Morgunblaðið - 16.02.2021, Side 21

Morgunblaðið - 16.02.2021, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021 Elsku hjartans mamma mín. Ég græt þig svo sárt. Mig langar að þakka þér af öllu hjarta fyrir lífið okkar saman, vináttu okkar, styrkinn og ástina sem þú sýndir mér. Við urðum alltaf betri og betri vinkon- ur og ég er alltaf að standa mig að því að ætla að senda þér snapp af bakkelsinu sem ég er að borða eða segja þér frá skemmtilegum sjón- varpsþætti. Bara segja þér frá litlu ómerkilegu smáatriðunum í lífinu sem þér fannst svo merki- leg, bara því þetta var ég. Þú misstir foreldra þína þegar þú varst 44 ára. Vorið 2020, í miðjum heimsfaraldri, kom í ljós að minn versti ótti var við það að rætast. Að missa þig líka langt fyrir aldur fram. Þvílíkur hryllingur elsku mamma mín. Þetta er svo skelfi- lega ósanngjarnt en þú sýndir einstakt æðruleysi og hugrekki í öllu þessu ferli. Þú fórst að miklu leyti í gegnum spítalavistir ein vegna aðgangstakmarkana og ég veit að þú upplifðir hræðslu og sársauka. En eins og þín var von og vísa léstu engan hafa áhyggjur af þér. Þú verndaðir alla í kring- um þig, hógværðin og lítillætið uppmálað. Þú varst hetja allt þitt líf elsku hjartans mamma. Þú Kristjana Þuríður Jónsdóttir ✝ Kristjana Þur-íður Jónsdóttir (Sissa) fæddist 16. mars 1961. Hún lést 6. febrúar 2021. Útför Kristjönu fór fram 15. febr- úar 2021. eignaðist mig aðeins 19 ára og ólst mig upp ein þar til Stebbi og Unnur bættust við litlu fjöl- skylduna okkar þeg- ar ég var 10 ára. Þar sem ég varð sjálf ung móðir skil ég hversu gríðarlega mikinn styrk þú sýndir að gera þetta svona ein. Skilning- urinn á því sem þú afrekaðir dýpkaði sérstaklega á síðustu ár- um. Ég er þér svo innilega þakk- lát og ólýsanlega hreykin af fórn- um þínum, sigrum og lífshlaupi. Ég hefði ekki getað beðið um betri ömmu fyrir börnin mín. Ég elska þig að eilífu og ber þig í hjarta mínu. Ástarkveðja. Þín dóttir, Hanna Jóna. Elsku hjartans amma okkar. Ekki er fullkomlega hægt að lýsa því hversu góð og yndisleg amma hún var okkur því hún var einstök manneskja. Við gistum mikið hjá ömmu og afa alveg frá því að við vorum nýfæddar. Amma svæfði alltaf Kötu með því að lesa fullt af sögum fyrir hana þangað til hún sofnaði, en afi svæfði Petu. Við eyddum miklum tíma heima hjá þeim og eru allar minningarnar okkar með þeim svo dýrmætar. Amma eldaði alltaf matinn og kenndi okkur systrum öll sín leyndarmál og uppskriftir. Hún naut þess mikið að elda og meðal okkar bestu tíma voru stundir í eldhúsinu með henni. Eftir að Peta varð eldri fór áhugi hennar á hönnun að aukast og það var áhugamál sem hún og amma deildu. Alltaf þegar Peta var hjá ömmu eða að tala við hana í síma voru þær að plana einhverjar breytingar heima hjá annarri hvorri. Það er svo sárt að hafa misst elsku ömmuna okkar svona unga og hafa ekki átt fleiri stundir með henni. Við söknum hennar á hverjum degi og við munum elska hana að eilífu. Hvíldu í friði elsku engillinn okkar og Guð geymi þig. Þínar ömmustelpur, Petrúnella Aðalheiður og Katrín Diljá. „Hvernig er það Krissi minn, þurfum við ekki að fá okkur ferskt loft úti í skúr?“ Eftir dýrindis máltíð, eldaða af Sissu þar sem hún hellti einum desilítra af forvitni, einum bolla af hugrekki og óendanlegu magni af ást út í. „Frábær hugmynd Sissa,“ sagði ég. Svo skunduðum við út í skúr og kveiktum í rettunum. Því- lík samtöl sem við áttum um allt og ekkert. Það var sko aldrei leið- inlegt hjá okkur í skúrnum. Ég elska þig Sissa mín og mik- ið svakalega sakna ég þín og alls spjallsins okkar. Takk fyrir lífið okkar saman. Þinn tengdasonur, Kristján Páll. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlát ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, stjúpi og stjúpafi, SIGMUNDUR SIGFÚSSON geðlæknir, lést á heimili sínu föstudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. febrúar klukkan 13.30. Því miður getur athöfnin ekki verið öllum opin vegna sóttvarna. Streymt verður á facebooksíðunni: Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á að styrkja góð málefni. Ingiríður Sigurðardóttir Marjón Pétur Sigmundsson Oorawan Sukphuwong Sigfús Þór Sigmundsson Erna Hjaltested Benedikt Sigmundsson Hala Mamdouhdóttir Haraldur Sigmundsson Steinunn Arnbjörg Stefánsd. Mathurin Matharel barnabörn og stjúpbarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA KARVELSDÓTTIR sjúkraliði, Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 19. febrúar klukkan 13. Örn Ægir Brynjarsson Ómar Guðbjörn Brynjarsson Halldóra B. Brynjarsdóttir Andrés Einar Einarsson Hlöðver Már Brynjarsson Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Sigurður Ívar Leifsson Jenný Parimarn barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI KRISTMUNDUR ORMSSON rafvirkjameistari, lést í Brákarhlíð í Borgarnesi föstudaginn 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 17. febrúar klukkan 14 að viðstöddum nánustu fjölskyldu og vinum. Útförinni verður streymt á youtuberás Borgarneskirkju. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og vill færa starfsfólki Brákarhlíðar sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Brákarhlíðar. Hilmar Helgason Kristján Helgason Hrefna Traustadóttir Sigríður S. Helgadóttir Stefán Aðalsteinsson Helgi Örn Helgason Kerstin Bruggemann Þuríður Helgadóttir Sigurður Ó. Kristófersson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.