Morgunblaðið - 06.02.2021, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Ljóst er að margir sem tengj-
ast íþróttahreyfingunni urðu fyr-
ir vonbrigðum í gær þegar nýjar
tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum
voru kynntar. Iðkendur fá aðeins
meira rými en áður en áhorf-
endur mega ekki mæta á íþrótta-
viðburði til 3. mars, hið minnsta.
Staðan verður því áfram sú sama
og frá 13. janúar þegar keppni
var leyfð á nýjan leik.
Ólafur Þór Jónsson skrifaði í
gær í pistli á netmiðlinum Karf-
an.is: „Það hljóta að vera ákveðin
vonbrigði fyrir félögin að geta
ekki fengið inn tekjur af miða-
sölu í fyrirsjáanlegri framtíð. Nú-
verandi tilslakanir gilda til 3.
mars. Á sama tíma og áhorf-
endabannið stendur er hins veg-
ar aukið við fjölda í tilslökunum í
leikhúsum, líkamsræktum, búð-
um, söfnum og fleiri stöðum.“
Ómar Ingi Guðmundsson
knattspyrnuþjálfari sagði á Twit-
ter í gær: „Ef ég skutla barninu
mínu á ÍR-völlinn að keppa má ég
ekki standa þar utandyra að
horfa. Betra að ég fari í bíó í
næsta húsi á meðan leikurinn er
og sitji innandyra og í lengri tíma
meðal fjölda sem væri áhorf-
endamet í 5. flokki.“
Miðað við litla útbreiðslu veir-
unnar í samfélaginu, og aðrar til-
slakanir, væri eflaust hægur
vandi að hleypa 50 til 100 grímu-
klæddum áhorfendum á leiki, þar
sem aðstæður bjóða upp á slíkt.
Allt misræmi, eins og það sem
nefnt er hér að ofan veldur ávallt
deilum og pirringi.
En nú er ekki annað í boði en
að halda niðri í sér í andanum í
þrjár vikur enn og skoða stöðuna
að þeim liðnum. Vetrargrein-
arnar hagnast mest á því að fá
áhorfendur í apríl og maí. Betra
að fá ekki bakslag fyrir þann
tíma. Eftir það verður ástandið
vonandi farið að nálgast það að
geta kallast eðlilegt á ný.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Danski knattspyrnumaðurinn
Martin Rauschenberg verður áfram
í röðum HK en í gær tilkynnti félag-
ið að lánssamningur við Stjörnuna
varðandi hann hefði verið fram-
lengdur út komandi keppnis-
tímabil. Rauschenberg er 29 ára
gamall varnarmaður. Hann varð Ís-
landsmeistari með Stjörnunni árið
2014, sem var annað ár hans með
Garðabæjarliðinu. Samtals hefur
Rauschenberg leikið 61 leik í úr-
valsdeildinni hér á landi og skorað
tvö mörk. Hann lék átta leiki með
HK síðari hluta síðasta sumars.
Daninn áfram
í Kópavogi
Ljósmynd/HK
Danmörk Martin Rauschenberg
verður áfram hjá HK-ingum.
Garðbæingurinn Jörundur Áki
Sveinsson er tekinn við þjálfun U17
ára landsliðs karla í knattspyrnu
samkvæmt frétt á vef KSÍ. Segja
má að keðjuverkun hafi farið í gang
innan KSÍ þegar Arnar Þór Við-
arsson tók við A-landsliði karla.
Hætti hann þá sem þjálfari U21
árs liðs karla. Við starfi hans þar
tók Davíð Snorri Jónsson sem hætti
þá sem þjálfari U17 ára liðsins. Jör-
undur Áki mun áfram þjálfa sömu
aldursflokka hjá kvennalandslið-
unum og með honum verður Þórð-
ur Þórðarson.
Jörundur Áki
þjálfar drengina
Morgunblaðið/Eggert
Breytingar Jörundur Áki Sveinsson
er tekinn við U17 ára liði karla.
NFL
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Eftir keppnistímabil sem margir
íþróttafréttamenn og leikmenn
héldu að myndi aldrei ganga upp í
Covid-faraldrinum, leika loks
Tampa Bay Buccaneers og núver-
andi meistarar Kansas City Chiefs í
Ofurskálarleik NFL-ruðningsdeild-
arinnar á morgun, sunnudag, í
Tampaborg í Flórída.
