Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Sérhæfð þjónusta fyrir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun og förum með bifreiðina í skoðun Þjónustuaðilar IB Selfossi frostlyfting á völlum GKG, en það sé ekkert sem heitið geti og muni jafna sig eftir völtun í vor. Lykilatriðið sé að fá ekki kal og engar vísbendingar séu um það enda hafi menn sloppið við klaka mestan hluta vetrar. „Það eru því allar líkur á að golf- vellirnir komi vel undan vetri og aldrei að vita nema við náum að opna snemma í vor svo framarlega sem við fáum ekki öflugt páskahret yfir okkur. Komi til þess munum við bara njóta þess að spila áfram í hermunum,“ segir Agnar. aij@mbl.is hermum og ef svo haldi fram sem horfi sé ekki spurning hvort það verði gert heldur hvenær. Opið er í golfhermana frá klukkan 9 á morgnana til 23 á kvöldin. Á mið- vikudögum til vors verður gerð til- raun með að opna klukkan 7 með það í huga að á sumrin fari margir kylfingar 9 eða 18 holur á golfvell- inum áður en þeir mæta til vinnu. Góður vetur til þessa Veturinn hefur til þessa farið vel með golfvelli á suðvesturhorninu. Agnar segir að reyndar sé smávegis Annir hafa verið í golfhermunum hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar frá því að starfsemin mátti fara í gang að nýju 13. janúar. Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, segir að kylfingar hafi verið duglegir að æfa sveifluna í golfhermunum. Nánast hafi verið fullt alla daga frá morgni til kvölds og mikið sé bókað fram á vor. Klúbburinn rekur samtals 22 full- komna golfherma, 16 í íþrótta- aðstöðu klúbbsins í Garðabæ og sex í Kórnum í Kópavogi. Agnar segir að hægt sé að bæta við fjórum golf- Morgunblaðið/Eggert Sveifla Anna Hulda Sigurðardóttir slær fagmannlega í golfhermi hjá GKG, en hægt er að velja heimsþekkta velli. Mikið slegið í golfherm- unum og styttist í vorið  Nánast fullbókað  Vonir um að vellir verði opnaðir snemma Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áætlað er að 640 bein störf verði við fiskeldi á Vestfjörðum þegar unnt verður að nýta hámarkslífsmassa fjarðanna samkvæmt áhættumati Hafrannsóknastofnunar. Til við- bótar koma 390 óbein störf og verða störf við fiskeldi því samtals liðlega eitt þúsund. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að allt að 1.850 íbúar Vest- fjarða byggi afkomu sína að ein- hverju leyti á fiskeldinu, eða allt að 20% íbúa. Áætlun um framleiðslu í fiskeldi og fjölda starfa kemur fram í skýrslu um greiningu á áhrifum fisk- eldis á Vestfjörðum sem KPMG hef- ur gert fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu og birt er á vef síðarnefndu samtak- anna. Skýrslan er í raun uppfærsla á skýrslu sem gefin var út á árinu 2017. Fiskeldi vex hratt á Vestfjörðum og Austfjörðum og er að verða ein af grunnstoðum atvinnulífsins í þess- um landshlutum, sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum, og verður það enn frekar á næstu ár- um, ef fram fer sem horfir. 150 störf nú þegar Tvö stærstu fyrirtækin í sjókvía- eldi á Vestfjörðum, Arnarlax og Arc- tic Fish, framleiddu rúman helming alls eldislax sem fluttur var út frá Ís- landi á síðasta ári. Hjá þeim störf- uðu um 170 manns í lok ársins 2019, þar af 150 á Vestfjörðum. Þeim hef- ur fjölgað síðan. Hafró hefur gefið út að hámarks- lífmassi vegna sjókvíaeldis í fjörðum Vestfjarða sé 64.500 tonn. Miðað við 80% nýtingu á hámarkslífmassa má búast við að árleg framleiðsla verði um 51 þúsund tonn, þegar leyfin verða nýtt að fullu. Áætlað söluverð- mæti afurðanna er 46 milljarðar króna og að skattsporið verði 2,2 milljarðar og þar af renni um 1,1 milljarður til sveitarfélaganna. Þá er áætlað að launagreiðslur verði 5 milljarðar króna, aðeins vegna beinna starfa við fiskeldi. 