Morgunblaðið - 06.02.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 65 –Grunnverðkr. 8.373.000,-
Klettar 80 –Grunnverðkr. 10.807.000,-
Ítarlegar upplýsingar og
afhendingarlýsingumá
finna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af
gerðinni Klettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi.
„Hér á Seyðisfirði skynjar maður
ógnarkraft skriðanna og þá mildi
að enginn fórst þegar fjallið fór af
stað,“ segir Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands. Guðni og Eliza Reid
kona hans voru á Austurlandi í gær
og kynntu sér aðstæður. Þau áttu
samtöl við þá sem stóðu vakt í
fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum,
þangað sem Seyðfirðingar komu
þegar þeim var gert að yfirgefa
heimabæ sinn, rétt fyrir jól. Í fram-
haldinu fóru Guðni og Elisa á Seyð-
isfjörð. Ræddu þar við heimafólk og
höfðu meðal annars tal af björg-
unarsveitarfólki.
„Seyðfirðingar sýndu æðruleysi í
þeim hörmungum sem skriðuföllin
rétt fyrir jól voru. Þeir kunna líka
vel að meta stuðning sem lands-
menn sýndu. Seyðisfjörður var fal-
legur bær með hlýlegum brag og
verður áfram,“ segir forseti Ís-
lands. sbs@mbl.is
Forsetahjónin kynntu sér aðstæður á vettvangi skriðufalla á Seyðisfirði
Mildi og
samtaka-
máttur
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Heimsókn Á Seyðisfirði nutu Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid leiðsagnar Ólafs Sigurðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra, sem er kunnugur staðháttum.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þessar tölur sýna afleiðingar kór-
ónuveirunnar á íslenskt samfélag,“
segir Heiða Björg Pálmadóttir, for-
stjóri Barnaverndarstofu.
Barnaverndar-
stofa hefur tekið
saman og greint
tölur frá barna-
verndarnefndum
vegna tilkynn-
inga í nóvember
og desember á
síðasta ári.
Barnaverndar-
stofa hefur tekið
slíkar upplýsing-
ar saman í hverj-
um mánuði frá upphafi kórónu-
veirufaraldursins.
Í nóvember bárust 1.144 tilkynn-
ingar vegna 922 barna og er sá fjöldi
yfir hæsta gildi samanburðartíma-
bilsins. Í desember var fjöldi til-
kynninga hins vegar innan sveiflu
sem vænta má á milli mánaða, eða
1.077 vegna 889 barna.
Heiða Björg segir í samtali við
Morgunblaðið að tölurnar fyrir allt
árið 2020 sýni gríðarlega fjölgun til-
kynninga til barnaverndarnefnda á
milli ára. „Þetta staðfestir þann
grun okkar að Covid-ástandið hefur
haft töluverð áhrif á aðstæður
barna. Það verða alltaf sveiflur á
milli mánaða en í fyrra vorum við
alltaf með tölur um ofbeldi og van-
rækslu yfir meðaltali. Það þýðir að
börnum sem búa við slæmar aðstæð-
ur á Íslandi hefur fjölgað. Við erum
ekki að fara í neitt skammtímaátaks-
verkefni til að bæta úr því. Það verð-
ur langtímaverkefni fyrir barna-
verndarkerfið að vinda ofan af því
ofbeldi og vanrækslu sem börn hafa
orðið fyrir.“
Heiða segir að tryggja þurfi greið-
an aðgang að stuðningsþjónustu fyr-
ir börn og fjölskyldur þeirra. „Það
ætlar sér enginn að vanrækja barnið
sitt, það gerist eitthvað hjá fólki og
það missir tökin. Hlutverk barna-
verndarkerfisins er að geta brugðist
við, stutt við fjölskyldur og hjálpað
þeim á réttu brautina. Sama er með
ofbeldismálin; foreldrar missa tökin
og beita röngum uppeldisaðferðum.
