Morgunblaðið - 02.02.2021, Side 19

Morgunblaðið - 02.02.2021, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021 lendinga sig varða þegar hann var menntamálaráðherra áratug fyrr. Svavar stórefldi þessi sam- skipti og stóð fyrir tugum at- burða fyrsta heila starfsár að- alræðismannsskrifstofunnar í Winnipeg. Svavar var jafnframt í stjórn Þjóðræknisfélags Íslend- inga um árabil og undanfarna daga höfum við í utanríkisþjón- ustunni orðið þess áskynja að Vestur-Íslendingar minnast hans af miklum hlýhug. Störfum Svavars verða ekki gerð fullnægjandi skil án þess að minnast á þátt Guðrúnar, eig- inkonu hans. Starf maka í utan- ríkisþjónustunni er ekki bara umfangsmikið og ólaunað heldur oft á tíðum vanmetið. Svavar og Guðrún voru saman ötulir og glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar á erlendri grundu. Þau hjónin höfðu bæði næmt auga fyrir listum en ekki síður djúpa þekkingu á því sviði og báru skynbragð á mikilvægi þeirra fyrir landkynningu. Voru listvið- burðir af ýmsu tagi snar þáttur í starfi sendiskrifstofa þeirra sem Svavar veitti forstöðu, ekki síst í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Sú þekking og reynsla á nor- rænu samstarfi sem Svavar hafði öðlast í pólitíkinni kom sér einkar vel í sendiherrastörfunum þar og ekki síður það tengslanet sem hann hafði byggt upp á stjórnmálaferlinum. Svavar var eldhugi og einstak- lega frjór og virkur í leik og starfi. Hann hafði brennandi áhuga á þjóðfélagsmálum, sagn- fræði og ættfræði og var ein- stakur sögumaður. Hann skap- aði í kringum sig hressilegt andrúmsloft og átti auðvelt með að tala við fólk, bæði þegar vel gekk og eins þegar taka þurfti á erfiðum málum. Allt góðir eigin- leikar í því mikilvæga starfi sem hann vann fyrir utanríkisþjón- ustuna. Við í utanríkisráðuneytinu minnumst með hlýhug góðs fé- laga og vinar og vottum Guð- rúnu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Martin Eyjólfsson. Nafn Svavars Gestssonar var mér löngu orðið kunnugt þegar leiðir okkar lágu saman. Ég hitti hann fyrst á Ísafirði um miðjan áttunda áratuginn, en þangað var hann kominn til þess að „hitta félagana“, eins og Einar frændi minn Olgeirsson komst jafnan að orði. Ég var ungur menntaskólanemi, gallharður hægrimaður, en mætti á fund til þess að hlýða á þennan nafntog- aða og mælska Þjóðviljaritstjóra og við skiptumst á orðum. Þessi augnablikskynni rifjuðum við upp þegar ég settist á þing árið 1991. Mér féll vel við manninn. Hann var erfiður pólitískur and- stæðingur og maður skynjaði vel að hann hafði flesta þræði í hendi sér í átökum stjórnarand- stöðu við ríkisstjórnirnar sem ég studdi. Smám saman urðu kynni okkar meiri og við ræddum ein- att mál sem voru allsendis óskyld pólitísku þrasi. Þessi kunningsskapur varð síðar að góðri vináttu, sem styrktist mjög síðari árin með nánu samstarfi okkar. Það var á síðari þingmennsku- árum mínum sem Svavar kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi ekki leggja sér lið í því áhugamáli sínu að efla virðingu skáldsins, höfðingjans og sagna- ritarans mikla, Sturlu Þórðar- sonar á Staðarhóli í Dölum. Mér fannst þessi hugmynd býsna frá- leit; sagði honum sem var, að ég hefði ekki mikla þekkingu á mál- inu. En sannfæringarkraftur Svavars og sú hugsjón hans að spinna verkið saman við eflingu atvinnu- og mannlífs í Dölum vestur