Morgunblaðið - 06.02.2021, Page 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 2021
Aprílsólarkuldi. Apríl sólarkuldi. Þetta samsetta orð,titill bókarinnar sem hérum ræðir, nær að fanga
efni hennar á einstakan hátt. Per-
sónulega og hispurslausa frásögn af
einum sterkustu tilfinningum sem
mannskepnan býr yfir, ást og sorg.
Þannig er einmitt kuldinn í sólinni
sem sést hérlendis í aprílmánuði.
Kuldinn bítur í kinnarnar og nær inn
að beini á sama tíma og sólin kastar
geislum sínum á húðina og sálina.
Þannig er sólin tákn um ástina en
kuldinn um sorgina. Aprílsólarkuldi
stendur því fyrir hæðir og lægðir
mannlegra til-
finninga en
þannig sveiflur
eru einmitt eitt
aðalviðfangsefni
bókarinnar.
Aprílsólar-
kuldi greinir frá
því sem gerist í
lífi aðalpersón-
unnar Védísar
þegar bæði
sorgin og ástin verða of sterkar og
brengla sýn hennar á veruleikann,
án þess að hún geri sér grein fyrir
því sjálf.
Sagan er í raun sjálfsævisöguleg
en hún er byggð á reynslu Elísabet-
ar Kristínar Jökulsdóttur, höfundar
bókarinnar, sjálfrar. Elísabetu tekst
að segja söguna á einlægan hátt og
nánast leyfa lesandanum að fljúga
yfir liðna atburði með henni án þess
að orðum sé eytt í of mikil smáatriði,
það sem kannski skiptir ekki máli.
Elísabet verður þannig Védís, ung
stúlka, en þó einstæð móðir, sem
missir föður sinn án þess að hafa
fengið frá honum þá viðurkenningu
og leiðsögn sem hún þráði. Í miðju
sorgarferli verður hún ástfangin,
ástfangin er jafnvel of vægt til orða
tekið. Ástin yfirtekur líf hennar
gjörsamlega, gleypir Védísi nánast
með húði og hári.
Stundum elskaði hann hana svo heitt
að hún var alveg að kafna og skildi
ekki hvað hún hafði gert tilað verð-
skulda alla þessa ást. Og þótt hún
tryði því og tryði því ekki í sömu andrá
að hann elskaði hana var hún stöðugt
hrædd um að ást hans myndi hverfa.
Inn í ástina blandast vímuefna-
notkun og þegar ástin hverfur fer að
bera á geðrænum vandræðum og
ranghugmyndum hjá Védísi sem
hefur engan áhuga á þeirri hjálp
sem henni býðst.
Sagan skiptist nokkuð skýrt í þrjá
hluta og má afmarka þá með þrenns
konar þrá Védísar eftir viðurkenn-
ingu. Fyrst kallaði hún eftir viður-
kenningu frá föður sínum, þá frá
elskhuganum og loks viðurkenningu
samfélagsins eða jafnvel heilags
anda.
Sagan er ljóðræn og stundum eins
og handan raunveruleikans þrátt
fyrir að hún segi frá atburðum sem
eiga að hafa átt sér stað. Stíllinn er
einstakur en á sama tíma einfaldur
og flæðir fallega áfram. Hvert orð
skiptir máli á sama tíma og engu
orði er ofaukið. Elísabet hlaut ís-
lensku bókmenntaverðlaunin fyrir
bókina og verða þau að teljast verð-
skulduð.
Morgunblaðið/Eggert
Höfundurinn „Hvert orð skiptir máli á sama tíma og engu orði er ofaukið.
Elísabet hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina og verða þau að
teljast verðskulduð,“ skrifar rýnir um sögu Elísabetar K. Jökulsdóttur.
Sterkar tilfinningar
í verðlaunabók
Skáldsaga
Aprílsólarkuldi
bbbbm
Eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur.
JPV, 2020. Innbundin, 143 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufarald-
ursins var í vikunni aftur tekið að hleypa gestum í ein-
stakt listasafn Vatíkansins. Fáum er hleypt inn í einu
og vandlega hugað að sóttvörnum enda hefur Ítalía,
þar sem Vatíkanið er í Rómaborg, verið hart leikin af
veirunni.
Innst í safninu er hin einstaka Sixtínska kapella með
óviðjafnanlegum freskum Michelangelos frá árunum
1508 til 1512 í loftinu og verki hans Dómsdegi frá 1534
til 1541 á altarisveggnum. Þá eru eldri verk eftir aðra
endurreisnarmálara á hliðarveggjum.
Alla jafna er mikil þröng gesta í kapellunni að dást
að dýrðinni en nú er mun rýmra um þá sem hleypt er
inn og því eflaust þægilegra að skoða verkin.
AFP
Einn með dýrðinni í Sixtínsku kapellunni
Sýning á ósamþykktum skissum
Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í
Kópavogskirkju er meðal fjöl-
margra og ólíkra viðburða sem boð-
ið er upp á á Vetrarhátíð nú um
helgina. Tillögurnar vann Gerður
árið 1962 en samkomulag náðist
ekki um innihald þeirra og urðu þær
því ekki að veruleika. Á sýningunni
gefst gestum færi á að skoða skiss-
urnar í því samhengi sem þær voru
hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt
steindum gluggum Gerðar. Sýning-
arstjórar eru Anna Karen Skúla-
dóttir og Hallgerður Hallgríms-
dóttir, sýning er opin kl. 12 til 16.
