Morgunblaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.2021, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021 ✝ Pétur JúlíusBlöndal fæddist 16. nóvember 1925 í Glaumbæ í Langa- dal í A-Húnavatns- sýslu. Hann lést 19. janúar 2021. For- eldrar: Kristófer Remegíus Péturs- son bóndi í Glaumbæ og Jens- ína Ingibjörg Ant- onsdóttir frá Seyð- isfirði. Systkini Péturs voru Ingibjörg, f. 1923, d. 2004, og Ástvaldur, f. 1924, d. 2004. Pétur missti móður sína á fyrsta ári og var ættleiddur af móðursystur sinni, Emelíu Blöndal ljósmynd- ara, og manni hennar, Theodóri Blöndal bankastarfsmanni, seinna bankastjóra Útvegsbank- ans á Seyðisfirði. Pétur ólst upp á Seyðisfirði, tók gagnfræðapróf frá Mennta- skólanum á Akureyri og meist- arapróf í rennismíði frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Pétur giftist 14. maí 1946 Mar- gréti Gísladóttir frá Seyðisfirði, f. 30. okt. 1923, d. 11. feb. 2005. Börn þeirra eru: 1) Theodór, f. 22. nóv. 1946, giftur Björgu S. Blöndal. Börn þeirra a) Halldóra Rannveig, f. 1971, maki Grétar Mar Stein- arsson, börn Þórdís Helga og Arnar Dagur, b) Pétur f. 1973, maki Eyrún Einarsdóttir, börn Þórði Georgi Hjörleifssyni. Börn þeirra a) Margrét Eva, f. 1991, maki Torfi Sigurðarson, b) Hjör- leifur, f. 1993, maki Fjóla Hrein- dís Gunnarsdóttir, c) Georg Fannar, maki Arnbjörg Guðný Altadóttir. Pétur stofnaði Vélsmiðjuna Stál á Seyðisfirði árið 1948 og rak hana í 50 ár til ársins 1998 ásamt Ástvaldi bróður sínum og kenndi einnig við Barnaskólann og Iðnskólann á Seyðisfirði. Hann var virkur í bæjar- og fé- lagslífi á Seyðisfirði; var slökkvi- liðsstjóri Seyðisfjarðar 1948- 1968, sat í bæjarstjórn Seyð- isfjarðar 1954-1966, var vara- maður á Alþingi tvö kjörtímabil fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var umboðsmaður fyrir breska tog- ara á Seyðisfirði og var meðal stofnenda Ferðamiðstöðvar Austurlands Egilsstöðum og stjórnarformaður 1978-2000. Pétur var bæði tónlistar- og myndlistarmaður. Hann málaði fjölmörg málverk um ævina, spil- aði á píanó og harmónikku. Pétur og Margrét fluttu til Reykjavíkur 1997. Þar var Pétur virkur í félagsstarfi Korpúlfa í Grafarvogi þar sem hann skipu- lagði m.a. fjölmargar ferðir fyrir félagsmenn, bæði erlendis og innanlands. Margrét lést árið 2005 og síðustu árin bjó Pétur í þjónustuíbúð á Eir. Útför Péturs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 2. febr- úar 2021, klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni, stytt slóð: https://tinyurl.com/y3phg39r Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Theodór Júlíus og Agnes Lív, c) Andri Már, f. 1977, maki Bylgja Ólafsdóttir, börn Björg Sóley og Snæfríður Sóley. 2) Gísli, f. 26. feb. 1948. Börn hans eru a) Elsa, f. 1971, maki Michael Ro- senwald, börn Vic- tor Axel, Raquel Stella og Sonja Liv, b) Birna, f. 1976, maki Sean Gall- agher, barn Birnu Michael Gísli, c) Gylfi, f. 1977, maki Valdís Thor, barn Ylfa, stjúpdóttir Isis Helga, d) fósturdóttir Chloe Op- helia, f. 1981, maki Árni Elliott, börn Högni og Hyrningur Har- per. 3) Ásdís, f. 29. sept. 1953 gift Antoni Antonssyni frá Frakk- landi. Börn þeirra a) Daníel Vin- cent, f. 1975, maki Sólrún Edda Tómasdóttir, börn Natalía Sól og Sara Dís, b) Pétur Atli, f. 1984, c) Emelía, f. 1987, dóttir hennar Lukka Skúladóttir, d) Davíð f. 1990. 