Morgunblaðið - 06.02.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.02.2021, Qupperneq 1
Ég hlakka til að vera frjáls Átakið hefst heima Málfrelsið áfélagsmiðlum Eilífur kúreki Fyrir sex árum byrjaði Böðvar Sturluson að veikjast oghrakaði ár frá ári. Eftir heiltár bundinn við vél hálfansólarhringinn kom loks kallið. Böðvar fékk nýtt nýra og líður nú eins og þungu fargi sé afhonum létt. Hann segist ætlaað fara vel með þessa stórugjöf og hlakkar til að fá að lifa lífinu heilbrigður á ný. 14 7. FEBRÚAR 2021SUNNUDAGUR Foreldrar bera ríka ábyrgð á menntun barna sinna og brýnt að samtal þeirra og skólakerfisins sé mikið og gott. 12 Eru hinir nýju umræðustjórar tæknirisanna lýðræðinu hollir? 22 Goðsögnin JamesDean skýtur uppkollinum í vin-sælu popplagiBríetar, 65 árumeftir andlát sitt. 28 L A U G A R D A G U R 6. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  31. tölublað  109. árgangur  SKOÐAR SÖGU BISKUPS- MATRÓNA LEITA TUNGU- MÁLA Í SKÓL- UM LANDSINS KORTLAGNING 12HILDUR HÁKONARDÓTTIR 42 Rafmögnuð tilvera HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.hekla.is/audisalur Nýr Audi Q7 TFSI e. Framsækin tækni, hönnun & þróun. Börnum sem búa við slæmar að- stæður hérlendis hefur fjölgað, að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu. Tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum voru 25,3% fleiri í fyrra en árið 2019. Heiða Björg segir að um sé að ræða „rosalega fjölgun“. Í nóvember einum voru tilkynn- ingar um ofbeldi gegn börnum 138 talsins. Þær hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði. Þá hefur öðrum til- kynningum til barnaverndarnefnda einnig fjölgað gríðarlega að sögn Heiðu Bjargar. Í nóvembermánuði bárust Barna- verndarstofu alls 1.144 tilkynningar vegna 922 barna en í desember voru tilkynningarnar 1.077 og vegna 889 barna. „Þetta staðfestir þann grun okkar að Covid-ástandið hefur haft töluverð áhrif á aðstæður barna. Það verða alltaf sveiflur á milli mánaða en í fyrra vorum við alltaf með tölur um ofbeldi og vanrækslu yfir meðal- tali,“ segir Heiða Björg. »2 Morgunblaðið/Eggert Börn Tölur um ofbeldi og van- rækslu voru yfir meðaltali í fyrra. Fleiri börn í slæmum aðstæðum  Tilkynningum fjölgaði verulega  Lenging fæðingarorlofs í átján mánuði gæti minnkað þörf fyrir starfsfólk á leikskólum, starfsfólk sem þegar er ekki til samkvæmt biðlistum, um alla vega 25%. Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, í sam- tali við Sunnudagsblaðið um vanda drengja í skólakerfinu. „Foreldrar sem eru öruggari í hlutverki sínu verja meiri tíma með börnum sínum og sinna þörfum þeirra betur. Vel nærð börn ganga minna á orku- forða starfsmanna leikskólanna, sem er takmörkuð auðlind,“ segir Ólafur Grétar. Fækka mætti leik- skólakennurum Frá og með mánudegi verður slakað á sóttvarna- reglum í samfélaginu og munu nýjar reglur gilda í þrjár vikur. Guðlaugur Þór Þórðarson ut- anríkisráðherra og Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra virtust í skýjunum með boðaðar tilslakanir þegar þau komu af ríkisstjórnarfundi í gær. Nýjar reglur heimila að krár og skemmti- staðir verði opnaðir að nýju og eru fjöldatak- mörk rýmkuð í vissum aðstæðum. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Kát í kjölfar tilkynningar um tilslakanir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir uppbyggingu samgöngumann- virkja á höfuðborgarsvæðinu munu taka lengri tíma en ráðgert var. Skýringin sé meðal annars lengri undirbúningur og umhverfismat á verkum sem þurftu þess ekki áður. Fyrir vikið verði meðal annars ekki lokið við mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Bú- staðavegar fyrr en árið 2025. Það er fjórum árum síðar en ráð- gert var þegar samgöngusáttmálinn var undirritaður haustið 2019. Með honum átti að rjúfa framkvæmda- stopp í samgöngum á höfuðborgar- svæðinu og undirbúa uppbyggingu innviða fyrir borgarlínu. Tvívegis endurskoðuð Að sögn Sigurðar Inga munu taf- ir á verkþáttum sáttmálans einnig ná til borgarlínunnar og uppbygg- ingin almennt verða síðar á ferðinni en upphaflega var áætlað. Verk- áætlunin hafi tvisvar verið endur- skoðuð. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir ekki óviðbúið að tíma- áætlunin hafi tekið breytingum. „Það leið hálft ár frá því sam- göngusáttmálinn var undirritaður þar til samgönguáætlun var sam- þykkt á Alþingi,“ segir Dagur. Kynning á fyrsta áfanga borgar- línu marki tímamót í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er mjög mikilvægur áfangi vegna þess að þarna er búið að hugsa sig í gegnum þessa lykilleið sem er fyrsti áfanginn frá Hamraborg og upp í Ártúnshöfða,“ segir Dagur. Umhverfismatið til tafar  Samgönguráðherra segir vegaframkvæmdir á Íslandi taka sífellt lengri tíma 14 km í fyrsta áfanga » Fyrsti áfangi fyrirhugaðrar borgarlínu hefur verið kynntur. » Þetta er 14 km leið frá Ár- túnshöfða niður í miðbæ og yfir Fossvog í Hamraborg. » Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri segir stokkagerð fyrir borgarlínu á Sæbraut fyrsta áfangann í Sundabraut. MSamgöngusáttmáli... »6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.