Morgunblaðið - 06.02.2021, Side 22
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Fundir í húsfélögum mega sam-
kvæmt núgildandi lögum ekki vera
haldnir rafrænt en það breytist ef
frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir
í félagsmálaráðuneytinu verða að
lögum. Þau rýmka kröfur sem lög-
in gera til löglega boðaðra hús-
funda og opna þannig á alfarið raf-
ræna eða blandaða húsfundi.
Þessum tillögum fagnar forstjóri
Eignaumsjónar hf., Daníel Árna-
son. Honum er málið skylt, því
fyrirtæki hans annast rekstur um
600 húsfélaga vítt og breitt um
landið. Að baki þeim félögum eru
um 15.000 eignir og Eignaumsjón
er með um 70% hlutdeild á hús-
félagsrekstrarmarkaðnum.
Hlutverk Eignaumsjónar er í
raun að annast rekstur húsfélags
frá A til Ö. „Í rekstrinum felast
fundarhöld, sem í sumum tilvikum
eru bara eins og litlar ráðstefnur.
Það þarf að boða til þeirra með lög-
mætum og skilvísum hætti, sem
gengur heilt yfir mjög vel,“ segir
Daníel. Í nýjum lögum er gert ráð
fyrir að fundirnir geti verið bland-
aðir, sem hann telur farsælt. „Þá
verður okkar hlutverk að skipu-
leggja fundina, þannig að þeir sem
kjósi að vera á vettvangi geti það,
sem er til dæmis algengt hjá eldri
kynslóðinni, og einnig þannig að
þeir sem ekki geti verið viðstaddir
af ýmsum ástæðum geti verið við-
staddir fundina rafrænt.“
Daníel segir að þessar breyt-
ingar hafi verið tímabærar og að
þörfin á þeim hafi orðið enn skýr-
ari í heimsfaraldrinum. Auk þess-
ara breytinga stendur ýmislegt
annað til bóta í nýju frumvarpi,
eins og til dæmis sú heimild hús-
félaga að skipta húsum upp í við-
haldseiningar, þannig að verslun
öðrum megin í húsi geti ráðist í
framkvæmdir á sínum hluta húss-
ins en til dæmis vöruskemman hin-
um megin sé ekki skylduð til þátt-
töku í þeim.
Lögleiðing rafrænna húsfélagsfunda
Hafa verið bannaðir frá alda öðli Eignaumsjón ehf. fagnar breytingunum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ísland Eignaumsjón sér um 70% af
útvistaðri húsfélagsstarfsemi.
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
BAKSVIÐ
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Streymisveitan Viaplay er ekki ólík-
leg til þess að ásælast sjónvarpsrétt-
inn í úrvalsdeildum knattspyrnu hér
á landi, þegar samningar við Stöð 2
Sport renna út í lok þessa árs. Þegar
hefur veitan tryggt sér sýningarrétt
á leikjum íslenska landsliðsins frá
2022-2028 í gegnum Knattspyrnu-
samband Evrópu og þar með Íslands.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, býst
við því að hún muni einnig sýna út-
boði fyrir íslenska boltann áhuga.
Viaplay sýnir þegar leiki úr efstu
deildum fjölda þjóða, Danmörku,
Þýskalandi, Skotlandi, Hollandi, Sví-
þjóð og svo mætti áfram telja. „Enn
er í raun og veru ekki komið í ljós
hvort þeir hafi áhuga á því hér en það
gerir það síðar á þessu ári. Miðað við
þróunina held ég að það sé líklegra en
hitt, að svo fari. Verandi á þessum
markaði hljóta þeir að skoða það,“
segir Guðni í samtali við Morgun-
blaðið.
Stöð 2 Sport hefur sent út íslenska
boltann frá 1998, nú síðast með samn-
ingi frá 2015, sem gildir út 2021. Ei-
ríkur Stefán Ásgeirsson, fréttastjóri
íþrótta hjá Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,
segir í samtali við Morgunblaðið að
Stöð 2 muni leitast við að halda ís-
lenska boltanum hjá sér. „Það er al-
veg ljóst að við höfum áhuga á að
halda þessu áfram. Við gerum út á
það og okkur þykir vænt um íslenska
sportið,“ segir Eiríkur. Hann hefur
ekki upplýsingar um hvað Viaplay
hefur í hyggju í þessum efnum.
Fréttir af samningi Viaplay um
leiki karlalandsliðsins féllu sums
staðar í grýttan jarðveg í vikunni
enda áhyggjur uppi um að aðgengi
verði ekki það sama fyrir landsmenn
og það væri ef RÚV hefði landað
sama samningi. Guðni kveðst skilja
þær áhyggjur en segir þó að fjöldi
mikilvægra leikja verði í opinni dag-
skrá, ásamt því sem aðrar ráðstafanir
muni greiða fyrir aðgengi. Spurður
hve miklu hagstæðari samningurinn
er fyrir KSÍ sagði Guðni: „Tekjubótin
er ekki gríðarleg en hún er umtals-
verð og nauðsynleg.“
Það verður ekki á forræði KSÍ að
semja um sýningarréttinn í íslensku
deildunum heldur hagsmunasamtak-
anna Íslensks toppfótbolta, sem eru
samtök félaga í efstu deild. Aftur á
móti eru samningar KSÍ vegna sýn-
inga á leikjum kvennalandsliðsins í
knattspyrnu lausir og þau mál í skoð-
un. Ekki liggur fyrir hvort Viaplay
muni bjóða í réttinn þar en að sögn
Guðna verður farið í að skoða þau mál
á þessu ári.
