Morgunblaðið - 06.02.2021, Side 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
samband, svo ólík en bæði svo
yndisleg.
Amma hafði áhuga á útliti sínu
og annarra. Hún sagði okkur
systrum hispurslaust hvað henni
fannst um hárið á okkur, klæða-
burð og annað. „Mikið svakalega
er ljótt á þér hárið, ætlarðu ekki
að láta klippa þig; í hvaða lufsu ert
þú, mikið agalega er þetta ljótt.“
Að sama skapi ef henni líkaði eitt-
hvað: „Mikið er þetta falleg
mussa, farðu úr henni, ég ætla að
máta hana. Af hverju keyptirðu
ekki svona handa mér? Er þetta
ekki til í minni stærð?“
Ég er þakklát fyrir tímann sem
við áttum saman á sjúkrahúsinu.
Ég sagði þér hversu dáð og elskuð
þú ert, ég gat þakkað fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur, við
fórum með bæn og ég fann að þú
heyrðir í okkur þó þú ekki gætir
svarað.
Það huggar mig að hugsa að nú
séuð þið systur saman og Gutti að
stríða ykkur. Ég er sannfærð um
að það er gaman hjá ykkur. Ég
mun sakna þess að horfa inn í fal-
legu brúnu augun þín, að heyra
röddina þína og fá ráð hjá þér um
hitt og annað.
Ég kveð þig nú eins og þú alltaf
kvaddir mig: „Vertu sæl og Guð
veri með þér.“
Þín
Jóhanna.
Elsku langamma. Þín verður
sárt saknað. Þú varst alltaf jafn
skemmtileg, málglöð, og stundum
virtist mér þú alltaf vera svöng.
Alltaf að biðja „Baldur“ að ná i
eitthvað gómsætt handa þér. Að
vinna á Kirkjuhvoli er eitt af því
besta sem ég hef gert. Að fá að
vera til staðar og nálægt þér var
alltaf gaman og aldrei var leiðin-
legt á vinnustaðnum þegar Sigga
Páls var vakandi. Þú varst alltaf
að reyna að gifta mig einhverjum
af starfsfólkinu og vildir alls ekki
að ég færi út til Svíþjóðar aftur,
því ég átti að „fá mér fallega ís-
lenska konu“ hér á landi, helst
einhverja sem vann á Kirkjuhvoli.
Eitt atvik er mér sérstaklega
minnistætt og kært. Sumarkvöld
eitt í vinnunni hringdir þú marg-
oft því þig sárvantaði svefntöfluna
þína. Hjúkrunarfræðingurinn var
upptekin og ég vissi ekki hvar
svefntöflurnar þínar voru svo ég
sagði þér að bíða í smástund. „Já
já væni minn, vektu mig bara þeg-
ar þú kemur með töfluna,“ svar-
aðir þú. Þegar ég loksins kom
með hana varst þú sofandi, en
minnugur þess sem þú sagðir
vakti ég þig. „Ég er kominn með
töfluna,“ sagði ég. „Jæja væni,
settu hana á borðið, ég tek hana ef
ég þarf þess,“ svaraði þú og lagð-
ist aftur og sofnaðir. Búin að bíða
allt kvöldið eftir svefntöflu og seg-
ist svo ekki þurfa hana loksins
þegar hún kemur!
Ekkert verður það sama án þín
þegar ég mæti í vinnu í sumar. C-
gangurinn verður tómlegur því
mikilvægur og skemmtilegur kar-
akter verður ekki til staðar.
Ég elska þig langamma, og
mun alltaf gera það.
Þinn
Ólafur Pálmi.
Elsku langamma. Orð geta
ekki lýst hversu mikið ég mun
sakna þín og þinnar einstöku,
skemmtilegu persónu sem heillaði
alla. Ég hugsa um fallegu röddina
þína og þinn glaða og orkumikla
persónuleika, þú þreyttist ekki á
að stöðugt spyrja mig hvar ég
vildi búa, á Íslandi eða í Svíþjóð?
Þú vildir alltaf vera að gefa okkur
barnabörnunum ís, nammi og til
og með saltkjöt og aðra matrétti
þó svo að við værum pakksödd.
