Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Efnt var til mótmæla gegn valdaráni
herforingjastjórnarinnar í Búrma,
sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í
gær eftir að herinn handtók Win
Htein, einn helsta ráðgjafa Aung San
Suu Kyi, leiðtoga stjórnarflokksins
NLD. Suu Kyi er sögð við góða heilsu
í stofufangelsi sínu, en ekki hefur sést
til hennar síðan herinn lét til skarar
skríða.
Um 200 kennarar og stúdentar við
Dagon-háskólann í Jangon, stærstu
borg Búrma, efndu til mótmælafund-
ar og héldu þátttakendur á lofti
þremur fingrum, en það er mótmæla-
tákn sem lýðræðissinnar í Taílandi
hafa tekið upp á sína arma. Stúdent-
arnir hrópuðu slagorð til stuðnings
Suu Kyi, eða „móður Suu“, og báru
rauða fána, en rauður er flokkslitur
NLD-flokksins.
Rauð flögg og rauðir borðar
Win Win Maw, lektor við háskól-
ann, sagði í samtali AFP-fréttastof-
una að ef allir opinberir starfsmenn
legðu niður störf yrði herforingjun-
um gert nær ómögulegt að stjórna
landinu áfram, en læknar og hjúkr-
unarfræðingar víða um Búrma
ákváðu fyrr í vikunni að sinna ein-
ungis neyðartilfellum í mótmæla-
skyni. Settu margir þeirra upp rauða
borða til að sýna andstöðu sína við
valdaránið.
Þetta voru fyrstu stóru mótmæla-
aðgerðirnar í landinu eftir valdaránið
á mánudaginn og dreifðust þær til
annarra borga. Í höfuðborginni Nay-
pyidaw tók fjöldi ráðuneytisstarfs-
manna þátt í látlausum aðgerðum og
sátu þeir fyrir á hópmyndum með
þrjá fingur á lofti og rauða borða.
Undanfarin kvöld hafa svo íbúar í
helstu borgum tekið til við að berja í
potta og pönnur og skapa annan há-
vaða til þess að láta óánægju sína í
ljós. Lögreglan í Mandalay, næst-
stærstu borg landsins, brást við með
því að handtaka rúmlega 20 manns
fyrir að trufla friðinn og voru þeir
dæmdir í gær í sjö daga fangelsi.
Skoða sértækar refsiaðgerðir
Joe Biden Bandaríkjaforseti vék í
fyrstu ræðu sinni um utanríkismál í
fyrrinótt að valdaráninu og fordæmdi
það. Sagði hann að her Búrma ætti að
gefa eftir öll völd, sleppa öllum úr
haldi sem handteknir hefðu verið og
létta á fjarskiptatruflunum sínum, en
herforingjastjórnin lét loka fyrir
Facebook í fyrradag.
Bandaríkin skoða nú að beita leið-
toga valdaránsins sértækum við-
skiptaþvingunum og myndu refsiað-
gerðir þeirra einnig miða að því að
trufla starfsemi fyrirtækja, sem
tengjast hernum nánum böndum.
AFP
Undir rauðum fána Íbúar borgarinnar Jangon hafa tekið til við að hengja
rauða fána út við glugga til merkis um stuðning sinn við Aung San Suu Kyi.
Valdaráninu mótmælt
Efnt til fyrstu stóru mótmælaaðgerða gegn herforingjastjórninni í Búrma í gær
Dæmdir í viku fangelsi fyrir búsáhaldamótmæli Biden skoðar refsiaðgerðir
Stríðandi fylkingar í Jemen fögnuðu
í gær ákalli Joe Bidens Bandaríkja-
forseta um að leitað yrði friðar í
borgarastyrjöldinni sem geisað hef-
ur þar undanfarin sex ár. Vöruðu
sérfræðingar í málefnum landsins
hins vegar við því að hægara yrði
sagt en gert að binda enda á átökin.
Biden sagði í fyrstu forsetaræðu
sinni um utanríkismál að stríðinu
yrði að ljúka, og að Bandaríkin
myndu hætta öllum stuðningi við
„sóknaraðgerðir“ í stríðinu. Sagði
Biden að í því fælist að vopnasölu frá
Bandaríkjunum til Jemens yrði
hætt. Biden útnefndi jafnframt Tim-
othy Lenderking sem sérstakan er-
indreka sinn í Jemen, og er honum
falið að liðka fyrir friðarsamningum.
Hin alþjóðlega viðurkennda ríkis-
stjórn Jemens, sem studd er af Sádi-
Aröbum, fagnaði yfirlýsingu Bidens
og sagði brýnt að styðja við dipló-
matískar leiðir til að koma á friði.
Uppreisnarmenn úr röðum Huthi-
manna sögðust einnig styðja friðar-
umleitanir Bidens, en þeir ráða nú
yfir megninu af landinu, þar á meðal
höfuðborginni Saana. Sagði talsmað-
ur uppreisnarmanna hins vegar að
binda þyrfti enda á allar árásir og af-
létta viðskiptabanni sem sett hefur
verið á landið.
Fagnaði „sögulegri ræðu“
Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra
Sádi-Arabíu, sagði að ræða Bidens
hefði verið „söguleg“ og að Sádi-
Arabar hlökkuðu til að vinna með
Bandaríkjamönnum að friði, líkt og í
sjö áratugi á undan.
