Morgunblaðið - 02.02.2021, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
England
B-deild:
Watford – QPR......................................... 1:2
Staða efstu liða:
Norwich 26 16 6 4 35:21 54
Swansea 26 14 8 4 33:15 50
Brentford 25 13 9 3 45:24 48
Reading 26 14 5 7 40:29 47
Watford 27 13 8 6 31:20 47
Bournemouth 26 11 9 6 39:24 42
Middlesbrough 27 11 7 9 30:24 40
Blackburn 26 11 6 9 41:28 39
Bristol City 26 12 3 11 27:28 39
Stoke 27 9 11 7 32:29 38
Spánn
Real Betis – Osasuna ............................... 1:0
Staða efstu liða:
Atlético Madrid 19 16 2 1 40:10 50
Barcelona 20 12 4 4 41:18 40
Real Madrid 20 12 4 4 35:18 40
Sevilla 20 12 3 5 28:16 39
Villarreal 21 8 11 2 29:20 35
Real Sociedad 21 8 8 5 32:19 32
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Keflvíkingar eru í toppsæti Dom-
inos-deildar karla í körfuknattleik
en tveir leikir fóru fram í gær.
Grindvíkingar komu töluvert á
óvart og unnu Garðbæinga í Grinda-
vík 93:89. Grindavík renndi sér þar
með upp að hlið Stjörnunnar og eru
bæði lið nú með 10 stig og eru tveim-
ur á eftir Keflavík.
Úrslitin koma töluvert á óvart
vegna þess að Grindavík var án
Dags Kárs Jónssonar sem varð fyrir
meiðslum í síðustu umferð. Stjarnan
átti frábæran leik í síðustu umferð
og burstaði þá Keflavík.
Stjarnan náði um tíu stiga forskoti
í síðari hálfleik en Grindvíkingar
gáfust ekki upp og komust yfir þeg-
ar um þrjár mínútur voru eftir.
Kristinn Pálsson sýndi hvað í hon-
um býr og skoraði 26 stig fyrir
Grindavík en helming stiganna skor-
aði hann strax í fyrsta leikhluta.
Ólafur Ólafsson var drjúgur fyrir þá
á lokamínútunum og skoraði alls 19
stig í leiknum. Gunnar Ólafsson var
stigahæstur hjá Stjörnunni með 17
stig en vörn Stjörnunnar var ekki
nærri því eins sterk og gegn Kefla-
vík á dögunum.
Milka er illviðráðanlegur
Keflvíkingum tókst að hrista af
sér slæmt tap gegn Stjörnunni á
dögunum. Keflavík vann ÍR 86:79 á
heimavelli í gær. Keflavík hefur þá
unnið sex af fyrstu sjö leikjunum og
er með 12 stig. ÍR er með átta stig
og Keflvíkingar slitu sig því aðeins
frá ÍR-ingum.
Keflavík náði um tíma nítján stiga
forskoti í fyrri hálfleik en lið ÍR
byrjaði leikinn mjög rólega. Í síðari
hálfleik náði ÍR að vinna sig inn í
leikinn og fékk tækifæri til að kom-
ast yfir en það hafðist ekki. Á loka-
mínútunum lönduðu Keflvíkingar
sigrinum nokkuð örugglega.
„Í þetta skiptið var það Domin-
ykas Milka sem að miklu leyti tók lið
sitt á herðar sér með afar skynsöm-
um leik,“ skrifaði Skúli B. Sigurðs-
son í umfjöllun um leikinn á mbl.is
en Milka átti enn einu sinni góðan
leik fyrir Keflavík og skoraði 34 stig.
Þjálfari ÍR, Borce Ilievski, tók undir
það í viðtali á mbl.is í gærkvöldi.
Keflvíkingar náðu
sér aftur á strik
Grindavík skellti Stjörnunni
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Í Keflavík Dominykas Milka býr til hindrun fyrir Hörð Axel Vilhjálmsson í
leiknum í gær en Milka var áberandi í liði Keflavíkur enn eina ferðina.