Ég mun sakna þess að fá ekki
lengur það verkefni að fara út og
klippa njóla fyrir utan garðinn
þinn. Það var mikilvægt fyrir þig,
að hafa fínt i garðinum og í kring-
um húsið, og þú hugsaðir um
þetta þótt þú værir stóran hluta af
vikunni á Kirkjuhvoli. Ég mun
sakna nærveru þinnar og raddar-
innar sem okkur þykir svo vænt
um. Ég sakna sumarsins sem ég
vann á Kirkjuhvoli, það var gam-
an að hitta þig á hverjum degi og
fá að hjálpa þér. Ég á minningar
sem ég mun bera með mér allt líf-
ið og aldrei gleyma. Það var alltaf
jafn skemmtilegt að setjast niður
og tala við þig um heima og
geima, stundum baðstu mig að
sækja smá auka lifrarpylsu því þú
varst svöng, eða þá bara af því það
var svo gott. Stundum baðstu mig
að sækja símann þinn, þú ætlaðir
að hringja í langafa og biðja hann
að sækja þig því þig langaði heim.
Það er óhætt að segja, elsku
langamma, að þú hafir verið dá-
samleg persóna. Persóna sem er
svo einstök að við munum aldrei
nokkurn tímann gleyma þér. Þú
hafðir jákvæð og skemmtileg
áhrif á alla fjölskylduna, það var
virkilega enginn annar eins og þú
amma Sigga. Ég sakna þín ótrú-
lega mikið og ég vildi óska að ég
gæti verið með fjölskyldunni á
þessum erfiða tíma. Ég veit að þú
munt fylgja mér hvert sem ég fer
og hvað sem ég vel að gera í lífinu.
Ég elska þig.
Þinn
Snorri.
Elsku langamma, erfitt er að
hugsa til þess að hitta þig ekki aft-
ur, spjalla og hlæja með þér en
minningarnar eru óteljandi. Ein
af mínum fyrstu er þegar ég sat á
eldhúsbekknum upp frá og þú
varst að útbúa þessa dýrindisapp-
elsínu fyrir mig sem var skorin í
annan endann og stútfull af syk-
urmolum. Þvílík snilld og gott
undir tönn þótt mögulega ekki
fyrir tönn en það skipti engu. Svo
fannst mér svaka sport að draga
ritningarvers úr viðarboxi sem þú
flettir upp í biblíunni og last fyrir
mig.
Þú varst einstök, sérstök og án
nokkurs filters, þú lést þig allt
varða og stóðst aldrei á þínum
skoðunum. Þú kenndir mér að
vera samkvæm sjálfri mér,
kannski líka að láta allt flakka
þegar tilefni er til eða jafnvel ekki
tilefni til.
Ekkert fór fram hjá þér og þú
vissir allar fréttir manna fyrst. Al-
vitað var að þegar símasnúran var
strekkt inn í lokað reykherbergi
þá ætti ekki að trufla rétt á með-
an. Símtölin áttu það til að standa
yfir tímunum saman, enda af
mörgu að taka í sveitinni og víðar.
Nú er fjör hjá þér, Gutta, Ásdísi
og Ólafíu get ég rétt svo ímyndað
mér, spilandi og svindlandi hægri
vinstri. Enginn er eins og þú
varst. Ég kveð þig með broti úr
lagi sem minnir mig alltaf á þig og
líka eins og þú kvaddir alltaf.
Vertu margblessuð og sæl, guð
geymi þig og varðveiti, elsku
langamma mín.
Nú set ég tvistinn út
og ég breyti í spaða.
Þig ég kveð í kút
ef þú segir pass.
Og þar næst þristinn út,
nú, nú, hvaða hvaða?
Enga sorgarsút
láttu ekki eins og skass.
Þín
Tinna Björt.
Elsku Sigga langamma, mikið
er það sárt að þurfa að kveðja þig.
Þótt lengi væri leitað væri erfitt
að finna jafn hressa og skemmti-
lega manneskju eins og þig. Þú
hafðir ofboðslega stórt hjarta og
varst svo gífurlega stór karakter
sem skipti fólkið í kringum þig
miklu máli.
