Morgunblaðið - 06.02.2021, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Ein af eftirlætissögum föðurmíns, Sigurðar Bald-urssonar (1923-2005), var afauglýsingu um Vísiskaffið í
dagblaðinu Vísi þar sem faðir hans,
Baldur Sveinsson (1883-1932), hafði
verið blaðamaður og seinna aðstoðarrit-
stjóri. Pabbi bar Hannes lækni Guð-
mundsson fyrir sögunni:
„Dagblaðið Vísir var lengi vel aðeins
fjórar blaðsíður að stærð. Forsíðan var
þakin auglýsingum en neðst yfir þvera
forsíðu stóðu daglega þessi orð: Vísis
kaffið gerir alla glaða.
Nú gerðist það nokkru sinni öðru
hvorum megin við árið 1930, að setj-
ararnir vildu prófa árvekni prófarkales-
aranna, og varð þá auglýsingin svona:
Vísis kaffið gerir alla graða.
Eigandi verslunarinnar
Vísis að Laugavegi 1 var Sig-
urbjörn Þorkelsson, framá-
maður í KFUM, en meðal
eigenda dagblaðsins Vísis var
Guðmundur Hannesson pró-
fessor.
Skömmu eftir að þessi auglýsing birtist, hittust þeir Sigurbjörn í Vísi
kaupmaður og Hannes læknir, sonur Guðmundar Hannessonar prófess-
ors. Sigurbjörn kaupmaður var ákaflega sár út af þessari auglýsingu og
sagðist ætla í mál við eigendur dagblaðsins Vísis. Hannes lét lítið yfir því.
Nokkrum dögum síðar hittust þeir aftur Hannes læknir og Sigurbjörn
kaupmaður. Hannes spyr hvort hann sé byrjaður á málsókninni. „Nei,“
sagði Sigurbjörn, „salan hefur aukist svo mikið.““
Þrátt fyrir áralanga eftirgrennslan með aðstoð starfsfólks Þjóð-
skjalasafns og handritadeildar Landsbókasafns í Safnahúsinu gamla
fannst umrætt blað aldrei í hirslum safnsins – og ættingjar og vinir voru
farnir að halda að þarna hefði munnlega hefðin heldur betur logið upp
góðri sögu. Þegar við bræður vorum að ganga frá dánarbúi föður okkar
rákumst við loks á vöndul í gömlum maskínupappír innan um dót frá
Baldri afa – með heilum árgangi af Vísi frá árinu 1925!
Það stóð heima að í blaðinu birtist nokkrum sinnum í viku klisjuauglýs-
ing um Vísiskaffið sem gerði alla glaða, en í laugardagsblaðinu 6. júní dró
til tíðinda. Skyndilega hafði eitthvað komið fyrir eitt ellið í orðinu „glaða“,
þannig að hrekklaus eða öllu heldur þannig þenkjandi lesandi gat látið sér
detta í hug að þar ætti að standa eitthvað annað.
Eftir þetta hvarf auglýsingin úr blaðinu í liðlega mánuð og birtist ekki
aftur fyrr en miðvikudaginn 8. júlí. Á þessum tíma má því ímynda sér að
kaffisalan hjá Sigurbirni hafi aukist mikið og hann horfið frá málsókn.
Af þessu dæmi má álykta að enda þótt hin munnlega geymd hafi ekki
skilað öllum staðreyndum málsins óbrjáluðum í gegnum einn millilið er
ekki þar með sagt að við getum farið að tala um fantasíu höfundar sem not-
færir sér sögulegan kjarna til að spinna upp skemmtilega lygasögu og
vitna svo í heimildarmann til að gera frásögn sína trúverðuga í eyrum
áheyrenda sinna – eins og stundum er sagt að hafi tíðkast þegar íslenskar
fornsögur voru ritaðar.
„Vísis-kaffið gerir
alla glaða“
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Auglýsingin föstudaginn 5. júní.
Auglýsingin laugardaginn 6. júní.
Í Morgunblaðinu 27. janúar 2021kennir Ólafur Sigurðsson, fyrr-
verandi fréttamaður, nýfrjálshyggju
um flest það, sem aflaga hefur farið í
heiminum síðustu fimmtíu árin.
Hann segir meðal annars, að hún
hafi valdið lánsfjárkreppunni 2007-
2009, en hún náði hámarki sínu
haustið 2008 og hafði sem kunnugt
er óskaplegar afleiðingar hér á Ís-
landi. Þetta er mikill misskilningur.
Orsakir kreppunnar voru aðallega
tvær. Í fyrsta lagi höfðu seðlabankar
um heim allan stuðlað að láns-
fjárþenslu með lágum vöxtum, og
jafnframt hafði bandaríska ríkið
hvatt og jafnvel neytt lánastofnanir
til að veita húsnæðislán umfram
greiðslugetu margra viðtakenda. Í
öðru lagi hafði ný fjármálatækni,
sem átti að auðvelda mat á áhættu,
haft þveröfugar afleiðingar. Erf-
iðara varð að meta áhættu af fjár-
festingum og útlánum. Þegar þetta
varð ljóst haustið 2007 varð uppnám
á fjármálamörkuðum og lausa-
fjárþurrð.