1.850 íbúar njóta Gert er ráð fyrir því að bein störf við framleiðsluna verði 640 þegar leyfin verða fullnýtt, hvenær sem það verður, og til viðbótar verði 390 óbein störf. Samtals gera þetta 1.030 störf. Til viðbótar koma íbúar sem fylgja beinum og óbeinum störfum, um 820, samkvæmt mati KPMG sem miðar við reynsluna í nálægum fisk- eldislöndum. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa á Vest- fjörðum sem byggja muni afkoma sína á fiskeldi að einhverju leyti verði allt að 1.850. Nú búa liðlega sjö þúsund manns í landshlutanum. Miðað við þessar forsendur gætu allt að 20% íbúa byggt afkomu sína á fiskeldi. Fullvinnsla skapar störf Bent er á það í skýrslunni að skipta megi virðiskeðju fiskeldis í fernt, fóðurframleiðslu, seiðafram- leiðslu á landi, fiskeldi og vinnslu. Fjölbreytt störf geti skapast á svæð- inu eftir því sem fleiri þættir virðis- keðjunnar eru staðsettir á Vest- fjörðum. Bent er á að allt fóður sé framleitt utan Vestfjarða og flutt þangað. Þótt töluverð seiðafram- leiðsla sé í landshlutanum er tölu- vert einnig flutt að, meðal annars frá Þorlákshöfn. Þá er vakin athygli á því að fiskvinnslan Oddi á Patreks- firði hafi hafið vinnslu á laxaafurðum úr fiski frá Arnarlaxi og Arctic Fish. Það auki verðmætasköpun á svæð- inu. 20% íbúa Vestfjarða lifi á fiskeldi  Greining KPMG bendir til að rúmlega þúsund störf verði við fiskeldi á Vestfjörðum þegar hámarks- lífmassi í sjókvíaeldi verður nýttur til fulls  Söluverð afurðanna getur numið 46 milljörðum króna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Patreksfjörður Einn af fóðurprömmum Arctic Fish við sjókvíar á Patreksfirði, skammt frá þorpinu. Ummæli Píratanna Jóns Þórs Ólafssonar og Andrésar Inga Jóns- sonar sem þeir létu falla í viðtölum sem þeir veittu eftir lokaðan fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis verða til umræðu á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Jón Þór, sem er formaður stjórn- skipunnar- og eftirlitsnefndar, og Andrés Ingi hafa verið sakaðir um trúnaðarbrest eftir fundinn þar sem Halla Bergþóra Björnsdóttir, lög- reglustjórinn á höfuðborgarsvæð- inu, svaraði spurningum nefndar- manna um samtöl sín við dómsmálaráðherra á aðfangadag. Þann dag var fjallað um færslu í dagbók lögreglunnar í fjölmiðlum þar sem sagði að „háttvirtur ráð- herra“ hefði verið í samkvæmi sem lögregla hefði stöðvað. Í viðtölum eftir fundinn sögðu þeir Jón Þór og Andrés Ingi að í ljósi vitnisburðar Höllu væri tilefni til að skoða málið frekar. Þeir hafa verið gagnrýndir mjög fyrir um- mælin, bæði fyrir frjálslega túlkun á svörum Höllu og fyrir að hafa rof- ið trúnað sem gildir um lokaða fundi. Aðrir nefndarmenn segja að ekk- ert í svörum lögreglustjóra hafi bent til þess að ráðherra hafi með símtölum sínum verið að gera annað en að óska eftir upplýsingum á grundvelli yfirstjórnunar- og eftir- litsheimilda. Sjálf hefur Halla tekið af allan vafa hvað þetta varðar. „Ég tel ekki að ráðherra hafi með þessu haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu,“ sagði Halla daginn eftir að fundurinn fór fram. thor@mbl.is Forsætisnefnd ræð- ir trúnaðarbrest  Gagnrýndir fyrir frjálslega túlkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.