Morgunblaðið - 16.02.2021, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
hafðu það notalegt í vetur
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600
Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin.
Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi.
Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi.
Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn.
NÝ TÆKNI!
NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI
MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM
FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI
Gagnrýnt er í nokkrum umsögnum
við frumvarp landbúnaðarráðherra
um breytingar á jarðalögum að hug-
takið skógrækt sé slitið frá skilgrein-
ingum á landbúnaði og ræktun og
ræktuðu landi. „Verði skógrækt slit-
in lagalega frá hugtökunum land-
búnaður, ræktun og ræktað land
gæti afleiðingin orðið sú að skipu-
lagslegar skorður verði settar við
skógrækt sem landnýtingarmögu-
leika í mörgum sveitarfélögum. Slíkt
stangast á við markmið stjórnvalda
um árangur í loftslagsmálum, en þar
er nýræktun skóga mikilvægur þátt-
ur, ef árangur á að nást í fyrirsjáan-
legri framtíð,“ segir í umsögn Skóg-
ræktarfélags Íslands.
Sveitarstjóri Dalabyggðar bendir
á að skógrækt sé landbúnaður og
ræktun þó að það sé ekki í sama
skilningi og tún og sáðlönd, en skóg-
rækt sé oft og tíðum aukabúgrein
með hefðbundnum búrekstri. Í um-
sögn Fljótsdalshrepps er sömu
áhyggjum lýst. Afleiðing þess að
slíta skógrækt frá hugtökunum land-
búnaði og ræktun verði sú að setja
skorður við skógrækt sem landnýt-
ingarmöguleika í mörgum sveitar-
félögum. „Í Fljótsdal hefur bænda-
skógrækt verði stunduð á bújörðum í
50 ár og telst til almenns búskapar í
sveitarfélaginu,“ segir þar.
Skógur er ekki ræktað land
Í skýringum frumvarpsins er
þessi skilgreining rökstudd og segir
að lagt sé til að hugtakið ræktun og
ræktað land nái ekki til lands í skóg-
rækt, „enda flestum ljóst að skógur
er ekki ræktað land í sama skilningi
og tún og sáðlönd. Í þessu felst að
sjálfsögðu engin afstaða gegn skóg-
rækt, sem oft fer raunar fram á land-
búnaðarsvæðum með góðum árangri
sem skjólbeltarækt, en endurspegl-
ar fyrst og fremst að skógrækt er nú
sérstakur landnotkunarflokkur sam-
kvæmt skipulagsreglugerð.“
Landssamtök skógareigenda
fjalla í ítarlegri umsögn um þetta og
segja misvísandi að undanskilja
skógrækt skilgreiningu frumvarps-
ins á hugtakinu landbúnaður. „Land-
búnaður og skógrækt á þó margt
skylt eins og liggur í hlutarins eðli. Í
báðum tilvikum er um að ræða rækt-
un og í báðum tilvikum má reikna
með uppskeru. Það sem aðgreinir
þessi mjög svo líku viðfangsefni er
menning. Í flestum heimslöndum
viðgengst timburtekja úr villtum
skógum, sem og ræktuðum, en lítið
fer fyrir þess háttar starfsemi í fá-
tæklegri skógarauðlind Íslands.
Vart er að finna nytjatimbur í nátt-
úrulegum birkiskógi en í ræktuðum
skógum eru stórauknar nytjar að líta
dagsins Ijós. Nú, sem fyrr, eru mikl-
ir möguleikar til timburframleiðslu á
Íslandi,“ segir þar m.a.
Skógræktin bendir á í umsögn að
afleiðing þeirra breytinga sem boð-
aðar eru í frumvarpinu yrði sú að
dregið yrði úr möguleikum þess að
nota skógrækt sem þátt í landnotk-
un, enda yrði hún þar með augljós-
lega ekki lengur talin til landbúnað-
ar. Skógrækt sé afar mikilvægur og
órjúfanlegur þáttur landbúnaðar.
Segir Skógræktin að í greinargerð
frumvarpsins sé að finna illa rök-
studdar staðhæfingar á borð við að
skógur sé ekki ræktað land og að
skilningsleysi sem komi fram í frum-
varpinu á eðli skógræktar veki
furðu.
Fram kemur í umsögn Skógrækt-
arinnar að gert er ráð fyrir að lands-
áætlun í skógrækt verði tilbúin til
kynningar í vor. omfr@mbl.is
Ljósmynd/Trausti Jóhannsson
Fræsöfnun Gagnrýnt er að í skilgreiningum í frumvarpinu sé skógrækt
slitin frá hugtökunum landbúnaður, ræktun og ræktun lands.
Segja skóg-
rækt slitna frá
landbúnaði
Skilgreiningar á landbúnaði og rækt-
un í frumvarpi gagnrýndar í umsögnum
Hvorki verður sælgæti í boði, söng-
ur né skipulögð dagskrá í helstu
verslunarmiðstöðvum landsins á
morgun, öskudag. Í Smáralind í
Kópavogi, Kringlunni í Reykjavík
og á Glerártorgi á Akureyri hefur
verið tekin ákvörðun um að sleppa
öllum hátíðarhöldum og ráða þar
sóttvarnaráðstafanir vegna
kórónuveirunnar.
Almannavarnir hafa gefið út til-
mæli um öskudag á tímum Covid.
Þar eru settar fram hugmyndir um
hvað hentar, þar sem leiðarljósið er
að börnin haldi sig í sínu nær-
umhverfi og skemmtanir séu þar.
Til þessa er hvatt til að „koma í veg
fyrir hópamyndanir og tryggja
sóttvarnir til fulls,“ segir í tilkynn-
ingu frá Smáralind vegna málsins. Í
tilkynningu verlunarmiðstöðvar-
innar segir að mælst sé til þess að
foreldrar haldi börnum í sínu
heimahverfi og sendi þau ekki í
sælgætisleiðangra út í bæ.
Á Glerártorgi á Akureyri er jafn-
an mikið um að vera á öskudag. Nú
er breyting á því, það verður engin
söngvakeppni né búningakeppni,
ekki verður kötturinn sleginn úr
tunnunni og ekki sungið í versl-
unum.
Engin hátíðahöld á öskudeginum
Morgunblaðið/Hari
Öskudagsfjör Ævintýri er frestað.
Viðræður um nýjan kjarasamning
til handa starfsmönnum Elkem Ís-
land á Grundartanga hafa gengið
ágætlega að sögn Vilhjálms Birgis-
sonar, formanns Verkalýðsfélags
Akraness. Endurnýjun kjarasamn-
inga er nú lokið í flestum stóriðju-
verum hér á landi og segir Vil-
hjálmur að kjarasamningur
Norðuráls hafi verið til viðmiðunar
í þeim verksmiðjum sem hafa ný-
verið gengið frá sínum samningum
og kveðst hann ekki eiga von á öðru
en að yfirstandandi viðræður verði
leiddar til lykta með sambærilegum
hætti. „Við erum búin að eiga góða
fundi og þetta
gengur bara
ágætlega,“ segir
hann. Í umfjöllun
um stöðuna í El-
kem-viðræðun-
um á vefsíðu
VLFA kemur
fram að krafa
starfsmanna sé
sú að ekki verði
samið undir því
sem samið hefur verið í öðrum stór-
iðjum að undanförnu enda mun
slíkt aldrei geta orðið samnings-
forsenda.
Vilhjálmur
Birgisson
Kjaraviðræður við Elkem ganga vel