Lánsfjárkreppan 2007-2009 var
dæmigerð hagsveifla eins og Frie-
drich von Hayek hafði lýst í ritum
sínum. Óeðlileg peningaþensla árin á
undan (lágir vextir og óhófleg hús-
næðislán) olli óeðlilegri bjartsýni og
offjárfestingum, sem síðan varð að
leiðrétta í niðursveiflunni. Það er
hins vegar fróðlegt, að stjórnvöld
gripu ekki til þeirra úrræða, sem
John Maynard Keynes hafði lagt á
ráðin um í heimskreppunni, víð-
tækra opinberra framkvæmda. Þess
í stað bættu seðlabankar úr lausa-
fjárþurrð lánastofnana með beinni
og óbeinni peningaprentun, ekki síst
verðbréfakaupum. Milton Friedman
hafði í tímamótaverkum sínum ein-
mitt leitt rök að því, að niðursveiflan
í atvinnulífinu eftir 1929 hefði breyst
í alvarlega heimskreppu, vegna þess
að seðlabankar hefðu þá brugðist því
hlutverki sínu að sjá lánastofnunum
fyrir nægu lausafé.
Lánsfjárkreppan alþjóðlega 2007-
2009 átti sér því orsakir, sem Hayek
hafði greint, og viðbrögðin við henni
voru þau, sem Friedman hafði lagt
til. Annað mál er það, að ein ástæðan
til þess, að lánastofnanir fara geyst,
er, að þær þurfa oft ekki að taka af-
leiðingum óvarfærni sinnar. Þegar
vel gengur hirða þær gróðann. Þeg-
ar illa gengur bjarga seðlabankar
þeim. Þetta er ekki skynsamleg
regla, og við Íslendingar sýndum
það raunar 2008, að heimurinn ferst
ekki, þótt lánastofnunum sé ekki
alltaf bjargað.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Nýfrjálshyggjan og
lánsfjárkreppan 2008
VIÐSKIPTA
Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og
efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður
ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar
hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi.
Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru
í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum
hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is
VIÐSKIPTAPÚLSINN
VIÐSKIPTAPÚLSINN
NÝTTU
TÍMANN OG
FYLGSTU MEÐ
Við stjórnarskiptin í Bandaríkjunum láta sérfræð-ingar á öllum sviðum ljós sitt skína og veita nýj-um valdhöfum góð ráð. Í þeim hópi er HeatherA. Conley sem fer meðal annars með norður-
slóðamál í áhrifamiklu hugveitunni Center for Strategic
and International Studies.
Hún hvatti til þess á vefsíðunni ArcticToday 1. febrúar að
Antony Blinken, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna, stað-
festi við íslensk stjórnvöld, sem nú fara með formennsku í
Norðurskautsráðinu, að hann ætlaði að sækja ráðherrafund
ráðsins hér á landi í maí og hefði einnig John Kerry, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, núverandi sérlegan loftslagsfulltrúa
Bidens, með sér. Þá ætti bandaríska utanríkisráðuneytið að
hvetja til þess að Íslendingar byðu utanríkisráðherrum
norðurskautslandanna átta til óformlegs fundar utan ramma
Norðurskautsráðsins til að ræða geópólitísk viðfangsefni og
þróun öryggismála á norðurslóðum.
Minnti Conley á að á óformlegum
fundi fyrir utanríkisráðherrafund
ráðsins fyrir tveimur árum í Rov-
aniemi í Finnlandi hefði Mike Pom-
peo, þáv. utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, valdið nokkru uppnámi
með harðorðum ummælum um
hernaðarumsvif Rússa og kröfur
Kínverja um að fá að gera sig gild-
andi á norðurslóðum sem ná-
grannaþjóð þeirra. Vill Conley að
Blinken og Kerry vindi ofan af orðum Pompeos og tali við
norðurskautsríkin af meiri vinsemd og samstarfsvilja eink-
um í loftslagsmálum.
Hvort farið verði að þessari tillögu vegna norðurskauts-
fundarins í Reykjavík í maí eða hvort almennt verður unnt
að halda hann vegna COVID-19 kemur í ljós. Hitt er þó
ljóst eftir sérstaka umræðu um „samskipti Íslands og
Bandaríkjanna eftir valdaskiptin 20. janúar sl.“ á alþingi
fimmtudaginn 4. febrúar að kæmi fram bandarísk ósk í þá
veru sem að ofan er lýst yrði henni vel tekið af ríkisstjórn
Íslands og jákvæð viðbrögð við henni nytu stuðnings þing-
manna allra flokka.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, nýorðin þingmaður Sam-
fylkingarinnar, bað um þessa sérstöku umræðu. Að nokkru
virðist ósk hennar sprottin af innri þörf fyrir að fara niðr-
andi orðum um Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkja-
forseta. Rósa Björk taldi augljósan áhuga Trumps á norð-
urslóðum hafa verið „drifinn áfram af karllægum yfirgangi
og gamaldags valdabrölti frekar en einlægum áhuga á því
að tryggja góð og friðsamleg samskipti“.
