Morgunblaðið - 06.02.2021, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Skákþing Reykjavíkur 2021tók óvænta stefnu sl.sunnudag er VignirVatnar Stefánsson lagði
stórmeistarann Hjörvar Stein Grét-
arsson að velli í frábærri baráttu-
skák þeirra og komst þar með í
efsta sætið ásamt Guðmundi Kjart-
anssyni. Hjörvar hafði áður tekið ½
vinnings yfirsetu og var því skyndi-
lega kominn í 3. sæti. Allir unnu
þeir sl. miðvikudagskvöld og er
staða efstu manna fyrir lokaum-
ferðina þessi: 1.-2. Vignir Vatnar
Stefánsson og Guðmundur Kjart-
ansson 7 v. (af 8) 3. Hjörvar Steinn
Grétarsson 6½ v.
4.-9. Arnar Milutin, Davíð Kjart-
ansson, Stephan Briem, Gauti Páll
Jónsson, Pétur Pálmi Harðarson og
Mikael Jóhann Karlsson 5½ v.
Í gærkvöldi fór lokaumferðin
fram og þá mættust Guðmundur og
Vignir Vatnar í hreinni úrslitaskák.
Hér fylgir viðureign Vignis
Vatnars við Hjörvar Stein sem áður
hefur reynst Vigni erfiður:
Skákþing Reykjavíkur 2021; 7.
umferð:
Vignir Vatnar Stefánsson –
Hjörvar Steinn Grétarsson
Tísku-byrjun
1. d4 d6 2. e4 g6 3. Rc3 Bg7 4. f4
a6 5. Rf3 b5 6. Bd3 Rd7
Afbrigði kennt við Svíann Tiger
Hillarp.
7. a4 b4 8. Re2 c5 9. c3 Hb8 10.
O-O bxc3 11. bxc3 Rgf6 12. e5 Rd5
13. Be4 e6 14. exd6 Bb7 15. Re5
cxd4 16. Dxd4!
Hvítur hefur teflt byrjunina vel
og á mun betri stöðu. En baráttan
er samt rétt að hefjast.
16. … O-O 17. c4 Rg4 18. Hb1
Rc6 19. bxc6 Bxc6 20. Be3 Hxb1
21. Hxb1 Da8!
Vel leikið. Svartur skapar sér
færi eftir hornalínunni.
22. Hb2?! Bxg2 23. c5 Bc6 24.
Dc3 Rf6?
Hann gat hirt peðið á a4 með
góðri stöðu. Eftir uppskipti á e5
hefur svartur náð að skorða peð
hvíts.
25. Bd4 Bxa4 26. Da5 Bc6 27.
Hb6 Bf3 28. Rc3 Rd7 29. Hxa6
Bxe5 30. fxe5 Db8 31. Kf2 f6?
Fyrstu alvarlegu mistök svarts.
Eftir 31. … Bb7 er staðan í jafn-
vægi.
32. exf6 Bb7 33. Ha7 e5 34. Be3
Rxf6?! 35. Ke1!
Kóngurinn er tiltölulega öruggur
þarna.
35. … Dc8 36. Dc7 Dh3
37. Dxb7?
Hann gat unnið strax með 37.
Hxb7! Dxe3+ 38. Re2 Dh6 39. d7
o.s.frv.
37. … Dxe3+ 38. Re2 Dh6 39. Ha8
Dh4+ 40. Kd1 Hxa8 41. Dxa8+ Kf7
42. Da7+?
Nákvæmara var 42. Da2+! – til að
halda kónginum frá.
42. … Ke6 43. De7+ Kd5 44.
Rc3+ Kc4 45. Dxe5 Rg4 46. De2+
Kxc3 47. Dd2+ Kb3 48. d7
För frípeðsins má stöðva en til
þess er aðeins ein leið.
48. … Dh3?
