Morgunblaðið - 02.02.2021, Síða 12
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Umtalsverður hluti vinnu-aflsins í löndum Evrópuhefur aflað sér meirimenntunar en krafist er í
störfum þess og hefur því ekki sömu
tök á og aðrir að nýta sér sérþekkingu
sína og hæfni úr námi í sinni vinnu.
Rannsóknir sem gerðar hafa verið
hér á landi á seinustu árum á svo-
nefndri ofmenntun á vinnumark-
aðinum, þar sem kannað er hvort
samræmi sé á milli menntunar og
starfa háskólamenntaðra, benda til
þess að allt að einn af hverjum sex á
vinnumarkaði á Íslandi hafi meiri
menntun en starfið krefst. Sérþekk-
ing og hæfni starfsmanna sé því í tals-
verðum mæli vannýtt í atvinnulífinu
eða hjá hinu opinbera.
Eurostat, hagstofa Evrópusam-
bandsins, birti í liðinni viku saman-
burð á stöðu þessara mála í 31 Evr-
ópulandi, þ. á m. á Íslandi. Bornar eru
saman tölur frá hverju landi frá árinu
2019 um fjölda háskólamenntaðra
starfsmanna á vinnumarkaði og
hversu hátt hlutfall þeirra hefur aflað
sér meiri menntunar en krafist er af
þeim í starfi.
Í ljós kemur að í löndum ESB eru
að meðaltali 21% ríkisborgara of-
menntaðir í þeim störfum sem þeir
gegna en staða innflytjenda er mun
verri. Mun hærra hlutfall þeirra er í
störfum sem ekki samsvara menntun
þeirra. Hæst er þetta hlutfall meðal
innflytjenda sem koma frá löndum ut-
an ESB sem eru í vinnu þar sem
menntun þeirra nýtist ekki, eða 44%
að meðtaltali.
Hvað Ísland varðar kemur fram í
þessum samanburði Eurostat að rúm-
lega einn af hverjum tíu innlendum
starfsmönnum á vinnumarkaði hér á
landi telst vera ofmenntaður og er
hlutfallið með því lægsta í Evrópu.
Hlutfall þeirra innflytjenda á íslenska
vinnumarkaðinum sem eru með meiri
menntun en krafist er í starfi er hins
vegar fjórfalt hærra (sjá meðfylgjandi
súlurit). Tæplega helmingur erlendra
ríkisborgara frá löndum utan ESB og
EES eru með meiri menntun en gerð
er krafa um í störfum þeirra á vinnu-
markaðinum á Íslandi.
Menntunin ekki nýtt
Hagstofan hefur skilgreint of-
menntun sem hlutfall háskólamennt-
aðra einstaklinga af öllum starfandi,
sem vinna við störf sem krefjast lít-
illar eða meðalfærni. Í ítarlegri rann-
sóknarskýrslu um konur af erlendum
uppruna, sem kynnt var snemma á
seinasta ári, kom m.a. fram að konur
af erlendum uppruna vinna oft í störf-
um þar sem menntun þeirra nýtist
ekki. Menntun þeirra er síður metin
en innlendra kvenna og þær eru oft
og tíðum ofmenntaðar miðað við
störfin sem þær sinna. Þar má einnig
sjá að frá 2009 til 2017 var hlutfall of-
menntunar meðal innflytjenda mun
hærra meðal kvenna en karla „Inn-
flytjendakonur eru þrefalt til fimmfalt
líklegri en innlendar konur til að vera
í störfum sem þær eru ofmenntaðar
til,“ segir í skýrslunni.
Eurostat-samanburðurinn bendir í
sömu átt hvað varðar stöðu þessara
mála í Evrópulöndum. Konur eru nær
alls staðar líklegri en karlar til að vera
í störfum sem krefjast minni mennt-
unar en þær hafa aflað sér og er
kynjamunurinn sérstaklega mikill
meðal innflytjenda í þessum löndum.
