Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2021, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2021
ÚTIVIST
22:47
Stefnumót
kerfi virkt
SAMSTARFSAÐILI
FLÝTIVAL FYRIR
STEFNUMÓTIÐ
LJÓS DEYFÐ
TÓNLIST Í GANG
DYRUM LÆST
Sérsniðið öryggiskerfi fyrir þitt
heimili, enginn binditími.
Þegar Halla er ekki að ganga áskíðum í brakandi blíðu erhún markaðsstjóri hjá Kea-
hótelum. Hún veit fátt betra en að
vera úti undir beru lofti og ganga á
skíðum með góðum vinum.
„Maðurinn gaf mér gönguskíði í
jólagjöf fyrir nokkrum árum og þá
fór ég vestur á Ísafjörð á flott nám-
skeið hjá Hólmfríði Völu og áhuginn
kviknaði. Ég tók svo þátt í Land-
vættunum hjá Ferðafélagi Íslands
tveimur árum síðar og þar er skíða-
ganga ein af þrautunum. Og síðan
hef ég haldið áfram á gönguskíðum
og kynnist Ulli og fer svo að starfa
með stjórninni,“ segir Halla sem
endaði svo sem formaður.
„Ég fer mikið á gönguskíði, bæði
á kvöldin og um helgar þegar er
opið í Bláfjöllum. Það er hægt að
velja sér hring eftir því hvað maður
vill fara langt. Skíðasvæðin sjá um
að spora brautirnar. Ég er líka á
skíðum og fjallaskíðum og mikið í
útivist. Nýjasta hjá mér er að prófa
utanbrautargönguskíði. Ég á gott
safn af skíðum,“ segir hún og
brosir.
Rauðar kinnar og kakó
Á árum áður var oft litið á
gönguskíðaíþróttina sem heldur
púkalega og aðeins fyrir miðaldra
fólk. Halla segir viðhorfið í dag allt
vera breytt.
„Þetta er fyrir fólk á öllum aldri
og líka börn,“ segir hún.
„Ullur hefur innan sinna raða
keppnisfólkið Snorra Einarsson og
Kristrúnu Guðnadóttur sem keppa
um allan heim í skíðagöngu og einn-
ig er Ullur með öflugt barna- og
unglingastarf,“ segir hún.
„Þetta er mikil tækni og rosalega
skemmtilegt og fólk ræður sínum
hraða. Þetta er mjög góð æfing og
reynir á allan líkamann. Það er
hægt að fá harðsperrur á stöðum
sem þú vissir ekki að þú gætir feng-
ið harðsperrur á,“ segir hún og
brosir.
„Það hefur orðið sprenging í
íþróttinni núna síðustu tvö þrjú árin
hjá fólki, sérstaklega konum.“
Veistu hvað veldur þessari
sprengingu?
„Það hefur ákveðin viðhorfsbreyt-
ing átt sér stað. Fólk hugsar meira
um heilsuna, að stunda útiveru og
gera það sem því finnst skemmti-
legt. Svo er það þannig að þeir sem
byrja geta ekki hætt. Og fá fleiri
með sér. Það er gríðarleg þátttaka í
námskeiðum.“
Hvernig kemur byrjandi sér af
stað?
„Það er hægt að koma upp í Blá-
fjöll en þar er hægt að koma á nám-
skeið eða fá einkakennslu. Það eru
margir sem halda námskeið og við
erum ein af þeim. Það er lítið mál að
prófa og fólk þarf ekkert að eiga all-
an búnað þar sem hægt er að leigja
sér skíði hjá Ulli eða hjá skíðaversl-
unum. Það er mjög gott að fá smá
leiðsögn,“ segir Halla.
„Þetta er frábært sport og það
geta allir lært þetta. Svo fær maður
rauðar kinnar og gott kakó; þetta
getur ekki klikkað!“
Yfir þúsund manns
Ullur heldur sem fyrr segir nám-
skeið og fara þau fram í Blá-
fjöllum.
„Það er kennt sex skipti og fer
einn tíminn í að læra að hirða um
skíðin og smyrja þau. Hin skiptin er
fólki skipt í hópa og kennt er í
klukkutíma í senn. Það er uppselt í
janúar og við auglýstum næsta nám-
skeið í febrúar og það er orðið upp-
selt; það seldist upp á nokkrum
klukkutímum. En það verða fleiri
námskeið; við auglýsum þau ekki
með löngum fyrirvara vegna þess að
við þurfum alltaf að klára námskeið
áður en við auglýsum næsta og
stundum dragast þau vegna veðurs.
Það eru um 110 manns á hverju
námskeiði en kennt er í minni hóp-
um. Það er rosalega ásókn en bæði
er hægt að koma á byrjenda-
námskeið og fyrir lengra komna,“
segir Halla og segir oft mikið af fólki
í Bláfjöllum.
„Þetta er sprengja. Á góðum degi
koma yfir þúsund manns á göngu-
skíði í Bláfjöllum. Og hátt í þúsund
manns eru skráðir á skíðagöngu-
námskeið hjá ýmsum námskeiðs-
höldurum, þar á meðal hjá okkur í
Ulli.“
Bíðum spennt eftir snjó
Geta höfuðborgarbúar stundað
íþróttina annars staðar en í Bláfjöll-
um?
„Já, við erum með mjög fína að-
stöðu í Heiðmörk. Þangað er hægt
að fara þegar er snjór og fara hring,
annars vegar átta kílómetra og hins
vegar fjóra. Skógræktarfélag
Reykjavíkur sér um að spora og
halda utan um skóginn. Að ganga á
skíðum þar er mikil upplifun inn á
milli trjánna. Og núna er búið að
bæta aðgengið með því að færa bíla-
stæðið neðar, við Helluvatn. Oft á
þessum tíma erum við búin að opna
en nú er enginn snjór. Við bíðum
bara spennt eftir snjónum! Þessu er
mjög misskipt, allt á kafi í snjó fyrir
norðan og vestan.“
„Ég á gott safn
af skíðum“
Halla Haraldsdóttir veit fátt betra
en að ganga á skíðum, anda að sér
fersku fjallalofti og enda svo daginn
á heitu kakói í góðra vina hópi.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Halla Haraldsdóttir, formaður skíðagöngufélagsins
Ullar, kolféll fyrir gönguskíðum fyrir fjórum árum.
Gönguskíðaæði grípur landann
Fólk flykkist í fjöllin á gönguskíði um þessar mundir. Vinsældir íþróttarinnar aukast ár frá ári og margt sem
spilar þar inn í. Margir þrá útiveru og hreyfingu nú á tímum kórónuveirunnar þegar ekki hefur verið hægt
að stunda líkamsrækt að vild. Verslanir selja gönguskíðaútbúnað sem aldrei fyrr.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is