Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 8. M A R S 2 0 2 1 Stofnað 1913  56. tölublað  109. árgangur  FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is Sjáumst á fjöllum UNITED HAFÐI BETUR Í NÁGRANNA- SLAGNUM VIÐ CITY OF FÁAR KONUR Í FORYSTU FYRSTU TÓNLEIK- ARNIR AF SJÖ HALDNIR Í HÖRPU ALÞJÓÐADAGUR KVENNA 14 VÍKINGUR HEIÐAR 29ENSKI BOLTINN 27 Tilkynnt var um tvo einstaklinga sem greinst höfðu innanlands með Co- vid-19 utan sóttkvíar í gær. Þetta eru fyrstu innanlandssmitin sem greinst hafa utan sóttkvíar síðan 1. febrúar. Reyndust þau bæði vera af hinu svo- kallaða breska afbrigði sem talið er meira smitandi en önnur afbrigði sem greinst hafa hér á landi. Annar þeirra sem greindust er starfsmaður á dag- og göngudeild Landspítalans. Hluta deildarinnar var lokað í gær og ríflega fimmtíu einstaklingar, bæði sjúklingar og starfsmenn sjúkrahússins, voru sett- ir í sóttkví. Már Kristjánsson, yfir- læknir smitsjúkdómadeildar, stað- festi í samtali við mbl.is í gærkvöldi að búið væri að skima um 30-40 ein- staklinga af þeim og reyndust allar niðurstöðurnar neikvæðar. Um 20 starfsmenn verða skimaðir í dag. Að minnsta kosti annar þeirra sem reyndust smitaðir sótti tónleika sem haldnir voru í Hörpu á föstudaginn var. Skráning gesta í sæti auðveldaði smitrakningu og voru tíu þeirra sem sátu næst þeim smitaða settir í sóttkví. Tónleikagestir fari í skimun Boðið verður upp á skimun fyrir alla tónleikagesti í dag, en um 800 manns voru í sæti í fjórum mismun- andi sóttvarnahólfum, en núgildandi reglur gera ráð fyrir að mest 200 manns megi vera samankomnir í hverju hólfi. Aðrir tónleikar í sömu syrpu voru haldnir í gærkvöldi, en eftir samráð við almannavarnir var ekki talin ástæða til að breyta neinu varðandi þá viðburði sem framundan eru í Hörpu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir sagði á upplýsingafundi almanna- varna í gær að það réðist á morgun, þriðjudag, hvort smitin hafa hrundið af stað fjórðu bylgjunni af kórónu- veirufaraldrinum hér á landi. Sagði Þórólfur málið sýna hve staðan væri viðkvæm og hvað einn einstaklingur gæti smitað hratt út frá sér. Mögulegt hópsmit í uppsiglingu  Loka þurfti hluta göngudeildar Landspítalans vegna smits  Ekki hætt við tónleika í Hörpu í gær MNiðurstöður skimana ráða »2 Fyrsta áætlunarferð Icelandair á Boeing MAX eftir langvar- andi kyrrsetningu vélanna er nú í morgunsárið þegar flogið verður til Kaupmannahafnar. Undirbúningsflug var á laugar- daginn í kynnisför þar sem Kári Kárason flugmaður og Eiríkur Haraldsson flugmaður voru við stjórnvölinn í ferð þar sem út- sýnið var einstakt, enda veðrið á þessum síðvetrardegi gott. „Sennilega eru þetta öruggustu flugvélar heimsins í dag,“ segir Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri Icelandair, um MAX- vélarnar en alls 12 slíkar verða teknar í flota félagsins. »10 Morgunblaðið/Árni Sæberg Einstakt útsýni í undirbúningsflugi á Boeing MAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.