Morgunblaðið - 16.02.2021, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
VA R I E T Y C H I C AG O S U N
T I M E S
I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H
Hörkuspennandi og
Hrollvekjandi
Spennumynd.
M OV I E F R E A K . C O M
FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
FRUMSÝND Á MIÐVIKUDAG.
Louvre-safnið í París er fjölsóttasta
listasafn heims en átta til níu millj-
ónir gesta sóttu safnið heim árlega,
þar til kórónuveirufaraldurinn
fækkaði þeim niður í 2,7 milljónir í
fyrra enda var safnið þá bara opið
fyrstu mánuði ársins. Louvre er ekki
bara vinsælasta safnið heldur á það
líka flesta listgripina, um 620.000
verk og muni – allt frá gersemum
eftir meistara á borð við Da Vinci og
Caravaggio, að miðaldahandritum,
marmarastyttum frá gullöld Grikkja
og Rómverja, og enn eldri sköp-
unarverkum óþekktra listamanna.
Aðeins um 35.000 verk og gripir
eru sýnd í Louvre á hverjum tíma og
önnur 35.000 eru sýnd í útibúum
safnsins eða lánuð til annarra
franskra safna. Meira en hálf milljón
gripa í eigu Louvre hafa því verið
geymdir í safninu og stór hluti í
kjöllurum hinnar gömlu konungs-
hallar við fljótið Signu – á flóða-
svæði. Hættan sem þeim er búin þar
komst í hámæli árið 2016 þegar flóð
hljóp í Signu og gríðarlegan við-
búnað þurfti til að flytja listaverk og
gripi í þúsundatali upp á efri hæðir
Louvre, undan vatninu.
Mun geyma 250.000 gripi
Vegna flóðanna í Signu árið 2016
settu frönsk menningaryfirvöld auk-
inn kraft í áætlanir um að reisa
öruggar geymslur fyrir verk Lo-
uvre-safnsins og nú, aðeins fimm ár-
um síðar, hafa stærstu og best búnu
listaverkageymslur sem til eru verið
teknar í notkun – með umfangs-
miklum verkstæðum fyrir forverði,
rannsóknaraðstöðu og ljósmynda-
stúdíóum.
Hin nýja geymsla og forvörslu-
verkstæði Louvre er staðsett í Lié-
vin nærri borginni Lens, norðarlega
í Frakklandi, en í Lens er líka lítið
útibú frá Louvre. Aðstaðan var
kynnt fyrir blaðamönnum í liðinni
viku en stjórnendur Louvre hafa
nýtt tímann í veirufaraldrinum vel; á
meðan safnið í París hefur verið lok-
að hafa flutningabílar hlaðnir ger-
semum streymt látlaust norður á
bóginn og hafa þegar flutt um
100.000 listaverk og gripi – meðal
annars málverk, styttur, gólfteppi,
húsgögn, listskreytingar af ýmsu
tagi og veggteppi. Ætlunin er að
koma allt að 250.000 gripum í
geymsluna en handrit og papp-
írsverk sem ekki eru á sýningum
verða áfram í geymslum á efri hæð-
um Louvre og annars staðar í París.
Ströngustu öryggisstaðlar
Í umfjöllun The New York Times
er þessari nýju viðhaldsmiðstöð og
geymslu Louvre líkt við „menninga-
rvirki“. Sex byggingar úr stáli,
steypu og gleri eru undir einu þaki
og ná yfir nær tíu hektara lands.
Hver ofurtraustra eininganna sex er
ætluð fyrir ákveðna gerð verka sem
þar verða geymd og í sölum á milli
geymslukjarnanna eru vinnurýmin.
Framkvæmdin kostaði um 60 millj-
ónir evra, nær 10 milljarða króna.
Bæjaryfirvöldum í Liévin, sem er á
fyrrum námusvæði, var svo umhug-
að að fá stofnunina í bæinn að þau
seldu Louvre landið fyrir táknræna
upphæð, aðeins eina evru.
Haft er eftir Jean-Luc Martinez,
stjórnanda Louvre, að ógnin frá
mögulegum flóðum í Signu hafi verið
það aðkallandi að eftir flóðin 2016
hafi allir séð að það varð að bjarga
verkunum úr kjöllurum safnsins.
Það var ekki eftir neinu að bíða.
Forvörslu- og geymslubygging-
arnar eru reistar eftir nákvæmustu
öryggisstöðlum, allt frá því hvernig
regnvatni er beint frá byggingunum
að vörnum gegn mögulegum hryðju-
verkum. Innandyra er nýjustu tækni
beitt til að koma í veg fyrir að skor-
dýr geti komist nálægt gripum og
valdið á þeim skemmdum. Verkin
eiga því að vera örugg. efi@mbl.is
Verk Louvre-safnsins í skjól
Yfir 100.000
gripir eru þegar
komnir í nýjar
öryggisgeymslur
Ljósmyndir/Louvre-safnið
Stærsta geymslan Hin nýja forvörslu- og geymslumiðstöð Louvre í Liévin nær yfir næstum tíu hektara svæði.
Gríðarstórt Undir einu þaki eru sex rammgerðar
geymslur fyrir ólíkar tegundir verka og gripa.
Rekkar Í einni geymslunni, fyrir tvívíð verk, eru gríðar-
miklir rekkar til að hengja á alls kyns myndverk.
Eftir að ný heimildarkvikmynd um
líf tónlistarkonunnar Britney Spe-
ars, Framing Britney Spears, var
frumsýnd á streymisveitunni Hulu
vestanhafs í liðinni viku hafa marg-
ir sem fjallað hafa um líf Spears á
undanförnum árum, og þá um veik-
indi hennar og persónulegt líf, beð-
ist afsökunar á yfirgangi, tillits-
leysi, karlrembu og dónaskap.
Árið 2008 missti Spears, sem var
þá 25 ára gömul, fjárráðin í kjölfar
alvarlegra andlegra veikinda og
hefur faðir hennar síðan séð um
hennar mál. Henni hafði skotið upp
á stjörnuhimin dægurtónlistar-
innar þegar hún var á unglings-
aldri og efnaðist mjög. Eins og sýnt
er fram á í kvikmyndinni fóru hinir
ólíkustu fjölmiðlar sem og
skemmtikraftar hamförum í um-
fjöllun um veikindin og mögulegar
afleiðingar þeirra fyrir Spears, án
þess að sýna henni, að því er virðist,
nokkra tillitssemi. Féllu iðulega
grimm og andstyggileg ummæli um
hana.
Meðal þeirra sem hafa beðið Spe-
ars afsökunar er tónlistarmaðurinn
Justin Timberlake en þau Spears
voru par á sínum tíma. Í pósti á In-
stagram segist hann nú sjá að hann
hafi brugðist og hafi verið með-
virkur í kerfi sem horfir fram hjá
karlrembu og misrétti. Í kvikmynd-
inni er meðal annars rýnt í orðalag
hans og fréttamiðla um skilnaðinn
og er hart deilt á þá umfjöllun.
Í leiðinni bað Timberlake tónlist-
arkonuna Janet Jackson afsökunar
og er talið að hann vísi til þess er
hann í hálfleikssýningu Super Bowl
2004 tætti meira burtu af búningi
hennar en ákveðið hafði verið svo
annað brjóst hennar varð bert.
AFP
Í lyndi Justin Timberlake og Britney Spe-
ars saman árið 2002, áður en hún veiktist.
Spears beðin af-
sökunar á umfjöll-
un og dónaskap