Morgunblaðið - 16.02.2021, Page 22

Morgunblaðið - 16.02.2021, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021 ✝ Páll Einarssonvélstjóri fædd- ist á Selfossi 26. október 1939. Hann lést í Reykjavík 8. febrúar 2021. For- eldrar hans voru hjónin Laufey Kristjana Lillien- dahl húsfreyja, f. 31. maí 1902, d. 21. febrúar 1982, og Einar Pálsson bankastjóri, f. 6. júní 1903, d. 19. júní 1980. Systkini Páls eru Gestur, ljósmyndari, f. 16. mars byggingafræðingur, f. 15. des- ember 1975. Synir Rögnu og Þórmundar eru Sigurjón Þorri, f. 9. apríl 2001, Róbert Páll, f. 24. ágúst 2008, og Ragnar Egill, f. 11. janúar 2016. Páll fæddist á Selfossi þar sem hann bjó þar til hann flutt- ist til Reykjavíkur. Síðustu 15 árin bjó hann í Kópavogi ásamt Rögnu dóttur sinni, Þórmundi og afastrákunum. Páll útskrif- aðist frá rafmagnsdeild Vélskól- ans árið 1963 og starfaði alla sína starfsævi við vél- og verk- stjórn bæði í landi og á sjó, lengst af hjá Eimskip. Útför Páls verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 16. febr- úar 2021, klukkan 13. 1933, d. 15. mars 1993; Ágústa, kenn- ari, f. 11. sept- ember 1935; og Páll, f. 1. febrúar 1937, d. 15. maí 1937. Dóttir Páls og Ingibjargar Ragn- arsdóttur kennara, f. 8. apríl 1943, d. 22. nóvember 1998, er Ragna, lögfræð- ingur, f. 5. september 1978. Sambýlismaður Rögnu er Þór- mundur Haukur Sigurjónsson Nú kveð ég pabba minn og minnist hans um leið með hlýju. Pabbi var lengst af ævi minnar vélstjóri á millilandaskipum og sigldi um heimsins höf en gætti þess alltaf að eyða sem mestum tíma með mér, einkadóttur sinni, þegar hann var í landi. Hann kom oft með spennandi góss úr ferðum sínum um heimsins höf, hvort sem það voru leikföng, minjagrip- ir eða gallabuxur eftir að ég varð eldri. Ég átti sennilega landsins mesta safn af Levi’s 501-gallabux- um í öllum litum á þeim árum sem pabbi sigldi til Ameríku. Þegar hann var í landi kom hann heim til okkar mömmu og sá um stelpuna sína. Hann reyndist mér svo ákaf- lega vel þegar mamma dó. Við áttum líka góðar stundir í öllum bíltúrunum okkar sem eru líklega óteljandi. Oft var farið heim að Hlíð í Gnúpverjahreppi en þangað átti hann ættir að rekja. Pabbi var alltaf glaður að koma þangað og í minningunni er þar alltaf sólskin. Við rúntuðum svo heilu og hálfu dagana um Suð- urlandið og enduðum gjarnan í mat eftir langan dag. Hann hafði líka alltaf jafngaman af því að koma á Selfoss og rifja upp æsku- árin í húsinu við Bankaveg og þegar þau fjölskyldan bjuggu í Landsbankahúsinu þar sem afi var bankastjóri. Eftir að ég eign- aðist fjölskyldu var hún auðvitað dregin í þessa bíltúra með okkur. Þegar hann var svo farinn að minnka við sig vinnu tók hann við sem barnfóstra elsta drengsins okkar Þórmundar. Þá var nú heldur betur farið í bíltúrana þar sem helsta skemmtunin var að fara að skoða ónýtu bílana hjá skransölunum og fá sér svo snúð á eftir. Þegar við fjölskyldan fórum að hugsa okkur til hreyfings og búin að finna okkur draumahúsið sem hafði séríbúð í kjallaranum lá beinast við að fá pabba með í æv- intýrið. Hann var meira en til í það enda þótti honum óskaplega gott að vera nálægt litlu fjölskyld- unni sinni. Það var því árið 2005 sem sambúðin hófst. Hann í kjall- aranum og við hin uppi. Þetta var mjög hentugt fyrirkomulag og gott að hafa afa í kjallaranum sem oft kom með eitthvert bakkelsi fyrir afastráka eða hleypti þeim inn þegar þeir læstu sig úti, afa- strákarnir sem honum þótti svo vænt um. Þegar heilsan fór að gefa sig snerust hlutverkin við og þá var nú gott að hafa her manns á efri hæðinni þegar þurfti að sinna ýmsum viðvikum. Pabbi varð svo ósköp veikur síðastliðið haust þar sem honum var vart hugað líf en seigur var hann