Morgunblaðið - 02.02.2021, Side 9

Morgunblaðið - 02.02.2021, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is SCREEN RÚLLUGARDÍNUR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heilbrigðisráðherra leggur til að stofnað verði þverfaglegt landsráð um mönnun og menntun í heil- brigðisþjónustu. Því er ætlað að vera ráðgefandi og vinna að und- irbúningi ákvarðana fyrir heilbrigðisráðherra hvað varðar mönnun og menntun í heilbrigð- isþjónustu. Drög að tillögu til þingsályktunar þess efnis eru nú kynnt í samráðsgáttinni. Umsagn- arfrestur um þau er til 9. febrúar nk. Þar kemur m.a. fram að með þessu fyrirkomulagi sé ætlunin að tryggja að nægur fjöldi hæfs starfsfólks verði innan heilbrigð- isþjónustunnar til framtíðar og að menntun fullnægi þörfum hverju sinni. Að landsráðinu mun koma fólk úr heilbrigðisþjónustunni, mennta- samfélaginu og vísindasamfélaginu. Ætlunin er að tryggja viðeigandi færni, þekkingu og þróun innan heilbrigðisþjónustunnar hverju sinni. Þá er landsráðinu einnig ætl- að að vera samráðsvettvangur um mönnun og menntun í heilbrigðis- þjónustu og að hafa virkt samráð við sjúklinga, sjúklingasamtök, fag- félög og aðra hagsmunaaðila. Koma málum í betri farveg Alþingi hefur samþykkt heil- brigðisstefnu til ársins 2030 og fjallar einn af köflum hennar um mönnun í heilbrigðiskerfinu. Heil- brigðisþing var haldið í þriðja sinn í nóvember sl. og þar var rætt um hvernig haldið yrði áfram á þessari braut. Fjórir starfshópar skiluðu skýrslum í fyrra um leiðir til að fjölga útskrifuðum sjúkraliðum, til- lögum um fjölgun útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, um sérfræði- nám lækna og framtíðarmönnun og um mönnun hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt upplýsingum úr heil- brigðisráðuneytinu hefur ráðgjafa- fyrirtæki einnig borið saman mönn- un á heilbrigðistofnunum hér og á sambærilegum stofnunum á Norð- urlöndum. Öll þessi vinna hefur leitt í ljós þörf á að koma þessum málum í betri farveg hér á landi en þau hafa verið. Bæði heilbrigðis- stofnanir, sveitarfélög, mennta- málaráðuneytið, háskólasamfélagið, heilbrigðisráðuneytið og fleiri sem eru háðir mönnun í heilbrigðiskerf- inu þurfi að hafa sömu mynd af því hver staðan er í þessum málum hverju sinni. Gerir tillögur til ráðherra Hugmyndin er að landsráðið verði samráðsvettvangur þessara aðlila. Hlutverk þess verði meðal annars að greina flöskuhálsa í kerf- inu sem standa í vegi fyrir full- nægjandi mönnun í heilbrigðiskerf- inu og að leita leiða til að fjarlægja þá. Landsráðið á m.a. að afla gagna um stöðuna varðandi hinar ýmsu heilbrigðisstéttir, hvernig horfir með nýliðun í þeim og þörfina fyrir fólk með þá menntun. Það á við um lækna, hjúkrunafræðinga, sjúkra- liða og fleiri heilbrigðisstéttir. Síð- an á landsráðið að beina tillögum um úrbætur til heilbrigðisráðherra. Mönnun heilbrigðis- stétta fær farveg  Þverfaglegt landsráð verði sam- ráðsvettvangur Morgunblaðið/Eggert Landsráð Það mun fjalla um mönn- un og menntun í heilbrigðiskerfinu. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og hópferðafyrirtækið Teitur Jónas- son ehf. hafa gert með sér samning um áætlunarakstur milli Bláfjalla og Hafnarfjarðar þegar veður leyf- ir og opið er á skíðasvæðinu. Til- laga um Bláfjallarútu frá Hafnar- firði er ein af tillögum Ungmenna- ráðs Hafnarfjarðar sem lagðar voru fram á fundi bæjarstjórnar sl. ár og kemur til framkvæmda nú. Miðað er við að Bláfjallarútan fari eina ferð á dag og verður lagt upp frá höfuðstöðvum Brettafélags Hafnarfjarðar við Flatahraun. Ekið verður eftir áætlun skíðasvæðanna og er grunngjald kr. 3.000 per far- þega. „Það er ánægjulegt að sjá þessa tillögu ungmennaráðs verða að veruleika. Unga fólkið okkar veit sjálft best hvaða þjónustu vantar fyrir þau og það er okkar yfirvalda að hlusta á hugmyndir þeirra og framkvæma eftir því sem við höfum tækifæri til,“ sagði Rósa Guðbjarts- dóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, við undirritun samningsins í gær. Önnur hugmynd ungmenna um skólahreystivöll í Hafnarfirði kom til framkvæmda í lok sumars í fyrra með opnun slíkrar brautar á Hörðuvöllum. „Hópur Hafnfirðinga sem stunda skíði og bretti fer ört vaxandi og það er mikilvægt að geta ýtt undir vöxtinn og greiða aðgengið að fjall- inu með þessum hætti,“ segir Rósa. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær Bláfjallarúta Haraldur Teitsson og Rósa Guðbjartsdóttir skrifuðu undir. Daglegar ferðir í fjöllin Áætlað er að um 5.000 til 7.000 ein- staklingar búi nú í 1.500 til 2.000 óleyfisíbúðum, þ.e. í húsnæði sem skipulagt er undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri saman- tekt vinnuhóps sem skipaður var til að safna upplýsingum um fjölda óskráðra íbúða og leiðir til þess að fá eigendur óskráðra íbúða til að skrá þær opinberlega. Skýrslan er hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð lífskjarasamning- anna í apríl 2019 um umbætur í hús- næðismálum, segir í tilkynningu frá ASÍ. Ástæður þess að fólk býr í þessu húsnæði eru sagðar margþættar. Skortur á leiguhúsnæði og há leiga er talin veigamesta skýringin. Þá eru dæmi um að starfsmannaleigur og atvinnurekendur komi starfsmönn- um sínum fyrir í óleyfisbúsetu, sem hafa jafnvel ekki raunverulegt val um búsetu. Þá spilar jafnframt inn í að hluti erlends verkafólks sem dvelst tímabundið á landinu vegna vinnu kýs að búa tímabundið í eins ódýru húsnæði og mögulegt er þar sem ekki eru gerðar sambærilegar kröfur til húsnæðisins af hálfu við- komandi og ef um framtíðarbúsetu væri að ræða. Drífa Snædal, forseti ASÍ, fagnar skýrslunni. Hún staðfesti þann veru- leika sem við hafi blasað of lengi. Nú þurfi stjórnvöld að spýta í lófana og tryggja öllum mannsæmandi hús- næði á viðráðanlegum kjörum. 5-7 þúsund í óleyfisíbúðum  Stjórnvöld spýti í lófana, segir forseti ASÍ um nýja skýrslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.