Morgunblaðið - 02.02.2021, Qupperneq 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
✝ Svavar Gests-son, fv. þing-
maður, ráðherra
og sendiherra,
fæddist á Guðna-
bakka í Stafholts-
tungum 26. júní
1944. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítala 18.
janúar 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
rún Valdimarsdóttir, f. 28.3.
1924 á Kjalvararstöðum í
Reykholtsdal, d. 16.12. 2016,
og Gestur Zophonías Sveins-
son, f. 3.10. 1920 í Stóra-
Galtardal á Fellsströnd, d.
29.12. 1980. Þau bjuggu fyrstu
búskaparár sín í Stóra-
Galtardal en Svavar var með
móður sinni í tæp tvö ár á
Guðnabakka í Stafholts-
tungum. Þau Guðrún og Gest-
ur fluttu svo til Reykjavíkur
1947 og bjuggu þar til 1954 er
þau fluttu vestur aftur. Þá
stofnuðu þau nýbýlið Grund á
Fellsströnd í landi
Litla-Galtardals. Þar bjuggu
þau til 1966 er þau fóru suður
á ný, fyrst að Straumi við
Hafnarfjörð og síðan í Hafn-
arfjörð.
Systkini Svavars eru: Sveinn
Kjartan, f. 1948, Helga Mar-
grét, f. 1949, Málfríður, f.
1953, Valdimar, f. 1956, Guðný
Dóra, f. 1961, Kristín Guðrún,
f. 1963, og Svala, f. 1967, d.
1971.
Fyrri eiginkona Svavars var
Jónína Benediktsdóttir, f.
1943, d. 2005, en þau gengu í
hjónaband 1964 og eignuðust
þrjú börn, þau Svandísi, f.
1964, Benedikt, f. 1968, og
Gest, f. 1972. Svavar og Jónína
skildu. Svandís á þau Odd, f.
1984, og Auði, f. 1986, með
fyrri manni sínum Ástráði
Haraldssyni, og þau Tuma, f.
1996, og Unu, f. 2000, með eig-
inmanni sínum Torfa Hjartar-
syni. Oddur á þau Úlf, f. 2009,
og Ósk, f. 2013, með eiginkonu
sinni Sigurlaugu Elínu Þór-
hallsdóttur. Auður á þær
Röskvu, f. 2010, Urði, f. 2012,
og Nótt, f. 2019, með eigin-
entablaðsins 1966. Svavar varð
blaðamaður á Þjóðviljanum
1964, ritstjórnarfulltrúi 1969
og ritstjóri frá 1971 til 1978.
Hann starfaði hjá Æskulýðs-
fylkingunni 1962, Alþýðu-
bandalaginu 1966-1967 og hjá
Samtökum hernámsandstæð-
inga 1966. Formaður útgáfu-
félags Þjóðviljans um árabil.
Hann var fyrst kosinn á Al-
þingi fyrir Alþýðubandalagið í
Reykjavíkurkjördæmi árið
1978 og sat síðan sem þing-
maður Alþýðubandalagsins til
1995, þá Alþýðubandalagsins
og óháðra 1995-1999; var þó
þingmaður Samfylkingarinnar
allra síðustu daga þingsetu
sinnar er þingflokkar Alþýðu-
bandalagsins, Alþýðuflokksins
og Kvennalistans sameinuðust.
Árið 1999 var Svavar skip-
aður sendiherra og varð fyrst
aðalræðismaður Íslands í
Winnipeg í Kanada. Þar var
hann jafnframt framkvæmda-
stjóri hátíðahalda Íslendinga
vegna landafunda og land-
námsafmæla í Kanada og norð-
urríkjum Bandaríkjanna. Hann
varð síðan sendiherra í Stokk-
hólmi 2001-2005 og sendiherra
í Danmörku 2005-2009.
Svavar var viðskiptaráð-
herra í annarri ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar 1978 til
1979, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra og félags-
málaráðherra í ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen 1980 til
1983 og menntamálaráðherra í
annarri og þriðju ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar
1988 til 1991.