Belgíski knattspyrnumaðurinn Jo-
nathan Hendrickx er á leið til Ís-
lands í þriðja sinn en hann hefur
samið við KA um að leika með lið-
inu á komandi tímabili. Hendrickx,
sem er 27 ára gamall hægri bak-
vörður, lék 49 leiki í úrvalsdeildinni
með FH á árunum 2014-2017 og síð-
an 29 leiki með Breiðabliki á ár-
unum 2018-19. Hann lék með Leixo-
es í Portúgal 2017-18 og hefur frá
sumrinu 2019 spilað með Lommel í
belgísku B-deildinni. Hendrickx lék
með Fortuna Sittard í Hollandi áð-
ur en hann kom til FH-inga.
Hendrickx kemur
í þriðja skipti
Ljósmynd/KA
Akureyri Jonathan Hendrickx er
búinn að semja við KA-menn.
Norska knattspyrnufélagið Molde
tilkynnti í gær að gengið hefði verið
frá kaupum á Birni Bergmann Sig-
urðarsyni frá Lilleström og samið
við hann til tveggja ára.
Þetta er í þriðja sinn sem Björn
kemur til Molde. Hann var lánaður
þangað frá Wolves árið 2014 og
sneri svo aftur til félagsins árið 2016
þegar hann var laus frá enska félag-
inu og lék þar í hálft annað ár. Hann
lék síðan með Rostov í Rússlandi en
gekk til liðs við Lilleström í ágúst á
síðasta ári. Molde varð í öðru sæti á
eftir Bodö/Glimt á síðasta tímabili.
Björn til Molde
í þriðja sinn
Morgunblaðið/Eggert
Noregur Björn Bergmann veit að
hverju hann gengur hjá Molde.
Englandsmeistarar Liverpool í
knattspyrnu kræktu í gær í tvo varn-
armenn til að auka breiddina í leik-
mannahópi sínum. Þeir keyptu Ben
Davies, 25 ára miðvörð, af Preston fyr-
ir um það bil eina milljón punda og
fengu Ozan Kabak, tvítugan tyrk-
neskan landsliðsmann, lánaðan frá
Schalke í Þýskalandi til sex mánaða.
Þjóðverjarnir í Schalke kræktu sér í
reyndan miðvörð í stað Kabaks. Þýski
varnarmaðurinn Shkodran Mustafi
fékk sig í gær lausan undan samningi
við Arsenal og gekk í kjölfarið til liðs
við Schalke.
Þá bendir allt til þess að Takumi
Minamino, sóknarmaður Liverpool,
leiki sem lánsmaður með Southamp-
ton út þetta keppnistímabil. Viðræður
um það stóðu yfir í allan gærdag og
Japaninn fór í læknisskoðun hjá South-
ampton í gærkvöld. Félagaskipti hans
höfðu þó ekki verið staðfest þegar
blaðið fór í prentun en félaga-
skiptaglugganum í ensku úrvalsdeild-
inni var lokað klukkan 23 í gærkvöld.
Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liv-
erpool skýrði frá því í gærkvöld að mið-
vörðurinn Joel Matip myndi ekki leika
meira með liðinu á þessu keppn-
istímabili vegna meiðsla. Matip meidd-
ist í annað sinn á dögunum en hann
var þá fyrir stuttu stiginn upp úr
meiðslum sem héldu honum frá keppni
í nokkrar vikur.
Tveir kornungir íslenskir knatt-
spyrnumenn gengu til liðs við ítölsk fé-
lög í gær. Atalanta keypti Óliver Stein
Guðmundsson, 16 ára leikmann frá
Haukum, og samdi við hann til þriggja
ára. Venezia fékk Jakob Franz Pálsson
17 ára, drengjalandsliðsmann úr Þór á
Akureyri, lánaðan út þetta tímabil með
forkaupsrétti á honum.
West Bromwich Albion samdi í gær-
kvöld um að fá Ains-
ley Maitland-Niles
lánaðan frá Arsen-
al út þetta tíma-
bil. Maitland-
Niles er 23
ára gamall
fjölhæfur leik-
maður sem lék
fimm fyrstu landsleiki
sína fyrir England í
haust en hefur verið í
vandræðum með að
festa sig í liði Arsenal,
sem hann hefur spil-
að með frá sex ára
aldri.
Eitt
ogannað
DANMÖRK
Víðir Sigurðsson
Bjarni Helgason
Ólafur H. Kristjánsson hefur fengið
Kjartan Henry Finnbogason til að
aðstoða sig við að koma liði Esbjerg
upp í dönsku úrvalsdeildina í knatt-
spyrnu.
