Morgunblaðið - 06.02.2021, Side 18

Morgunblaðið - 06.02.2021, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 ÚR BÆJARLÍFINU Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Vertíð er hafin og hefur gengið vel þótt auðvitað hafi erfitt tíðarfar gert sjómönnum erfitt fyrir. Enn snýst allt um bolfiskinn en stóra spurningin var hvort loðnuveiðar yrðu leyfðar í einhverju magni í vetur eða hvort þriðja árið án loðnu væri niðurstaðan. Fréttirnar á fimmtudaginn, um 127.300 tonna loðnukvóta, voru því léttir fyrir bæjarsálina. Ekki síst í ljósi þess að Vestmannaeyjar hafa yfir að ráða um 30 prósentum loðnukvót- ans. En hangið var í voninni og voru uppsjávarskipin gerð klár og er ekkert að vanbúnaði að halda til veiða.    Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun bæjarstjórnar Vest- mannaeyja í síðustu viku að farga vélbátnum Blátindi VE sem smíð- aður var í Eyjum 1947 af Gunnari Marel Jónssyni. Blátindur var gerður út til ársins 1992 og er verð- ugur minnisvarði um skipasmíði í Eyjum á síðustu öld. Eftir lagfær- ingar áhugamanna var hann gefinn Vestmannaeyjabæ og honum komið fyrir við Skanssvæðið. Hann slitn- aði upp í óveðri í febrúar á síðasta ári og sökk við bryggju. Hann náð- ist upp og var tekinn í slipp þar sem hann bíður örlaga sinna. Áætl- aður kostnaður við að gera hann siglingahæfan er hátt í 200 millj- ónir króna. Beðið er afstöðu Minja- stofnunar.    Á sama fundi samþykkti bæjarstjórn að lagt yrði mat á muni bæjarins um útgerðarsögu Vestmannaeyja og varðveislu þeirra. Kanna á hvort hægt er að koma hafnarbátnum Létti fyrir í húsnæði Vestmannaeyjahafnar á Skanssvæðinu og varðveita hann þar og aðrar sjóminjar. Leggja á mat á kostnað og kanna möguleika á að smíða líkan af Blátindi sem yrði til sýnis í húsinu til að varð- veita sögu skipsins. Léttir á sér merka sögu og upphafið er slys í innsiglingunni til Vestmannaeyja árið 1934 þegar maður fórst eftir árekstur tveggja báta. Annar báturinn var Brimill sem notaður var til að flytja fólk og farm í og úr skipum sem komu frá útlöndum. Hann var í eigu einka- aðila því ekki fékkst stuðningur frá hinu opinbera. Það sama gerðist þegar Léttir var smíðaður, engan pening að fá. Þá tóku þeir sig til Filippus G. Árnason tollari og Kristján Linnet bæjarfógeti og létu smíða nýjan bát sem kom til Eyja 1935. Formaður var Ólafur Ólafs- son. Hafnarsjóður Vestmannaeyja eignaðist Létti að fullu árið 1959 og þjónaði hann höfninni í áratugi eftir það. Eins og Blátindur bíður hann nú örlaga sinna.    Svo áfram sé haldið með sögulegar tengingar. Á sunnudag- inn síðasta, 31. janúar, voru 70 ár frá því flugvélin Glitfaxi fórst með 20 manns, sautján farþegum og þriggja manna áhöfn. Glitfaxi var að koma frá Vestmannaeyjum og í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þeg- ar slysið varð. Af þessum 20 voru tólf frá Eyjum og var Páll Sig- urgeir Jónasson frá Þingholti í Vestmannaeyjum einn skipstjóra á Blátindi VE meðal þeirra. Alls misstu 50 börn föður sinn í slysinu.    