Morgunblaðið - 06.02.2021, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 06.02.2021, Qupperneq 48
Ný sýning, Halló geimur, hefst um helgina í Listasafni Íslands. Vegna fjöldatakmarkana sem miðast við 20 manns verður ekki boðið til formlegrar opnunar en þess í stað opið hús um helgina, 6. og 7. febrúar. Sýn- ingunni er ætlað að höfða sérstaklega til yngstu gesta safnsins og forráðamanna þeirra. „Fjarlægar víðáttur í óendanlegum alheiminum hafa frá upphafi verið mann- inum hugleiknar og í aldanna rás hafa listamenn túlkað og tekist á við hugmyndir sínar um geiminn og miðlað þeim með fjölbreyttum hætti,“ segir um sýninguna í til- kynningu og að á henni sé skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneigninni. Fjarlægar víðáttur á sýningu fyrir börn í Listasafni Íslands Leikstjórnendurnir Patrick Mahomes og Tom Brady mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar annað kvöld en þá fer úrslitaleikur Kansas City Chiefs og Tampa Bay Buccaneers fram í Tampa í Flórída. Gunnar Valgeirsson fjallar um stórleikinn og einvígi þessara ólíku lykil- manna liðanna tveggja. »41 Ólíkir leikstjórnendur eigast við í úrslitaleiknum í Tampa hún hafi ekki sungið síðan á jóla- tónleikum Friðriks Ómars í Hofi á Akureyri fyrir jólin 2019. Helena segist hafa verið efins í fyrstu þar sem hún hafði ekki kom- ið fram og sungið lengi. „En þegar ég hugsaði betur um málið komst ég að þeirri niðurstöðu að það yrði bara gaman að fá að vera með, sem það var virkilega. Ég mætti á æfingu á föstudeginum, fékk frá- bærar móttökur og æfingin gekk mjög vel.“ Útsendingin gekk eins og í sögu. „Þetta eru allt flottir og flinkir tón- listarmenn og það var gaman að syngja með þeim,“ áréttar Helena. Hún segir sönginn í grunninn alltaf vera eins, en mikill munur sé að syngja á tónleikum eða á balli. „Þegar maður er ungur er maður fullur af bjartsýni og öruggur með sig, en mér hefur alltaf þótt erfitt að syngja á tónleikum. Á böllum veitir fólk manni mátulega mikla athygli en á tónleikum er hljótt í salnum og fólk situr og starir á mann.“ Helena segir taugatrekkjandi að vera í beinni útsendingu sjónvarps en þeim mun skemmtilegra þegar vel tekst til og undirbúningurinn hafi ekki verið langur að þessu sinni. „Ég syng aldrei heima hjá mér en nú brá ég út af reglunni til að athuga hvort röddin væri í lagi.“ Dægurlagasöngkonan er óbókuð á næstunni og segir að það trufli sig ekki. „Þetta var mjög gaman en ég ætla ekki að fara að ota mér fram. Ef einhver hringir og spyr hugsa ég samt málið.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söngkonan Helena Eyjólfsdóttir fór á kostum í sjónvarpsþættinum „Það er komin Helgi“ með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna í Sjónvarpi Símans sl. laugardags- kvöld, breytist ekkert og hefur engu gleymt. „Þetta tókst rosalega vel og skemmtilegast er að söng- röddin er þarna ennþá, þó skrítið sé,“ segir dívan, sem verður áttræð eftir tæpt ár. Heilsan hefur alla tíð verið góð og Helena þakkar það góðu mat- aræði og nægri hreyfingu. „Ég er hraust og það er ekkert að mér, ég tek engin lyf og er dugleg að hreyfa mig, borða rétt og fer snemma að sofa á kvöldin,“ leggur hún áherslu á. „Ég fer eftir þeirri uppskrift að fara vel með mig, eitt- hvað sem allir þekkja og eiga að fylgja til þess að lifa betra lífi á efri árum.“ Gott atlæti Stórholtið í Reykjavík var leik- völlur Helenu í æsku. Hún ólst þar upp með krökkum, sem sumir hverjir áttu eftir að gera það gott á söngsviðinu. „Þarna voru til dæmis Raggi Bjarna, Ómar Ragn- ars og Kristín Ólafs,“ rifjar hún upp. „Við bjuggum við mjög gott atlæti og þess vegna er ég enn heilsugóð,“ heldur hún áfram. „Pabbi lagði áherslu á hollan mat og sá til þess að við systurnar borðuðum alltaf rúgbrauðssneið með síld fyrir kvöldmatinn. Hún var beint upp úr tunnunni með miklu lýsisbragði, en hann sagði okkur bara að hafa meiri hráan lauk með sem og við gerðum. Síðan var hellt upp í okkur lýsi í skól- anum og þetta stuðlaði að góðri heilsu og gerir enn.“ Þegar Helena var 15 ára söng hún opinberlega í fyrsta sinn. Rokktónleikarnir í Austurbæjarbíói vöktu athygli og tónninn var sleg- inn, dægurlagasöngkona var sprungin út og blómið brosir enn nær 65 árum síðar. Helgi Björns bað hana um að koma í beina út- sendingu með Reiðmönnum vind- anna, lagði fyrir hana lagalista, sem hún segist hafa verið sátt með, og þá var ekkert til fyrirstöðu, þó Síld og lýsi er málið  Dægurlagasöngkonan Helena Eyjólfsdóttir á sviðinu í 65 ár Ljósmynd/Mummi Lú Síung Helena Eyjólfsdóttir stígur enn á „stokk“, síðast hjá Helga Björns. LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 37. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.