Ég ylja mér við allar þær minn-
ingar sem ég á af þér í sveitinni en
þar er best að vera eins og við vit-
um báðar tvær. Að koma inn til
ykkar langafa, spila og spjalla
voru dýrmætar stundir. Þú vildir
alltaf gefa manni eitthvert gotterí
og þegar matur var annars vegar
þá var allt leyfilegt. Ég held að ég
hafi verið um sex ára þegar við
Tinna laumuðumst einu sinni í ís-
skápinn hjá þér og fengum að
sprauta upp í okkur gervirjóma til
skiptis, þér þótti það nú ekki leið-
inlegt enda fannst þér rjómi svo
ofboðslega góður. Það jafnaðist
þó ekkert á að koma inn til þín og
fá bleikt salat ofan á brauð, eða
jafnvel ekki á brauð heldur bara
beint upp úr krukkunni. Ég man
eftir því þegar þú skelltir oft
góðri skeið í lófann og beint upp í
munn og hlóst. Þú varst frábær í
alla staði, fórst þínar eigin leiðir
og hikaðir ekki við að segja fólki
til ef þér fannst vera þörf á því.
Eins varstu ofboðslega forvitin
eins og maður sá þegar að þú
varst farin að hringja á milli allra
í fjölskyldunni til að komast að
því hver væri eiginlega að tala við
þann sem þú þurftir að ná í ef það
var á tali.
Mikið óska ég þess að þú hafir
það gott á himnum, takk fyrir allt
og takk fyrir að vera þú!
Langamma þú varst einstök,
langamma þú varst engum lík,
langamma ég á eftir að sakna þín.
Þín
Erna Guðlaug (Erna Gulla).
Í dag kveðjum við góða ná-
grannakonu, Sigríði Pálsdóttur
eða Siggu á Fit eins og hún var
alltaf kölluð. Sigga ól nær allan
aldur sinn á Fit að undanskildum
fáeinum árum sem hún bjó úti í
Bjóluhjáleigu þaðan sem Baldur
maður hennar er ættaður. Þau
fluttu austur á Fit og tóku þar við
búi. Ekki síst kom hún heim til að
annast móður sína sem var við
rúmið í mörg ár sem hún annaðist
af miklum dugnaði og ósérhlífni.
Einnig voru faðir hennar og upp-
eldisbróðir í heimili. Þau hjón
voru samtaka í búskapnum og
byggðu hann upp. Sigga hafði
alltaf metnað fyrir sínu búi, ef
henni fannst eitthvað fara úr-
skeiðis utandyra skyldi laga það
strax og það þýddi engan duðru-
gang eins og hún komst stundum
að orði. Það var mikið verk að
vera með stórt bú og sjá líka um
þrjá aldna einstaklinga þegar ell-
in fór að segja til sín hjá þeim. En
allt fórst henni þetta vel úr hendi.
Oft voru miklar gestakomur á Fit
og allir fengu kaffi og með því.
Sigga gat oft verið dálítið frökk í
tali og því var oft kátt yfir um-
ræðunum í eldhúsinu. Elsti sonur
þeirra og tengdadóttir komu inn í
búið og áfram var byggt upp af
myndarskap, og síðar tóku þau
alfarið við búinu. Þótt Sigga væri
hætt að búa fylgdist hún vel með
öllu sem sneri að búskapnum.
Hún ferðaðist ekki mikið en þótti
gaman að fara um sveitina sem
hún gerði oft og fylgdist vel með
hvað væri að gerast á bæjunum
og gladdist yfir allri uppbyggingu
í sveitinni. Er aldurinn færðist yf-
ir þurfti hún að fara á dvalar-
heimilið Kirkjuhvol en Baldur var
áfram heima. Baldur sótti hana
hverja helgi svo hún gæti verið
heima nokkra daga. Henni leið
vel á Kirkjuhvoli en hugurinn var
alltaf heima við og spáði hún allt-
af hvað væri að gerast í búskapn-
um. Nú er sonardóttir og nafna
hennar og sambýlismaður tekin
við búskapnum og hafa þau byggt
nýtt fjós þannig að það verður
áfram vel búið á Fit og yfir því
gladdist hún. Alltaf hefur verið
töluverður samgangur á milli
bæjanna. Ég var ekki gamall þeg-
ar ég fór að fara á milli og ávallt
hefur verið gott að koma á Fit í
gegnum árin.
Fjölskyldan á Fitjarmýri þakk-
ar Siggu fyrir samfylgdina og vin-
áttuna í gegnum árin og vottum
Baldri, bræðrunum og fjölskyldu
þeirra innilega samúð okkar.
Baldur Björnsson.
