Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Side 8
ÚTTEKT
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021
Á
rið 1975 var kynjahlutfall þeirra
sem luku stúdentsprófi á Íslandi
jafnt en árið 2018 voru konur
orðnar 60%. Þegar tölur um þá
sem ljúka háskólanámi eru
skoðaðar eykst munurinn. Árið 1973 voru 76%
þeirra sem luku háskólaprófi karlmenn. Árið
1985 var hlutfall kynjanna jafnt en í dag er
staðan hins vegar sú að 34% þeirra sem ljúka
háskólaprófi eru karlmenn. Fátt bendir til ann-
ars en að þessi þróun haldi áfram, nema gripið
verði í taumana.
Lestur vegur þungt í þessu sambandi og al-
þjóðlega PISA-könnunin, sem lögð var fyrir 15
ára nemendur vorið 2018, sýnir fram á að hlut-
fall nemenda á Íslandi sem ekki ná grunnhæfni
í lesskilningi eykst úr 22% í 26% milli kannana.
Hjá drengjum eykst hlutfallið úr 29% í 34%.
Við erum að tala um að þriðji hver drengur á
Íslandi geti ekki lesið sér til gagns að lokinni
grunnskólagöngu. Sú þróun er mikið áhyggju-
efni, um það hljóta allir að vera sammála.
Óæskilegt ójafnvægi
Í hópi þeirra sem vilja snúa þessari þróun við
er Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður
Samfylkingarinnar, en hún lagði í vikunni fram
tillögu til þingsályktunar sem snýr að árangri
og þátttöku drengja í skólakerfinu. Þar segir
meðal annars: „Alþingi ályktar að fela mennta-
og menningarmálaráðherra að gera tímasetta
og fjármagnaða aðgerðaáætlun, til fjögurra
ára, fyrir árin 2022-2025, til að styrkja stöðu
drengja í menntakerfinu. Mennta- og menn-
ingarmálaráðherra kynni Alþingi aðgerðaáætl-
unina á haustþingi 2021.“
Helga Vala segir tilefni þingsályktun-
artillögunnar þá tölfræði sem blasi við okkur
og vísað er til hér að framan. Augljóst sé að
bregðast þurfi við ef ekki eigi illa að fara.
„Ójafnvægi af þessu tagi mun hafa mjög nei-
kvæðar afleiðingar til lengri tíma litið og leiða
til samfélagslegrar skekkju þegar konur verða
svona langtum menntaðri en karlar. Við erum
jafnréttisþjóðfélag og eigum að vita betur.
Þess vegna verðum við að grípa inn í núna,“
segir hún.
Helga Vala segir marga finna hvernig skóla-
kerfið sé útbúið þannig að það virðist henta
stúlkum alla jafna betur en drengjum. Eigi að
síður sýni rannsóknir að stúlkunum okkar líði
ekki nægilega vel í skólanum en sam-
viskusemin reki þær áfram, til að fá góðar ein-
kunnir og ná árangri.
„Íslenskt skólakerfi er að mörgu leyti lot-
terí. Það skiptir til dæmis höfuðmáli hjá hvaða
kennurum barnið lendir. Sum eru heppin, önn-
ur óheppin. Þess utan virðist vera alltof lítill
sveigjanleiki innan kerfisins. Stúlkunum líður
illa vegna þess að enginn tekur eftir þeim,
meðan strákarnir verða pirraðir og háværir.
Hér er ég auðvitað að alhæfa; mörgum
strákum gengur vel í skóla, líður vel og ljúka
sínu prófi, en þú skilur hvað ég er að fara?
Væri staðan þveröfug, að stúlkunum gengi
verr en drengjunum, þá væri allt vitlaust í
þjóðfélaginu. Allt vitlaust.“
Of langar kennslustundir
Hefð er fyrir hverfisskólum á Íslandi og enda
þótt Helga Vala segi það fyrirkomulag eiga vel
við félagslega þá liggi í augum uppi að það
henti ekki öllum nemendum. Fólk verði að hafa
meira svigrúm til að velja skóla handa börn-
unum sínum. Einkaskólar mæta einhverjum
þörfum en opinberu skólarnir mættu hafa
meiri breidd, meiri fjölbreytileika til að mæta
ólíkum þörfum nemendanna.