Eina vörnin að mati „vélanna“ er
fremur fjarstæðukennd, 48. … Rf2+
49. Ke2 Rh3! og staðan er jafntefli,
t.d. 50. d8(D) Dg4+ 51. Ke3 Df4+
52. Kd3 Dc4+ o.s.frv.
49. Dc2+ Ka3 50. Dc2+ Ka3 51.
Dc1+ Kb3 52. Dc2+ Kb4 52. Db2+
Kc4 54. De2+ Kc3 55. d8(D)
- og svartur gafst upp.
Tvöfaldur hollenskur
sigur í Wijk aan Zee
Fulltrúar Hollendinga, Jorden
van Foreest og Anish Giri, brutu
blað í sögu stórmótsins í Wijk aan
Zee sem lauk um síðustu helgi. Þeir
deildu efsta sætinu eftir magnaðar
lokaumferðir. Aldrei fyrr hefur það
gerst í meira en 80 ára sögu þess-
arar miklu skákhátíðar. Þeir hlutu
báðir 8½ vinning af 13 mögulegum
og eins og gert hefur verið undan-
farin ár tefldu þeir nokkrar hrað-
skákir um sigurvegaratitilinn. Eftir
tvær skákir var staðan jöfn en í
þeirri þriðju féll Giri á tíma með
gjörunnið tafl þannig að hinn 21 árs
gamli landi stóð uppi sem sigurveg-
ari mótsins. Í 3.-5. sæti urðu Esi-
penko, Caruana og Firouzsja með 8
vinninga og Magnús Carlsen varð í
6. sæti með 7½ vinning.
Hrein úrslitaskák á
Skákþingi Reykjavíkur
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ríkharður Sveinsson
Óvænt úrslit Vignir Vatnar sigraði Hjörvar Stein í 7. umferð.
Lífskjarasamning-
arnir nýju eru sagðir
tímamótasamningar
eða sáttmáli ríkisins,
sveitarfélaga og stétt-
arfélaga. Samningur
um aukin lífsgæði fyrir
alla. Samkomulagið
heimilar styttri vinnu-
dag/vinnuviku og í
samræmi við eðli og
sérstöðu starfs um allt
að 4 klst. á viku. Þann-
ig að vinnuvikan verði 36 klst. á viku
eða nálægt 7 klst. á dag. Samning-
urinn er háður því að starfsstöðvar
hliðri til í störfum sínum án þess að
skerða gæði þeirrar þjónustu sem
veitt er og án þess að til komi auka-
kostnaður. Samningarnir eru sann-
arlega tímamótasamningar með
verulegum launahækkunum, boði
um styttri vinnudag og samkomu-
lagi m.a. um 30 daga orlof fyrir alla.
Styttri vinnudagur á samkvæmt
orðanna hljóðan m.a. að bæta vinnu-
staðamenningu, stuðla að bættum
lífskjörum og samræmingu fjöl-
skyldu- og atvinnulífs.
Ég efast ekki eitt augnablik um að
styttri vinnudagur mun að lokum
verða samfélaginu öllu til góða. Ég
hef lengi verið talsmaður þess og tal-
að fyrir því lengi að 7 stunda vinnu-
dagur væri mjög fjölskylduvæn að-
gerð og hef enga trú á öðru en að
það sé framkvæmanlegt. Já, ég er
talsmaður þess að skapa meiri ró og
fleiri gæðastundir í samfélaginu. Ég
efast hinsvegar um gæði þess að
henda samkomulagi um vinnutíma-
styttingu ókláruðu inn á alla vinnu-
staði landsins. Þar sem fólk á að
sammælast um gæði, aðferðir og
framkvæmd án þess að til komi
aukakostnaður. Í leikskólum þar
sem ég þekki hvað best til er þetta
mjög erfitt enda snúast störfin okk-
ar um nám ungra barna, uppeldi og
umönnun. Störf sem ekki verða lögð
til hliðar eða geymd. Það er verulega
erfitt að stytta vinnu-
dag starfsfólks í leik-
skólum án þess að til
komi aukakostnaður og
er sennilega alls ekki
hægt. Já, það hefði ver-
ið samningsaðilum til
meiri sóma að ná sam-
komulagi um að stytta
vinnudaginn í 7 klukku-
stundir hjá öllum og að
klára útfærsluna. Auð-
vitað veit ég að vinnu-
staðir eru margvíslegir
og annað fyrirkomulag
gæti verið til bóta á einstaka stað. Ef
vinnutímastytting á að leiða til fjöl-
skylduvænna samfélags, sem var jú
eitt af markmiðum samninganna,
þurfum við að hafa börnin okkar inni
í þeirri mynd.