Áfram með sögulegar teng- ingar. Merkri útgerðarsögu Þing- holtsfjölskyldunnar sem hófst með Páli í Þingholti er lokið. Hann og afkomendur hans hafa víða komið við í útgerð og sjómennsku í Vest- mannaeyjum. Enn stunda sumir þeirra sjóinn en útgerðarkaflanum lýkur með sölu systkinanna, Hug- ins, Gylfa, Páls og Bryndísar, á Hugin ehf. til Vinnslustöðvarinnar. Foreldrar þeirra, Guðmundur Ingi Guðmundsson, skipstjóri og útgerð- armaður, og kona hans, Kristín Pálsdóttir frá Þingholti, byrjuðu í útgerð 1959. Allan tímann hefur dugnaður og mikill metnaður ein- kennt útgerðina. Páll kom frá Brekku á Eski- firði og kona hans, Þórsteina Jó- hannsdóttir, frá Brekku í Vest- mannaeyjum þar sem þau kynntust á vertíð. Þau bjuggu í Þingholti í miðbæ Vestmannaeyja. Eignuðust 16 börn og komust 13 þeirra á legg og hefur hluti þeirra verið gildandi í atvinnulífi Eyjanna og er enn þótt ekki tengist það útgerð. Þingholt var eitt um 400 húsa og íbúða sem hurfu undir hraun og ösku í Heima- eyjargosinu 1973.    Snjólaug Elín Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir, kennarar við Grunnskóla Vestmannaeyja, hlutu í síðasta mánuði Menntaverðlaun Suðurlands 2020 fyrir frumkvöðla- starfsemi á menntasviði með gerð kennsluefnis á vefsíðunni og Face- book-hópnum Út fyrir bókina. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfé- laga sem veita verðlaunin sem af- hent voru á árlegum hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suður- lands sem fram fór á netinu.    Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir var valin Eyjamaður ársins 2020 af Eyjafréttum. Þóra Hrönn hefur lát- ið til sín taka í umhverfismálum, endurvinnslu og líknarstarfi. Hún rekur verslunina Kubuneh sem nefnd er eftir þorpi í Gambíu þar sem hún hefur tekið við rekstri á heilsugæslu. Hún selur eingöngu notuð föt og fer allur ágóði í að greiða laun starfsfólks og lyf fyrir sjúklinga. Árlega leita 12.000 til 15.000 manns til heilsugæslunnar. Þóra Hrönn er að mati Eyjafrétta Eyjamaður ársins og hlýtur að því tilefni Fréttapýramídann 2020. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vertíð í vændum Sveinn Óðinsson á Hugin VE 55 að gera klárt fyrir loðnuna eftir að tilkynnt var um loðnukvóta. Bátar með merka sögu bíða örlaga sinna Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hafa margir kallað eftir þessari útgáfu svo þetta eru sannarlega ánægjuleg tímamót,“ segir Guð- mundur Jóhannsson, samskipta- fulltrúi hjá Símanum. Um síðustu helgi fór í loftið ný út- gáfa af appi Sjónvarps Símans fyrir Apple TV. Margir hafa furðað sig á því að hafa ekki getað horft á Sjón- varp Símans Premium í gegnum Apple TV eins og aðrar sjónvarps- þjónustur. Ekki liggja fyrir tölur um fjölda Apple TV-tækja hér á landi en þau hlaupa líklega á þúsundum. Guðmundur segir að fyrir jólin hafi verið sett í loftið útgáfa af app- inu fyrir tæki og sjónvörp sem keyri á AndroidTV-stýrikerfinu. Það taki einfaldlega tíma að þróa nýjar lausn- ir enda allt forritað af starfsfólki Símans. Hann segir að brátt verði hægt að losa sig við gamla myndlykilinn ef fólk kýs. „Myndlykillinn verður áfram stofninn um sinn og allar áskriftir speglast af honum og yfir í appið. Nú er næsta mál að slíta þessa tengingu við myndlykilinn okkar þannig að hann verði ekki krafa heldur val. Það mun taka nokkra mánuði.“ Sjónvarp Símans loksins á Apple TV  Myndlyklarnir verða brátt óþarfir The Bachelor Einn þeirra þátta sem hægt er að horfa á í Sjónvarpi Símans, nú í gegnum Apple TV. Brátt verða gömlu myndlyklarnir alveg óþarfir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.