Hún segir kennslustundirnar sem slíkar
einnig í of föstum skorðum. „Það er eitthvað
við þessar fjörutíu mínútna kennslustundir
sem er ekki að virka fyrir stóran hóp drengja.
Þurfum við kannski að endurskoða það fyr-
irkomulag? Það er einhver villa í þessu. Ég
velti líka fyrir mér hvort skóladagurinn sé ekki
of langur. Þegar ég var lítil var ég í skólanum
til hádegis en úti að leika eftir það. Það kom vel
út.“
Karlkyns kennurum hefur fækkað jafnt og
þétt á umliðnum áratugum, ekki síst í grunn-
skólum. Helga Vala tekur undir sjónarmið þess
efnis að of fáar fyrirmyndir fyrir stráka séu
innan skólakerfisins. Það séu röng skilaboð.
Sveigjanlegri uppbygging
Að mati Helgu Völu þarf uppbygging námsins
að vera sveigjanlegri og námsefnið að falla bet-
ur að áhugasviði barnanna; því miður séu
drengir að fá of neikvæð skilaboð, strax á
grunnskólastiginu, sem mótar þá út lífið. „Nei-
kvætt viðhorf of margra drengja til skólagöngu
mótast strax í grunnskóla. Þegar svo er getur
verið erfitt að snúa þeirri afstöðu við, traustrof
hefur átt sér stað, enda þótt börnin hafi meiri
möguleika til að velja sér nám á seinni stigum
kerfisins og þar af leiðandi blómstra.“
Helga Vala nefnir verkgreinar sem dæmi,
börn eigi að hafa tækifæri til að velja þær
miklu fyrr í skólakerfinu, jafnvel strax í fyrsta
bekk. „Verkgreinar eru í slíkri mýflugumynd í
grunnskólakerfinu að það er þyngra en tárum
taki. Börnin fá að pússa krossviðarplötu og
sauma púða sem þau setja undir hausinn á
kettinum sínum en það að kanna innihald
tölvu, leiða rafmagn í ljós eða tengja vatns-
leiðslu og smíða stærri einingar er víðsfjarri. Í
þessu ljósi er alveg galið að mennta-
málaráðherra hafi ákveðið að fækka val-
greinum í grunnskóla. Í mínum huga er það
þveröfug þróun og síst til þess fallin að styrkja
yngstu nemendurna. Kerfið var nógu brot-
hætt fyrir.“
Lausnin ekki einföld
Helga Vala gerir sér grein fyrir því að lausnin á
vanda drengja í íslenska skólakerfinu sé ekki
einföld. Lykilatriði hljóti þó að vera að nálgast
drengina í nútímanum og snerta áhuga þeirra í
ríkari mæli. „Samfélagið hefur breyst og skóla-
kerfið þarf að breytast með því. Það er ekki
Er skólinn fyrir alla?
Drengir eru líkegri
en stúlkur til að
svara því neitandi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þrengir að drengjum
Það er gömul saga og ný að drengir eigi undir högg að sækja í íslenska skólakerfinu. Margir hafa bent á þetta í ræðu og riti á
undanförnum árum og misserum en eigi að síður sígur bara áfram á ógæfuhliðina. Mun fleiri stúlkur brautskrást úr
framhalds- og háskóla sem leitt hefur til samfélagslegrar skekkju sem að óbreyttu á bara eftir að aukast. Viðmælendur
Sunnudagsblaðsins telja brýnt að skerast án tafar í leikinn og laga nám betur að þörfum drengjanna. Fanga ástríðu þeirra.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Helga Vala Helgadóttir Ásthildur Bj. SnorradóttirHermundur Sigmundsson
’Hér er ég auðvitað að alhæfa; mörgum strákum gengur vel ískóla, líður vel og ljúka sínu prófi, en þú skilur hvað ég er aðfara? Væri staðan þveröfug, að stúlkunum gengi verr en drengj-unum, þá væri allt vitlaust í þjóðfélaginu. Allt vitlaust.“