varð til þess að ég sló til. Við efndum til félagsskapar, Sturlunefndarinnar, sem við nefndum svo. Svavar ákvað að ég yrði formaður og sjálfur myndi hann gegna verkefni rit- ara. Síðar gekk til liðs við okkur mikið úrvalsfólk í stjórn fé- lagsskaparins og öllum að óvör- um sótti fólk í hundraðavís fundi og mannfagnaði sem nefndin okkar góða efndi til. Auðvitað var Svavar potturinn og pannan í öllu þessu. Með því að hann var ritari félagsskaparins sagði ég að með hæfilegri skírskotun í hina pólitísku fortíð hans mætti kalla hann aðalritara. Þessu græskulausa skensi mínu tók hann vel og að minnsta kosti okkar á milli festist þessi nafn- gift. Óteljandi eru samtölin sem áttum síðan um verkefni Sturlu- nefndarinnar. Saman fórum við, aðalritarinn og formaðurinn, í margs konar leiðangra í þágu málstaðarins og fyrir þraut- seigju Svavars skilaði það jafnan árangri. Gamli baráttujaxlinn hafði sannfæringarkraftinn sem dugði og vílaði ekkert fyrir sér. Nú er endurreisn Staðarhóls og undirbúningur ýmissa verkefna okkar kominn á góðan rekspöl. Þar er hlutur Svavars Gestsson- ar vitaskuld langmestur. Á tíðum ferðum okkar Sigrún- ar á milli höfuðborgarinnar og Bolungarvíkur heimsóttum við Svavar og Guðrúnu oft í sælu- reitnum þeirra, Hólaseli í Reyk- hólasveit, nutum gestrisni þeirra og áttum ánægjulegar samræð- ur. Undir lok september áttum við Svavar síðast langt og gott samtal. Það var mikið reiðarslag er veikindin riðu yfir og andlát hans var áfall okkur samverka- mönnum og vinum. Nú er því skarð fyrir skildi. Við Sigrún vottum Guðrúnu eiginkonu Svavars, Svandísi dóttur hans og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð. Einar K. Guðfinnsson. Ég sá Svavar ekki svo ég viti fyrr en hann var nýorðinn stúd- ent. Hann var 12 árum yngri og ekki nema smástrákur þegar maður var í vegavinnu vestur á Fellströnd. En ég kannaðist við nokkra föðurbræður hans. Hann fór snemma að láta á sér bera meðal ungra sósíalista, og einn vetur fór hann til náms í Austur- Berlín en notaði þann stutta tíma einkum til að komast betur niður í þýskri tungu og kynnast a-þýskum veruleika. Og hann komst brátt að svipaðri niður- stöðu og flestir íslenskir sósíal- istar, að þessi svokallaði sósíal- ismi fyrir austan tjald væri ekki það sem við kærðum okkur um að líkja eftir þótt unnt væri að stunda þar nám rétt einsog í öðr- um löndum hversu missáttir sem menn annars væru við stjórn- arfarið í sama landi. Aðrir munu rekja margvísleg stjórnmálaafskipti Svavars. Ég vil á hinn bóginn nefna tvennt sem hljóðara mun verða um. Eft- ir að hann lét af opinberum störfum gerðist hann mikill drif- kraftur í málefnum átthaga sinna vestra. Hann endurvakti tímaritið Breiðfirðing árið 2015 og hleypti auknu lífi í Breiðfirð- ingafélagið. Hann gerðist einnig virkur í Ólafsdalsfélaginu og beitti áhrifum sínum til að stuðla að endurreisn staðarins sem nú er komin á góðan rekspöl. Hann stóð fyrir gerð söguskilta til að efla ferðaþjónustu á svæðinu, stofnun landafundaseturs í Búð- ardal og gekkst manna mest fyr- ir að koma á fót félagi til minn- ingar um Sturlu Þórðarson sagnaritara og lögmann á 13. öld og í sjónmáli eru bæði fornleifa- rannsóknir og gerð minningar- reits um Sturlu á Staðarhóli í Saurbæ sem var eftirlætis bú- staður þessa aðalhöfundar Sturl- ungu. Hitt er dæmi um að stundum þarf ekki