Morgunblaðið - 02.02.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
Minnt var á það í bloggheimumað tveir einræðisherrar í
Minsk og Moskvu byggju við það að
telja sig neyðast til að gera atlögu
að mótmælendum og handtaka
marga á hverjum sunnudegi.
Það varekki orð-
um aukið. En
þó farið langt
yfir skammt.
Sunnudaginn 24. janúar birtufjölmiðlar myndskreyttar
fréttir af atlögu lögreglu með kylf-
um og vatnsbyssuskriðdrekum og
fjöldahandtöku mótmælenda svo
dapurlegt var að sjá.
Fjölmiðlarnir sögðu þær frá Rot-terdam. Þeir sem horfðu á
franskar og aðrar evrópskar sjón-
varpsstöðvar frá sama sunnudegi
og þeim á eftir var órótt yfir at-
ganginum þar, sem var síst betri.
Sumir fréttaritara bentu á aðsvona hefði þetta verið í Frakk-
landi misserum saman, þó í mis-
miklum styrk, en virtist nú fara ört
vaxandi.
Staksteinar eru gamaldags ogtaka nær sér að horfa upp á
óefni nágranna sinna en hinna.
Þeir Mark Rutte og EmmanuelMacron eru engir einræðis-
herrar.
Rutte sýndi það einmitt á dög-unum þegar hann neyddist til
að biðjast lausnar fyrir sig og ríkis-
stjórnina.
Og Macron horfir dapur tilnæstu kosninga.
Vandræðum
svipar saman
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Eitt virkt smit greindist við fyrstu
skimun við landamærin um helgina
og jafnframt eitt virkt í annarri
skimun. Eitt kórónuveirusmit
greindist innanlands á föstudag en
ekkert um helgina. Sá sem greindist
á föstudag var í sóttkví.
Einn sem greindist með virkt smit
á landamærunum á sunnudag í
seinni skimun setti af stað atburða-
rás sem varð til þess að línubáturinn
Fjölnir GK var kyrrsettur í Grinda-
vík á sunnudagskvöld. Viðkomandi
var einn úr áhöfninni sem rauf
sóttkví með því að mæta til vinnu um
borð skömmu áður en hann fékk
senda jákvæða niðurstöðu úr seinni
sýnatöku eftir komuna til landsins.
Málið er hjá lögreglu.
Þeir úr áhöfn sem áttu í samskipt-
um við skipverjann um borð voru
settir í einangrun í klefum og beið
áhöfnin eftir niðurstöðum frekari
sýnatöku sem framkvæmd var í gær-
morgun. „Menn bíða milli vonar og
ótta um borð í skipinu,“ sagði Pétur
Hafsteinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Vísis hf., við mbl.is í gær. Rétt
fyrir hádegi kom í ljós að ekki var
um virkt smit að ræða og gat Fjölnir
haldið til veiða í gær.
Rauf sóttkví en smitaði ekki aðra
Fá smit greindust um helgina
Fjölnir GK kyrrsettur í Grindavík
Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson
Sóttkví Fjölnir á útleið í gær eftir
að áhöfnin varð að vera í sóttkví.
„Við vitum það auðvitað að börn eru
mismunandi. Sumir níu ára geta orð-
ið hræddir við eitthvað en aðrir níu
ára ekki. Ég hef ekki heyrt af nein-
um kvörtunum yfir þessari mynd,“
segir Þorvaldur Árnason, fram-
kvæmdastjóri Samfilm.
Morgunblaðið hefur haft spurnir
af óánægju foreldra með aldurs-
takmark á myndina The Witches
sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum.
Myndin er bönnuð innan níu ára en
af frásögnum nokkurra foreldra að
dæma þótti níu ára börnum hún
mjög ógnvænleg. Dæmi eru um að
fjölskyldur hafi þurft að yfirgefa sal-
inn vegna hræðslu barnanna.
Þorvaldur segir að við ákvörðun á
aldurstakmörkum á kvikmyndir sé
stuðst við hollenskt kerfi. Hver
mynd er metin út frá föstum þáttum
og kerfið ákvarðar hvort hún skuli
bönnuð innan sex ára, níu ára eða
tólf ára, svo dæmi séu tekin. Hann
segir að þetta kerfi hafi gefist mjög
vel.
The Witches, eða Nornirnar, er
byggð á sögu Roalds Dahls. Misjafnt
er eftir löndum hvaða aldurs-
takmark er á myndina. Þannig er
hún bönnuð innan 13 ára í Ástralíu,
11 ára í Svíþjóð og Danmörku en níu
ára í Noregi. Á Spáni er hún bönnuð
innan sjö ára.
„Mér þykir leitt ef einhver hefur
orðið hræddur yfir myndinni en ég
held að The Witches þurfi ekki að
vera bönnuð eldri en níu ára. Ég
man þegar ég sá Mjallhvíti og dverg-
ana sjö í fyrsta sinn í bíó. Ég var
skíthræddur við nornina. Það er
bara hluti af því að fara í bíó, hluti af
upplifuninni. Maður verður smá
hræddur en svo er þetta bara gleði
og gaman,“ segir Þorvaldur.
hdm@mbl.is
Nornirnar hræða
níu ára gömul börn
Óánægja með
aldurstakmark
Enginn kvartað
Ógnvænleg Nornirnar eru gerðar
eftir frægri sögu Roalds Dahls.