Svavar Gestsson var for-
maður Alþýðubandalagsins
1980-1987, formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins og
óháðra 1995-1999, sat í mið-
stjórn og framkvæmdastjórn
Alþýðubandalagsins 1968-
1999, var í ritstjórn tímaritsins
Réttar um langt árabil. Hann
hefur skrifað fjölda blaða- og
tímaritsgreina. Árið 1995 kom
út eftir hann bókin Sjónar-
rönd, um jafnaðarstefnu. 2012
kom út bókin Hreint út sagt,
sjálfsævisaga.
Svavar sat í stjórn Lands-
virkjunar 1995-1997, í stjórn
Ríkisspítalanna 1991-1994, for-
maður stjórnar Norræna
menningarsjóðsins 1996-1997.
Hann var einn af þremur
yfirskoðunarmönnum ríkis-
reikninga 1991-1995. Hann sat
fjögur allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna. Var formaður
ráðherranefndar EFTA 1979,
var formaður vestnorræna
ráðsins 1998 og í ráðinu um
árabil, sat í þjóðhátíðarnefnd
1994 og var formaður embætt-
ismannanefndar sem samdi um
Icesave-reikningana í Bret-
landi og Hollandi eftir banka-
hrunið á Íslandi. Þeir samn-
ingar voru samþykktir á
Alþingi og forseti Íslands und-
irritaði lögin þar um. Bretar
og Hollendingar höfnuðu hins
vegar niðurstöðu Alþingis. Í
framhaldi af þeim voru því
gerðir nýir samningar sem
samþykktir voru á Alþingi.
Þeim samningum var hafnað í
þjóðaratkvæðagreiðslu 2010.
Svavar var heiðursfélagi Ís-
lendingafélagsins í Vatna-
byggð Saskatschewan 2000 og
sat í stjórn Þjóðræknisfélags
Íslendinga á Íslandi 2010-2017
og var formaður heiðursráðs
þess til 2018. Hann var heið-
ursfélagi í Þjóðræknisfélaginu
frá 2018. Hann var í stjórn Fé-
lags fyrrverandi alþingis-
manna 2011-2017, var formað-
ur þess 2014-2017, var ritstjóri
tímaritsins Breiðfirðings 2015-
2019, fimm árganga, og var í
stjórn Ólafsdalsfélagsins.
Hann var ritari Sturlunefndar
og varaformaður Eiríksstaða-
nefndar. Svavar vann að und-
irbúningi Vínlandsseturs fyrir
Eiríksstaðanefnd. Hann var í
stjórn Hins íslenska fornrita-
félags frá 2018.
Útför Svavars fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 2. febrúar
2021, klukkan 13. Vegna að-
stæðna í þjóðfélaginu geta að-
eins nánustu ættingjar og vinir
Svavars verið við athöfnina.
Streymt verður frá athöfn-
inni á slóðinni
http://beint.is/streymi/svavar
Einnig má nálgast netgrein
og tengil á http://mbl.is/andlat
manni sínum Arn-
aldi Grétarssyni.
Tumi á unnustuna
Salóme Katrínu
Magnúsdóttur.
Benedikt á þá
Rafn, f. 1992,
Svavar, f. 1998, og
Baldur, f. 2002,
með eiginkonu
sinni Maríu Ingi-
björgu Jónsdóttur.
Rafn á unnustuna
Kathleen Moyana og Baldur
unnustuna Önnu Fülöp. Gestur
á Svavar Tómas, f. 1995, með
Ölmu Lísu Jóhannsdóttur og
þau Bergþóru Sóleyju, f. 1999,
Jónínu Katrínu, f. 2004, og
Matthías Nóa, f. 2011, með eig-
inkonu sinni Halldóru Berg-
þórsdóttur. Svavar Tómas á
unnustuna Karen Sunnívu
Káradóttur.
Eftirlifandi eiginkona Svav-
ars er Guðrún Ágústsdóttir fv.
forseti borgarstjórnar, f. 1947,
en þau gengu í hjónaband
1993. Guðrún á þrjú börn með
sínum fyrri eiginmanni, Krist-
jáni Árnasyni, þau Ragnheiði,
f. 1968, Árna, f. 1970, og
Gunnhildi, f. 1977. Ragnheiður
á þær Guðrúnu, f. 1991, og
Hrefnu, f. 2001, með eigin-
manni sínum Svavari Hrafni
Svavarssyni. Guðrún á unnust-
ann Friðrik Má Jensson. Árni á
þær Maríu Kristínu, f. 1998, og
Áshildi, f. 2005, með eiginkonu
sinni Önnu Maríu Hauks-
dóttur. María Kristín á unn-
ustuna Pálínu Axelsdóttur
Njarðvík. Gunnhildur á þau
Helgu, f. 2006, og Kristján, f.
