Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
50 ára Sólveig er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Sundunum en býr á Bú-
staðavegi. Hún er bú-
fræðingur frá Hólum,
hjúkrunarfræðingur frá
HA og með diplóma í
geðhjúkrun frá HÍ. Hún
er einnig dáleiðslutæknir og EMDR-
meðferðarfræðingur. Sólveig vinnur í geð-
heilsuteymi austur á vegum Heilsugæsl-
unnar.
Maki: Hjörtur Líndal, f. 1965, vélsmiður.
Börn: Kári Liljendal Hólmgeirsson, f. 1995,
og Karl Liljendal Hólmgeirsson, f. 1997.
Foreldrar: Sigrún Magnúsdóttir, f. 1944,
fv. umhverfisráðherra, bús. í Reykjavík, og
Kári Einarsson, f. 1938, d. 2016, raf-
magnsverkfræðingur.
Sólveig Klara
Káradóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú gleymir því stundum hversu
frumleg/ur þú ert. Gerðu hvað þú getur til
að vekja athygli yfirmanna þinna á verkum
þínum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur gert of miklar kröfur til þín og
annarra. Það að hugsa jákvætt og þakka fyr-
ir það sem maður hefur getur gert gæfu-
muninn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Fjármálin eru þér ofarlega í huga
og þú kemur auga á nýja möguleika til að
vinna þér inn meiri pening. Ekki óttast að
tala um hlutina.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það getur oft verið erfiðara að
ákveða hlutina en framkvæma þá. Ekki
leggja út í eitthvað þras, það er einfaldlega
ekki þess virði.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sýndu þolinmæði gagnvart börnum í
dag. Fáðu einhvern góðan vin til að slást í för
með þér út í sveit. Góður svefn er stundum
allt sem maður þarf.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú bíður í ofvæni eftir því að þér
verði hrósað fyrir góða frammistöðu. Þú
kaupir eitthvað í dag sem gleður þig lengi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er rétti tíminn til þess að byrja að
leita leiða til þess að koma einhvers konar
andlegri slökun að í þinni daglegu rútínu.
Ekki fresta því lengur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Lánið leikur við þig um þessar
mundir. Hugleiddu hvað þú hefur fram að
færa til að aðstoða aðra. Frestunaráráttan
stingur upp kollinum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Fólk í kringum þig er áhyggju-
fullt, jafnvel gagnrýnið. Ekki velta þér upp úr
áliti annarra, það er gaman þegar fólk syndir
á móti straumnum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gerðu ekki meira úr hlutunum en
nauðsynlegt er og veltu þér ekki upp úr smá-
atriðunum. Þér fer fram í eldhúsinu, haltu
áfram að gera tilraunir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú sérð leið til þess að þú komist
af með minna. Gamall vinur þarfnast hjálpar
og þú hikar ekki við bjóða fram aðstoð.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ágætt að setja traust sitt á
aðra, en umfram allt átt þú að treysta á
sjálfa/n þig. Mundu að þú ert það sem þú
borðar.
og var varaformaður síðara árið,
en árið 2002 var hann gerður að
heiðursfélaga. Hann var meðdóm-
ari í héraðsdómsmálum og vara-
dómari í Hæstarétti. Hann var í
stjórn Stangaveiðifélags Hafnar-
fjarðar um árabil og formaður þess
Hauki Valdimarssyni. Ég hætti
lögmennsku árið 2003, þá 77 ára
gamall.“
Jón sat m.a. í Kjaradómi og
kjaranefnd og var formaður Kjara-
dóms 1988-1993. Hann sat í stjórn
Lögmannafélags Íslands 1975-1977
J
ón Finnsson fæddist 7.
febrúar 1926 í húsinu
Hóli á Ísafirði og verður
því 95 ára á morgun.
Hann ólst upp á Ísafirði
til 15 ára aldurs þegar hann fluttist
til Akureyrar til að taka gagn-
fræðipróf en það þurfti til að kom-
ast inn í menntaskólann á Akur-
eyri. Hann var tvö sumur í sveit
hjá Jóni Fjalldal á Melgarðseyri
við Ísafjarðardjúp, tvö ár var hann
kallari á síldarplaninu á Siglufirði
og 15 ára fór hann á sjó hjá Ólafi
Júlíussyni skipstjóra á Sæbirni
sem var fyrsti vélbátur Samvinnu-
félags Ísfirðinga.
Jón lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1946
og cand.juris. frá Háskóla Íslands
1951. Hann hlaut þýskan náms-
styrk 1957 og dvaldi í ár við nám í
sjórétti og flugrétti við háskólann í
Hamborg og við háskólann í
Frankfurt.
Jón hóf störf hjá bæjarfóg-
etanum í Hafnarfirði og sýslu-
manninum í Gullbringu- og Kjós-
arsýslu 1951 og gegndi fyrst stöðu
lögreglustjóra á Keflavíkurvelli frá
ágúst 1951 til loka janúar 1954 í
umboði sýslumanns, eða þar til
Keflavíkurflugvöllur var gerður að
sérstöku lögsagnarumdæmi. Þá
flutti hann til Hafnarfjarðar og var
fulltrúi þar til hann hóf lög-
mennsku 1.3. 1966, fyrir utan
námsleyfi í Þýskalandi í eitt ár.
