Morgunblaðið - 02.02.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 02.02.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Bernie Sanders náði athygli minni enda heillandi maður sem vill hafa góð áhrif. Ég fylgdist með honum í sjónvarpinu þegar nýr Bandaríkja- forseti var settur í embætti og ekki leið á löngu uns hugmynd að brúðu fæddist með mér,“ segir Arndís Sig- urbjörnsdóttir í Hafnarfirði. Heimili hennar er nærri Hellisgerði, garð- inum góða þar sem álfar og huldufólk eiga sér bústað. Verur af ekki ósvip- uðum stofni eru áberandi á heimili Arndísar; brúður í hundraðatali af öllum stærðum og gerðum sem hún hefur útbúið. Heimilið er einstakt persónugallerí. Endurnýti og móta fígúrur Listafólk um veröld víða gerir sér nú til gamans að skapa eftirlíkingar af bandaríska stjórnmálaskör- ungnum Bernie Sanders. Hinn sókn- djarfi öldungur sóttist í tvígang eftir tilnefningu Demókrataflokksins þar vestra til forsetaframboðs en fékk ekki. Þegar Joe Biden tók við for- setaembættinu á dögunum mætti Sanders til Washington og fylgdist með. Sat á hliðarlínunni í útilegustól, var í kuldaúlpu og með áberandi vettlinga sem við fyrstu sýn minna á íslenskt lopamynstur en voru úr end- urunnum peysum, prjónuðum og úr flísi. „Brúðan var fljótgerð. Búkurinn er nælonsokkar fylltir tróði og svo saumaði ég flíkurnar; peysu úr flís- efni og buxurnar eru gamlar gard- ínur. Ég er alltaf að endurnýta fatn- að og efni og móta í fígúrur. Hvítt hárið er úr ull og gleraugun úr plasti. Karlinn er bara ansi flottur,“ segir Arndís. „Ég læt ráðast hvort ég bý til brúðu af Trump; slíkt ræðst af því hvort forsetinn fyrrverandi heldur sig á mottunni á næstunni og hvernig réttarhöldunum gagnvart honum lyktar. Í sjálfu sér er vandræðalítið að búa til brúðu af karli með appels- ínugult hár. Ég geri yfirleitt bara brúður af fólki sem hefur góð áhrif.“ Fáir karlar á heimilinu Kvenpersónur eru áberandi í brúðuveröld Arndísar. „Sanders er einn af fáum körlum á heimilinu,“ segir Arndís sem oft býr til brúður sem svara til persóna í atburðum líð- andi stundar. Ein af þeim nýjustu er brúðan Íslenska konan; valkyrja sem verst veirunni og hlýðir Víði. „Ef ég fæ hugmynd að skemmtilegri brúðu einhendi ég mér í verkið. Finnst þá nauðsynlegt að geta einbeitt mér að því verkefni og gleymi stað og stund. Mér finnst skemmtilegt að skapa,“ segir Arndís sem hefur átt handa- vinnu sem sitt hálfa líf. Föndrar margt heima og var í 36 ár leiðbein- andi í ýmiss konar handverki í þjón- ustumiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Hún hefur haft gaman af því að kynna verkin sín, sem eru margvísleg, og haldið sýningar víða. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Handverk Arndís Sigurbjörnsdóttir hér með brúðuna og ekki þarf að velkjast í vafa um hver fyrirmyndin er. Bjó til brúðu af Bernie  Skörungurinn Sanders nú í Hafnarfirði  Notaði nælon- sokka, flís og gardínur  Heillandi maður og góð áhrif AFP Washington Vettlingarnir góðu vöktu athygli víða um veröldina. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikill viðsnúningur varð í rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi á nýliðnu ári. Náðist að skila afgangi upp á 73 milljónir sænskra króna, sem er umfram það sem að var stefnt, og veita tæplega 6% meiri þjónustu en samið hafði verið um. Björn Zoëga, forstjóri sjúkrahússins, segir að breytingar sem gerðar voru þegar hann tók við vorið 2019 séu að skila sér. Karólínska sjúkrahúsið hefur ver- ið í fjárhagserfiðleikum á undan- förnum árum. Þegar Björn tók við í apríl 2019 stefndi í óefni. Hann byrj- aði á því að segja upp 550 starfs- mönnum úr skrifstofu- og stjórnun- arstöðum með það að markmiði að einfalda stjórnun, draga úr skrif- ræði og færa völdin nær fagstétt- unum. Engum læknum, hjúkrunar- fræðingum eða sjúkraliðum var sagt upp. Gripið var til ýmissa annarra sparnað- araðgerða. Rekstur spítal- ans var neikvæð- ur um 1,9 millj- arða króna á árinu 2019 sem svarar til nærri 30 milljarða ís- lenskra króna. Spítalanum var gert að skila 54 milljóna króna afgangi á árinu 2020, til þess að greiða upp í tap fyrri ára. Aukin afköst skila tekjum Það markmið náðist með um- ræddum sparnaði sem metinn er á 5% af rekstrarkostnaði. Starfsfólk er nú 700 færra en það var þegar gripið var til fyrstu aðgerða og launakostnaður stóð í stað þrátt fyr- ir