nema rétt hjartalag ráðherra til að koma góðu til leiðar. Þegar Vilhjálmur á Brekku varð menntamálaráð- herra 1974 tók hann fljótt eftir því og hafði orð á að söfn lands- ins ættu sér engan þrýstihóp innan eða utan Alþingis. Þau væru því mjög háð einskærri velvild ráðherra en þeir væru jafnan umsetnir ágengum þrýsti- hópum. Skömmu eftir að Svavar varð heilbrigðisráðherra 1980 var honum kynnt hugmynd að samvinnu þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafns og ráðuneytisins um söfnun endurminninga meðal aldraðra á dvalarheimilum. Framlag ríkisins skyldi nema nokkrum krónum á dag á hvern vistmann og nemendur í þjóð- fræði við Háskólann einkum annast viðtölin. Svavar tók þessu strax afar vel og lét ekki þar við sitja. Mér er það minnisstætt hvað hann kom þessu lipurlega í gegnum ráðuneytið. Upphæðin var vitaskuld algert smáræði í því gífurlega bákni sem heil- brigðisþjónustan er en afrakst- urinn varð á hinn bóginn viða- mikið heimildasafn sem ella hefði ekki orðið til. Auk þess reyndist þetta kærkomin afþrey- ing og upplyfting fyrir marga aldraða og um leið dýrmæt reynsla fyrir verðandi fræði- menn. Annar heilbrigðisráðherra af- nam þessa notalegu starfsemi fimm árum seinna. Þetta þótti víst ekki nógu vel farið með fé. En þetta var eftirtektarvert for- dæmi og merkt framtak þótt ólíklegt sé að það fari inn í Ís- landssöguna. Árni Björnsson. Svavar vakti fyrst athygli mína þegar ég fór að fylgjast með pólitík. Ég dáðist að því hve góður ræðumaður hann var og hve vel hann kom út í umræðum í sjón- varpi. Ég kynntist Svavari sjálfum fyrst eftir að ég gerðist félagi í Alþýðubandalaginu og fór að starfa þar. Mest starfaði ég með honum í kringum alþingiskosn- ingarnar árið 1995 en þá bauð flokkurinn fram undir merkjum Alþýðubandalags og óháðra. Svavar leiddi listann í Reykjavík en ég var aftarlega á lista en engu að síður fór ég á allmarga fundi með honum vegna þessara kosninga, ýmist á vinnustaði eða þar sem möguleiki var að hitta fólk. Á svona fundum var Svavar á heimavelli, mælskan nýttist hon- um vel og hann hafði gaman af þessum fundum. Á þessum tíma var ég í stjórn og trúnaðarráði verkamanna- félagsins Dagsbrúnar en Svavari fannst mikilvægt að sýna fram á tengsl flokks og verkalýðshreyf- ingar. Dag einn er við höfðum lokið við að dreifa bæklingum, sneri þekktur íhaldsmaður hér í borg sér að okkur og hvíslaði stund- arhátt: „Svavar er Stasi-maður.“ Við vorum að rabba við fólk í Kolaportinu og gengum við út bryggjumegin en þar var ryðg- aður togari frá Rússlandi bund- inn við bryggju. „Nei, menn að heiman,“ segir hann þá. Já, Svavar gat verið gaman- samur en fyrst og fremst var hann baráttumaður fyrir betra lífi og baráttan sem hann og hans kynslóð háði skilaði árangri sem kemur fram í þeim lífskjör- um sem við búum við í dag. Eitt sinn er ég var staddur í Kaupmannahöfn í fríi hringdi ég í Svavar en hann var þá sendi- herra Íslands í Danmörku. Nið- urstaðan varð sú að við hittumst yfir hádegisverði og tókum spjall saman en pólitíkin heima var honum ofarlega í huga en einnig vildi hann fræða mig um hvað var að gerast í Danaveldi. Við Svavar áttum það sam- eiginlegt að hafa spilað fótbolta með Þrótti Reykjavík, hann á Grímsstaðaholtinu þar sem Þróttur var stofnaður en ég í Sundahverfinu. Eftir að Svavar flutti heim til Íslands á ný hitti ég