Morgunblaðið - 16.02.2021, Side 32

Morgunblaðið - 16.02.2021, Side 32
„Hljóðs bið ek allar helgar kindir“ er yfirskrift tónleika Þóris Jóhannssonar kontrabassaleikara og Ingunnar Hildar Hauksdóttur í Norræna húsinu annað kvöld, mið- vikudagskvöld, og hefjast þeir klukkan 20. Eru tónleik- arnir í röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Flytja þau fjöl- breytileg verk eftir Zoltán Kodály, Giovanni Bottesini, Max Bruch, Árna Egilsson, Karólínu Eiríksdóttur og Þórð Magnússon. Vegna samkomutakmarkana af völd- um veirufaraldursins verður takmarkaður gestafjöldi en tónleikunum verður streymt á Facebook-live. Kontrabassi og píanó hljóma í Klassík í Vatnsmýrinni á morgun Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hér á stærsta vinnustað landsins er munna að metta og sprengidagurinn ber nafn með rentu. Alls þurfum við um 300 kíló af saltkjöti fyrir daginn og útbúum um 600 lítra af bauna- súpu,“ segir Ásbjörn Pálsson, yfir- matreiðslumaður og verkstjóri í eld- húsi Landspítalans. Ætla má að um 1.200 starfsmenn sjúkrahússins verði í mat í hádeginu í dag, þar sem saltkjöt og baunir eru aðalrétturinn. Til viðbótar starfsfólkinu verða svo í mat um 600 inniliggjandi sjúklingar. Sitthvað fleira er reyndar á matseðl- inum, samanber að neysluvenjur landans og matarmenning breytast hratt. Mjúkt undir tönn „Fæðið fyrir sjúklingana tekur mið af heilsu þeirra og ástandi. Salt- kjötið sem fer á öldrunardeildirnar þarf að vera meyrt og mjúkt undir tönn. Kjötið sem sjúklingar á hjarta- deild fá verður að vera hóflega salt- að, ella getur eitthvað farið úrskeið- is. Einnig bjóðast arabískar grænmetisbollur eftir uppskrift frá Líbanon,“ segir Ásbjörn. „Á Barnaspítala Hringsins fer svo lambakjöt í karrísósu og krakkarnir fá frostpinna í eftirrétt. Raunar er mjög mikil fjölbreytni ráðandi í mat- argerð á Landspítalanum. Sumir vilja vegan og aðrir þurfa mauk- eða fljótandi fæði. Einnig þarf að sér- útbúa skammta með prótín- eða orkublöndum og svona má áfram telja.“ Byrjað á hafragraut Alls vinna um 6.000 manns á Landspítalanum. Þar af eru um 90 starfsmenn frá 17 þjóðlöndum í eld- húsinu þar sem vinnudagurinn hefst klukkan hálfsjö á morgnana. Fyrsta verk dagsins er jafnan að elda hafra- grautinn, kjarngóða máltíð sem er undirstaða dagsins. Í framhaldinu hefst svo undirbúningur að hádegis- verði, sem í gær var bollur í ýmsum útgáfum. Þær voru meðal annars á boðstólum á kaffihúsum sem starf- rækt eru á starfsstöðvum Landspít- alans við Hringbraut, á Landakoti, í Fossvogi, við Skaftahlíð og á Grens- ásdeild. Ásbjörn Pálsson á að baki ára- tugalangan feril sem matreiðslu- maður, meðal annars sem yfirkokk- ur á Lækjarbrekku auk þess að hafa starfað á Restaurante Alexandre í Nimes, stjörnustað í Suður- Frakklandi. Hann kom til starfa á Landspítalanum fyrir tveimur árum. Matarvenjur og menning „Matargerðin hér á Landspít- alanum er fjölbreytt. Fólk gerir í vaxandi mæli kröfu um að maturinn sem unnið er úr á staðnum sé hreinn og án aukaefna og því er að sjálf- sögðu svarað. Svo breytast matar- venjur líka með kynslóðum. Fólk sem nú er komið á efri ár kann því vel að fá saltfisk, lambakjöt og grjónagraut sem við höfum auðvitað áfram á matseðli, bara ekki jafn oft og áður til að mæta því sem yngra fólk óskar eftir. Þeim hópi svörum við með því að bjóða til dæmis pasta og pítsur – sem hinir eldri þiggja líka í hófi. Svona vindur nú öllu fram og matarvenjur endurspegla vel menningu samfélagsins, gamla og nýja, samanber að sprengidagurinn skuli vera í heiðri hafður.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veisla Ásbjörn Pálsson, matreiðslumaður á Landspítala, ætlar að bjóða upp á saltkjöt, baunir og ef til vill túkall! 300 kíló af saltkjöti  Sprengidagur á Landspítala  Lítið saltað á hjartadeild Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. slippfelagid.is/ilmur SLIPPFÉLAGIÐ Fellsmúla 26 og Skútuvogi 2, Reykjavík, S: 588 8000 Dalshrauni 11, Hafnarfirði, S: 588 8000 Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760 Opið: 8-18 virka daga / 10-14 laugardaga slippfelagid.is Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is Hör Leir Truffla Börkur Kandís Myrra Krydd Lyng Lakkrís ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Dramatíkin var allsráðandi í lokaleikjum níundu um- ferðar úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeild- arinnar, sem fram fóru í gær. Í Kaplakrika tóku FH-ingar á móti Haukum í Hafnarfjarðarslagnum. Bæði lið fengu tækifæri til þess að gera út um leikinn en lokatölur urðu 29:29 eftir æsispennandi leik. Þá reyndist Patrek- ur Stefánsson hetja KA-manna þegar liðið heimsótti ÍBV í Vestmannaeyjum en leiknum lauk með 29:28-sigri KA. Patrekur skoraði sigurmark Akureyringa þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. »26 Dramatíkin í aðalhlutverki í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.