4) Margrét f. 26. nóv. 1964, gift Ólafi Einarssyni. Börn þeirra a) Einar, f. 1991, maki Silja Páls- dóttir, barn þeirra er Sonja Mar- ey, stjúpbörn Einars eru Haf- steinn Heiðar og Tara Líf, b) Axel Pétur, f. 1995, c) Ísak, f. 1999. 5) Emelía, f. 27. des. 1969, gift Pabbi ólst upp á Seyðisfirði fyrst í Tungu en síðar í Útvegs- bankahúsinu. Sannur Öldubúi. Fljótlega kom í ljós að hann var mörgum kostum búinn. hann var laghentur, listhneigður og hafði gaman af íþróttum, einkum skíð- um og fótbolta.Tólf ára gamall stofnaði hann ásamt 40 drengjum á aldrinum 9-15 ára skíðafélagið Snækóng. Þetta varð öflugur fé- lagsskapur sem réði til sín skíða- kennara byggði skíðaskála og stóð fyrir skemmtunum og skíðamót- um. Hann var alla tíð mjög stoltur af þessu framtaki. Næstu ár eru spennandi það geisar stríð í heiminum og Seyð- isfjörður iðar af lífi. Pabbi fer að læra rennismíði hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar, spilar á harmon- ikku á Bretaböllum og verður ást- fangin í mömmu Margréti Gísla- dóttur Árið 1945 flytja þau til Reykja- víkur og pabbi lýkur Iðnnáminu í Vélsmiðjunni Héðni. Tveimur árum síðar flytjast þau austur og pabbi stofnar Vél- smiðju P. Blöndal haustið 1947 á Fjarðaröldu. Ekki vildi betur til en svo að verkstæðishúsið og allt sem í því var brennur til kaldra kola rétt fyrir jólin sama ár. Strax í febrúar 1948 var hafist handa við að byggja nýtt verk- stæðishús. Þá kom bróðir hans Ástvaldur Kristófersson til liðs við hann og fljótlega varð til Vélsmiðj- an Stál til. Unnu þeir saman upp frá þessu í 50 ár. Aldrei bar minnsta skugga á þeirra samstarf. Sjálfur valdi ég síðar að koma og vinna með þeim bræðrum og vorum við vinnufélagar í 28 ár. Betri vinnufélaga hef ég ekki átt. Pabbi var okkur systkinunum góður faðir, aldrei strangur, reyndi ekki að hafa áhrif á hvaða leiðir við völdum, hvaða skoðanir við höfðum eða hverja við um- gengumst, en hann setti okkur mörk og var góð fyrirmynd Pabbi og mamma voru samhent hjón Þau byggðu sér heimili að Túngötu 12 á Seyðisfirði Þar ól- umst við börnin fimm upp. Þar bjuggu þau til ársins 1997 þegar þau fluttu til Reykjarvíkur og settust að í Grafarvogi Árið 1966 keyptu þau sér sum- arbústaðaland við litla vík á bökk- um Lagarfljóts. Þar dvöldu þau löngum stundum öll sumur. Byggðu hús, gróðursettu skóg og ræktuðu garðinn sinn í víðustu merkingu Þessi staður er nefndur Fagra- vík og er sannur sælureytur fjöl- skyldunnar. Eftir að mamma dó breyttist margt en starf hans með eldri- borgarafélaginu Korpúlfunum í Grafarvogi léttu honum stundir síðustu árin Pabbi var smiður af guðs náð. Jafnvígur á tré og járn. Hann lék á harmonikku og píanó, spilaði á böllum og við fleiri tækifæri Hann málaði myndir bæði olíu og vatnsliti og njóta afkomendur nú þess