Morgunblaðið - 06.02.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.02.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 Teikningarnar sem skreyta skýrsluum 1. áfanga borgarlínunnar segja sitt um það raunsæi – eða skort á raunsæi – sem háð hefur þessu verk- efni allt frá fyrstu stigum þess. Teikn- ingarnar bera það með sér að verið er að hanna samgöngukerfi fyrir borg sem er á allt annarri breiddargráðu en höfuðborg Íslands. Á myndunum eru flestir mjög léttklæddir, á stutt- ermabolum, stuttbuxum eða í mesta lagi léttum jökkum. Enginn er dúð- aður í þykka úlpu, húfu og vettlinga og veðrið er alltaf óaðfinnanlegt.    Þá vekur athygli að enginn þeirrasem í draumsýn skýrsluhöfunda ætlar að ferðast með borgarlínunni þarf að hafa meðferðis annað en í mesta lagi handtösku. Það er enginn klyfjaður innkaupapokum í slagviðri eða snjókomu, líkt og þeir sem búa ut- an þessarar hliðarveraldar þekkja allt of vel.    Myndir af þversniðum gatnannasegja líka mikla sögu um raunsæi hugmyndarinnar. Nú ferðast 4% með strætó og hefur sú tala ekki hækkað þrátt fyrir milljarðaaustur síðastliðinn áratug eða svo. Borgar- línuverkefnið gerir ráð fyrir að þessi hópur þrefaldist vegna nýju vagn- anna og verði 12% af heildinni.    Af breidd götunnar á borgarlínanhins vegar að fá nær þrefalt meira vægi, eða um 35%. Fjölskyldu- bílar, sem standa undir um 3⁄4 ferð- anna, fá hins vegar innan við fjórðung götubreiddarinnar.    Og einungis í fyrsta áfangann afþessum ósköpum á að eyða tug- um milljarða króna. 35,3 m Reykjavík í suðurhöfum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is BREYTT OPNUN: Virka daga 12-18, laugardaga kl.11-15 ÚTSÖLULOK 30-70% AFSLÁTTUR AF BRJÓSTAHÖLDURUM Ingimar Erlendur Sig- urðsson rithöfundur er látinn, 87 ára að aldri. Ingimar Erlendur fæddist á Akureyri 11. desember 1933, sonur hjónanna Sigurðar Ingimars Helgasonar myndlistarmanns og Friðbjargar Jóns- dóttur húsmóður. Hann flutti með fjöl- skyldunni til Reykja- víkur er hann var fimm ára. Hann var í Miðbæjarskólanum, Austurbæjarskólanum, lauk landsprófi frá Ingimarsskóla og prófum frá Kennaraskóla Ís- lands 1957. Ingimar Erlendur var blaðamað- ur við Morgunblaðið 1959-62, var ritstjóri og ábyrgðarmaður Frjálsr- ar þjóðar 1962-63 en helgaði sig síðan ritstörfum. Fyrsta bók Ingimars Erlendar var ljóðabókin Sunnanhólmar, sem kom út 1959. Tveimur árum síðar kom út smásagnasafnið Hveiti- brauðsdagar og árið 1965 kom út skáldsaga hans Borgarlíf sem vakti talsverða athygli. Á næstu áratug- um sendi Ingimar Erlendur frá sér fjölda bóka, einkum ljóðabækur, sú síðasta var Ljóðdómur – einskonar ævisaga, sem kom út 2013, 900 blaðsíðna bók í tveim- ur bindum, mynd- skreytt með 84 ljóð- myndum eftir höfundinn. Ingimar Erlendur fékk við- urkenningu úr Rithöf- undasjóði Ríkis- útvarpsins 1973. Ingimar Erlendur sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 2008, að hann hefði byrjað að yrkja sex ára gamall. „Ég er ekki í landsliði ljóðsins. Ég er einliði ljóðsins. Ég yrki ekki ljóðin, þau yrkja mig. Gallinn við nútímaljóð finnst mér oft vera sá að skáldin yrkja ljóð í staðinn fyrir að láta ljóðin yrkja sig,“ sagði hann. Fyrri kona Ingimars var Ragn- heiður Jónsdóttir, fyrrv. kennari í Reykjavík. Þau skildu. Börn þeirra eru Huld, Friðbjörg Helga og Þóra. Seinni kona Ingimars var Mar- grét S. Blöndal geðhjúkrunarfræð- ingur. Hún lést 2006. Börn þeirra eru Sigríður Freyja og Sigurður Vífill. Andlát Ingimar Erlendur Sigurðsson Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd um undirbúning að stofnun og byggingu Norðurslóðaseturs í Reykjavík sem yrði kennt við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi for- seta Íslands. Fram kemur í frétt á vef Stjórn- arráðsins að áformin séu í samræmi við tillögur Grænlandsnefndar utan- ríkisráðherra en þar er lagt til að Norðurslóðasetur verði framtíðar- heimili Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle. En þær gera jafn- framt ráð fyrir að náið samstarf verði á milli Norðurslóðaset- ursins, stjórn- valda, Háskóla Íslands, Háskól- ans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík og Stofnunar Vil- hjálms Stefáns- sonar á Akureyri. Ólafur Ragnar Grímsson var hvatamaður að stofnun Hringborðs norðurslóða og hefur verið forystu- maður þess frá stofnun árið 2013. „Hringborð norðurslóða hefur þróast í að verða helsta aflstöð hug- mynda um málefni norðurslóða en árleg þing þess eru orðin stærsta stefnumót heimsins um málefni svæðisins,“ segir í fréttinni á vef Stjórnarráðsins. Safn um norðurslóðir Í Norðurslóðasetri yrði aðstaða fyrir erlenda vísindamenn en jafn- framt er gert ráð fyrir að setrið hýsi safn um norðurslóðir. Gert er ráð fyrir að setrið nýti sér liðsinni erlendra stofnana, sjóða og sam- taka sem tengjast Hringborði norð- urslóða til að styrkja fjárhagslegan grundvöll framkvæmda og rekst- urs. Í nefndinni munu eiga sæti fulltrúar frá fimm ráðuneytum, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólan- um í Reykjavík og Hringborði norð- urslóða. Nefndin á að skila ríkis- stjórninni tillögum fyrir 1. apríl nk. sisi@mbl.is Norðurslóðasetur í nafni Ólafs Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.