Nú væri nýr tími kominn og lag til „að skerpa á sam-
bandi okkar Íslendinga við ný bandarísk stjórnvöld sem
eru með allt aðra sýn en þau fyrri; leggja það niður fyrir
okkur hvað það er sem við sem fullvalda sjálfstætt ríki vilj-
um leggja áherslu á við ríkisstjórn Bidens forseta og í sam-
skiptum okkar við Bandaríkin með nýjum forseta með allt
aðrar áherslur en sá fyrri,“ sagði Rósa Björk.
Í stuttu máli birtist þessi jákvæða afstaða til Bandaríkj-
anna í ræðum þingmanna sem tóku þátt í umræðunum.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði:
„Hvað mig varðar þá staldra ég ekki síst við þá stað-
reynd að undanfarnar vikur hafa sýnt hversu sterk lýð-
ræðishefðin er í Bandaríkjunum þegar til kastanna kemur.
Það sem við okkur blasir er að lýðræðisstofnanir og stjórn-
skipulag stóðust þau álagspróf sem segja má að fram-
ganga fyrrverandi forseta hafi leyst úr læðingi. Þessu
fagna auðvitað allir sannir vinir Bandaríkjanna, ekki síst
þessi eiginleiki bandarísks samfélags gerir það að verkum
að við Íslendingar höfum litið á
Bandaríkin sem vinaþjóð okkar og
bandamenn á vettvangi alþjóða- og
öryggismála.“
Utanríkisráðherra sagði okkur
líta til Bandaríkjanna sem „öfl-
ugasta lýðræðisríkis heims“ og það
væri mikilvægt að Bandaríkin yrðu
áfram í forystu á vettvangi alþjóða-
mála. Fyrir okkur og önnur lýðræð-
isríki skipti verulegu máli að
Bandaríkin væru virkir þátttakendur í fjölþjóðasamstarfi,
ekki síst núna þegar grafið væri undan ýmsum réttindum
og gildum sem við teldum svo mikilvæg.
Sama dag og þingmenn staðfestu vináttu Íslands og
Bandaríkjanna hélt Joe Biden forseti fyrstu stefnuræðu
sína um utanríkismál og sagði: „Boðskapur minn til heims-
ins í dag er: Bandaríkin eru komin aftur.“ Hann sagðist
hafa rætt við leiðtoga Bretlands, Þýskalands, Frakklands
og NATO um að styrkja að nýju stoðir lýðræðislegra
bandalaga sem hefðu veikst undanfarin ár vegna hirðu-
leysis og þess sem hann kallaði „misþyrmingu“.
Slagorðið sem Biden notaði America is back boðar annað
en slagorð Donalds Trumps America first sem margir töldu
endurspegla kulda í garð bandamanna og samstarfsríkja
Bandaríkjamanna. Joe Biden er afdráttarlausari í gagnrýni
sinni á Vladimir Pútin og stjórn hans en Trump var.
Heitstrengingar íslenskra þingmanna úr öllum flokkum
um að treysta sambandið við Bandaríkin hafa sjaldan verið
jafn samhljóma og í umræðunum á þingi fimmtudaginn 4.
febrúar 2021.
Í stjórnartíð Donalds Trumps skipuðu íslensk stjórn-
völd sér í sveit með ríkisstjórnum annars staðar á Norð-
urlöndunum þegar þær styrktu þá allar tengsl sín við
Bandaríkin í öryggis- og varnarmálum. Norrænar ríkis-
stjórnir fylgja jafnframt allar hernaðarlegri lágspennu-
stefnu á norðurslóðum.
Stórveldakapphlaupið í norðri er staðreynd og einnig
hitt að Norðurskautsráðið fjallar ekki um varnarmál. Til
þess vísar Heather A. Conley sem vitnað var til í upphafi
þegar hún hvetur til fundar utan ráðsins um öryggismálin
á fundi í Reykjavík í maí áður en Íslendingar afhenda
Rússum formennsku í Norðurskautsráðinu. Tillögunni er
beint til nýs utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún á ekki
síður erindi til íslenskra og norrænna stjórnvalda.
Samhljómur á þingi um Bandaríkin
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Heitstrengingar íslenskra
þingmanna úr öllum flokk-
um um að treysta sambandið
við Bandaríkin hafa sjaldan
verið jafn samhljóma.
Af innlendum vettvangi fellur niður
Föst grein Styrmis Gunnarssonar, Af innlendum
vettvangi, fellur niður í dag vegna veikinda.