á heimilum sínum Á 50 ára afmæli Seyðisfjarðar- kaupstaðar, árið 1945, málaði hann mynd af kaupstaðnum og umhverfi hans, 4x6 m að stærð, sem prýddi einn vegg samkomu- salsins í Barnaskólanum. Þótt myndinni væri aðeins ætlað að vera meðan hátíðin stæði yfir, fékk hún að vera þarna næstu 20 árin Pabbi átti góða æfi og hann skilur eftir sig mikið dagsverk. Hann var réttsýnn og ávalt fremstur meðal jafningja Hann var góður fjölskyldufaðir og sönn fyrirmynd afkomenda sinna Hann yfirgaf þennan heim sátt- ur og ánægður Guð blessi minningu þína elsku pabbi Þinn sonur Theodór. Það er með miklum söknuði og þakklæti sem við minnumst elsku afa Péturs. Afi var aldrei maður sem sóttist eftir að vera miðpunktur athygl- innar en þegar hann sagði sögur þá hlustuðu allir af áhuga. Afi lifði löngu og viðburðaríku lífi, allt frá stríðsárunum á Seyðisfirði yfir í að vera í samskiptum við barna- börn sín á samfélagsmiðlum. Það hafa verið forréttindi að heyra skemmtilega frásögn afa frá þess- um tímum. Afi og amma komu sér einstak- lega vel fyrir í Fögruvík sem hefur verið ættaróðal stórfjölskyldunn- ar allar götur síðan. Við systkinin erum alin upp við að verja þar ár- legum sumarfríum okkar, á fyrri árum iðulega með ömmu og afa. Þar hefur skapast fjöldinn allur af minningum sem aldrei munu gleymast. Í Fögruvíkinni sinni leið afa alltaf best og við systkinin er- um sammála honum í því. Fagravík mjög fögur er, fegurst er af víkum hér. Fjaran fín og lautin mín, fallegast er ef sólin skín. Elsku afi, takk fyrir allt. Margrét Eva, Hjörleifur og Georg Fannar. Ég kveð pabba minn með mik- illi þökk og hlýju enda er ég fyrst og fremst það sem hann kenndi mér. Það voru mikil forréttindi að alast upp á Seyðisfirði, nafla al- heimsins, þar sem borgarhverfin voru þrjú; Aldan, Miðbærinn og Búðareyrin, sem hvert um sig var mikilvægt leiksvið eftirstríðsár- anna. Daginn sem ég fæddist í Bank- anum á Seyðisfirði var pabbi að byrja að grafa fyrir nýju verk- stæði sem síðar varð Vélsmiðja Stál, sem hann rak og stjórnaði ásamt Ástvaldi bróður sínum í fimmtíu farsæl ár. Lífsganga pabba var ekki bara dans á rósum. Á fyrsta ári missti hann móður sína og var sendur frá Glaumbæ í Langadal austur á Seyðisfjörð þar sem móðursystir hans, Milla amma, og Theodór afi umvöfðu hann hlýju og ástríki. Strax að námi loknu í vélsmíði stofnaði hann Vélaverkstæði P. Blöndal í gömlu húsi á Öldunni. Eftir skamman rekstur brann húsið til kaldra kola með öllu sem inni var. En áfram var haldið með byggingu nýja verkstæðisins. Ef litið er yfir farsælan starfsferil pabba er auðvelt að sjá að hann var mikill fagmaður, þrautseigur, duglegur og aldrei var gefist upp. Hann var síðast enn ekki síst mik- ill frumkvöðull. Það kom oft upp að verkefni skorti og þá skipti sköpum að búa verkefnin til. Hon- um var annt um starfsfólk sitt og aldrei kom til greina að fækka starfsmönnum. Stálhersla var eitt af því sem sett var á laggirnar. Framleidd voru verkfæri eins og meitlar, kú- bein, felgujárn, verkfærakassar og ýmislegt fleira. Þegar bændur fóru