Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 2021
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
Verið velkomin
í heimsókn
Mikið úrval
hvíldarstóla
fyrir alla
Hvíldin
byrjar í LÚR
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Hljóðfæraheildsalan Guitar Center afhjúpaði í vikunni glænýtt
listaverk eftir Robert Vargas á útvegg verslunar sinnar á Sun-
set Strip í Hollywood sem sýnir gítarleikarann Eddie Van Halen
heitinn í ham með hljóðfæri sitt, hinn goðsagnakennda gítar
Frankenstrat. Sitt sýnist hverjum og enda þótt flestir Van
Halen-aðdáendur sem hafa viðrað skoðun sína séu jákvæðir í
garð verksins hafa sumir fundið því flest til foráttu. „Ég ann
Eddie en þetta líkist honum ekki neitt,“ tísti einn hneykslaður.
Listamanninum barst á hinn bóginn liðstyrkur úr góðri átt en
Wolfgang Van Halen, sonur Eddies, svaraði aðdáandanum full-
um hálsi. „Þú ættir að fá þér gleraugu, lagsi. Þú sérð ekki baun.
Veggurinn er geggjaður, bókstaflega gallalaus. Ég skil þegar
mönnum líkar ekki listaverk en að segja að verkið líkist honum
ekki dregur ekki upp gáfulega mynd af þér. Þetta er ekki spurn-
ing um smekk, þú hefur beinlínis rangt fyrir þér.“
Listaverkið
sem um ræðir.
AFP
Veggjaður Van Halen
Feðgarnir Wolfgang og Eddie Van Halen saman á
tónleikum. Eddie lést á liðnu ári, 65 ára gamall.
AFP
Glæný veggmynd af gítarleikaranum
Eddie Van Halen heitnum umdeild.
Hann var seinheppinn innbrots-
þjófurinn sem braust inn í versl-
un KRON á Vesturgötu 48 í
Reykjavík í skjóli nætur seint í
janúar fyrir sjötíu árum. Tveir
rannsóknarlögreglumenn voru
að störfum þessa nótt og veittu
grunsamlegum manni athygli,
að því er fram kom í Morgun-
blaðinu.
„Veittu þeir honum eftirför
nokkuð lengi. Fór hann inn í
portið bak við fyrrnefnda
KRON-verslun. Þar var hann
góða stund án þess að hafast
nokkuð að, en svo braust hann
inn í verslunina, í gegnum glugga
á bakhlið hússins,“ sagði í frétt
blaðsins.
Er þjófurinn var kominn inn í
verslunina, varð hann þess var
að honum hafði verið veitt eft-
irför. Lagði hann á flótta út um
aðaldyr verslunarinnar. Götu-
lögreglumenn komu rannsókn-
arlögreglumönnunum til hjálpar
og hófst leit að manninum og
fannst hann skömmu síðar.
„Hann var með 80 krónur í pen-
ingum í fórum sínum. Þessari
sömu upphæð hafði verið stolið
úr peningakassa verslunarinnar.
Mál mannsins er í rannsókn.
Maðurinn var drukkinn. “
GAMLA FRÉTTIN
Stóðu þjóf
að verki
KRON-verslanir settu lengi svip sinn á höfuðborgarsvæðið. Þessi var þó í
Kópavogi en ekki á Vesturgötu 48, þar sem brotist var inn í janúarlok 1951.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Björn Borg
tennisleikari
Bjarki Már Elísson
handboltamaður
Mikkel Hansen
handboltamaður