Morgunblaðið - 02.02.2021, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
VA R I E T Y C H I C AG O S U N
T I M E S
I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H
Portrettmálverk eftir ítalska endur-
reisnarmeistarann Sandro Botticelli
var selt hæstbjóðanda á uppboði
Sotheby í New York fyir langhæsta
verð sem greitt hefur verið fyrir
verk eftir málarann, 92,1 milljón
dala, um 11,8 milljarða króna. Er
það næsthæsta verð sem greitt hef-
ur verið fyrir verk eftir einn hinna
gömlu meistara myndlistarinnar,
það er verk málað fyrir miðja 19. öld.
Metið er verðið sem krónprins Sádi-
Arabíu greiddi fyrir Salvator Mundi
eftir Leonardo da Vinci, 450 millj-
ónir dala.
Málverk Botticellis, „Ungur mað-
ur með hringlaga mynd af manni“,
var málað um 1470. Samkvæmt frétt
The Art Newspaper er kaupandinn
sem hreppti verkið rússneskur en
ekki er vitað hver hann er. Verkið
kemur hins vegar úr dánarbúi eins
kunnasta myndlistarsafnara Banda-
ríkjanna, fasteignajöfursins Shel-
dons Solows sem er nýlátinn, en
hann keypti verkið á uppboði hjá
Christie árið 1982 fyrir aðeins um
1,1 milljóna dala, um 143 milljónir
króna. Málverkið hafði verið metið á
allt að 80 milljónir dala og fór því á
yfirverði.
Málverk eftir Sandro Botticelli
koma sjaldan á uppboð enda eru þau
flest í listasöfnum og hvergi fleiri en
í Uffici-safninu í Flórens þar sem
meðal annars er hið frægasta þeirra,
hið stóra málverk „Fæðing Ven-
usar“. Fyrra met fyrir málverk eftir
Botticelli var frá árinu 2013, 10,4
milljónir dala sem greiddar voru fyr-
ir málverk sem hefur verið kallað
„Rockefeller-Madonnan“ eftir fjöl-
skyldunni sem átti verkið.
Ekki er tekist á um öll verk eftir
Botticelli eins og sást í desember
þegar Sotheby í London bauð upp
málverk af Kristi á krossinum, sem
er af sérfræðingum talið vera eftir
meistarann, en hæsta boð í það, frá
safnara í Asíu, nam „aðeins“ einni
milljón punda með gjöldum, um 177
milljónum króna. efi@mbl.is
Portrett Botticellis
á 11,8 milljarða kr.
AFP
Verðmætt Starfsmaður Sotheby sýnir hið áhrifamikla og vel varðveitta
málverk Sandros Botticellis af ungum manni með hringlaga mannsmynd.
Metverð fyrir verk eftir meistarann
Kvikmyndahátíðin í Gautaborg, sem
er sú umfangsmesta og þekktasta
sem haldin er á Norðurlöndum ár
hvert, er haldin nú í vikunni með
gjörbreyttu sniði en vant er vegna
kórónuveirufaraldursins. Samkomu-
bann er í Svíþjóð og kvikmyndahús
ekki opin – nema þá fyrir einn gest í
einu. Og það nýta stjórnendur kvik-
myndahátíðarinnar sér með
athyglisverðum hætti. Þeir ákváðu
að halda hátíðina og geta þeir sem
áhuga hafa á horft á kvikmyndirnar
sem boðið er upp á í streymi heima
hjá sér. Kvikmyndirnar 70 sem eru
á dagskánni eru líka sýndar í tveim-
ur kvikmyndahúsum en vegna
samkomubannsins getur einungis
einn gestur sótt hverja sýningu og
fer því aleinn í bíó. Miklu fleiri höfðu
áhuga á að sjá myndirnar en komast
að.
Þá var hjúkrunarfræðingurinn
Lisa Enroth valin úr hópi um 12.000
umsækjenda og fær að upplifa dag-
skrá kvikmyndahátíðarinnar með
æði óvenjulegum hætti. Henni var
um helgina skutlað á slöngubáti út á
litla eyju vestan við Gautaborg,
Hamneskar, þar sem hún mun
dveljast ein alla vikuna í gistiheimili
sem stendur þar við gamlan vita.
Enroth, sem kveðst vera mikill kvik-
myndaunnandi, mun þar horfa á all-
ar kvikmyndirnar sem boðið er upp
á á hátíðinni. Hún mun ekki hafa
neitt netsamband að öðru leyti en
því að hún notar spjaldtölvu frá há-
tíðinni til að halda vídeódagbók um
lífið á eyjunni og kvikmyndaáhorfið,
sem áhugasamir geta fylgst með.
Enroth kvaðst vel undirbúin fyrir
bíótörnina og þurfa á tilbreytingu að
halda en hún starfar á gjörgæslu-
deild þar sem mikið álag hefur verið
vegna faraldursins. „Ég hef eytt
ómældum tíma í að hlusta, taka sýni
og hugga fólk og það hefur tæmt all-
an minn orkuforða,“ segir hún. „Að
fá þessa tilbreytingu í heila viku,
annan veruleika við hafið, er mjög
spennandi.“ efi@mbl.is
AFP
Ævintýri Bíóunnandinn og hjúkrunarfræðingurinn Lisa Enroth klæddi sig í hlífðargalla áður en henni var skutlað á
slöngubát út í eyjuna vestan við Gautaborg þar sem hún dvelur ein þessa vikuna og horfir á 70 kvikmyndir.
Horfir alein á allar myndir
hátíðarinnar á eyju í viku
Kvikmyndahátíðin í Gautaborg með óvenjulegu sniði
AFP
Alein Sandra Fogel var alein í bíó
eftir að hafa verið dregin úr hópi
áhugasamra kvikmyndaunnenda.