Í rannsókn sem Jason Már Berg-
steinsson, Ingi Rúnar Eðvarðsson og
Guðmundur Kristján Óskarsson
gerðu fyrir fáeinum árum á of-
menntun á íslenskum vinnumarkaði
kom m.a. fram að rúm 20% þátttak-
enda í könnun þeirra voru talin of-
menntuð og að vanmenntaðir starfs-
menn væru líklegri til að starfa hjá
hinu opinbera á meðan ofmenntaðir
væru líklegri til að starfa hjá einka-
fyrirtækjum.
Ofmenntunin tengist lægri aldri
starfsmanna og einkarekin fyrirtæki
virðast líka geta laðað til sín yngri
starfsmenn með meiri menntun en
hið opinbera.
Með meiri menntun en starfið krefst
Hlutfall ofmenntunar meðal 16-64 ára sem eru með háskólamenntun í 31 Evrópulandi
Innlendir ríkisborgarar Frá ESB-löndum Frá löndum utan ESB
Heimild: Eurostat
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
ES
B
m
eð
al
ta
l
Sp
án
n
G
rik
kl
an
d
Ký
pu
r
Ír
la
nd
Au
st
ur
rík
i
Li
th
áe
n
B
úl
ga
ría
Sl
óv
ak
ía
Fr
ak
kl
an
d
Ei
st
la
nd
Le
tt
la
nd
B
el
gí
a
Pó
lla
nd
Íta
lía
Fi
nn
la
nd
Þý
sk
al
an
d
Rú
m
en
ía
Sl
óv
en
ía
H
ol
la
nd
U
ng
ve
rja
la
nd
Té
kk
la
nd
Kr
óa
tía
Po
rt
úg
al
Sv
íþ
jó
ð
M
al
ta
D
an
m
ör
k
Lú
xe
m
bo
rg
Sv
is
s
N
or
eg
ur
Ís
la
nd
B
re
tla
nd
Margir með meiri menntun
en krafist er af þeim í starfi
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
Það hefur veriðmeð ólíkind-um að fylgj-
ast með bóluefna-
stríðinu undanfarna
daga, sem náði há-
marki á föstudaginn
þegar framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins (ESB)
setti útflutningsbann á bóluefni
frá ríkjum sambandsins, að því er
virðist í bræðiskasti yfir eigin
vanhæfni og vanmætti við öflun
bóluefnis við kórónuveirunni, sem
leikið hefur álfuna svo grátt und-
anfarið ár.
Framkvæmdastjórnin, í sam-
ráði við helstu aðildarríki ESB,
tók af skarið og ákvað síðastliðið
sumar að annast öflun og dreif-
ingu bóluefnis í öllum aðildarríkj-
unum, að Evrópusambandið væri
sérstaklega vel til þess fallið að
taka að sér miðstýringu þessa
stærsta og mikilvægasta verk-
efnis í Evrópu frá lokum seinni
heimsstyrjaldar. Að það hefði
fullkomna yfirsýn yfir vandann,
nyti stærðar sinnar til þess að
gera góð innkaup og kæmi í veg
fyrir innbyrðis samkeppni Evr-
ópuríkjanna.
Eftir á að hyggja hefði sjálfsagt
ekki veitt af samkeppni, því Evr-
ópusambandið hefur fullkomlega
brugðist á hverju einasta stigi
bóluefnisáætlunar sinnar. Fyrir
vikið má heita ómögulegt að það
náist að bólusetja Evrópubúa að
því marki á þessu ári að einhver
vörn sé í. Það er hörmulegt fyrir
almenning í Evrópu, þar með talið
á Íslandi, en íslensk stjórnvöld
ákváðu af einhverjum enn ótil-
greindum ástæðum að binda trúss
sitt við þessa ólánlegu áætlun
Evrópusambandsins. Af því súp-
um við nú seyðið og ríkisstjórn Ís-
lands þarf að gera hreint fyrir sín-
um dyrum um það.
Það er þó aðeins á allra síðustu
dögum, sem þetta ljós hefur verið
að renna upp fyrir almenningi og
stjórnmálamönnum í Evrópu, en
framkvæmdastjórnin hefur verið í
afneitun um þetta vikum og mán-
uðum saman. Afleiðingar þess-
arar þrákelkni blasa við, að áfram
mun fólk deyja að óþörfu í tugþús-
undatali og evrópsk hagkerfi vera
hálflömuð fram á næsta ár hið
minnsta.