2008, með eiginmanni sínum
Sigurði Ólafssyni.
Svavar og Guðrún áttu
heimili í Mávahlíð í Reykjavík
en einnig í Hólaseli við Króks-
fjörð í Reykhólahreppi þar
sem þau dvöldu stóran hluta
ársins við skógrækt, æðar-
rækt, hestamennsku og margs-
konar félagsstörf.
Svavar lauk stúdentsprófi
frá MR árið 1964 og gegndi
þar embætti forseta
Framtíðarinnar, nemenda-
félags MR, skólaárið 1962-
1963. Í ritnefnd Nýja stúd-
Svavari á ég mikið upp að
unna og þegar hann kveður finn
ég fyrir þakklæti sem minnir
helst á djúpan og tæran hyl eða
ægibjarta víðáttuna í Hólaseli
við Króksfjörð, þar sem augað
þreytist aldrei á að finna nýja og
töfrandi hluti. Ég hreifst af hon-
um ungur eins og svo margir af
minni kynslóð og varð einarður
vinstrimaður á unglingsaldri en
vissi ekki þá að leiðir okkar ættu
eftir að liggja saman löngu síðar
og það með jafn afgerandi hætti
og raunin varð! Svavar var ekki
bara afreksmaður og hetja í
stjórnmálum í ævilangri baráttu
sinni fyrir betra samfélagi, hann
átti líka fjölskyldu sem ég var
svo gæfusamur að fá að tengjast.
Hann var fátækur sveitastrákur
úr stórum systkinahópi, elstur í
hópnum og ræktaði öll sín fjöl-
skyldutengsl af kostgæfni allt til
loka, kvæntist Nínu okkar ungur
og Guðrúnu okkar síðar, átti
börn og buru, tengdabörn og
stjúpbörn, barnabörn og barna-
barnabörn. Yngst í þeim stóra
hópi er hún Nótt sem fæddist í
svartasta skammdeginu fyrir
rúmu ári og hlær nú við lífinu
með tveimur stórum framtönn-
um og ómótstæðilegu brosi.
Samverustundir okkar Svandís-
ar með Svavari, Guðrúnu, börn-
unum öllum, vinum og ættingj-
um í smærri og stærri hópum
eru svo margar og góðar að
engri tölu verður á komið, heima
og heiman, innan lands og utan.
Lengst var á milli árin þeirra
tveggja hjá Íslendingum í Vest-
urheimi og þegar Svavar fór um
lönd og álfur, úr einu heimshorni
í annað, að vinna landinu gagn
eins og hans voru ær og kýr, alla
tíð, að gera eitthvert gagn, um
það fannst honum lífið eiga að
snúast. Alls staðar þar sem hann
kom að leiddi það til góðs, skrifa
þeir núna, Vestur-Íslendingar, í
blaðið sitt, og lýsa honum af list
án allra fyrirvara eins og þeirri
stórbrotnu kempu og þeim höfð-
ingja sem hann var, alltaf með
mörg járn í eldinum, alltaf að
leita leiða og finna lausnir, safna
liði, leiða saman fólk, lyfta flögg-
um, marka stefnu, líta yfir farinn
veg og horfa fram á veginn.
Samt svo sterkur í núinu, ekki
endilega í löngum lotum eða laus
við óeirð, en alltaf skarpur og
næmur og veitti fólki óskipta at-
hygli sem varð svo mörgum svo
dýrmæt, var áhugamaður um
fólk, ekki bara suma, heldur fólk.