launahækkanir og mikla yfirvinnu í kórónuveirufaraldrinum. Önnur stór ástæða fyrir því að markmið náðust í rekstri er að af- köst sjúkrahússins jukust. Fjár- magnið sem spítalinn fékk miðaðist við 100% afköst. Hlutfallið fór niður í 95% á árinu 2019 en á síðasta ári urðu afköstin 106%, eða talsvert yfir markmiði. Fyrirkomulagið er þann- ig í Svíþjóð að spítalarnir fá greitt fyrir lækningu eða umönnun hvers sjúklings. Vegna afkastanna jukust tekjurnar talsvert. Umönnun sjúklinga með Covid-19 í kórónuveirufaraldrinum telst til aukinna afkasta. Björn tekur fram að faraldurinn hafi raskað annarri starfsemi. Til dæmis hafi rúm verið lögð undir Covid-19-sjúklinga auk þess sem þurft hafi að hafa auð rúm til að geta alltaf tekið við sjúkling- um. Ekki hafi verið hægt að sinna öðrum sjúklingum á meðan og erfitt að stjórna starfseminni á besta hátt. Segir Björn að árangur breyting- anna hafi verið farinn að koma fram áður en kórónuveirufaraldurinn gekk yfir Svíþjóð. Reksturinn hafi verið á réttri leið. Þannig hafi fyrstu tveir mánuðir ársins 2020 verið þeir bestu í mörg ár. Kynna sér starfsemina Árangur Karólínska hefur vakið athygli í Svíþjóð og víðar og ætla stjórnendur spítala að kynna sér reksturinn og reyna að læra af hon- um. Björn svarar neitandi spurningu um það hvort Landspítalinn í Reykjavík sé einn af þeim. Segir hann Landspítalann í annarri stöðu því hann sé á föstum fjárlögum og geti ekki aukið tekjur með því að auka afköst. Í skýrslu sem heilbrigð- isráðuneytið kynnti undir lok síðasta árs kom fram að framleiðni starfs- fólks á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað undanfarin fimm ár en starfsmannakostnaður aukist á sama tíma. Björn var forstjóri Landspítalans um tíma og segist hafa reynt að koma á hvötum til að auka fram- leiðni og verið kominn áleiðis með það verk. Hann hafi ekki fylgst nógu vel með framhaldinu til að geta tjáð sig um það. Sjúkrahúsin í Stokkhólmi voru í gærmorgun færð af viðbúnaðarstigi niður á undirbúningsstig vegna kórónuveirufaraldursins. Álagið á sjúkrahúsin náði hámarki skömmu fyrir jól þegar 840 sjúklingar voru á sjúkrahúsunum en nú eru 340 inni- liggjandi. Vonast Björn til að nú sé hægt að snúa sér í meira mæli að því að veita öðrum sjúklingum betri þjónustu en hægt hefur verið um tíma og stjórna spítalanum á besta mögulega hátt. Viðsnúningur í rekstri Karólínska  1,9 milljarða tapi Karólínska sjúkrahússins snúið í hagnað  Breytingar sem Björn Zoëga forstjóri greip til skila sér  Spítalinn fékk auknar fjárveitingar þar sem framleiðni var meiri en samið var um Björn Zoëga Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í gær um möguleika á því að boða tilslakanir á sóttvarna- aðgerðum áður en 17. febrúar renn- ur upp. „Við erum að skoða það að leggja til varfærnar afléttingar fyrir 17. febrúar,“ sagði Svandís í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Þórólfur Guðnason sagði á upp- lýsingafundi almannavarna í gær að hann myndi skila tillögum að tilslök- unum til ráðherra síðar í vikunni. Hann sagði einnig að ekki væri tími til að slaka of mikið á þótt gleðjast mætti yfir þeim árangri sem hefði náðst til þessa. Samkvæmt núgildandi sóttvarna- reglum, sem tóku gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar, mega 20 manns koma saman. Á öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, svo sem kennslu, fyrirlestrum og kirkju- athöfnum, verður að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks sem ekki er í nánum tengslum. Skemmtistaðir, krár, spilakassar og spilasalir hafa verið lokuð um nokkurt skeið en heilsu- og líkams- ræktarstöðvum var nýverið leyft að hafa opið að ákveðnum skil- yrðum uppfyllt- um. Þá hefur verið grímuskylda í gildi síðustu vik- ur þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Skylt er að nota grímu í almenningssamgöngum, verslunum og á öðrum þjónustustöðum. Veitingastaðir mega hafa opið til 22 alla daga vikunnar en þurfa að fylgja 20 manna fjöldatakmörkun- um og tveggja metra nálægðartak- mörkum milli ótengdra einstak- linga. Þá mega ekki fleiri en 50 manns koma saman á sviði í sviðslistum og ekki fleiri en 100 gestir koma saman á leiksýningum, kvikmyndasýning- um og öðrum menningarviðburðum. Skoða „varfærn- ar afléttingar“  Svandís og Þórólfur ræddu tilslakanir Svandís Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.