Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.2021, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021 Tómt Í blaðinu hefur birst mynd af Austurstræti til vesturs, að Landsbankahúsinu, en svona blasti gatan við þegar ljósmyndarinn sneri sér til austurs í átt að Lækjartorgi. Auð gata á miðjum föstudegi og svo vitnað sé aftur í texta og lag Halla og Ladda, þá er þar ekki lengur ys og læti og fólk á hlaupum, í innkaupum. Lítið um fólk að tala, fólk í dvala og fólk sem ríkið þarf að ala. Eggert Stelpan sem hékk höfuðhögg í fótbolta í Fellabæ á Austurlandi þurfti ekki að bíða lengi á biðstofu heilsu- gæslunnar á Egils- stöðum. Hún kvartaði undan höfuðverk og svima eftir leikinn og þjálfarinn skutlaði henni á heilsugæsluna. Læknirinn þar taldi ástæðu til að kanna nánar hvort blætt hefði inn á heil- ann, en á heilsugæslunni í höfuðstað Austurlands er ekki aðstaða til bráðagreiningar. Fót- boltastelpan unga þurfti því að fara á sjúkrahúsið í Neskaup- stað til að komast í sneiðmyndatöku. Þangað eru tæplega 70 km eða um 45 mínútna akstur. Það á reyndar við þegar færð er í lagi. Fólk á Austurlandi get- ur hins vegar fengið höfuðáverka allan árs- ins hring, líka þegar það er erfið vetrarfærð og jafnvel ófærð. Fótboltastelpan var heppin. Sneiðmyndatakan leiddi ekki í ljós alvarlegan áverka á heila og sjúkra- húsið í Neskaupstað gat sinnt mál- inu. Hefði hins vegar komið í ljós að áverkinn af höfuðhögginu væri slík- ur að hún þyrfti að komast í sér- hæfða bráðaþjónustu þá hefði leiðin legið aftur til Egilsstaða og þaðan með flugi til Reykjavíkur. Þetta ferðalag og tíminn sem það tekur fer sannarlega ekki vel saman við æski- lega meðhöndlun bráðatilvika. Og þá er ótalin líðan sjúklinga og aðstand- enda þeirra. Það er ekki einfalt mál í fámennu og dreifbýlu landi að tryggja lands- mönnum öllum aðgang að fullkomn- ustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita, eins og stjórnvöldum er skylt að gera samkvæmt lögum um heilbrigð- isþjónustu. Margt hefur verið gert mjög vel í þeirri viðleitni, annað má gera mun betur. Framangreind lýsing er því miður langt frá því að vera eina dæmið um hvernig fólk er sett í þá stöðu að þurfa að afsala sér aðgengi að heil- brigðisþjónustu ef það velur sér bú- setu á landsbyggðinni. Sér í lagi í höfuðstað Austurlands. Sneið- myndatækið sem íbúar þar eru að kalla eftir kostar 70 m.kr. Í hinu stóra samhengi er illskiljanlegt að sú fjárfesting standi í yfirvöldum þegar það myndi auka öryggi og lífsgæði íbúanna umtalsvert. Við vitum öll að samgöngur og að- gengi að grunnþjónustu ráða oft úr- slitum þegar fólk velur sér búsetu. Sneiðmyndatæki á heilsugæsluna í höfuðstað Austurlands væri lítið, sanngjarnt og mikilvægt skref í þá átt að auðvelda fólki búsetu á svæð- inu. Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson » Það er illskiljanlegt að sú fjárfesting standi í yfirvöldum þegar það myndi auka öryggi og lífsgæði íbúanna umtalsvert. Hanna Katrín Friðriksson Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Höfuðhögg í heimabyggð Flugið hefur tekið stórstígum framförum síðan Wright-bræður komu vélknúinni flug- vél á loft nærri Kitty Hawk fyrir 117 árum. Flugeðlisfræðin hefur ekkert breyst í sjálfu sér en tækniframfar- irnar á þessum 117 ár- um eru líkastar vís- indaskáldsögu. Farþegaflugvélar voru lengi vel knúnar loftkældum bullu- hreyflum sem gengu fyrir bensíni, sterkbyggðir en bilanagjarnir. Þotu- öldin gekk svo í garð og færði okkur aukinn hraða, langdrægni og gríð- armikinn áreiðanleika. Þotuhreyfill- inn sem hefur knúið flugvélaflota heimsins í meira en 60 ár hefur þróast og breyst mikið frá því um miðja síðustu öld. Stærsta framfara- skrefið fólst vafalaust í tilkomu tví- streymishreyfilsins (e. turbofan eng- ine) en sá hreyfill hefur skilað stóraukinni orkunýtni, minni elds- neytiseyðslu og minni hávaða. Ár- angur í þróun hreyfla síðustu áratuga er stórkostlegur því nýjasta kynslóð farþegaþotna skilar 80% meiri hagkvæmni í eldsneytisnotkun og út- blæstri en fyrsta kyn- slóð farþegaþotna. Helstu framfarir