Glæstur á velli eins og ég sá svo
vel einn góðan veðurdag á sólar-
strönd í Stokkhólmi, þar sem
hann stóð út úr manngrúanum,
arkandi um á stuttbuxum og bol
í stórum skrefum með hárið
flaksandi og símann á lofti. Svo
var hann bara svo skemmtilegur
og hláturinn í augunum aldrei
langt undan. Mér fannst líka
gott að sjá hvernig hann mild-
aðist með árunum, ekki í póli-
tískri sýn, heldur æðruleysi og
sátt við sjálfan sig og lífshlaupið,
það skipti hann máli hvernig
hans yrði minnst, að segja sögu
sína, heimahaganna og samtím-
ans með sínum hætti og það
tókst honum líka með svo mörgu
móti áður en yfir lauk. Og gafst
ekki upp fyrr en í fulla hnefana,
barðist við dauðann eins og hetja
í fornum sögum, það var fullt
tungl þegar hann hneig niður á
leið vestur í Dali og Reykhóla-
sveit í byrjun október og úlfa-
tungl á björtum vetrarmorgni
þegar við lögðum hann í kistuna,
næstum fjórum mánuðum síðar.
Við söknum hans öll sárt og mik-
ið en eigum líka mikið að þakka.
Svavar var einstakur gæfumaður
og það var gæfa fyrir okkur öll
að fá að eiga með honum sam-
leið.
Torfi Hjartarson.
Svavar kom inn í líf okkar
þegar við tvö eldri vorum rétt að
skríða yfir tvítugt og Gunnhildur
nýorðin unglingur. Öll fengum
við ný og flókin hlutverk og er
skemmst frá því að segja að
Svavar tókst á við það sem að
honum sneri af miklum sóma.
Hann sýndi okkur nærgætni,
ræktarsemi og hlýju og þegar
við fórum sjálf að eignast börn
varð hann mikilvægur þáttur í
þeirra lífi.
Eitt af því sem var hvað mest
áberandi í fari Svavars var
hvernig þekkingarþorstanum
varð aldrei svalað. Almenn fróð-
leiksfýsn og áhugi á lífi og hög-
um annarra gerði hann eftir-
minnilegan öllum sem honum
kynntust. Þar kom saman mann-
gæska og hlýja. Hugurinn var sí-
fellt að taka við nýjum upplýs-
ingum og vinna úr þeim. Svavar
spurði og hlustaði þannig að við-
mælandinn varð merkasta
manneskjan í herberginu hverju
sinni. Þetta átti jafnt við um full-
orðna og börn.
Svavar var með eindæmum
orkumikill, stöðugt að fá nýjar
hugmyndir að verkefnum og
leita að lausnum. Og hann var
ekki mikið fyrir að velta sér upp
úr smámunum. Stóru spurning-
arnar voru í forgrunni – hann
vildi stuðla að betra samfélagi,
auknu réttlæti og jafnrétti. Allt
hans starf í stjórnmálum, utan-
ríkisþjónustunni og nú síðast við
uppbyggingu söguminja, at-
vinnulífs og náttúru í heimasveit-
inni, Dölunum, ber því vitni.
Í þau 30 ár sem Svavar var
hluti af lífi okkar nutum við þess
að spjalla við hann, hlæja, vinna
að skógrækt, bardúsa í hestum
og ferðast með honum innan
lands og utan. Um leið fengum
við dýrmæt tækifæri til að
byggja upp vináttu við Svandísi,
Benna, Gest og allt þeirra fólk.
Kynnin við þau eru okkar gæfa.
Nú þegar leiðir skilur yljum
okkur við minningar frá Ártúns-
bletti, Leifsgötu og Mávahlíð í
Reykjavík, Inghóli á Eyrar-
bakka, Wellington Crescent í
Winnipeg, Strandvägen og
Klöpp í Stokkhólmi og nágrenni,
Krathusvej í Ordrup og Fugle-
bakkevej í Frederiksberg. Kær-
astar verða þó líklega stundirnar
sem við áttum með þeim mömmu
í sælureitnum í Hólaseli þar sem
þau komu sér fyrir eftir að
löngum stjórnmála- og utanríkis-
þjónustuferli þeirra lauk. Þar
hófst mikil skógrækt og er land-
ið við Króksfjörðinn farið að
bera þess merki.
Við kveðjum Svavar með
miklum söknuði en jafnframt
þakklæti fyrir kynni okkar af
stórmerkum manni sem var okk-
ur kær vinur.
Ragnheiður, Árni og
Gunnhildur.
Þegar ég var lítil var afi þing-
maður. Áberandi og umdeildur.