Þar leitar Ólafur heldur betur í
reynslubankann því Kjartan hefur
mikla og góða reynslu af slíkum
verkefnum. Fari Esbjerg upp í vor
verður það í þriðja skipti sem Kjart-
an Henry leikur þann leik.
Í tvö fyrri skiptin hefur KR-
ingurinn staðið uppi sem marka-
kóngur B-deildarinnar, með 17 mörk
í bæði skiptin. Fyrst með Horsens
vorið 2016 og síðan aftur með Vejle
fyrir tæpu ári, eða um sumarið 2020.
Staða Esbjerg er virkilega góð en
þegar sextán umferðir hafa verið
leiknar af 32 eru Esbjerg og Viborg
jöfn og efst í dönsku B-deildinni, sjö
stigum á undan þriðja liði, sem er
Silkeborg. Tvö efstu liðin fara upp í
úrvalsdeildina. Esbjerg, sem er
einnig með bolvíska framherjann
Andra Rúnar Bjarnason í sínum röð-
um, vann átta síðustu leiki sína fyrir
jól eftir rólega byrjun á tímabilinu.
Liðið féll úr úrvalsdeildinni síðasta
sumar og þá var Ólafur fenginn til
félagsins frá FH en hann hefur áður
þjálfað Randers og Nordsjælland í
dönsku úrvalsdeildinni.
Allir hissa í Horsens
Óhætt er að segja að Kjartan hafi
ekki farið þegjandi og hljóðalaust til
Esbjerg. Hann fékk á dögunum
samningi sínum við Horsens rift og
stefndi heim til Íslands en það kom
flatt upp á hans fyrrverandi félaga í
Horsens þegar hann samdi við Es-
bjerg. Forráðamenn Horsens hafa
lýst furðu sinni á því og stuðnings-
menn sendu Kjartani tóninn.
Kjartan skýrði málið í ítarlegu
viðtali við mbl.is í gær og sagði að
þegar hann fékk samningnum við
Horsens rift hefði fjölskyldan verið
búin að setja stefnuna til Íslands.
„Ég sagði Horsens að ég væri
ekki með neitt annað tilboð á borð-
inu, hvorki heima né í Danmörku.
Ég ætlaði að taka næstu mánuði í að
pakka og huga að heimferð. Þegar
það komu fréttir af því í fjölmiðlum
fékk ég nokkur símtöl, meðal annars
frá Óla Kristjáns. Þetta er ekki í
fyrsta skiptið sem hann hringir í mig
en hann reyndi meðal annars að fá
mig til Randers. Óli er sannfærandi
maður og átti stóran þátt í því að ég
ákvað að fara til Esbjerg,“ sagði
Kjartan við mbl.is en þar má sjá við-
talið í heild sinni.
Markahæstur í báðum deildum
Kjartan Henry hefur átt afar far-
sælan feril í Danmörku, með Hor-
sens í fjögur og hálft ár og með Vejle
í rúmlega hálft annað ár. Ásamt því
að taka drjúgan þátt í að koma lið-
unum upp í úrvalsdeildina er Kjart-
an markahæsti Íslendingurinn frá
upphafi í báðum deildunum, með 27
mörk í 91 leik í úrvalsdeildinni og 45
mörk í 83 leikjum í B-deildinni.
Í Danmörku hefur Kjartan því
skorað 72 af þeim 122 deildamörkum
sem hann hefur gert á ferlinum. Hin
eru 38 fyrir KR, 10 fyrir Sandefjord
í Noregi, eitt fyrir Åtvidaberg í Sví-
þjóð og eitt fyrir Falkirk í Skotlandi.
Að auki lék hann með Ferencváros í
Ungverjalandi í hálft ár og skoraði
nokkur mörk í bikarkeppninni en
ekki í deildakeppninni þar í landi.
Ljósmynd/Esbjerg
Esbjerg Danska félagið kynnti Kjartan Henry Finnbogason í gærmorgun.
Tekst það líka í þriðja skipti?
Ólafur fær Kjartan til að aðstoða sig við að koma Esbjerg upp í úrvalsdeildina
26 ÍÞRÓTTIR