hann sjald- an en þó rakst ég á hann á götu hressan að vanda. Um leið og ég kveð vin minn Svavar Gestsson sendi ég að- standendum hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Jóhannes T. Sigursveinsson. Það var komið haust. Sól skein í heiði og gróðurinn var að búa sig undir veturinn. Þetta var dæmigerður dagur sem maður vildi ekki vera án. En allt í einu dimmdi yfir. Þær fregnir bárust að æskufélagi minn og vinur til 60 ára hefði veikst skyndilega og væri tvísýnt um líf hans. Við bið- um öll milli vonar og ótta um framvindu veikindanna. Það var eins og haustið væri farið og vet- urinn tekinn við. Nú þegar Svav- ar hefur ferðbúist og lagt af stað á annað tilverustig þá hvarflar hugurinn aftur í tímann allt til ársins 1960. Við bundumst fyrst traustum vináttuböndum í risinu á Tjarnargötu 20 þegar við töld- um okkur albúna að bjarga heiminum frá misskiptingu auðs og valds eða kannski var það á baráttufundum og mótmæla- göngum fyrir friðlýst og herlaust land. Eflaust skiptir það ekki miklu máli hvar við hittumst fyrst, aðalatriðið var auðvitað að við urðum æskuvinir með sam- eiginlega sýn á tilveruna. Á opinberum vettvangi var Svavar fremstur meðal jafn- ingja. Hann var auðvitað afburð- aræðumaður en einnig góður penni. Hitt var þó kannski mikil- vægast að hann var rökfastur og lét málefnin ráða för. Aldrei varð ég þess var að hann talaði illa um pólitíska andstæðinga sína. Þessi eiginleiki Svavars kom bersýnilega í ljós í ævisögu hans „Hreint út sagt“. Þegar Svavar var félagsmála- ráðherra bað hann mig að veita forystu nefnd sem samdi reglu- gerð um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, en lögin um sama efni voru tíma- mótalög og reyndar mörg önnur lög sem samþykkt voru í ráð- herratíð Svavars og vörðuðu réttindi launafólks. Nokkrum dögum fyrir hinn örlagaríka haustdag kom Svavar í heimsókn til mín. Við vorum tveir heima og áttum góða sam- verustund og ræddum mörg málefni. Hugur Svavars var þá aðallega fyrir vestan í sinni heimabyggð og við það verkefni að hefja til vegs og virðingar heimkynni Sturlu Þórðarsonar sagnaritara á Staðarhóli. En þetta var ekki eina erindi Svav- ars til mín. Langt frá því. Hon- um var fullkunnugt að sökum sjóndepru ætti ég í erfiðleikum með lestur. Hann var sem sagt kominn til að lesa fyrir mig úr einhverri bók úr mínum fórum. Svona var Svavar. Þegar hann kvaddi með bros á vör vissum við hvorugir að þessi samverustund okkar væri sú síðasta. Í ævisögu sinni greinir Svavar frá því þegar hann flutti á nýbýl- ið Grund á Fellsströnd. Jörðin var eitt kargaþýfi, mestmegnis grjót, þótt býlið héti Grund. Svavar var þá tíu ára og hafði það verkefni að tína grjót af jörðinni. Ég staldraði við þessa frásögn og sá í huga mér grann- an tíu ára snáða við grjóttínsluna á þessum baslárum á Grund. Kannski var þetta undirbúning- ur að ævistarfi Svavars sem var að hreinsa til í þjóðfélaginu, byggja upp velferðarkerfi og undirbúa jarðveginn þannig að hann yrði betri og frjósamari fyrir fólkið í landinu. Nú að leiðarlokum vil ég þakka vini mínum samfylgdina og fyrir baráttu hans fyrir betra þjóðfélagi. Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar kæra Guð- rún frá okkur Kristínu. Missir ykkar er mikill en minning um góðan dreng mun lifa. Hrafn Magnússon. Með Svavari Gestssyni er genginn einn minn nánasti póli- tíski samferðamaður og vinur til um fjörutíu ára. Frá því um 1980 og fram undir aldamót vorum við nánir samherjar og snerum bök- um saman í erjum innan okkar hreyfingar jafnt sem út á við. Svavar var sem formaður Al- þýðubandalagsins mér mikil fyr- irmynd á fyrstu árum minnar þingmennsku og vantaði þó ekki stórveldin á þeim bæ til að læra af. Fyrstu árin hlýddi maður bergnuminn á Lúðvík en svo tók Svavar við. Svavar Gestsson var magnað- ur fundamaður. Ekki aðeins ræðuskörungur, vel máli farinn og vel að sér um flest það sem bar á góma, heldur orkumikill og lifandi og gaf af sér þannig að fá- ir fóru af fundi með honum ósnortnir. Ég minnist fundar á Þórshöfn snemma á níunda ára- tugnum. Fundurinn var opinn og vel sóttur eins og lengi hefur verið venja á þeim slóðum. Við þannig aðstæður var Svavar í essinu sínu. Eftir fundinn sagði félagsvanur maður að Svavar væri mesti fundamaður sem hann hefði komist í tæri við. Á þessum árum vorum við í Al- þýðubandalaginu dauðöfunduð af formanni okkar. Haustið 1988 urðu miklar sviptingar í stjórnmálum og ný ríkisstjórn var mynduð á tíu dögum. Þá bundum við Svavar það fastmælum að eitt skyldi yfir báða ganga. Annaðhvort færum við hvorugur inn í þá ríkisstjórn eða báðir, sem varð. Á þessum árum og lengi bæði fyrir þau og eftir leið varla sá dagur að við ekki annaðhvort hittumst eða töluðum saman í síma. Eitt sumarið, líklega 1985, bjó ég á Akureyri en Svavar dvaldi í Hrísey hjá Svandísi dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Júlímán- uður hefur yfirleitt ekki verið talinn besti tíminn fyrir pólitískt starf en Svavar gaf lítið fyrir það, dældi út blaðagreinum og fékk mig með sér á flakk rétt eins og það ætti að kjósa í ágúst. Slíkur var hann. Óþreytandi eljumaður, ósérhlífinn dugnaðar- forkur, áhugasamur um menn og málefni, menningu og sögu þjóð- arinnar og allt þjóðlífið. Hann brann fyrir því að bæta kjör al- þýðu manna, var einlægur verkalýðssinni í bland við sveita- manninn sem jafnan var skammt undan. Málefni hinna dreifðu byggða voru honum hugleikin og það svo að hann nefndi það ósjaldan að vel hefði hann getað hugsað sér að vera þingmaður í slíku kjördæmi alveg eins og í Reykjavík. Pólitískt eða flokkspólitískt stöðumat okkar fór ekki saman um skeið, frá miðju ári 1998, en það varði ekki lengi og hafði það- an af síður áhrif á vinuáttu okk- ar. Ég og stundum öll mín fjöl- skylda nutum gestrisni hans og Guðrúnar erlendis og vænt þótti okkur um heimsókn þeirra til okkar í Gunnarsstaði sl. sumar. Ekki óraði mig fyrir því þá að það yrði í eitt af síðustu skipt- unum sem við Svavar hittumst. Ekki frekar en þegar við kvödd- umst á tröppunum í Mávahlíð- inni undir haust eftir gott spjall um stöðuna í pólitíkinni og ýmis áform til næstu missera. En, svo er komið sem komið er og ekki annað eftir en þakka fyrir allt sem okkar kynni hafa verið mér. Ég votta Guðrúnu, börnum hans og fjölskyldu allri samúð mína og fjölskyldu minn- ar. Ísland er öndvegismanni og góðum syni fátækara. Steingrímur J. Sigfússon. Kveðja frá B-bekknum Það var haustið 1961 sem ég sá Svavar Gestsson fyrst. Hugs- aði ekki út í það þá að hann var nokkrum dögum yngri en ég. Hann var heilum mannsaldri eldri en ég í þroska: Hann var oftar en ekki utan skóla eða fjar- verandi einfaldlega vegna þess að hann mátti ekki vera að því að lötra