Ég man ekki til þess að hafa þótt
það óþægilegt nokkurn tímann,
þar sem ég treysti hans ferðalagi
svo vel. Staðfastur, trúr sinni
sannfæringu og ærlegur. Hann
spurði alla mikið og hafði svo
einlægan áhuga á viðmælandan-
um hverju sinni. Ást sýndi hann í
verki og með húmor og gleði sem
ferðafélaga. Mér fannst hann
alltaf hafa yfirgripsmikla þekk-
ingu á ótrúlegustu málefnum.
Það held ég að hann hafi öðlast
með því að vera alltaf tilbúinn að
hlusta, fræðast, lesa og greina
allt mögulegt sem á vegi hans
varð. Afi var brennandi hug-
sjónamaður, með ótæmandi ríka
réttlætiskennd. Hann var flinkur
í farsælu hjónabandi, sem var
þeirrar gerðar að stækka og
næra alla sem fengu að umgang-
ast það í návígi. Hann átti þann-
ig margt í sínu lífi í tugi ára sam-
ofið tilverunni með Guðrúnu, þau
voru svo flink saman. Hann var
með stórar hendur og bros og
fang og nærveru. Var flinkur í
samskiptum við ólíkt fólk á öllum
aldri með allan mögulegan bak-
grunn. Þannig skeytti hann engu
um stétt eða stöðu fólks, heldur
vildi vita hvaða lífsins ferðalagi
það var á og skilja hvers vegna.
Þarna fór afburða sögumaður,
sveitamaður sem var í sterkum
tengslum við náttúruna, lands-
lagið og alla vinnuna sem að baki
hinu smáa lá. Hann skildi stritið
og fátæktina. Hann var líka ná-
kvæmur og skipulagður og vildi
geta séð hluti fyrir sér og ráða.
Hann bjó til alls konar samveru í
núinu, hvort sem það var í
Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, á
Ítalíu, í Hólaseli eða bara í bíltúr
og búðarferð. Spjall að kvöldi,
hátíðir, áramótagleði, kosninga-
nótt. Þar sem afi var var öryggi
og góð nærvera og líka svo gam-
an! Hann hringdi stundum og
spurði stórra spurninga, hrósaði
einlægt, kom í kaffi og nennti.
Það sem hann nennti! Hann
söng og hló, reið út og bakaði
brauð, talaði mikið um verka-
lýðsbaráttuna, stéttarfélögin,
pólitík nútíðar og fortíðar, ætt-
fræði, fjölskylduna og afkomend-
ur sína, bækur og atburði, ferða-
lög og samtöl. Hvort sem um
ræddi lítil eða stór verkefni,
samtök, skógrækt, fjölskyldu-
rækt, félagsstarf, ferðalög eða
hestamennsku hætti hann aldrei
að hafa nóg fyrir stafni, gefa
tíma og orku með elju og gríð-
arlega skarpa greiningarhæfni.
Nærvera þín var risastór,
björt og hlý. Áhrifa þinna mun
gæta lengur en flestra. Við mun-
um og virðum, nærum, syrgjum,
syngjum, elskum og lifum!
Takk elsku afi.
Auður Ástráðsdóttir.
Síðustu heimsóknir og samtöl
bentu ekki til þess að komið væri
að því að við Svavar frændi minn
ættum ekki eftir að hittast eða
spjalla saman, en svona gerist
óvænt, löng og ströng barátta er
að baki.
Mér verður hugsað til
bernskuáranna fyrir vestan þar
sem foreldrar okkar bjuggu í
bændasamfélagi sem nú heitir
Dalabyggð.
Svavar og systkini hans á
Grund og við systkinin á Sveins-
stöðum vorum mjög samrýnd,
nánast einn stór systkinahópur,
enda feður okkar bræður. Marg-
ar leita minningar á hugann frá
þessum tíma.
Við Svavar hófum skólagöngu
10 ára gamlir hjá frú Steinunni á
Breiðabólstað á Fellsströnd.
Til hennar komum við læsir,
nokkuð vel færir í reikningi og
skrift, en þá tóku við fleiri fög,
ekki síst saga fyrri tíma byggð-
arlagsins sem Steinunn kunni
svo vel að útskýra fyrir okkur.