Rétt eins og í mörgum öðrum at-
vinnuíþróttadeildum, sýndu for-
ráðamenn og leikmennirnir í NFL
að hægt er að halda veirunni í skefj-
um með góðum reglum og skimun
leikmanna.
Ákvörðunin um staðsetningu
leiksins ár hvert er tekin mörg ár
fram í tímann, rétt eins og Ólympíu-
leikarnir, en þetta er í fyrsta sinn
sem lið leikur úrslitaleikinn á heima-
velli sínum.
Sjóræningjunum vex ásmegin
í hverjum leik
Í Ameríkudeildinni var Kansas
City talið sigurstranglegast fyrir
keppnistímabilið og liðið stóð undir
þeim væntingum allt leiktímabilið –
vann t.d. úrslitaleik Ameríkudeildar
gegn Buffalo Bills þrátt fyrir meiðsl
lykilleikmanna. Í Landsdeildinni var
Green Bay Packers talið sig-
urstranglegast lengi vel, en Tampa
Bay jók ásmegin eftir því sem á leik-
tímabilið leið og Buccaneers unnu
frækinn sigur í úrslitaleik Lands-
deildarinnar í Green Bay eftir að
þjálfari heimaliðsins gerði hrikaleg
mistök á síðustu mínútum leiksins
með því að neita að gefa leikstjórn-
anda Packers, Aaron Rodgers, tæki-
færi á að jafna leikinn. Rodgers mun
eflaust verða kosinn leikmaður árs-
ins í deildinni samt sem áður, sem
hefur mikið að gera með þá gagn-
rýni sem þjálfarinn fékk eftir leik-
inn. Hann hefst klukkan 23.40 að ís-
lenskum tíma annað kvöld.
Leikstjórnendurnir í
sviðsljósinu að venju
Að venju ganga pælingar frétta-
fólks fyrir leikinn mest út á leik-
stjórnendur liðanna, en staða leik-
stjórnanda í NFL-deildinni er
óvenjuleg í liðsíþrótt, þar sem þeir
leikmenn hafa meiri áhrif á úrslit
leikjanna en nokkur önnur staða í
öðrum liðsíþróttum. Leikstjórnend-
urnir eru nokkurs konar framleng-
ing á þjálfurum liðanna á vellinum
og „lesa“ uppsetningu varnarliðsins í
hvert skipti sem boltinn er settur í
leik. Þar að auki er það þeirra hlut-
verk að koma tuðrunni á rétta leik-
menn, sem þýðir að þeir verða oft að
kasta henni í gegnum lítinn „glugga“
á milli varnarleikmanna sem eru
ákafir að koma hendi inn í send-
inguna.
Án toppleikmanna í þessari stöðu
eiga lið venjulega lítið tækifæri til
árangurs í íþróttinni.
Mahomes og Brady
Í ár er umfjöllunin í fjölmiðlum
um leikstjórnendurna tvo enn meiri
en venjulega, því þeir Patrick Maho-
mes hjá Chiefs og Tom Brady hjá
Buccaneers gætu ekki verið ólíkari.
Brady er að reyna að vinna sinn sjö-
unda meistaratitil á sínu fertugasta
og fjórða aldursári, og Mahomes –
Íslandsvinurinn sjálfur – er að reyna
að byggja upp orðstír sinn með öðr-
um meistaratitli sínum snemma á
ferlinum.
Leikstíll þeirra er ólíkur, en
Mahomes er gríðalega lunkinn í að
koma sér út úr erfiðum stöðum og
samt koma boltanum á rétta leik-
menn upp völlinn. Brady reiðir sig
hins vegar alfarið á frábærar send-
ingar sínar, en ef sóknarlínan
bregst, getur hann lent í erfiðleikum
í leikjum.
Brady er talinn vera besti leik-
stjórnandinn í sögu deildarinnar –
sem enginn einu sinni reynir að and-
mæla – og hann er að endurskrifa
sögubækur deildarinnar með því að
vera toppleikmaður í deildinni 43 ára
gamall.
Hann hefur fjórtán sinnum komið
liði sínu í undanúrslitaleikinn og er
nú í tíunda skipti leikstjórnandi liðs í
Ofurskálarleiknum. Hlutur sem
aldrei áður var talinn mögulegur
fyrir leikstjórnanda liðs í deild þar
sem launaþak liðanna og hreyfingar
leikmanna með lausa samninga gera
liðum erfitt fyrir að verja í barátt-
unni um sæti í úrslitaleiknum ár
hvert.
