Morgunblaðið - 06.02.2021, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 06.02.2021, Qupperneq 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Eva Jóhannsdóttir býr ogstarfar í Svíþjóð en hefurverið að byggja upp feril sinn í danstónlistarkreðsum hægt og bítandi. Tólftommur, stuttskífur og „white label“-útgáfur hafa litið dags- ins ljós þar sem oft fer drungalegt, bassadrifið „dubstep“/græm. Banda- ríska útgáfan Innamind Recordings gaf t.d. út tólftommuna „Prrr“ fyrir réttum þremur árum og smekkleið- arar eins og Hudson Mohawk og Nina Kraviz gáfu tvo þumla upp. EVA808 spilaði síðan á Sónar Reykjavík 2018 hvar landar henn- ar gátu loks barið hana augum. Eins og ég hef skrifað um í þessum pistl- um er íslensk danstónlistarsena sterk og þræltengd um allar koppa- grundir og það munaði um minna þegar lag Evu, „Pink Uzi Gang“ (af tólftommu frá 2018 á Innamind Re- cordings), rataði inn á Mint- lagaspotta þeirra Boys Noize, Ty Dolla $ign og Skrillex árið 2019. Blaðamaður ræddi stuttlega við Evu í undirbúningi greinarinnar og tjáði hún honum að hún hefði enga hug- mynd um hvernig þessar risar kom- ust yfir lagið. Á lagaspottanum áttu þeir að setja inn lög sem þeir voru að hlusta á í kringum útgáfu lagsins „Midnight Hour“. Þannig að útgáfa hefur verið Svamlað í dökkum sjó Bassadrottning Listakonan Eva Jóhannsdóttir er EVA808. stöðug allt frá árinu 2014. Sultry Ve- nom er hins vegar fyrsta breiðskífan og alveg ofboðslegt verk, nítján laga hlunkur sem kemur út í glæsilegum, þriggja platna vínylplakka frá nefndu Innamind Recordings. Því miður hef ég ekki náð að handfjatla gripinn en ljósmyndirnar einar fá mig til að glenna upp augun. Eva tjáði mér í nefndu spjalli að mikil vinna væri á bak við gripinn, í tónlist jafnt sem útliti. Elsta lagið var gert 2015 en þau nýjustu týndust inn á síðasta ári. Mesta vinnan fór hins vegar fram á síðustu tveimur og hálfu ári. Hið virta DJ Mag (sem fagnar 30 ára afmæli í ár) gerði plötuna óðar að plötu janúarmánaðar. Í heilsíðu- dómi er fögrum orðum farið um verkið og segir m.a. að Evu sé tamt að smala inn hljóði, setja það í lykkju og umverpa því svo í takt um leið og hún settur bassahljóð undir sem „getur hrist jarðmöndulinn í sund- ur“. Gagnrýnandinn lokar með því að lýsa því yfir að hér sé á ferðinni ein- stakur listamaður, hún þekki greini- lega söguna og nýti hana til fulls á þessu „hljóðsmölunar-meistara- stykki“ („sampling masterclass“). Sultry Venom stendur þannig vel sem plata/verk. Gagnrýnandi DJ Mag, Sam Davies, bendir á að þannig sé hún skipulögð og það er rétt. Þetta er ferðalag, við erum að tala um rúman klukkutíma af efni og „Intro“ setur tóninn. Tilraunakennt, djúpt og dökkt. Hljóð aftur á bak, toga mann inn, dálítið falleg en líka skekkt og skæld. Og við tekur glæsi- lega hannað raftónlistarverk sem byggir allt í senn á græmi, „dubstep“ og bassatónlist. Hljóðrænt séð er dumbungslegt um að litast, djúpur bassi, flæðið þokukennt og í sumum lögum er eins og þú sért farinn að svamla meðfram hafsbotni. Ef ekki innan í sjálfu leginu, svo ég vísi í pæl- ingar sumra þeirra sem bjuggu til ámóta tónlist á sokkabandsárum dans/raftónlistarinnar í Bretlandi snemma á tíunda áratugnum. „Drowning“ dettur í Aphex-gír en „I Saw the Devil“ er grimmt, líkt og tit- illinn. „Snakes“ er tilraunakennt, með „industrial“-blæ. Svart, kalt, stáli bundið og engin grið gefin. Þessi gotneski heimur sem umlykur margt hérna fékk Davies til að hugsa um Burial sem er skiljanlegt. En bíð- ið samt við, verkið er fjölbreytilegt um leið. Þetta er ekki bara dóma- dagsdrungi. Sérstaklega undir end- ann fer melankólískari blær að gera vart við sig, meiri melódía og blíða og sú stemning skýtur og upp kolli í lög- um eins og „Demantar“ og „Broken Neon“. Ég ætla nú ekki að fara í gegn- um hvert og eitt lag og heildarmynd- in er eins og ég hef lýst. Stöndug og tilkomumikil. Svo ég grípi í vísun í hipphopp-söguna: „Bassi! Hversu lágt kemstu?“ »Hljóðrænt séð erdumbungslegt um að litast, djúpur bassi, flæðið þokukennt og í sumum lögum er eins og þú sért farinn að svamla meðfram hafsbotni. Seint á síðasta ári kom platan Sultry Venom út sem listakonan EVA- 808 stendur að. Um er að ræða helsvalt „dub- step“ en það er Eva Jó- hannsdóttir sem stend- ur á bak við verkefnið. Ráðstefna Listaháskóla Íslands, Hugarflug, fer fram rafrænt 8.-14. febrúar og er þemað að þessu sinni vendipunktur. Ráðstefnan er sögð vettvangur fyrir opna, faglega og gagnrýna um- ræðu um listir, hönnun, og arki- tektúr; um þekk- ingarsköpun á hinu víða sviði lista og skörun þeirra við önnur fræðasvið, með áherslu á fjöl- breytileikann sem einkennir nálganir, aðferð- ir, efnistök, miðlun og rannsóknir sem þar er beitt. „Við stöndum á vendipunkti í sögunni sem krefst þess af okkur að við ígrundum hlutverk og vægi list- anna í endursköpun samfélaga í kjölfar meiri háttar heimsatburða eins og þeirra sem við lifum nú. Fram undan eru ögrandi áskoranir í loftslags- og umhverfismálum, hringrásarhagkerfinu, lýðræðisefl- ingu og samfélagsgerðinni. Hvern- ig getum við svarað þessum áskor- unum og ögrunum á vettvangi lista? Hvernig hefjumst við handa við að skilja og svara þeim djúp- stæðu breytingum á umhverfi okk- ar sem við stöndum frammi fyrir? Hvernig nýtum við þá hugmynda- fræðilegu endurnýjun sem er snar þáttur í listsköpun, umhverfi okkar og samfélagi til heilla? Hvernig hafa listirnar svarað slíkum áskor- unum í sögunni?“ segir á vef skól- ans og að helsta markmið ráðstefn- unnar sé að bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt sé að spyrja opinna spurninga, fram- kvæma tilraunir og kynna verkefni í vinnslu. Þar sem ráðstefnan verður raf- ræn eru þátttakendur hvattir til að nýta sér fjölbreyttar aðferðir, miðla og nálganir til að finna framlagi sínu viðeigandi umgjörð og form á stafrænan hátt og má finna frekari upplýsingar og dagskrá Hugar- flugs á vef LHÍ, lhi.is/hugarflug. Hanna Styrmisdóttir er formað- ur ráðstefnunefndar Hugarflugs og Karolína Stefánsdóttir er verkefna- stjóri. Vendipunkt- ur er þemað Hanna Styrmisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.