„Ég hafði nú frekar hugsað mér
starfsferil sem embættismaður en
lögmaður eins og 14 ára starfstími
minn hjá embættinu í Hafnarfirði
ber með sér. Ég varð hins vegar
mjög ósáttur við skipun í embætti
bæjarfógetans í Hafnarfirði og
sýslumanns Gullbringu- og Kjós-
arsýslu í nóvember 1965 þegar
gengið var fram hjá Birni Svein-
björnssyni sem hafði verið settur
sýslumaður í níu ár. Ég gagnrýndi
þennan gerning opinberlega með
gildum rökum að mér fannst og
sagði upp starfi. Af þessu varð
mikið pólitískt uppistand, deilur á
Alþingi og í blöðunum. Í kjölfarið
stofnaði ég lögmannsstofu ásamt
Birni, Skúla J. Pálmasyni og Sveini
1970-1974, og formaður Lands-
sambands stangaveiðifélaga 1970-
1973.
„Við hjónin og Friðrik Guð-
mundsson, yfirtollvörður á Kefla-
víkurflugvelli, byggðum tvíbýlishús
á Sunnuveginum í Hafnarfirði
ásamt eiginkonu hans, Elínu Krist-
bergsdóttur, og fluttum þar inn ár-
ið 1956. Þar áttu fjölskyldur okkar
góð ár saman. Við Friðrik höfðum
báðir áhuga á veiði með stöng og
vorum miklir veiðifélagar. Einkum
eru minnisstæðar veiðiferðir í
Haukadalsá og Hlíðarvatn sem
Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar
leigði um árabil og sérstaklega
vegna þess að þá voru báðar fjöl-
skyldurnar með og oft glatt á
hjalla.
Ég hef verið við góða heilsu og
synt reglulega og verið duglegur
að ganga en nú er aldurinn farinn
að segja til sín og með því breytist
margt. Ég hef alltaf lesið mikið og
fylgst vel með fréttum. Við Krist-
björg ferðuðumst mikið með dóttur
okkar um landið og til útlanda og
eftir að barnabörnin komu til sög-
unnar fóru þau og tengdasonur
okkar með í ferðirnar. Ég fór á
Vestfirðina fyrir fimm árum með
tengdasyni mínum og þræddum við
alla firðina meira og minna. Mér
fannst mikið til vegamannvirkjanna
koma, því þegar ég fluttist til
Akureyrar 15 ára gamall voru eng-
ir vegir þar á milli. Það þurfti að
fara sjóleiðina ef fólk þurfti að
komast á milli landshluta. Nú
keyrum við um á rafmagnsbílum
eins og ekkert sé. Þegar ég var að
alast upp þá var ekki rafmagn í
Neðstakaupstað á Ísafirði þar sem
ég ólst upp og ekki var ísskápur
eða þvottavél.
Pabbi var alltaf á þingi fyrir
sunnan og ráðskonur sáu um heim-
ilið, en mamma dó þegar ég var
níu ára. Það hlýtur að hafa verið
mikil vinna hjá þeim að sjá um
stórt heimili en við systkinin vor-
um sex. Mér er svo minnisstætt að
jólatréð hjá okkur var með lifandi
kertum og óskiljanlegt að ekki hafi
kviknað í út frá því.“ Jón mun
verja afmælisdeginum á morgun
Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður – 95 ára
Fjölskyldan Jón ásamt dóttur sinni, tengdasyni, barnabörnum og barna-
barnabörnum á afmæli Ylfu Hrannar 31. janúar síðastliðinn.
Hætti lögmennskunni 77 ára
Skírn Jón heldur á Jóni Flóka. Hjónin Á ferðalagi í París 1957.
Í dag, 6. febrúar 2021, fagna 50 ára
brúðkaupsafmæli Vilborg Ingólfs-
dóttir hjúkrunarfræðingur og lýð-
heilsufræðingur og Leifur Bárðarson
læknir.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
40 ára Hugi ólst upp í
Vesturbæ Reykjavíkur
og á Sauðárkróki en
býr í Hafnarfirði. Hann
er stúdent frá Fjöl-
brautaskóla Norður-
lands vestra og er
sjálfstætt starfandi
framleiðandi.
Maki: Ástrós Signýjardóttir, f. 1986, MA í
alþjóðasamskiptum og framkvæmda-
stjóri hjá Norræna félaginu.
Börn: Auðunn Sölvi, f. 2011, Hanna Sól-
ey, f. 2015, Halldór Smári, f. 2015, og
Unnur Signý, f. 2020.
Foreldrar: Halldór Halldórsson, f. 1961,
dómstjóri Norðurlands vestra, búsettur á
Sauðárkróki, og Ólöf Margrét Þorsteins-
dóttir, f. 1960, skáld, búsett í Reykjavík.
Hugi
Halldórsson
Til hamingju með daginn