síð- ustu ára hafa orðið á sviði fjarskipta, leið- sögu og kögunar. Evrópusambandið og Geimferðastofnun Evr- ópu hafa á undan- förnum árum byggt upp leiðréttingakerfi fyrir GPS-staðsetningu. Kerfið nefnist EGNOS (European Geostationary Navigation Overlay Service) og eru leiðrétting- armerki þess send út frá sístöðut- unglum (e. geostationary satellite) sem eru fremur lágt á lofti frá Íslandi séð. GPS er eitt og sér mjög ná- kvæmt en með leiðréttingarmerki frá EGNOS fer nákvæmnin að meðaltali úr 5 metrum í 0,5 metra og einnig opnast möguleiki fyrir leiðsögu í lóð- rétta planinu. Þannig má gera aðflug inn að flugbraut rétt eins og til staðar væri blindlendingarkerfi við viðkom- andi flugbraut. Samgöngustofa hefur veitt heimild til notkunar á EGNOS-leiðrétt- ingakerfinu til flugleiðsögu á austur- hluta Íslands, nánar tiltekið fyrir austan 19° W, en tækifærin á lands- vísu eru byltingarkennd, ekki aðeins fyrir flugleiðsögu, heldur siglingar, alsjálfvirk ökutæki, landmælingar og leit og björgun svo eitthvað sé nefnt. Árið 2019 var slíkt aðflug (e. localiser performance with vertical guidance) tekið í notkun á Húsavík sem styðst við EGNOS-kerfið. Sú starfræksla hefur gengið snurðulaust fyrir sig og er til mikilla bóta. Því telja menn rök- rétt að flugvellirnir i Vestmanna- eyjum og Hornafirði verði skoðaðir næst. Mikið hefur verið þrýst á út- breiðslu EGNOS-merkisins á land- inu og vinna stjórnvöld að því með öllum leiðum. Ítarlegur texti er í nefndaráliti umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis frá 10. júní 2020 þar sem mikil áhersla er lögð á frekari innleiðingu EGNOS. Græn- lenska landsstjórnin hefur hrundið af stað miklu átaki í flugvallagerð og blasir við að hagsmunir þessara grannþjóða varðandi EGNOS-kerfið fara saman. Radarstöðvar hafa verið notaðar frá lokum síðari heimsstyrjaldar til að fylgjast með flugumferð, sem á okkar ástkæra ylhýra er nefnt kög- un. En á síðustu árum hefur ný tækni rutt sér til rúms. Fjölvísun (e. multil- ateration) er ný tegund kögunar- kerfa sem byggist á mælingum á mis- mun í fjarlægð flugvéla frá jarðstöðvum á þekktum staðsetn- ingum. Þessi tækni hefur gjörbreytt flugleiðsöguþjónustu yfir Grænlandi, þar sem mun ódýrara er að koma upp fjölvísunarkerfi en hefðbundnum radarstöðvum. Nú er enn ein tæknibyltingin að eiga sér stað þegar rafknúnar flug- vélar hafa tekið á loft. Fjölmörg áhugaverð verkefni eru í gangi en þau áform sem vekja einna mesta at- hygli eru frá Airbus um vetnisknúnar flugvélar. Vetni er mjög áhugaverður orkugjafi, en ein af hindrununum í veginum felst í því að þótt hvert kíló vetnis innihaldi þrefalt meiri orku en hefðbundin flugsteinolía tekur vetnið fjórfalt meira rúmmál. Vetni er því geymt undir miklum þrýstingi og þarf að vera í sívölum eða hnöttóttum geymum og þar með er útilokað að geyma það í vængjunum eins og venja er með steinolíuna. Flugvéla- og hreyflaframleiðendur hafa sífellt leitað leiða til að gera flug hagkvæm- ara og umhverfisvænna. Á síðari ár- um hefur flugreksturinn setið undir vaxandi þrýstingi vegna umhverfis- áhrifa og jafnvel óbilgjörnum áróðri. Flugvélar eru stórar og áberandi en þegar heildarmyndin er skoðuð blasa við þær staðreyndir að kolefnisspor flugvéla er 2% á sama tíma og flug- rekstur stendur undir 3,6% af heims- framleiðslunni. Það ætti að teljast sjálfbært framlag því ekkert jafnast á við það að flytja fólk og vörur á milli staða á 900 km hraða. Tækniframfarir í flugi eru óstöðv- andi en þær ganga best fyrir sig án tímaramma eða þvingunarúrræða frá stjórnvöldum, tæknin þarf tíma. Far- sælasti árangurinn varðandi allar tækniframfarir í flugi hefur náðst er fólk hefur fengið vinnufrið og verk- efnin gengið áfram á þeim hraða sem tæknin ræður við. Eftir Ingvar Tryggvason » Tækniframfarir í flugi eru óstöðvandi en þær ganga best fyrir sig án tímaramma eða þvingunarúrræða frá stjórnvöldum, tæknin þarf tíma. Ingvar Tryggvason Höfundur er formaður öryggisnefndar FÍA. Flugöryggi samtímans – tækniframfarir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.