Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021 D eilur hvunndagsins eru misjafn- lega lífseigar. Þeir sem tóku virkan þátt í sumum þeirra geta stundum rifjað þær upp í hópi samtímamanna í þrengri merk- ingu orðsins. Yngra fólk getur hrifist með í þeirri upprifjun, þótt sumt hljóti að vera framandi og jafnvel óskiljanlegt og ekki síst hversu mikill tilfinningahiti fylgdi og þungi í garð þeirra sem höfðu hallað sér að „röngum“ málstað. Breytt flokkakerfi, ólík barátta Þeir sem tórað hafa lengi og þrauka enn minnast þess þegar eldri menn ræddu um pólitísk átök í upphafi síðustu aldar og teygðu sig stundum yfir aldamótin þar á undan. Stikkorðin eru framandi: „Ríkisráðs- fleygurinn“, –Hannes Hafstein og Valtýr Guðmunds- son þá átakapunktar. Fáum árum síðar „Uppkastið“ þar sem þessir andstæðingar drógu sama taum en urðu samt undir. Þegar Hannes reynir enn fær um- ræðan heitið „bræðingurinn“ og loks „grúturinn“. Öll þessi umræða og skrítin nöfn höfðu þýðingu fyrir framþróun og lokahnykk baráttu um sjálfstæði og fullveldi. Og það má halda því fram, að hvað varðaði úrslit deilnanna eða útideyfu hafi niðurstaðan að mestu orð- ið þjóðinni hagfelld þótt helstu fyrirmenni hafi helst deilt um keisarans skegg. Það er þá að minnsta kosti ekkert nýtt. En hvað sem því líður eru dæmin mörg um að sá sem verður undir í dægurslagnum lítur ekki endilega glaðan pólitískan dag eftir að rimmunni lýk- ur. Danskur Íslandsráðherra ræður mestu um það hvort Heimastjórn eða Hafnarstjórn verður ofan á. Dr. Valtýr sem hafði verið hvað heitastur manna í umræðunni hverfur hratt til hliðar eftir ósigurinn og beiskjan leyndi sér ekki (Árni Arason): „Í blaðinu Þjóðólfi árið 1898 segir að svo sé komið að ekki megi lesa íslenskt blað um stjórnmál án þess að rekast á nafn Valtýs Guðmundssonar í annarri hverri línu eða eitthvað sem nafn hans ber: Valtýsku, Valtýsliða, Val- týssinna, Valtýsféndur, Valtýsstjórnarbót, Valtýs- fargan, Valtýsást, Valtýshatur o.s.frv. Þvílík voru áhrif þessa umdeilda stjórnmálamanns um aldamót- in. Nokkrum árum síðar var Valtýr orðinn áhrifalaus og utangarðs í íslenskum stjórnmálum. Á efri árum skrifaði hann eftirfarandi hugleiðingu sem lýsir von- brigðum manns með særðan metnað: „En það hefur sýnt sig, að því meir sem kosningarétturinn er rýmk- aður því vitlausara er kosið. Þetta er eðlilegt, því ekki er hægt að ætlast til, að hinir minnst þroskuðu meðal almúgans geti borið skyn á landsmál. Þetta kemur hinum pólitísku glömrurum og flautaþyrlum vel, því þeir geta þá betur blekkt og spilað á tilfinninga- strengi þessara fáráðlinga með fögrum lofurðum, sem þeir svo svíkja öll á eftir.“ Valtýr, sem nú var orð- inn aðdáandi Mussolinis, hafði gjörsamlega misst trúna á dómgreind kjósenda: „Það eru orðin mestu vandræði í öllum löndum með þetta blessaða þing- ræði og kjósendadaður. Það getur aldrei blessast að láta múginn ráða.“ Gamlir þulir höfðu orðið Ungum áhugamönnum um stjórnmál og Sjálfstæð- isflokkinn þá sérstaklega þótti fróðlegt að heyra eldri flokksmenn og aðra spakvitringa fara á góðri stund yfir átakamál fyrri tíðar. Þannig var eitt sinn gripið færi og setið við fótskör Kristjáns Albertssonar út í París. Hann mælti sér mót við gesti sína við það horn sem neðanjarðarlestin hans stoppaði og þegar við höfðum heilsað gekk hann rösklega í átt að nafntogaðri krá sem okkur fýsti að sækja. Kristján benti á það helsta sem bar fyrir augu og væri athyglisvert og það var fyrst á lokametrunum sem á daginn kom