fyrir alvöru að vélvæðast og dráttarvélum fjölgaði, fjölgaði líka slysum. Þeir sem stjórnuðu þess- um vélum voru óvarðir ef vélin fór á hliðina eða jafnvel á hvolf. Þá var hafin framleiðsla á öryggisgrind- um og öryggishúsum fyrir Fergu- son og fleiri tegundir dráttavéla. Þessi smíði fékk vottun Öryggis- eftirlits ríkisins eftir nákvæmar prófanir. Ýmislegt fleira var reynt eins og smíði á hliðgrindum, snún- ings-snúrustaurum o.fl. Það var ekki leiðinlegt að vera strákpjakkur og fá að vera innan um allt það sem þarna var að ger- ast og njóta góðvildar og þolin- mæði pabba, Adda frænda og starfsmannanna. Svo mikið man ég frá þessum árum að við bræð- ur, Theodór og ég, vorum ekki alltaf stilltir og prúðir og gátum vafalítið verið nokkuð uppátækja- samir og erfiðir. Fyrir örfáum mánuðum spurði ég pabba hvort aldrei hafi þurft að tukta mig rækilega til vegna óþekktar, því ég mundi alls ekki eftir slíku. Pabbi hugsaði sig um í smá stund og sagði svo, „nei sennilega ekki, mér fannst árangursríkara að vera góð fyrirmynd.“ Ekkert í þessum heimi er mikilvægara en góðir og ástríkir foreldrar og það voruð þið mamma svo sannarlega. Elsku pabbi minn. Nú ertu kom- inn í Sumarlandið og þið mamma sameinuð á ný. Viltu segja henni hvað ég elska hana mikið og sakna. Þú mátt gjarnan segja henni að ég muni enn þá stund þegar ég virki- lega hafði unnið mér inn tiltal af hennar hálfu. Þá sagði hún „ja hérna, hann pabbi þinn ætti að sjá til þín núna.“ Gísli Blöndal. Pétur Júlíus Blöndal ✝ Hlynur HrafnÞorkelsson fæddist 1. maí 1980 í Reykjavík. Hann lést á Rigshospit- alen í Kaupmanna- höfn 10. janúar 2021. Hlynur Hrafn var sonur hjónanna Helgu Hauksdóttur, f. 2. desember 1953, og Þorkels Jóhanns Jónssonar, f. 31. október 1953. Hlynur átti tvo bræður, Harald Hauk, f. 18. des- ember 1972, og Egil Gauta, f. 30. ágúst 1988. Eftirlifandi eiginkona Hlyns Hrafns er Inga Rós Júlíusdóttir, f. 31. október 1981. Saman áttu Hlynur og Inga tvær stúlkur, Andreu Rán, f. 29. janúar 2012, og Freyju Seselíu, f. 16. nóvember 2015. Fyrir átti Inga Rós stúlku, Katrínu Eddu, f. 4.9. 2007, sem Hlynur gekk í föðurstað. Hlynur Hrafn ólst upp í föð- urhúsum í Kópavogi og lauk þar stúdentsprófi. Leiðin lá svo til frekara náms í Dan- mörku þar sem Hlynur útskrifaðist sem vélaverkfræð- ingur frá Ålborg university árið 2006. Hlynur fluttist til Kaupmannahafn- ar og hóf störf hjá Dong (Orkuveitu Kaupmannahafn- ar). Síðar hjá verk- fræðistofunni Ram- bol. Sérsvið Hlyns var verkefna- stjórnun á sviði varmaorku- virkja. Helstu áhugamál Hlyns var fjölskyldan og velferð hennar. Einnig átti stangveiði og ferða- lög innanlands sem utan með fjölskyldunni. Útför Hlyns Hrafns fer fram frá Kópavogskirkju 2. febrúar 2021 klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/i8UnTxdMG0s Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Ungur frændi minn er fallinn frá, Hlynur Hrafn Þorkelsson, að- eins fertugur að aldri. Bróðurson- ur minn var í senn einlægur og hógvær og hafði góða nærveru. Hann fæddist 1. maí og því hefur alltaf verið