Það var ekki nema vegna þrýst-
ings frá höfuðborgum Evrópu
sem framkvæmdastjórnin í
Brussel tók loks við sér, en í stað
þess að gangast við ítrekuðum
mistökum sínum og afleikjum
kaus hún að finna aðra sökudólga.
Fyrst lyfjafyrirtækið Astra-
Zeneca og svo Breta, að því er
virðist aðeins vegna þess að þeim
hefur gengið betur við bóluefnis-
öflun og bólusetningar. Og það
segir sína sögu að fyrstu viðbrögð
voru hótanir og úrslitakostir, ekki
hjálparbeiðni eða samnings-
umleitanir.
Allt hjalið um alþjóðalög og
-rétt fór út um gluggann, eins og
ekkert væri. Samningar og við-
skiptaréttur skiptu allt í einu
engu máli. Hin ófrávíkjanlega
krafa um að engin landamæri
mættu vera á Írlandi vegna frið-
arsamninganna þar lifði af hálfu
ESB í heila 29 daga,
áður en Evrópusam-
bandið sjálft virkjaði
þrautavaraákvæði
um hörð landamæri
þar og það án þess
svo mikið sem að
bera það undir ríkis-
stjórnir Írlands og Bretlands! Þar
ræddi ekki aðeins um einhverjar
girðingar, heldur landamæra-
eftirlit gagngert til þess að hindra
að lífsbjörg kæmist þar yfir, bein-
línis til þess fallið að stofna
mannslífum í hættu.
Þessi ótrúlegu viðbrögð vöktu
að vonum undrun um heim allan.
ESB tókst hið ómögulega á Ír-
landi, að sameina Sinn Fein,
DUP, stjórnvöld í Lundúnum og
Dyflinni gegn sér. Joe Biden
Bandaríkjaforseti, sem sjálfur er
írskrar ættar og hefur lagt mikla
áherslu á að Brexit mætti ekki
trufla friðarferlið á Írlandi, tók
sér hiklaust stöðu gegn ESB. Og
umfram allt spurðu ríkisstjórnir
og fjölmiðlar um Evrópu alla
hvort framkvæmdastjórnin væri
gengin af göflunum.
Það fór svo að framkvæmda-
stjórnin sneri skjótt við blaðinu
og reyndi að telja fólki trú um að
þetta sverðaglamur hefði nú bara
verið mistök og misskilningur.
Eftir stendur að ESB hefur af-
hjúpað sig enn frekar en fyrr,
veikt trúverðugleika sinn til muna
og umfram allt að það standi ekki
við gerða samninga eða hirði um
nokkuð nema ætlaða eiginhags-
muni Brusselvaldsins. Þar eru
a.m.k. ekki hagsmunir evrópsks
almennings eða aðildarríkjanna í
fyrirrúmi.
Forysta og framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins er skipuð 3.
flokks möppudýrum, sem ekki
voru kosin af neinum og því er
ekki heldur hægt að kjósa þau
burt, sama hversu illa þau kunna
að standa sig. Flest eru þau raun-
ar til Brussel komin einmitt vegna
þess að kjósendur í heimalöndum
þeirra höfnuðu þeim, mörg með
spillingarmál á bakinu eða höfðu
sýnt af sér þvílíka vanhæfni og
vanrækslu, að ekki þótti á það
hættandi að hafa þau nærri valda-
taumunum heima fyrir. Ursula
von der Leyen, forseti fram-
kvæmdastjórnarinnar, er fyrir-
taksdæmi um þetta, en hún
hrökklaðist til Brussel úr embætti
varnarmálaráðherra Þýskalands
eftir að hneykslismálin höfðu
hrannast upp og varnir landsins
svo stórlaskaðar eftir, að gantast
var með að mannkynssagan væri
mun betri hefði hún aðeins verið
varnarmálaráðherra um 80 árum
fyrr.
