Morgunblaðið - 16.02.2021, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeir semfylgdustmeð fjöl-
miðlum í Banda-
ríkjunum eða
þeim á megin-
landi Evrópu og
reyndar að
nokkru á eyjunni
norðan við, þeirri sömu sem
hélt neistanum lifandi nógu
lengi á seinustu öld svo að
allt yrði ekki að einni
klessu undir hæl Hitlers,
virðast vita minna en lítið
um niðurstöðuna vestra.
Nokkrir, t.d. Gunnar Rögn-
valdsson, eru þó með margt
á hreinu:
„Tilraunin til að fá
Trump forseta dæmdan af
þeim dómstóli þingsins sem
Hæstiréttur landsins þver-
tók fyrir að koma nálægt,
en það átti hann að gera
samkvæmt stjórnarskrá
landsins, rann algjörlega út
í sandinn og gott betur en
það. Gerði Demókrataflokk-
urinn sig þar að eins konar
enn forhertari þorski á
þurru landi, en nú á leið í
hjallana.
Tilraun þeirra manna
innan Repúblikanaflokksins
sem þola ekki Trump
sprakk einnig í loft upp,
með því að svokallað Lin-
coln Project þeirra varð að
ruslahrúgu undir ásökunum
um valdníðslu og kynferð-
islega áreitni. Þar fór sú
von demókrata um vaxandi
fjölda nytsamra kjána á
borð við Mitt Romeny í
röðum repúblikana.
Næst á matseðli vikunnar
var svo ríkisstjóri demó-
krata í Kaliforníu. Þar náðu
kjósendur nægilegum
fjölda undirskrifta sem
þarf til að hægt sé að krefj-
ast kosninga til að fjar-
lægja þann óhæfa mann úr
embætti. En það segja of
margir kjósendur Kali-
forníu að demókratinn Ga-
vin Newsom ríkisstjóri sé.
Þúsundir fyrirtækja flýja
nú frá ríkinu, stórfyrir-
tækin líka.
Síðan sprakk lygaherferð
demókrata og sífalsandi
fjölmiðlasamsteypu þeirra
um óeirðirnar í Charlottes-
ville 2017. En þar laug
flokkurinn og fjölmiðlar
hans því að Trump hefði
sagt að óeirðaseggir og ný-
nasistar væru „fine
people“, þ.e. „gott fólk“. En
öll sú lygi þeirra var jöfnuð
við jörðu á Bandaríkjaþingi
í síðustu viku, því þar voru
ummæli Trumps ekki klippt
í búta og gerð
óþekkjanleg í
meðförum lyga-
pressu landsins
(ber þar að
nefna CNN sér-
staklega og
hæst).
Síðan er það
ríkisstjóri New York-ríkis,
demókratinn Andrew
Cuomo. En í vikunni brast
þöggunarstíflan sem hann
og stjórn hans höfðu reynt
að byggja utan um Wuhan-
veirudauða 15 þúsund eldri
borgara ríkisins í þeim til-
gangi að leyna mistökum
sem gera hann ábyrgan
fyrir dauða 11 þúsund
þeirra. En allan tímann
sem ríkisstjórn demókrata
þar vissi betur, hafði stjórn
þeirra reynt að klína því
máli á Trump forseta. Virð-
ist nú sem samstaða sé að
myndast í báðum flokkum
ríkisins um að Andrew
Cuomo beri ábyrgð á því
máli. En hæg eru heima-
tökin hjá honum, því bróðir
hans, Chris Cuomo, er einn
helsti ofstækismaðurinn og
skjátröllið á falsfréttastöð-
inni CNN. Þetta voru fimm
virkir dagar í lífi vísinda-
hflokksins mikla, og ekki
voru þeir neitt betri í elítu-
samsæri Evrópusambands-
ins gegn fólkinu hinum
megin Atlantsála, enda áttu
Sovétríkin ofgnótt vísinda-
manna og dóu úr menntun.“
Stjórnskipunarreglur
Bandaríkjanna slá því
föstu, svo þar er ekkert val,
að samþykki fulltrúadeild
þingsins tillögu til embætt-
ismissis forseta skuli öld-
ungadeildin setjast í dóm-
arasæti um þá ályktun og
forseti Hæstaréttar stýra
allri þeirri málsmeðferð.
John Roberts, forseti
Hæstaréttar Bandaríkj-
anna, sem raunar hefur
iðulega valdið repúblikön-
um vonbrigðum við dóms-
úrlausnir, vildi hvergi koma
nærri „impeachment“-
skrípaleiknum. Þar með var
málið í rauninni úr sögunni.
Repúblikanar geta svo sem
hlakkað yfir því hversu
óhönduglega andstæðing-
arnir héldu á leiknum.