eins og við hin eftir náms- brautinni. Það þurfti að frelsa heiminn. Og við kynnin varð deginum ljósara að þessi hrífandi og skarpi Dalamaður væri einmitt kjörinn til þess að frelsa heim- inn. Greinandi hugsun hans, þekking á fræðunum, þeim einu sem einhverju skiptu, þetta var allt þarna og það var einungis til marks um íhaldssamar hefðir fullorðinna að ætlast til að hann færi sömu troðnu slóðirnar gegnum hinn lærða skóla og við hin. Frönskukennarinn sem hélt verndarhendi sinni yfir honum fékk stöðu heilags manns í vit- und okkar sumra. Svo liðu árin og allir vissu hver Svavar var og óþarft að rekja staði og stundir. Og leiðir okkar lágu saman fjarri hinum lærða skóla, hann var sendiherra og ég lektor í Svíþjóð. Og nú á ég sendiherra sem gerir mér ljóst frá upphafi að hann sé reiðubúinn að veita alla þá að- stoð við kynningu lands og menningar sem mögulegt sé. Þegar ég fer með nemendur mína í lestinni til Stokkhólms að þiggja heimboð sendiherra segir japanskur vinur minn í hópnum: Ég geri nú ekki ráð fyrir að ég eigi nokkurn tíma eftir að fá aft- ur að hitta svona hátt settan embættismann. Hann er forviða á heimleiðinni: Þetta var þá stakt ljúfmenni! En ekki bara það: Þau voru fljót, sögðu sögurnar, að átta sig á því starfssystkini Svavars og sendifulltrúar annarra ríkja að þarna var kominn sjálfsagður foringi þeirra ef á þurfti að halda: maður sem kunni heiminn og sögu hans og gat talað fyrir hönd þeirra allra. Ég veit líka að ég tala fyrir hönd sjötta bekkjar B frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 þegar ég þakka samfylgd- ina og læt þess getið að við skild- um mætavel að Svavar Gestsson hafði ekki tíma til að hjakka með okkur í kennslustundum. Hann var einn af okkur jafnt utan sem innan skóla. Sé framhald er ég ekki í vafa um að Svavar hefur hafist handa: Það var hvorki búið að frelsa þennan heim né aðra. Heimir Pálsson. „Félagar! Fram undan er ný sókn“ þrumar hann, hallar sér fram og heldur um ræðustólinn með uppbrettar skyrtuermar og löngu kominn úr jakkanum. Myndin er sterk, ræðan alvöru- þrungin og eldmóðurinn smit- andi svo áheyrandinn fyllist löngun til að fylgja kröftugri sannfæringu hins glæsilega for- ystumanns, Svavars Gestssonar. Svavar var fjölskylduvinur allt frá því hann vann með pabba og Óla komma við niðurrif gömlu verslunarhúsanna í Neskaup- stað. Árum síðar, í hinum furðu- legu innanflokksátökum Alþýðu- bandalagsins, vorum við sjaldnast samskipa þótt báðir værum við eindregnir samein- ingarmenn. Þrátt fyrir ólíkar áherslur okkar voru persónuleg samskipti samt alltaf af hans hálfu áhugasöm, glaðsinna og hlý. Hann átti það til að senda manni eitthvað athyglisvert, kalla til fundar eða einfaldlega segja manni ögn til syndanna á förnum vegi. Stuðning í flokkn- um átti hann þannig að hámark var sett á hversu lengi formaður gæti setið. En hver sem titill Svavars var hverju sinni var hann forystumaður íslenskra sósíalista í áratugi og tók við kefli af brautryðjendunum. Má með vissum hætti segja að sá þráður sé óslitinn enn öld síðar. Svavar lét sig ekki muna um að leggja lykkju á leið sína eftir öðrum. Síðast í hitteðfyrra á leið úr Dölum krækti hann upp með Norðurá til að heilsa upp á okk- ur á Hafþórsstöðum. Sýndi mér við það tækifæri hvar hann hafði SJÁ SÍÐU 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.