Kannski var það þá sem Svav-
ar lærði hetjusögurnar, nöfn og
staðhætti, þar sem hann svo
vann ötullega að framkvæmd
„Gullna söguhringsins“ í Dala-
byggð nú hin síðari ár, sem er
meiriháttar og lofsvert framtak
sem mun lifa um ókomna tíma.
Sveitin átti hug okkar beggja
á bernskuárunum og ætluðum
við að verða bændur og búa vel.
Af því varð þó ekki en önnur
verkefni urðu fyrir valinu sem
verða ekki rakin hér.
Hestamennskan var Svavari í
blóð borin enda kominn af hesta-
mönnum í báðar ættir. Hann átti
góða hesta, naut þess að fara í
hestaferðir á sumrin með fjöl-
skyldu og vinum, og um leið að
virða fyrir sér fallega náttúru
landsins.
Þau Svavar og Guðrún hafa
reist sér fallegt sumarhús á frið-
sælum stað við Breiðafjörðinn
þar sem fegurðin ræður ríkjum
og söguslóðirnar eru flestar í
næsta nágrenni.
Við vottum Guðrúnu, Svan-
dísi, Benedikt og Gesti okkar
innilegustu samúð, svo og stór-
fjölskyldunni allri.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Enn fremur samúðarkveðjur
frá móður minni Önnu Maríu og
systrunum frá Sveinsstöðum.
Kristín og Sveinn
Sigurjónsson.
Svavar Gestsson var í grunn-
inn alþýðupiltur úr sveit sem
aldrei gleymdi uppruna sínum
og taldi sig ekkert betri en ann-
að fólk. En samt var hann iðu-
lega fremstur meðal jafningja,
tignarlegur og höfðinglegur.
Hann var alvarlega þenkjandi en
að sama skapi tók hann sig ekki
of hátíðlega. Hann nálgaðist til-
veruna af ástríðu fyrir sam-
félagsmálum og áhuga á öðru
fólki. Alla tíð brann hann fyrir
samfélagsmálum og lá stundum
svo mikið á hjarta að hann sendi
stutt hálfóskiljanleg skilaboð
sem jafnvel byrjuðu í miðjum
klíðum um að eitthvert mál
þyrfti að ræða. Stundum var
maður ekki viss hvort viðtakand-
inn hefði átt að vera einhver
annar.
Stundum eiga fyrrverandi
stjórnmálamenn það til að vera
bitrir yfir hlutskipti sínu en því
var ekki að heilsa hjá Svavari.
Hann hafði vissulega skoðanir á
mönnum og málefnum, og það
sterkar, en var ekki einn þeirra
sem telja að þeir geri allt betur
en allir aðrir. Svavar var þó
ávallt til taks ef annað fólk þurfti
að leita til hans og þau voru ófá
skiptin sem Katrín gat notið
reynslu hans.
Það væri langt mál að rifja
upp feril Svavars í stjórnmálum
en þar vann hann mikilvægt
starf, til að mynda í velferðar- og
menntamálum. Má þar nefna
brautryðjandastarf í að gera
leikskóla að fyrsta skólastigi þar
sem hann þurfti að kljást við
ýmsa, jafnvel innan eigin ríkis-
stjórnar. Hann barðist ekki fyrir
því máli vegna þess að það væri
auðvelt eða myndi skila honum
vinsældum; hann barðist fyrir
því og skilaði alla leið vegna þess
að hann hafði djúpa sannfæringu
fyrir því. Svavar hafði alltaf rétt-
læti og jöfnuð að leiðarljósi og
taldi skyldu okkar að hlúa að
þeim sem höllum fæti standa.
Þegar stjórnmálaferlinum
lauk gerðist hann fulltrúi Íslands
á erlendri grund og þar naut
hann sín enda tvinnuðust saman
tveir sterkir þræðir í honum: sá
þjóðrækni og sá alþjóðasinnaði.
Þjóðrækni hans var aldrei á
kostnað annarra þjóða. Hann
mat Ísland og íslenska menningu
mikils en taldi hana vera hluta af
þeirri mósaíkmynd sem heimur-
inn er. Íslenska þjóðin hafði eitt-
hvað fram að færa, eins og aðrar
þjóðir.
Svavar var mikill fjölskyldu-
maður. Öllum mátti vera ljóst að
Svavar Gestsson