagni í hrossum
bendir til þess að flúormengun sé
óveruleg og langt undir eitrunar-
mörkum, meiri þó eftir því sem dregur
nær Grundartanga. Meiri ástæða sé til
þess að hafa áhyggjur af jórturdýrum.
Félagi Sólveig Anna Jónsdóttir,
formaður Eflingar, var harðlega
gagnrýnd af Þórarni Ævarssyni
vinnuveitanda fyrir villandi mál-
flutning um vangoldin laun. Of mik-
ið væri gert úr umfangi slíkra mála.
Í ljós kom að óþokki hafði skotið kúlu á
bíl Dags B. Eggertssonar borgar-
stjóra við heimili hans. Áður hafa verið
sagðar fréttir af sams konar árásum á
skrifstofur sumra stjórnmálaflokka.
Starfsfólk leikskóla í Hafnarfirði
mótmælti áformum bæjarins um að
hafa leikskólana opna allt árið, en til
þessa hefur þeim verið lokað í fjórar
vikur að sumarlagi. Reynir nú á
hagsmunir hvorra verði látnir ráða;
barna eða starfsfólksins.
Kórónuveirusmit hafa verið á miklu
undanhaldi og kvaðst Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir ekki úti-
loka tilslakanir innanlands á næst-
unni. Núverandi sóttvarnarreglur
eru að óbreyttu í gildi til 17. febrúar.
Út kom bók eftir Einar Kárason rit-
höfund um athafnaskáldið Jón Ás-
geir Jóhannesson og nefnist hún
Málsvörn. Fram kemur í henni að
óvenjuhátt hlutfall þess fólks, sem
hann hefur kynnst á lífsleiðinni, sé
óheiðarlegt, illa gert og hafi sætt
færis með að klekkja á honum.
Creditinfo rannsakaði kynjahlutföll
stjórnenda fyrirtækja, en konur eru
aðeins 18% framkvæmdastjóra fyrir-
tækja í landinu. Það færist raunar til
betri vegar, en nokkuð hægt, því á
liðnu ári féllu 25% ráðninga í fram-
kvæmdastjórastörf konum í skaut.
Alþingi leggur til að 30 manns fái ís-
lenskan ríkisborgararétt, en þar á
meðal er tónlistarmaðurinn Damon
Albarn, sem hér hefur verið með
annan fótinn í um aldarfjórðung.
Hann vill vera með tvöfaldan rík-
isborgararétt vegna Brexit.
Nú er frost
á Fróni
Mikið hefur snjóað norðanlands að undanförnu, svo snjóflóðahættu hefur víða gætt, til dæmis á Hofsósi sem hér sést.
Morgunblaðið/Eggert
24.1.-29.1.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is