Trump væri enn laskaðri ef
andstæðingarnir hefðu ekki
farið yfir strikið. En það er
aukaatriði.
Fjölmiðlar hafa víða fall-
ið djúpt á flestum prófum
seinustu misseri.
Líka þeim sem þeir
nenntu ekki að taka.
Þegar forseti
Hæstaréttar neitaði
að spila með hefðu
stilltari menn heyrt
öskrin í aðvör-
unarbjöllunum}
Sjálfsmark á silfurfati
S
taðan á Covid-19-faraldrinum er góð
hérlendis í alþjóðlegum sam-
anburði. Ísland er í grænum flokki
samkvæmt litakóðunarkerfi á korti
Sóttvarnastofnunar Evrópu en land
fær grænan lit ef nýgengi smita síðustu fjórtán
daga á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og
hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Í gær, 15.
febrúar, var sú tala raunar bara 2,2 hérlendis.
Alls hafa átta smit greinst frá 1. febrúar innan-
lands og einungis eitt þeirra utan sóttkvíar en
það var 1. febrúar. Það smit er jafnframt það
eina utan sóttkvíar sem greinst hefur innan-
lands frá 20. janúar sl. Álag á Landspítala
vegna Covid-19 hefur minnkað verulega und-
anfarið.
Við stöndum því vel og af þeim sökum gátum
við slakað aðeins á samkomutakmörkunum
þann 8. febrúar síðastliðinn. Bólusetning gegn Covid-19 er
hafin hérlendis og gengur vel. Í könnun á viðhorfi almenn-
ings til bólusetningar við Covid-19 sem embætti land-
læknis lét gera í lok janúar 2021 kom fram að Íslendingar
eru almennt jákvæðir gagnvart bólusetningum. Rétt tæp-
lega 90% svarenda í könnuninni töldu alveg öruggt að þau
myndu láta bólusetja sig, og að 92,5% teldu bóluefnin vera
mjög eða frekar örugg.
Ísland hefur samið við fimm lyfjaframleiðendur um
bóluefni gegn Covid-19, bóluefni þriggja þeirra, Pfizer,
AstraZeneca og Moderna, eru komin með markaðsleyfi og
bólusetning með þeim hafin hér á landi.
Gera má ráð fyrir að hægt verði að bólusetja
tæplega 190.000 einstaklinga hér á landi fyrir
lok júní næstkomandi með bóluefnum Pfizer,
AstraZeneca og Moderna. Þetta er mun meira
en áður var vænst. Mestu munar annars vegar
um nýjan samning Evrópusambandsins við
Pfizer sem tryggir Íslandi bóluefni fyrir 25.000
til 30.000 manns strax á öðrum ársfjórðungi, til
viðbótar fyrri samningum og hins vegar aukna
framleiðslugetu AstraZeneca sem leiðir til
mun hraðari afhendingar bóluefna en áður.
Alls verður rúmlega 280.000 einstaklingum
boðin bólusetning hér á landi, þ.e. öllum sem
eru 16 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að Ísland
undirriti samning um aukinn fjölda bóluefna
frá Pfizer á grundvelli nýs samnings Evrópu-
sambandsins fyrir lok þessarar viku.
Einnig má nefna að gert er ráð fyrir að Evr-
ópska lyfjastofnunin leggi mat á bóluefni Janssen og
Curevac innan skamms en mat hennar er forsenda mark-
aðsleyfis. Áætlað er að afhending þessara bóluefna geti
hafist á öðrum fjórðungi þessa árs en ekki liggja fyrir
staðfestar upplýsingar frá framleiðendunum um magn.
Í ljósi stöðu faraldursins hérlendis og nýjustu frétta af
bóluefnum tel ég að við getum leyft okkur að horfa björt-
um augum fram á veginn. Daginn tekur að lengja og með
hverjum deginum birtir líka til í glímunni við faraldurinn.
Við skulum njóta þess með hækkandi sól.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Hraðari afhending bóluefna
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Demókratinn AndrewCuomo, ríkisstjóri NewYork-ríkis, hefur til þessaátt furðugóða plágu. Fór
New York þó verr út úr henni en
nokkurt annað ríki Bandaríkjanna.
Fjölmiðlar lofuðu framgöngu hans,
fyrir að tala skýrt og skorinort um kór-
ónuveiruna, og báru hann gjarnan
saman við Donald Trump, sem miðl-
unum þótti flestum ferlegur.
Ekki síst hrifust margir af þátt-
um hans með Chris Cuomo bróður sín-
um á CNN, þar sem umfjöllunarefnið
var tvíþætt: faraldurinn og stjórnsnilld
ríkisstjórans. Sumum þóttu bræðurnir
reyndar fullhressir um svo alvarleg
efni, en það kom þó ekki í veg fyrir að
Andrew Cuomo fékk sérstök Emmy-
verðlaun fyrir sjónvarpsframkomu
sína fyrir 3 mánuðum.