Sérfræðingar sem AFP-frétta-
stofan ræddi við sögðu hins vegar að
þó að ræðan hefði lofað góðu, væri
allt annað mál að koma á friði, meðal
annars vegna stirðra samskipta
Bandaríkjamanna og Sádi-Araba við
Írani, en þeir hafa stutt við bakið á
uppreisnarmönnum um langa hríð.
Fagna friðar-
framtaki Bidens
Varað við of mikilli bjartsýni í Jemen
AFP
Flóttamenn Borgarastríðið hefur
skilið eftir djúp sár í Jemen.
Meirihluti full-
trúadeildar
Bandaríkjaþings
samþykkti í
fyrrakvöld að
svipta bæri
Marjorie Taylor
Greene rétti sín-
um til að sitja í
nefndum á veg-
um deildarinnar,
en hún hefur
vakið athygli fyrir stuðning sinn við
umdeildar samsæriskenningar, sem
kenndar eru við QAnon. Þá hafði
Greene áður en hún var kjörin
þingmaður sett „like“ á Face-
book-síðu sinni við yfirlýsingar um
að skjóta ætti Nancy Pelosi, forseta
deildarinnar.
Ellefu repúblikanar snerust á
sveif með meirihluta demókrata í
málinu, en flestir þingmenn repú-
blikana mótmæltu ákvörðuninni á
þeim forsendum að Greene hefði
sýnt iðrun, og að ekki væru for-
dæmi fyrir því að meirihluti skipti
sér af nefndaskipan minnihluta í
deildinni. Sögðu demókratar hins
vegar að orðum yrði að fylgja
ábyrgð.
BANDARÍKIN
Greene meinað að
sitja í þingnefndum
Marjorie Taylor
Greene
Rússnesk stjórnvöld ákváðu í gær að
vísa sendiráðsstarfsmönnum þriggja
aðildarríkja Evrópusambandsins úr
landi, en þeir voru sakaðir um að hafa
tekið þátt í mótmælum til stuðnings
Alexei Navalní.
Ekki kom fram hversu mörgum
hefði verið vísað úr landi, en sendi-
ráðsstarfsmennirnir voru frá Pól-
landi, Þýskalandi og Svíþjóð. Var
greint frá ákvörðuninni á meðan Jo-
sep Borrell, utanríkismálastjóri Evr-
ópusambandsins, fundaði með Sergei
Lavrov, utanríkisráðherra Rúss-
lands. Fordæmdi Borrell brottrekst-
urinn þegar í stað, og hafnaði öllum
ásökunum um að mennirnir hefðu
brotið gegn skyldum sínum sem er-
lendir erindrekar.
Angela Merkel Þýskalandskanslari
sagði sömuleiðis að ekki væri hægt að
réttlæta ákvörðun Rússa, og Svíar
sögðust vera að íhuga að svara Rúss-
um í sömu mynt.
Megintilefni heimsóknar Borrells
var að ræða meðferð Navalnís við
Lavrov, en Evrópusambandið hefur
mótmælt fangelsun hans harðlega.
Sagði Borrell við Lavrov að samskipti
Rússlands og ESB væru „undir
miklu álagi“ og að mál Navalnís væri
„lágpunktur“.
Góðar fréttir fyrir mannkynið
Þetta var fyrsta heimsókn hátt-
setts embættismanns Evrópusam-
bandsins til Rússlands frá árinu 2017,
en auk Navalní-málsins ræddu Bor-
rell og Lavrov einnig vonir um sam-
starf varðandi framleiðslu og kaup
Evrópusambandsríkjanna á rúss-
neska Spútník 5-bóluefninu gegn kór-
ónuveirunni. Viðurkenndu þeir þó að
Navalní-málið varpaði skugga á þær
vonir.
Sagði Borrell að góð virkni bólu-
efnisins væri „góð tíðindi fyrir mann-
kynið“ og að hann vonaðist til að það
fengi markaðsleyfi í Evrópu bráðum,
þar sem skortur væri á bóluefni innan
ESB.
Sagði Lavrov að Rússar og Banda-
ríkjamenn hefðu samþykkt að kanna
hvort svigrúm væri til samstarfs um
bóluefni, og bætti við að nokkur Evr-
ópuríki hefðu einnig lýst yfir vilja til
að hefja framleiðslu á Spútník-efninu.
Samskiptin við Rússland við frostmark
Borrell fordæmdi brottrekstur og
falaðist eftir Spútník 5-bóluefninu
AFP
Fundur Lavrov og Borrell á fundi
sínum í Moskvuborg í gær.
Greint var frá
því í gær að kan-
adíski Óskars-
verðlaunahafinn
Christopher
Plummer hefði
látist á heimili
sínu í Connecti-
cut-ríki. Hann
var 91 árs gam-
all. Plummer
starfaði sem leik-
ari í sjö áratugi og vann til fjölda
leiklistarverðlauna á löngum ferli.
Plummer er þekktastur fyrir
hlutverk sitt sem Georg von Trapp
höfuðsmaður í Tónaflóði, en hann
hlaut Óskarinn árið 2010 sem besti
leikari í aukahlutverki fyrir mynd-
ina Beginners. Varð hann þar með
elsti leikarinn til að hljóta Óskars-
verðlaun.
KANADA
Christopher Plum-
mer fallinn frá
Christopher
Plummer