Afrek hans þetta keppnistímabil
gæti verið hans stærsta á ferlinum
þar sem hann kaus að yfirgefa New
England Patriots – og sigurmenn-
inguna þar – og fara til Tampa Bay
sem ekki hefur svo mikið sem þefað
af úrslitakeppninni í fjórtán ár.
Á þessu keppnistímabili braut
hann bæði liðsmet leikstjórnenda
hjá Bucs í köstum í endamark og
fjölda metra í sendingum sínum, og
með því umturnaði hann sóknarlið-
inu sem hafði klúðrað ótöldum leikj-
um undanfarin ár með mistökum.
Brady lét samherja sína vita á fyrstu
æfingu sinni með liðinu að slíkir
hlutir yrðu ekki látnir viðgangast á
meðan hann væri með stjórnartaum-
ana í sókninni.
Andstæðingur hans hjá Chiefs,
Patrick Mahomes (25 ára), er hins-
vegar enginn aukvisi. Hann átti skil-
ið að vera kosinn leikmaður ársins í
deildinni á síðasta keppnistímabili,
en lét sér nægja meistaratitilinn.
Mahomes er alger galdramaður í
leikstjórnandastöðunni og lék lyk-
ilhlutverk í úrslitaleik Am-
eríkudeildarinnar fyrir tveimur vik-
um gegn Buffalo, þrátt fyrir að vera
á annarri löppinni (fótameiðsl) og að
jafna sig eftir rothögg vikuna þar áð-
ur.
Flestir sjá fyrir jafnan leik
Það er gífurlega erfitt fyrir meist-
araliðin í NFL-deildinni að verja tit-
ilinn og engu liði hefur tekist það
síðan New England Patriots vann
2003-04.
Flestir sérfræðingar spá jöfnum
leik með hárri stigaskorun (um sex-
tíu stig samtals), en frá minni hendi
séð hafa meistarar Chiefs yfirhönd-
ina í sókninni. Aðalþjálfari Chiefs,
Andy Reid, og sóknarþjálfarinn Eric
Bieniemy, eru kænskir í að setja upp
sóknarleikinn fyrir Mahomes og það
mun sennilega gera gæfumuninn.
Þetta er leikur þar sem við gætum
annaðhvort séð Mahomes taka yfir
sem toppleikmaður deildarinnar af
Brady eða sá síðarnefndi bætir enn
einum titlinum við og setti þar með
met sem erfitt gæti verið að slá fyrir
komandi kynslóðir NFL-leikstjórn-
enda.
Chiefs 34, Buccaneers 31 er spáin.
gval@mbl.is
Gamli riffillinn Brady er
enn þá toppleikmaður
Mahomes samt talinn líklegur til að verja meistaratitilinn annað kvöld
AFP
Sigurstranglegri Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, þykir líklegri til sigurs gegn Tom Brady og
hans mönnum í Tampa Bay Buccaneers annað kvöld, enda þótt Brady verði á heimavelli í Flórída.
Grill 66 deild karla
Kría – Víkingur..................................... 18:27
Valur U – Selfoss U.............................. 35:30
Fram U – Vængir Júpíters.................. 21:24
Staðan:
Víkingur 8 7 0 1 211:184 14
Valur U 8 6 0 2 239:226 12
Fjölnir 7 4 2 1 199:183 10
HK 7 5 0 2 200:153 10
Kría 8 4 1 3 212:215 9
Haukar U 7 3 0 4 172:177 6
Selfoss U 8 2 1 5 223:237 5
Vængir Júpíters 8 2 0 6 165:210 4
Hörður 5 2 0 3 153:158 4
Fram U 8 0 0 8 195:226 0
Þýskaland
B-deild:
Gummersbach – Aue........................... 28:25
Elliði Snær Viðarsson skoraði 5 mörk
fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs-
son þjálfar liðið.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1
mark fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 10 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
Efstu lið: Hamburg 28, Gummersbach
25, N-Lübbecke 20, Dormagen 17, Lübeck-
Schwartau 16, Elbflorenz 16, Dessau 15.
Svíþjóð
Lugi – Kristianstad ............................. 33:29
Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk
fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð-
mundsson 3.
Efstu lið: Ystad IF 35, Malmö 33, Alings-
ås 29, Sävehof 28, Lugi 27, Skövde 25,
Kristianstad 22, Hallby 20.
Sviss
Kadetten – Zürich ............................... 32:29
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
Frakkland
B-deild:
Nice – Saran......................................... 34:29
Grétar Ari Guðjónsson varði 9 skot í
marki Nice.