Í dag kveðjum við Siggu á Fit,
eina litríkustu og skemmtilegustu
konu sem ég hef kynnst. Hún var
ein af bestu vinkonum mömmu
minnar, þ.a.l. fékk ég að kynnast
henni á barnsárum mínum þegar
ég fór í heimsóknir til hennar með
mömmu. Ég man vel eftir
mömmu hennar, henni Jóu sem
var rúmliggjandi í mörg ár og
sinnti Sigga henni af einstakri al-
úð og kærleika. Þær mæðgur
voru ótrúlega léttar og hressar í
lund þrátt fyrir það sem lífið hafði
rétt þeim. Sigga átti líka dúkku
sem ég var heilluð af og fékk ég
bæði að skoða hana og svo sagði
Sigga mér ýmislegt um hana.
Sigga var mikill töffari hér á árum
áður þegar hún reykti filterslaus-
ar Camel. En hún var ekki minna
töff þegar hún hætti að reykja á
fullorðinsárum, ég veit ekki hvort
hún hafi notað eitthvað af nikótín-
lyfjum sér til hjálpar. Seinna þeg-
ar ég varð fullorðin og vinkonurn-
ar enn eldri fórum við í
skemmtiferðir þar sem allt var
látið flakka eins og Sigga gerði
svo skemmtilega, stundum hélt
mamma að þetta væri of mikið
fyrir litlu dótturina og sagði við
Siggu „þetta er of mikið fyrir
hana BB“ en ég skemmti mér hið
besta og gullkornin hrundu. Alltaf
þegar við Sigga hittumst eftir að
mamma dó rifjuðum við upp
minningar um hana, þá hlýnaði
mér alltaf um hjartarætur, því
hún talaði svo fallega um hana
mömmu. Til að fleiri fengju að
njóta skemmtilegra stunda með
Siggu fékk ég stundum vinkonur
mínar til að koma með mér til
hennar í kaffi. Þá lék hún á als
oddi, allir fengu kökur og kaffi.
Hún hélt uppi hressandi og upp-
lýsandi samræðum meira en
nokkur hafði upplifað í venjulegu
kaffiboði. Eftir að hún flutti á
Kirkjuhvol var hún alltaf glöð
þegar við hittumst en það var þó
minna um heimsóknir á síðasta
ári en ég hefði viljað. Ég kveð í
dag einstaka komu sem gerði lífið
hressilegra og litríkara. Óska
henni góðrar ferðar í ný ævintýri.
Ég býst við að þær mamma hittist
og nái að ræða það sem á dagana
hafi drifið síðan þær hittust síð-
ast. Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég eiginmanni hennar
Baldri og sonum, Óskari, Jóa, Óla
og fjölskyldum þeirra.
Guðbjörg B. Guðmunds-
dóttir frá Núpi.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
ÁSDÍS HANNESDÓTTIR,
Sóltúni 7, Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
1. febrúar. Útför hennar fer fram
frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 11. febrúar klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða eingöngu nánustu aðstandendur
og vinir viðstaddir útförina. Blóm og kransar afþakkast
vinsamlega, en þeim sem vildu minnast Ásdísar er bent á að
láta líknarstofnanir njóta þess.
Gunnar I. Waage
Benedikt G. Waage Ólöf Björnsdóttir
Davíð G. Waage Carolina Castillo
Alexander, Ísabella og Emma Björk
Heittelskuð eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HAFDÍS ENGILBERTSDÓTTIR,
Hólmvaði 62, Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Baldvin H. Steindórsson
Tinna Björk Baldvinsdóttir Þórður Birgir Bogason
Ívar Baldvinsson Lísa Lind Björnsdóttir
Fannar Baldvinsson Snædís Sif Benediktsdóttir
og barnabörn
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HELGI SIGURÐUR ÁSGRÍMSSON,
Ásvegi 5, Dalvík,
lést á heimili sínu mánudaginn
25. janúar. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju
laugardaginn 13. febrúar klukkan 13.30.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins viðstaddir ættingjar og
nánustu vinir. Streymi verður aðgengilegt á Facebook,
Jarðarfarir í Dalvíkurkirkju.
Íris Dagbjört Helgadóttir Jens Viborg Óskarsson
Aðalbjörg Gréta Helgadóttir Snæbjörn V. Ólason
Árni Geir Helgason Guðrún Ásgeirsdóttir
afabörn og langafabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
frá Arkarlæk,
lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi
þriðjudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram
frá Akraneskirkju fimmtudaginn 11. febrúar klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu
aðstandendur verða viðstaddir. Útförinni verður streymt frá vef
Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is.
Börn, tengdabörn
barnabörn og langafabörn