að Kristján var orðinn blindur! Bæði þar og hér heima síðar lýsti hann atburðum og samtölum og enginn gat ímyndað sér annað en að hvert orð væri eins og numið og geymt úr munni þeirra sem hann nefndi til sögu. Hafi einhverjir efast um að okkar fornu sögur hafi getað geymst af öryggi í munnlegri geymd þá hafa þeir ekki setið við fótskör Kristjáns Albertssonar. Þótt hlustendur hans hafi ekki verið yfirburðamenn á borð við Kristján og geti því ekki endurtekið nema brot af frásögnunum hans eru þeir engu að síður gild heimild um að þessar samræður hafi verið ógleymanlegar. Seinna náðist iðulega tóm til að eiga svipaðar stundir með þeirri kynslóð, sem var á milli hlustenda og þeirra sem farnir voru. Þá var einatt farið nákvæmlega yfir sögubúta um fyrrum leiðtoga „Flokksins“ og var þá hvort tveggja undir, átökin við andstæðingana og þær snerrur sem urðu á milli þeirra helstu í hópi innvígðra og eftir atvik- um fylkinga þeim tengdum. Fyrra efnið var auðveldara. Því ekki þurfti að gæta sömu varúðar og margt af umræðuefninu lá fyrir skráð í bækur og fréttablöð. En hitt efnið var um sumt meira spennandi enda ekki auðvelt að afla upplýsinga um það sem þá var rætt með þeim aðferðum sem sagnfræð- ingar telja fullgildar enda missa þeir óþægilega oft af bestu bitunum fyrir vikið. Aldrei auður efsti bekkur Stjórnskipun landsins hagar því svo til að aldrei verður með öllu ríkisstjórnarlaust í landinu. En það byggir á að til eru allmargar formgerðir ríkisstjórna. Sú þeirra sem tryggir oftast að ríkisstjórnarlaust verði ekki er „starfsstjórnin“. Minnihlutastjórnir eru næstalgeng- astar. Svo utanþingsstjórnir. Og loks má nefna þjóð- stjórnir sem eru a.m.k. til sem kostur. Þegar seðlabankastjóri kom eins og frægt var haust- ið 2008 inn á ríkisstjórnarfund upplýsti hann að banka- kerfið væri komið að fótum fram og sá fyrsti færi núna. Síðar á fundinum var hann spurður um viðbrögð og í lok þess svars að þjóðstjórn hefði aldrei verið mynduð í landinu, en væru einhvern tíma efni til slíks kynni það að vera núna. Daginn eftir láku ráðherrar þessu út og sögðu sem staðreynd að viðkomandi hefði bersýnilega verið að benda á sjálfan sig um forystu hennar! En með því afhjúpuðu þeir ekki annað en barnalega fá- kunnáttu sína. Með þjóðstjórn er átt við þingræð- isstjórn sem allir flokkar eða nánast allir flokkar á Al- þingi eigi aðild að. Á nefndum ríkisstjórnarfundi var „utanþingsstjórn“ ekki nefnd, enda hefði enginn styrk- ur verið að slíkri stjórn við þessar alvarlegu aðstæður. Ein utanþingsstjórn, þjóðstjórn rædd Utanþingsstjórn sat alllengi hér á stríðsárunum og við undirbúning stofnunar lýðveldis og stóð sig vel við það verkefni. Það er augljóslega ekki heppilegt að ut- anþingsstjórnir sitji lengi. Starfsstjórnir, sem hafa misst meirihluta eða vilja til samstarfs, ættu ekki að sitja lengi og tími þeirra þrengri en utanþingsstjórnar. Eins og nafnið ber með sér er slík stjórn án þingstyrks og með tímanum verður sá vandi óþægilegur. Þannig Nægtarbúr Nýsköp- unar dugði skammt ’ Síðar á fundinum var hann spurður um viðbrögð og í lok þess svars að þjóðstjórn hefði aldrei verið mynduð í landinu, en væru einhvern tíma efni til slíks kynni það að vera núna. Daginn eftir láku ráðherrar þessu út og sögðu sem staðreynd að viðkomandi hefði bersýnilega verið að benda á sjálfan sig um forystu hennar! En með því afhjúpuðu þeir ekki annað en barnalega fákunnáttu sína. Reykjavíkurbréf29.01.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.