Lík í lestinni
Þetta breyttist allt á fimmtudag,
þegar New York Post birti „skúbb“
um að Melissa DeRosa, nánasti ráð-
gjafi ríkisstjórans, hefði játað á 2 tíma
lokuðum fjarfundi með þingmönnum
demókrata á ríkisþinginu að Cuomo
hefði vísvitandi og kerfisbundið komið
í veg fyrir að réttar tölur kæmu fram
um hve margir hefðu látist af völdum
kórónuveirunnar á elliheimilum í rík-
inu.
Að sögn DeRosa kom það á ríkis-
stjórann þegar óskað var eftir þeim
tölum síðastliðið sumar og því gripið til
alls kyns bragða til að fela þær. Af því
að þau vissu ekki hvort þær yrðu „not-
aðar gegn okkur“.
Hér er ekki um neinar smátölur
að ræða, þó þær séu enn nokkuð á
reiki. Hátt í 15.000 manns eru nú talin
hafa látist af völdum Covid-19 á elli-
heimilum í ríkinu, en ríkisstjórinn van-
taldi á bilinu 40-55% og hafði sagt þar í
mesta lagi 8.500 látna.
Vitað var að aldraðir væru við-
kvæmastir í faraldrinum, en Cuomo
hafði sérstaka ástæðu til þess að reyna
að dylja almenning þess hve margir
hefðu dáið á elliheimilum.
Ábyrgð Cuomos
Ástæðan er sú að í mars á liðnu
ári, eftir að faraldurinn var kominn á
skrið og eftir að ljóst var að öldruðum
var sérstök hætta búin, undirritaði
Cuomo ríkisstjóri tilskipun um að elli-
heimilum væri skylt að taka við öldr-
uðum (oft af sjúkrahúsum) þó að þeir
væru smitaðir af veirunni eða grunur
léki á um smit.
Ástæðan að baki tilskipuninni var
eflaust sú að rýma sjúkrahús skjótt,
svo taka mætti við Covid-19-
sjúklingum. Mögulega í góðri trú á sín-
um tíma. En þessi feluleikur með töl-
fræðina bendir til yfirhylmingar, sem
gerir illt hálfu verra.
Samanburðurinn við Flórída-ríki,
þar sem þveröfug leið var farin (og
Cuomo hæddist að þá), er New York
mjög óhagstæður og búa þó fleiri aldr-
aðir í sólinni þar syðra.
Vandinn er kannski sá að Cuomo
hefur algera yfirburði í stjórnmálum
ríkisins. Hann hefur til þessa getað
hafnað allri gagnrýni í krafti rótgróins
styrks Demókrataflokksins í New
York, sem lætur nærri að vera eins-
flokksríki og stjórnarandstaðan afar
veikburða.
Þannig komu fram vísbendingar
um þessa hluti í skýrslu dóms-
málaráðherra ríkisins í liðnum
mánuði, en Cuomo vísaði því öllu
á bug og hefði mögulega komist
upp með það ef ráðgjafinn hefði
ekki talað af sér og einhverjum
þingmanninum blöskrað
svo að hann lak samtal-
inu. Afsagnarkröfur
verða nú æ háværari,
líka meðal demó-
krata.
Cuomo ríkisstjóri
grunaður um græsku
Andrew Mark Cuomo hefur ver-
ið ríkisstjóri New York-ríkis síð-
an 2011, en þriðja kjörtímabili
hans lýkur í lok þessa árs.
Cuomo er demókrati líkt og
Mario Cuomo faðir hans, sem
var ríkisstjóri New York frá
1983-94. Andrew var kvæntur
Kerry Kennedy, dóttur Roberts
F. Kennedy, og eiga þau þrjár
dætur en skildu 2005.
Andrew Cuomo hefur verið í
stjórnmálum nær alla sína tíð,
hóf ferilinn raunar sem kosn-
ingastjóri föður síns og þjónaði
síðar sem húsnæðisráðherra í
ríkisstjórn Bills Clintons.
Hann hefur ekki verið
óumdeildur ríkisstjóri, í
kringum hann hafa komist
upp ýmis spillingarmál og
vinsældir hans verið
sveiflukenndar.
Hann nýtur nú
stuðnings innan
við þriðjungs
kjósenda.
Erfði pólitíska
aðalstign
CUOMO RÍKISSTJÓRI
Andrew M.
Cuomo
AFP
Ríkisstjóri Andrew Cuomo í New York-ríki tekur ofan grímuna, en hann
er sakaður um stórkostleg mistök í upphafi faraldursins og yfirhylmingu.