Þar þurfum við bæði að styðja við
fólk og kenna því og eins að hjálpa
barninu að vinna úr áfallinu sem of-
beldið hefur valdið.“
Heiða segir það einmitt sérstakt
áhyggjuefni hversu tilkynningum
vegna ofbeldis hefur fjölgað. Í fyrra
bárust 25,3% fleiri slíkar tilkynning-
ar en árið 2019. Í nóvember einum
voru tilkynningar um ofbeldi gegn
börnum 138 talsins og hafa aldrei
verið fleiri í einum mánuði. „Þetta er
rosaleg fjölgun, alger sprenging,“
segir Heiða og getur þess í fram-
haldi að jákvætt sé að augljóst sé að
passað sé vel upp á börn í íslensku
samfélagi. „Það er verið að fylgjast
vel með aðstæðum barna og fólk er
duglegt að tilkynna þegar eitthvað
kemur upp á. Víða erlendis fækkaði
tilkynningum mikið í kórónuveiru-
faraldrinum en þetta norræna módel
sem við notum greip börnin vel í vor
þegar skólum var lokað. Fólk er
meðvitað um að það hafa allir hlut-
verki að gegna og tekur það alvar-
lega.“
Tilkynningum um vanrækslu
fjölgaði um tæp 19% á milli ára. Sér-
staka athygli vekur að 27,5% fleiri
tilkynningar vegna foreldra í áfeng-
is- og/eða fíkniefnaneyslu bárust í
fyrra en árið 2019. „Líf margra hef-
ur farið úr skorðum og við það
breytist neyslumynstur. Vandinn
hefur aukist hjá fjölskyldum sem
voru í einhverjum vanda fyrir Covid.
Fólk setti börn í pössun og fór út að
djamma áður, en svo færðust partíin
í heimahús og þá eru kannski börnin
sofandi í næsta herbergi. Neyslan
breytist og hefur meiri áhrif á börn.“
Aukið ofbeldi og vanræksla
Mikil fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í fyrra Neysla foreldra eykst Þurfa stuðning
Heiða Björg
Pálmadóttir
1.500
1.200
900
600
mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Fjöldi tilkynninga til barnaverndarnefnda
Heildarfjöldi tilkynninga í mars-desember 2020
1.011
1.245
898
1.077
1.459
M
yn
d:
F
re
ep
ik
H
ei
m
ild
: B
ar
na
ve
rn
da
rs
to
fa
Þó nokkrir hafa verið yfirheyrðir
vegna morðsins á Freyju Egilsdótt-
ur Mogensen sem myrt var á heim-
ili sínu í Malling í Danmörku, að
sögn Michaels Kjeldgaards, yfirlög-
regluþjóns á Austur-Jótlandi.
Hann segir að nú séu allir mögu-
leikar skoðaðir og reynir lögreglan
hvað hún getur til að afla frekari
sönnunargagna.
Fyrrverandi eiginmaður Freyju
hefur játað að hafa myrt hana og er
hann nú í gæsluvarðhaldi.
Kjeldgaard kveðst ekki geta sagt
hvar börn Freyju og mannsins voru
stödd þegar hún var myrt. Núna
eru þau hjá nánum ættingjum og
hafa þau fengið aðstoð frá sérfræð-
ingum. „Rannsóknin gengur vel en
vegna rannsóknarhagsmuna get ég
ekki farið nákvæmlega út í hvað
hún hefur leitt í ljós,“ segir
Kjeldgaard.
Krufningu á líki Freyju er lokið
en Kjeldgaard gat ekki gefið frekari
upplýsingar um krufninguna þegar
blaðamaður Morgunblaðsins ræddi
við hann í gærkvöldi.
Miðlæg rannsóknardeild íslensku
lögreglunnar hefur boðist til að
hjálpa lögreglunni á Austur-Jót-
landi við rannsóknina en ekki hefur
enn komið til þess. Kjeldgaard
kveðst þó ekki útiloka að samband
verði haft við íslensku lögregluna ef
bakgrunnsupplýsingar vantar.
Minningarathöfn um Freyju fór
fram í Malling í gær. freyr@mbl.is
Þó nokkrir hafa verið yfir-
heyrðir vegna morðsins
Rannsókn gengur vel Reyna að afla frekari gagna
Ljósmynd/Øxenholtfoto/Ritzau
Hús Lögreglubílar við húsið í Mal-
ling í Danmörku þar sem Freyja bjó.