Kröfur um að von der Leyen
segi af sér hafa orðið æ háværari
um helgina og munu tæplega
dofna nú í vikunni. Þær eru rétt-
mætar, en vandinn er djúpstæð-
ari, hann felst í Evrópusamband-
inu sjálfu, lýðræðishalla þess,
ábyrgðarleysi helstu stjórnenda
og takmarkalausum valdaþorsta
og vanhæfni Brusselbáknsins,
sem birtist með augljósum og
átakanlegum hætti í bóluefnis-
málunum. Þar þurfa Íslendingar
að leita annarra leiða.
Allt hjalið um
alþjóðalög og -rétt
fór út um gluggann,
eins og ekkert væri }
Bóluefnastríð ESB
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
N
ú eru jafnréttisdagar og þá standa
Rannsóknasetur í fötlunar-
fræðum, Kvennahreyfing Ör-
yrkjabandalags Íslands og
Landssamtökin Þroskahjálp fyr-
ir málstofu um ofbeldi gegn fötluðum konum.
Í fundarboði kemur fram að alþjóðlegar rann-
sóknir sýni að fatlaðar konur eru mun líklegri en
aðrar konur til að vera beittar ofbeldi.
Þrátt fyrir það, og þrátt fyrir að um sé að
ræða alvarleg mannréttindabrot, er ofbeldi
gegn fötluðum konum enn falið og ósýnilegt og
sjaldan brugðist við því af hálfu yfirvalda.
Rannsóknir sýna að ofbeldi gegn konum og
börnum hefur aukist í Covid-19 faraldrinum,
einnig á Íslandi. Hér á landi hafa stjórnvöld
brugðist við þessu með því að nýta nýja tækni
við að þróa 112 vefgátt til vitundarvakningar og sem tæki
til að takast á við og hindra ofbeldið.
Þá kemur fram í greinargerð ríkislögreglustjóra um of-
beldi gegn fötluðum á Íslandi að skelfilegt birtingarform
ofbeldis grasserar gagnvart fötluðu fólki og þar segir m.a.
orðrétt:
„Íslenskar sem erlendar rannsóknir leiða í ljós að fatlað
fólk er í sérstökum áhættuhópi sem þolendur ofbeldis.
Kannanir sýna einnig að meiri líkur eru á að fatlað fólk
verði fyrir ofbeldi en þeir sem ófatlaðir teljast. Einkum
eru ungar konur sem glíma við fötlun líklegri til að verða
fyrir kynferðisbroti.“
Það er okkur til háborinnar skammar að aftur og aftur
kemur upp umræða um gróft andlegt og líkamlegt ofbeldi
gagnvart fötluðu fólki og börnum. Er ekki kominn tími til
að taka þessi mál föstum tökum og sjá til
þess í eitt skipti fyrir öll að ofbeldinu linni?
Uppgjör á ofbeldi fortíðar gagnvart fötl-
uðum hefur staðið yfir síðustu ár og nú verð-
um við að sjá til þess að í framtíðinni þurfi
ekki enn og aftur að gera upp ofbeldi á fötl-
uðum einstaklingum.
Höfundar erlendrar rannsóknar segja
börn sem glíma við þroskahömlun 4,6 sinn-
um líklegri en ófötluð börn til að verða fyrir
kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldi gegn fötluðum
getur þannig tekið á sig margar birtingar-
myndir.
Ein birtingarmyndin er sú að Alþingi hef-
ur ekki lögfest samning Sameinuðu þjóð-
anna um málefni fatlaðs fólks.
Með samhentu átaki verðum við að koma í
veg fyrir ofbeldið, með því að virkja allt það góða fólk sem
nú vinnur fyrir og með fötluðum einstaklingum og börn-
um.
Í alþjóðlegri skýrslu segir að fötlun sé eðlilegur hluti
mannlegs lífs, að næstum allir verði fyrir tímabundinni
eða varanlegri fötlun á lífsleiðinni. Fatlað fólk á Íslandi á
rétt á því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks verði lögfestur og það strax.
Hvar er lögfestingarfrumvarpið frá ríkisstjórninni sem
átti að vera komið í umræðuna á Alþingi? Er það ekki enn
ein birtingarmynd ofbeldis gagnvart fötluðu fólki að
leggja það ekki fram? Stöðvum ofbeldið strax.
Pistill
Ofbeldi
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins .
gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi Kristinsson