auðvelt að muna af- mælisdaginn hans. Undanfarna tvo áratugi bjó hann ásamt eigin- konu sinni Ingu og dætrum í Dan- mörku. Ég man að áður en þau kynntust sagði hann við mig, þá að nálgast þrítugt, að hann hefði ekk- ert á móti því að kynnast konu sem ætti börn fyrir. Man síðan alltaf hve stoltur hann var þegar hann sagði mér frá því að hafa kynnst Ingu. Hann var yfir sig ástfanginn og svo sannarlega tilbúinn að festa ráð sitt og verða fjölskyldufaðir. Fyrir átti Inga dótturina Katrínu og síðan eign- uðust þau tvær dætur saman, þær Andreu og Freyju. Hlyni þótti af- ar vænt um þær allar þrjár og hugsaði vel um fjölskyldu sína. Aðstandendur Hlyns, eigin- kona hans Inga, dæturnar, for- eldrar hans, bræður og þeir sem voru honum nákomnastir eiga nú um sárt að binda. Upp í hugann koma orð Kahlil Gibran þar sem hann segir „Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín“. Sorgin er djúp, höggið óvænt og þungt en minning um góðan dreng lifir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Margrét Lóa Jónsdóttir. Hlynur Hrafn bróðursonur minn hefur verið tekinn burt frá okkur allt of, allt of fljótt. Ekki ór- aði mig fyrir að við ættum ekki eftir að eiga fleiri stundir saman. Sú tilhugsun er óskiljanleg, svo döpur og sár. Hlynur Hrafn var jafnaldri barna minna og þegar þau voru að vaxa úr grasi var mikill samgang- ur á milli fjölskyldnanna, heim- sóknir tíðar og farið í mörg ferða- lög bæði hér heima og erlendis. Eyddum við saman áramótunum við gleði, glaum og hrekki. Veiðiáhugi Hlyns Hrafns var mikill og notaði hann hverja lausa stund til að fara að veiða. Fór á skak með afa sínum og veiddi á stöng hvenær sem færi gafst. Vegalengdir skiptu ekki máli og lét hann sig ekki muna um að koma frá Danmörku til að taka þátt í netaveiðum fjölskyldunnar uppi í Veiðivötnum. Auðvitað var veiðistöngin með og ekki skemmdi það fyrir að hann landaði stærsta silungnum í þeirri ferð. Hlynur Hrafn bjó í Danmörku síðustu 20 ár. Fór út í verkfræði- nám og ílengdist þar. Alltaf var jafn gott og gaman að hitta hann þar eða hér heima. Hann var dag- farsprúður, tryggur og glaðlynd- ur. Í Danmörku kynntist hann ást- inni sinni henni Ingu. Saman áttu þau Katrínu, Andreu og Freyju. Dáðist ég að hversu samtaka þau voru með uppeldi stelpnanna, vildu veg þeirra sem mestan og bestan. Oft fóru þau með stelpurn- ar í ferðalög bæði úti og hér heima. Hlynur Hrafn var mikill fjölskyldumaður og voru þau dug- leg að koma til Íslands til að vera með stórfjölskyldunni. Tæknin var líka nýtt, oft var ég vitni að samtölum Hlyns Hrafns og dætr- anna við foreldra hans í gegnum netið. Fráfall Hlyns Hrafns skilur eft- ir sig stórt skarð, sérstaklega hjá Ingu, Katrínu, Andreu og Freyju. Einnig hjá foreldrum hans, bræðrum og öðrum sem voru hon- um nákomnir. Við Bjössi og krakkarnir send- um ykkur öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minningar um góðan dreng vera ykkur huggun og styrkur í sorginni. Sigríður (Dista) Jónsdóttir. Hlynur Hrafn Þorkelsson Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.