og náði sér upp úr því þótt hann væri mjög máttfarinn eftir þau veikindi. Það var því ákveðið að hann skyldi eiga skjól á Hrafn- istu og þótt dvölin þar reyndist verða stutt var alveg ljóst að hon- um leið þar vel. Lundin var létt og hann skarpur eins og alltaf. Vorið var fram undan og tilslakanir gerðu það að verkum að við gát- um farið að stunda bíltúrana okk- ar aftur. Daginn áður en hann dó áttum við einmitt góða stund með löngum bíltúr sem endaði með bita á Jómfrúnni. Þegar við kvöddumst sagði hann: „Þú ert mér svo góð, elsku barnið mitt,“ og nú segi ég þegar ég kveð þig: „Þú varst mér svo góður, elsku pabbi minn.“ Þín dóttir, Ragna. Páll Einarsson, móðurbróðir minn, ólst upp við bakka Ölfusár á Selfossi. Hann naut ástúðar og umhyggju foreldra sinna en einn- ig stórfjölskyldunnar því margir ættingjar hans úr nágrannasveit- um voru að koma sér fyrir í ört stækkandi bæjarfélagi. Mikil vin- átta og samheldni einkenndi sam- félagið og naut Palli þess. Hann fór víða um höfin sem vélstjóri, lengst af hjá Eimskip. Færði fréttir að utan, oft af ein- hverjum tækninýjungum, fjöl- breytileika stóru þjóðanna eða tónleikum með tvistkónginum Chubby Checker á Aruba-eyj- unni undan Venesúela. Gaf okkur sem bjuggum í fásinninu stórar kókflöskur, uppstoppaðan krókó- díl, West Side Story og bítlaplöt- ur. Hann reyndist okkur systkin- um góður og skemmtilegur frændi og jólagjafirnar voru alltaf harðir pakkar. Palli var áhugasamur um vélar, tækni og græjur alls konar og vél- stjórastarfið sem hann valdi sér féll vel að áhugamálunum. Hann útbjó útvarpsstöð á sjötta ára- tugnum með vinum á Selfossi, var vel að sér um flug, skip og bíla og er tilraun hans með 100 km hraða á nýja Volksvagninum eftir ný- hefluðum Eyrarbakkavegi eftir- minnileg. Síðar smíðaði hann trukk á grunni gamals herjeppa sem hann fékk hjá frændum sín- um í Hlíð í Gnúpverjahreppi. Trukkurinn reyndist vel og virtist komast um hvaða ófærur sem er. Það var ævintýri að ferðast með Palla í honum þótt unglingarnir meðal farþega hafi stundum verið feimnir við að láta sjá sig í bíl sem var ólíkur þekktum vörumerkj- um. Hann var snaggaralegur, traustur, fylginn sér og með sterkar skoðanir á þjóðmálum. Oft vottaði fyrir stríðni og hann hafði gaman af að hrista upp í um- ræðunni og var þá óspar á að varpa fram umræðusprengjum. Eftir hressileg skoðanaskipti skildu allir sáttir. Það var mikið hamingjublik í augum Palla þegar hann sagði foreldrum sínum og nokkrum okkar í fjölskyldunni að hann ætti von á barni með góðri vinkonu sinni, Ingibjörgu Ragnarsdóttur kennara. Það blik varði alla tíð gagnvart Rögnu sem fyllti líf hans gleði og síðar Þórmundur maður hennar og synirnir þrír. Vinátta Imbu og samhentrar fjölskyldu hennar var Palla mikils virði, en hún lést um aldur fram árið 1998. Palli, Ragna og Þórmundur festu kaup á tveggja íbúða húsi í Kópavogi og naut hann þess að búa í návígi við fólkið sitt. Þau reyndust honum sérlega vel þeg- ar heilsan fór að gefa sig. Hann veiktist alvarlega í haust en það var sem þrjóskan þjónaði honum vel, því hann náði góðum tíma síð- ustu mánuði og átti sérlega ánægjulegan lokadag; bíltúr með Rögnu sinni á fallegum vetrar- degi og síðan út að borða. Við Örn og fjölskylda okkar vottum Rögnu, Þórmundi og afa- strákunum, Sigurjóni Þorra, Ró- berti Páli og Ragnari Agli okkar dýpstu samúð. Laufey Guðjónsdóttir. Móðurbróðir minn hefur nú kvatt. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir og líkaminn sjálfsagt feg- inn. Lífsviljinn hvarf þó aldrei. Við höfum fylgst að lengi. Við systurbörn hans vorum heppin að eiga hann að. Hann var barngóð- ur og mikill vinur okkar. Til í að sinna okkur, fara með okkur í bíl- túra um bæinn eða hjálpa okkur með hjólin eða kassabílinn Er árin liðu varð hann svo fé- lagi. Eftirminnilegt fertugsaf- mælið, þó mörg ár séu liðin, en Palli var höfðingi. Afmælisveislur eða jólaboð; Palli var ómissandi ásamt sínu fólki. Palli var á undan sínum tíma í mörgu. Talaði fyrir skógrækt áð- ur en hún varð almenn. Honum fannst líka tóm vitleysa að auka sauðfjárrækt, sem var hugmynd lengi. Honum fannst líka tóm vitleysa að þjóðin skyldi ekki vilja nýta sér nýjustu tækni við gerð slitlags á vegina. Fannst líka tóm vitleysa hvað vegir landsins voru illa merktir. Á yngri árum var hann oft í Bandaríkjunum við störf. Var stundum spurður þegar til Ís- lands kom hvernig hann hefði rat- að á bíl til New York: „svarið er einfalt.“ Nú? „Ég fylgdi bara veg- merkingunum.“ Held að vinna hans í skipa- smíðastöðinni Stálvík hafi verið honum mest að skapi. Fyrirtækið var frumkvöðlafyrirtæki sem smíðaði mörg stálskip og síðar fyrsta skuttogarann sem smíðað- ur var á Íslandi; Stálvík. Einnig togarann Ottó N. Þorláksson en þar komu fram nýjungar á heims- vísu, eyddi t.d. minni olíu en þá var lenska. Skipið er enn að veið- um við Ísland á fimmtugsaldri. Kvótakerfið drap stöðina en í nokkur ár fengu ný skip ekki veiðileyfi. Palli eignaðist marga góða vini í starfi sínu þar. Á yngri árum veiddi Palli nokk- uð bæði rjúpu og fiska en bara til eigin nota. Oft kom jólarjúpan frá honum. Sem unglingur fékk hann oft að veiða silung við Kaldár- höfða í boði Sveins og Helgu og fór þá stundum hjólandi frá Sel- fossi. Þá var lengi til selskinns- „teppi“ á risgólfinu hjá mömmu og pabba sem hann færði þeim. Selinn skaut hann í sjálfsvörn á Sléttu. Þá færði hann okkur upp- stoppaðan villtan krókódíl sem hann keypti sem ungur maður á ferð í Barcelona. Íslensk náttúra var einnig í uppáhaldi og reyndi hann að kom- ast í Þórsmörk og Veiðivötn ár- lega. Jafnan á bílnum sem hann smíðaði sjálfur, sem nú er á bíla- safni. Mér er enn í fersku minni þeg- ar Ragna fæddist og skírnardag- ur hennar og hve glaður hann var og hamingjusamur. Imba var ævivinkona og þau voru sameinuð um að tryggja velferð Rögnu. Því miður lést hún alltof ung. Palli og Ragna og Þorri og afa- strákarnir þrír hafa svo alltaf átt vísan stuðning og vináttu systk- ina Imbu og barna auk tengda- fólks. Tryggur og góður vinur alla ævi og ég man ekki til þess að okkur hafi orðið sundurorða. Glaðlegur og ákveðinn, allra manna skemmtilegastur og alltaf saknaði maður hans þegar hann komst ekki í fjölskylduboðin. Langri samferð lýkur í dag þegar ég fæ að halda undir kistuna hans úr kirkjunni. Far vel, kæri frændi. Einar Guðjónsson. Mig langar að minnast Einars Páls Einarssonar. Hann kvaddi „Hótel Jörð“ fyrir stuttu. Við kynntumst aðeins nokkr- um sinnum við matborðið á Hrafnistu hér í Reykjavík. Hann var mjög rólegur maður. Hann átti áður heima á Selfossi. Þar hafði hann kynnst góðum vini mínum, Guðmundi Gilssyni Guð- jónssonar sem var organisti við Selfosskirkju. Þessi organisti, þ.e. Guðmundur Gilsson, bjó hjá for- eldrum mínum í Hamburg. Þar lærði þessi yndæli maður organ- leik hjá prófessor Günter Fös- temann. Megir þú, Einar Páll, hvíla í friði og lifa áfram í hlýjum minng- um. Þín kunningjakona, Ingrid María Paulsen. Páll Einarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar Raðauglýsingar Smáauglýsingar Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald Hreinsa þakrennur Laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Boccia með Guðmundi kl. 10. Handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Hreyfiþjálfun kl. 13:45. Kaffisala kl. 14:15-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Bústaðakirkja Opið hús frá kl 13-16 á miðvikudögum, samvera með helgistund, kaffi og góðu spjalli. Einnig boðið upp á göngutúr kl 13:00 frá kirkjunni um nágrennið. ca 45 -50 mín. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðkirkju. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opnunartími kl. 8:10-16. Allir velkomnir. Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00. Thai Chi kl. 9-10. Prjónum til góðs kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Mynd- listarhópurinn Kríur kl. 13-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Hjá okkur er Grímuskylda og vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig fyrirfram í síma eða á skrifstofunni. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00 Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga kl. 11:00 í sal í kjallara Vídalínskirkju. Boccia Ásgarður kl: 12:55. Smíði Smiðja Kirkjuh. kl. 09:00 og 13:00. Vatnsleikfimi Sjál kl. 15:15. Litlakot opið kl. 13:00 – 16:00. Gerðuberg Opin handavinnustofa rá kl. 8:30-16:00 Gönguhópur létt leikfimi og síðan ganga, kl. 10:00. Núvitund (áherlsa á innri ró, sátt og sjálfsheilun) frá kl. 11 – 11:20. Myndlist/listaspírur kl. 13-16:00. Alltaf heitt á könnunni. Gjábakki kl. 8.30 til 10.30 handavinnustofa opin, bókið daginn áður. Kl. 9.45 Stólaleikfimi (fullbókað), kl. 11.30 til 12.30 Matur. Kl. 13.30 til 15.30 opið fyrir spjall, bókið daginn áður. Gullsmára Myndlist kl. 9.00. Tréútskurður kl. 13.00. Munið sóttvarnir, grímuskylda. Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og 9.30. Bingó á miðvikudögum kl. 13. Handverk á miðvikudögum kl. 13. Píla á fimmtudögum kl. 13. Línudans á föstudögum kl. 10 og 11. Grímuskylda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Helgistund kl. 14:00, prestur frá Grensáskirkju þjónar. Korpúlfar Listmálun hefst á ný í dag kl. 9 í Borgum, Pétur Halldórsson leiðbeinandi og þátttökuskráning. Boccia kl. 10 í Borgum. Helgistund kl. 10:30 í Borgum. Spjallahópur í listasmiðjunni í Borgum kl 13. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 14 í dag. Sóttvarnir í hávegum hafðar og 20 manns í hópatímum. Grímuskylda í félagsstarfinu og allir velkomnir. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Ef veður leyfir förum við í smá göngu kl. 11.00. Örnámskeið i roði og leðri á neðri hæð félagsheimilisins kl. 15.30 - 18.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Virðum sóttvarnir og höldum áfram að fara varlega. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Merkurteigur 3, Akranes, fnr. 210-2186 , þingl. eig. Margrét Marta Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, miðvikudaginn 24. febrúar nk. kl. 11:00. Kirkjubraut 7, Akranes, fnr. 210-1918 , þingl. eig. Hraunbraut ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 24. febrúar nk. kl. 11:15. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 15. febrúar 2021 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður haldið á skrifstofu embættisins Borgarbraut 2, Stykkishólmi, sem hér segir: AKRANES, AK, Akranes, (FARÞEGASKIP), fnr. 2777 , þingl. eig. Loðna ehf., gerðarbeiðendur Skipalyftan ehf. og Vestmannaeyjahöfn, þriðjudaginn 23. febrúar nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 15 febrúar 2021 Nauðungarsala atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HAUKUR STEFÁNSSON, Álfkonuhvarfi 53, andaðist á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 3. febrúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Katrín Kristín Guðjónsdóttir Helga Lísa Jónsdóttir Egill Kristján Björnsson Kristín Steinunnardóttir Einar B. Árnason Ómar al Lahham Amanda Jo Wood Sara Steinunnardóttir Alexander Marinuson Björn Magnús og Katrín Kristín Egilsbörn Gabríel Þór Alexandersson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.