Viaplay gæti haft
áhuga á deildinni
Morgunblaðið/Eggert
Streymisveita Viaplay sendir þegar út leiki í efstu deildum fjölda þjóða.
Stöð 2 Sport vill auðvitað halda henni
Guðni
Bergsson
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Isavia hyggst verja hálfum milljarði
króna í markaðsstuðning til að stuðla
að flugi til Íslands. Kemur hann til
viðbótar hvatakerfinu á flugvellinum
en m.a. er veittur afsláttur af not-
endagjaldskrá utan háannatíma.
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri
Isavia, segir stuðninginn standa öll-
um flugfélögum til boða. Þar með
talið Icelandair vegna flugferða sem
verða á háannatíma vallarins.
Félögin muni þurfa að uppfylla
ýmis skilyrði. Þar með talið varðandi
tíðni ferða. Þau geti þá haft styrkina
til hliðsjónar þegar þau markaðs-
setja flug til Íslands og það verið
hvati til að hefja flugið fyrr en ella.
Styður við uppbygginguna
Gengið var frá 15 milljarða króna
hlutafjáraukningu á hluthafafundi
Isavia 12. janúar.
Er henni ætlað að mæta rekstrar-
tapi vegna kórónuveirufaraldursins
og gera Isavia kleift að hefja upp-
byggingu á flugvellinum á ný (sjá
drög hér fyrir ofan). Þá nýtist hluta-
fjáraukningin til að tryggja mark-
aðsstuðninginn.
Sveinbjörn segir að með hliðsjón
af sterkri stöðu stærstu flugfélag-
anna sem fljúga til Keflavíkurflug-
vallar – Icelandair, Wizz Air og Easy
Jet – verði staða vallarins sterk þeg-
ar alþjóðaflugið fer af stað á ný. Þá
ekki síst vegna endurskipulagningar
Icelandair en margt vinni með félag-
inu. Til dæmis að stóru flugfélögin
hafi verið að leggja breiðþotum en
það styrki stöðu félagsins í flugi yfir
hafið. Þá sé að losna um Boeing Max-
þotur Icelandair, ásamt því sem fé-
lög eins og Norwegian muni ekki
veita félaginu jafn harða samkeppni.
Varðandi bandaríska flugmarkað-
inn kveðst Sveinbjörn eiga von á því
að stóru amerísku flugfélögin þrjú
sem flogið hafa til Íslands – Delta
Air Lines, American Airlines og
United Airlines – verði lengur að
taka ákvörðun um að hefja flug hing-
að en evrópsku lággjaldafélögin, sér-
staklega í ljósi stöðunnar í Banda-
ríkjunum. Hvað snertir áhrif
aukinnar flugdrægni á samkeppnis-
stöðu Keflavíkurflugvallar sem
tengistöðvar kveðst Sveinbjörn von-
góður um að þróunin á markaðnum
verði vellinum hagfelld. Asíumark-
aður muni vaxa þegar faraldrinum
lýkur, m.a. með tengingu um
evrópska flugvelli til Keflavíkur.
Þá vinni það með Keflavíkurflug-
velli að ferðalög muni vaxa hraðar en
viðskiptaferðalög, enda sé hlutfall
viðskiptaferða lágt í Keflavík.
Varðandi endurreisn WOW air
kveðst Sveinbjörn ekki hafa heyrt í
fulltrúum félagsins síðan hann
fundaði með Michele Ballarin, eig-
anda nýja félagsins, þegar hún
keypti vörumerkið úr þrotabúinu.
Sömuleiðis hafi Isavia ekki fengið
fyrirspurnir frá félögum sem hafa
ekki flogið til Keflavíkur.
Samkeppnin verður hörð
„Þegar viðsnúningurinn hefst held
ég að lykilatriðið sé ekki að sækja
nýja aðila heldur að hvetja þá sem
hafa verið að fljúga hingað áður, og
þekkja markaðinn, til þess að koma
til Íslands. Þegar ferðatakmörkun-
um verður aflétt munu flugvellirnir
gera hosur sínar grænar fyrir flug-
félögunum. Þau eru flest lemstruð
eftir faraldurinn og þurfa að velja vel
hvert þau byrja að fljúga aftur. Flug-
félögin munu fljúga leggi sem skila
arðsemi eða a.m.k. jákvæðu sjóð-
streymi. Það er því mikilvægt fyrir
okkur að auðvelda þeim að taka
ákvörðunina um að hefja á ný flug til
Íslands,“ segir Sveinbjörn.
Varðandi áætlaðan farþegafjölda í
Keflavík í ár segir Sveinbjörn að
fyrri forsendur félagsins um hálfa
milljón erlendra farþega muni ólík-
lega rætast úr þessu.
Vegna óvissu séu ekki forsendur
til að spá fyrir um fjöldann 2022.
500 milljónir í markaðsstuðning
Forstjóri Isavia segir styrkina eiga að auðvelda flugfélögum ákvörðunina að hefja hingað flug á ný
Staða Keflavíkurflugvallar sé sterk Mikil samkeppni verði um farþega þegar flugið fer í gang
Teikning/Isavia
Drög Svona gæti flugstöðin litið út að loknum framkvæmdum 2021-25 með
nýrri tengibyggingu, viðbyggingu við suðurbyggingu og bílastæðahúsi.
6. febrúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 130.14
Sterlingspund 177.98
Kanadadalur 101.59
Dönsk króna 20.991
Norsk króna 15.095
Sænsk króna 15.395
Svissn. franki 144.3
Japanskt jen 1.2361
SDR 186.67
Evra 156.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.6662
Hrávöruverð
Gull 1811.55 ($/únsa)
Ál 1973.0 ($/tonn) LME
Hráolía 58.59 ($/fatið) Brent