Meðal annarrs viðburða má nefna
að í Kópavogi er líka boðið upp á
ljóðagöngu í Lindahverfi. Ljóð ort
af nemendum í Lindaskóla birtast í
litlum ljóðakössum sem komið er
fyrir á ljósastaurum í nágrenni skól-
ans og bókasafnsins.
Á vefnum flaneri.is má svo sækja
hljóðgöngur um sögu og samtíma
Kópavogs í hlaðvarpsformi: Frá-
sagnir, viðtöl, umhverfishljóð, stað-
reyndir og skáldskapur sveipa
Kópavog nýjum blæ og fara með
hlustendur í ferðalag á kunnuglegar
en jafnframt framandi slóðir. Lengd
göngu með fyrsta hlaðvarpi er 25-30
mínútur og hentar 12 ára og eldri.
Í Gerðarsafni verður Sprengju-
Kata svo með krakkaleiðsögn um
sýninguna Skúlptúr Skúlptúr en þar
sýna Ólöf Helga Helgadóttir og
Magnús Helgason verk sín á tveim-
ur einkasýningum.
Í Garðabæ er boðið upp á raf-
ræna leiðsögn með Birtu Guðjóns-
dóttur sýningarstjóra um fimm af
útilistaverkum sem staðsett eru í
bænum. Og kl. 15.30 í dag leiðir
Einar Skúlason göngugarpur og
sagnfræðingur göngu sem hefst við
aðalbílastæði Vífilsstaða. Á Berkla-
hælinu á Vífilsstöðum var lagt mikið
upp úr útivist og fersku lofti og þeg-
ar sjúklingar gátu var hvatt til
gönguferða. Einar mun að einhverju
leyti ganga í fótspor berklasjúklinga
meðfram Vífilsstaðavatni og upp á
Gunnhildi. Á leiðinni verða tekin
nokkur stopp og fróðleiksmolum
kastað á loft og samtal eiga sér stað
um lífið á Berklahælinu.
Á bókasafni Seltjarnaness hefur
verið sett upp sýning á listaverkum
sem safninu hafa verið gefin, „Lista-
verkin okkar“ er hún kölluð.
Meðal viðburða í Reykjavík má
benda á Ljósaslóð Vetrarhátíðar en
það er gönguleið frá Hallgríms-
kirkju og Hnitbjörgum, Listasafni
Einars Jónssonar, niður Skóla-
vörðustíg og niður á Austurvöll sem
er vörðuð með ljóslistaverkum.
Þessi ljóslistaverk munu lýsa upp
miðbæinn frá 19 – 22 báða dagana.
Reykjavík GPS er gagnvirk tón-
listarupplifun eftir bræðurna Úlf og
Halldór Eldjárn, þar sem tónlistin
hefur verið tengd við ákveðnar
GPS-staðsetningar í miðbæ Reykja-
víkur. Til að njóta verksins fer fólk í
bæinn með heyrnartól og snjall-
síma, fer á vefslóðina rvkgps.com,
röltir svo um og heyrir tónlistina
breytast.
Fjölbreytilega dagskrána má
kynna sér í heild á vefslóðinni
vetrarhatid.is.
Fjölbreytileg
Vetrarhátíð
Ýmiss konar viðburðir um helgina
Ljósaslóð Ólík ljósalistaverk lýsa
upp miðborgina á kvöldin.
Alsjáandi Sýning á skissum Gerðar
Helgadóttur er í Kópavogskirkju.
Tilkynnt hefur verið hvaða bygg-
ingar eru tilnefndar í fyrsta vali til
hinna virtu arkitektúrverðlauna
sem Evrópusambandið veitir og
eru kennd við stjörnuarkitektinn
Mies van der Rohe. Alls eru til-
nefndar 449 byggingar í 41 landi
og þar á meðal eru þrjú íslensk
verkefni, gistiheimilið Drangar,
Guðlaug á Langasandi og þjón-
ustuhús við Hafnarhólma á
Borgarfirði eystri.
Drangar eftir Studio Granda
hlaut á dögunum Hönnunarverð-
laun Íslands 2020. Það er nýtt
gistiheimili á gömlum grunni, á
Snæfellsnesi og hannað af arki-
tektastofunni Studio Granda sem
var stofnuð af þeim Margréti
Harðardóttur og Steve Christer.
Guðlaug er eftir Basalt Arki-
tekta, stofu sem var stofnuð af Sig-
ríði Sigþórsdóttur, Hrólfi Karl
Cela og Marcos Zotes. Þetta er
heit laug staðsett í grjótgarðinum
á Langasandi á Akranesi. Guðlaug
er á þremur hæðum.
Þjónustuhús við Hafnarhólma á
Borgarfirði eystri er eftir Ander-
sen & Sigurdsson Arkitekta, stofu
sem var stofnuð af Ene Cordt And-
ersen og Þórhalli Sigurðssyni.
Þetta er aðstöðuhús fyrir sjómenn
og starfsmenn við höfnina en einn-
ig fyrir fjölda ferðamanna sem
koma í hólmann til að skoða lunda.
Byggingar tilnefndar
Guðlaug Heit laug við Langasand á
Akranesi eftir Basalt Arkitekta.
Drangar Gistiheimilið á Snæfells-
nesi er hannað af Studio Granda.
Þjónustuhús Bygging eftir Ander-
sen & Sigurdsson Arkitekta.