Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Lokið er niðurrifi húsanna á Steindórsreit, Sólvallagötu 79, og eru þau nú rústir einar. Innan skamms hefjast framkvæmdir við ný- byggingu á reitnum. Lóðarhafi á Steindórsreit er U22 ehf., dótt- urfélag Kaldalóns hf. Félagið hyggst byggja fjögur tveggja til fimm hæða fjölbýlishús á reitnum. +ARKITEKTAR eru hönnuðir bygginganna. Í húsunum er gert ráð fyrir 83 íbúðum, atvinnurýmum á götuhlið við Hring- braut og kjallara fyrir 82 bíla. Fram kemur í umsókn til Reykjavíkur- borgar um byggingarleyfi að húsin fjögur verði alls 9.184 fermetrar. Þar af verður at- vinnurými 584 fermetrar. Húsin verða stein- steypt, einangruð að utan og með loftræstri klæðningu. Bílakjallarinn verður 2.700 fer- metrar að stærð.. Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdstjóri Kaldalóns, segir að enn sé ósamið um jarð- vinnu og aðrar framkvæmdir á reitnum en stefnt að því að klára þau mál á næstu vikum. Framkvæmdir gætu vonandi hafist öðru hvoru megin við páska. Eins og rifjað var upp í fréttagrein í Morg- unblaðinu 28. janúar síðastliðinn átti húsið Sól- vallagata 79 verðugan sess í tónlistarsögu Ís- lendinga. Þar voru nefnilega haldnir fyrstu stórtónleikarnir á Íslandi, mánudaginn 18. desember 1939. Hljómsveit, kór og einsöngv- arar fluttu kórverkið Sköpunina eftir aust- urríska tónskáldið Franz Joseph Haydn undir stjórn Páls Ísólfssonar. Steindór Einarsson, sem kallaður var bílakóngur, reisti húsið og lánaði það endurgjaldslaust fyrir tónleikana. Áhuginn fyrir tónleikunum var geysimikill og sóttu þá rúmlega 2.000 manns. Þegar 50 ár voru liðin frá tónleikunum var festur skjöldur á húsið til minningar um þá. Jónas Þór Þorvaldsson segir að Kaldalón hyggist gera tónleikunum góð skil á reitnum en í ljós komi síðar hvernig það verði gert. Því miður viti hann hins vegar ekkert um minning- arskjöldinn þrátt fyrir að hafa reynt mikið að grennslast fyrir um hann innan sinna raða og fyrrverandi eiganda. En vonandi finnist skjöldurinn. Ættu þeir sem hafa vitneskju um hvar skjöldurinn er niðurkominn að gefa sig fram. Kaldalón hf. er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í byggingu íbúðarhúsnæðis. Fé- lagið hefur fjárfest í lóðum á höfuðborg- arsvæðinu að því er fram kemur á heimasíðu þess. Á lóðum félagsins er gert ráð fyrir að byggðar verði yfir 850 íbúðir. Stefna félagsins sé að byggja á hagkvæman hátt íbúðir sem falli að þörfum almennings. Fram kemur á heimasíðu Kaldalóns að fé- lagið standi að byggingaverkefnum í Urr- iðaholti í Garðabæ, Hafnarbraut og Bakka- braut í Kópavogi og Vogabyggð í Reykjavík. Fyrir utan framkvæmdirnar á Steindórsreit hyggst félagið byggja 176 íbúðir, alls 27.600 fermetra, í Vesturbugt við hlið Slippsins við Gömlu höfnina í Reykjavík. Tölvumynd/Plúsarkitektar Nýbyggingin Þannig mun Steindórsreiturinn líta út þegar uppbyggingunni lýkur. Ofarlega til vinstri má sjá þekkt kennileiti, JL- húsið við Hringbraut. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Steindórsreitur Niðurrifi lokið og ekkert stendur eftir sem minnir á þá byggingu sem hér stóð áður, bílaskála Steindórs Einarssonar, sem kallaður var bílakóngur Íslands. Nú tekur við uppbygging á lóðinni í takt við nýja tíma. Framkvæmdir hefjast um páskana  Kaldalón byggir á Steindórsreit í Vesturbæ Reykjavíkur  Sögulegum tónleikum verða gerð skil Morgunblaðið/Ómar Steindórsskáli Myndin var tekin á þeim árum þegar BYKO rak þar verslun með byggingavörur. Yfirgnæfandi meirihluti fyrirtækja sem nýttu sér úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru í fyrra var með tíu launamenn eða færri. Þannig voru þau um 82% þeirra sem nýttu úrræðin eða alls rúmlega 2.500 fyrirtæki. Þetta kemur fram í samantekt fjármála- og efnahagsráðuneytisins á gögn- um Hagstofunnar um nýtingu á helstu stuðningsúrræðum stjórn- valda. „Alls hefur nú hátt í 70 millj- örðum króna verið varið til stuðn- ings við fyrirtæki og hefur um fjórðungur fyrirtækja í öllum stærðarflokkum nýtt sér einhver úrræðanna. Mikill fjöldi mjög smárra rekstraraðila fékk ekki síst stuðning í lokunarstyrkjum þegar ýmis persónuleg þjónusta var stöðvuð,“ segir í frétt á vef ráðu- neytisins. Jafnframt segir þar að gögn Hagstofunnar sýni einnig að stuðn- ingur stjórnvalda hafi stóraukist frá og með janúar, eftir að hafa minnkað nokkuð síðastliðið haust. „Er sú aukning til komin vegna fjölda tekjufallsstyrkja sem af- greiddir hafa verið frá því um miðj- an janúar en frá þeim tíma hafa vel á níunda hundrað rekstraraðila fengið greidda tekjufallsstyrki fyrir um fimm milljarða króna. Síðustu mánuði hafa á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþús- undir einstaklinga nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda sem eru á ann- an tug talsins – styrki, lán, gjald- fresti og annan stuðning,“ segir í umfjöllun um stuðninginn. Fram kemur að rúmir fimm milljarðar fóru í greiðslur tekju- fallsstyrkja, hlutabætur og stuðn- ings- eða viðbótarlán í janúar sl. Morgunblaðið/Þorkell Fjármálaráðuneytið Samantekt sýnir nýtingu stuðningsúrræða. Mörg smærri fyrir- tæki nýttu úrræðin  70 milljörðum kr. varið til stuðnings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.