Ég spyr mig: Hvað með „vinnu-
tíma“ barna? Verða börn áfram 8,5-9
klst. á sínum „vinnustað“ meðan
vinnutími fullorðinna er að styttast
að meðaltali í 7 tíma á dag? Þá kom-
um við líka að spurningunni: Hverj-
um ber að standa vörð um hagsmuni
barna? Já, einmitt, það erum við full-
orðna fólkið í lífi barnanna; foreldrar
og fjölskyldur, stjórnendur, kenn-
arar og starfsfólk skóla, sveitar-
stjórnir og að sjálfsögðu ráðamenn
þjóðarinnar. Það er von mín að okk-
ur takist að láta hagsmuni fullorð-
inna og barna fara saman í styttingu
vinnudagsins. Það er ekki síst verk-
efni okkar nú að vinna vel, samhent
og skipulega að því!
Eftir Lovísu
Hallgrímsdóttur
» Í leikskólum snúast
störfin um nám
ungra barna, uppeldi og
umönnun. Störf sem
ekki verða lögð til hliðar
eða geymd.
Lovísa Hallgrímsdóttir
Höfundur er stofnandi Regnbogans
leikskóla og áhugamaður um velferð
barna.
lovisa@regnbogi.is
Sáttmáli um
aukin lífsgæði –
líka fyrir börn
Haraldur Marinó Helgason
fæddist 8. febrúar 1921 á
Hrappstöðum í Kræklingahlíð í
Eyjafirði. Foreldrar hans voru
hjónin Ólafa Kristjánsdóttir, f.
1876, d. 1924, og Helgi Kol-
beinsson, f. 1876, d. 1951.
Tólf ára gamall hóf Haraldur
störf sem sendill í Kjötbúð KEA
og síðar sem innanbúðarmaður
þar. Í Kjötbúðinni vann hann í
26 ár, en var síðan kaupfélags-
stjóri Kaupfélags verkamanna á
Akureyri 1960-1981. Haraldur
var sölumaður hjá Kaupfélagi
Svalbarðseyrar 1981-1986 og
sölumaður fyrir Kjarnafæði
1986-2011. Hann starfaði því við
sölumennsku í 78 ár. Haraldur
hlaut fálkaorðuna 2008 fyrir
verslunarstörf.
Haraldur var formaður
Íþróttafélagsins Þórs 1960-
1980, lengur en nokkur annar,
og kjörinn heiðursfélagi og heið-
ursformaður félagsins. Hann
var gerður að heiðursfélaga ÍSÍ
og heiðursfélaga Samfylking-
arinnar á Akureyri 2007, fyrst-
ur manna. Haraldur var félagi í
karlakórnum Geysi í fjölda ára.
Eiginkona Haraldar var Ás-
laug Jónína Einarsdóttir, f. 1.7.
1921, d. 16.7. 2006, félagsmála-
frömuður. Þau eignuðust þrjár
dætur.
Haraldur lést 20.10. 2012.
Merkir Íslendingar
Haraldur
Marinó
Helgason
16
Ræktum og verndum geðheilsu okkar
Nýir skammtar daglega á gvitamin.is
Líttu á mistök þín
sem mikilvæga
reynslu