Morgunblaðið - 08.03.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021
Flokkur fólksins
berst fyrir rétti og
frelsi fólks til að
vinna eins lengi og
það vill. Staða eldri
borgara á vinnumark-
aði er ekki sem
skyldi. Helsta meinið
er að þeir eiga ekki
auðvelt með að halda
vinnunni. Þeir fá laun
frá samfélaginu en
kerfið er þannig að ef þeir sem
komnir eru á eftirlaunaaldur vilja
auka tekjur sínar með vinnu þá
skerðir það þessi eftirlaun. Þetta
er hin alþekkta „króna á móti
krónu skerðing“. Hún hindrar
áframhaldandi atvinnuþátttöku
eldri borgara.
Sóun á mannauði
Lífeyrir skerðist um 45% af at-
vinnutekjum umfram 100.000 kr. á
mánuði. Þá eru atvinnutekjur auk
þess skattlagðar. Því er ávinningur
lífeyrisþega af atvinnu nánast eng-
inn. Af hverju þarf þetta að vera
svona? Hvers vegna má fólk sem
„komið er á ákveðinn aldur“ ekki
afla sér tekna og borga af þeim
skatta eins og aðrir, hafi það á
annað borð vilja og getu til og
eftirspurn sé eftir kröftum þeirra?
Þessi skerðing er ekki hagstæð
fyrir samfélagið. Hún sviptir fólk
mannréttindum sem er frelsi til
sjálfsbjargar og athafna. Fólk fær
ekki að leggja sitt til samfélagsins
vilji það gera það. Því er meinuð
sú andlega og líkamlega heilsubót
sem getur falist í því að vera áfram
þátttakandi á vinnumarkaði.
Óþarfa sóun á mannauði á sér stað.
Borgarar með mikla reynslu og
þekkingu eru dæmdir úr leik.
Þetta stangast á við fyrirkomulag
þessara mála í mörgum nágranna-
löndum okkar. Víða í Evrópu hefur
fólk rétt til að vinna eins lengi og
það vill. Iðulega er kallað eftir
störfum fólks þótt það verði sjö-
tugt.
Endurskoða þarf einstrengings-
legar reglur um starfslok og
skerðingar vegna atvinnutekna
eldri borgara hér á landi. Þótt fólk
verði sjötugt þýðir ekki að heila-
starfsemi þess stöðvist. Í dag er
fólk um 70 ára aldur við betri
heilsu en fyrir áratugum. Aldrað
fólk býr yfir umtals-
verðum kostum,
menntun og reynslu
sem gerir það að góð-
um starfsmönnum.
Flokkur fólksins á
þingi hefur barist
gegn því að aldraðir
séu þvingaðir til að
láta af störfum og hef-
ur einnig flutt frum-
varp um afnám skerð-
inga lífeyris vegna
atvinnutekna.
Tillögur og umræða í
borgarstjórn
Sem borgarfulltrúi Flokks fólks-
ins hef ég lagt fram tillögur og
staðið fyrir umræðu um sveigj-
anleg vinnulok í borgarstjórn.
Borgin ætti að hætta að nota ald-
ursviðmið og leyfa þeim sem það
geta og vilja að halda áfram að
sinna starfi sínu þótt sjötugsaldri
sé náð. Borgin ætti líka að þrýsta
á ríkið að draga úr skerðingum á
lífeyri vegna atvinnutekna svo sem
að frítekjumark vegna atvinnu-
tekna yrði hækkað úr 100.000 kr. í
200.000 kr. eða afnumið alfarið.
Fyrir þá sem vilja skipta um
starf vegna aldurs, eða t.d. minnka
við sig, getur borgin skoðað leiðir
til að bjóða upp á tímabundnar
ráðningar, hlutastarf eða verk-
takavinnu við ákveðin verkefni, allt
sem hentar hverjum og einum og
styrkir atvinnulífið. Eldri borgarar
búa yfir mikilli reynslu og þekk-
ingu sem getur nýst áfram.
Borgin ætti að vera fremst í
flokki með öll störf í borginni og
bjóða upp á sveigjanleika þegar
komið er að starfslokum. Reykja-
vík sem stærsta sveitarfélagið á að
vera fyrirmynd annarra sveitarfé-
laga og leiðandi þegar kemur að
breytingum til bóta sem lúta að
mannréttindum og jafnrétti.
Flest er
sjötugum fært
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur
Kolbrún Baldursdóttir
»Borgin ætti að hætta
að nota aldursviðmið
og leyfa þeim sem það
geta og vilja að halda
áfram að sinna starfi sínu
þótt sjötugsaldri sé náð
Höfundur er oddviti Flokks fólksins í
borgarstjórn Reykjavíkur.
kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is
Ágæti ráðherra.
Áhyggjuefni mitt er
að ríkisvaldið hefur
haldið eftir meiru en
40% af sóknargjöldum
síðan 2008 og skuldin
er í dag nærri 14
milljarðar króna.
Þessu treysti ég þér
til að breyta fyrir
kosningar.
Fyrst vil ég rekja
málið í stórum dráttum, lesendum
til skýringar.
Um aldir var íslenska þjóð-
kirkjan rekin að mestu með
tekjum af jarðeignum hennar. Um
aldamótin 1900 voru aðstæður í
þjóðfélaginu þannig, að þetta gekk
ekki lengur upp. Árið 1907 var því
brugðið á það ráð, að ríkið tæki
kirkjujarðirnar (aðrar en prests-
setrin) í sína umsjá (ekki til eign-
ar), hirti af þeim tekjurnar en
greiddi í staðinn laun og annan
kostnað sem kirkjan þurfti að ann-
ast. Þegar á leið öldina fór að
fyrnast yfir aðalatriðin í þessum
samningi og margir stjórn-
málamenn töldu, að ríkið ætti jarð-
irnar og seldu þær ef svo bauð við
að horfa. Á níunda áratugnum,
þegar landbúnaðarráðherra ætlaði
að selja hluta úr mjög verðmætri
jörð fyrir sáralítið fé, brást Sig-
urbjörn Einarsson biskup snöf-
urlega við og tókst að stöðva þá
þróun sem þarna var orðin venja.
Málið var vel skoðað og nið-
urstaðan varð kirkjujarða-
samkomulagið 1997.
Þar afhenti kirkjan ríkinu til
eignar allt jarðasafnið frá 1907 og
ríkið tók að sér að greiða laun til-
tekins fjölda starfsmanna kirkj-
unnar og annan tiltekinn kostnað
sem hlýtur að fylgja því að halda
hér uppi þjóðkirkju.
Það hafði áður tekið
að sér að innheimta
sóknargjöld og koma
þeim í réttar hendur.
Allt var þetta verð-
tryggt, þannig að
starfsemi kirkjunnar
átti að eiga örugga
framtíð.
Svo kom banka-
hrunið 2008 og í þeim
erfiðleikum sem
fylgdu samþykkti
kirkjan, ásamt mörg-
um öðrum stofnunum þjóðfélags-
ins, að ganga undir bagga með rík-
inu og gefa eftir hluta tekna sinna,
sóknargjaldanna, sem og lögbund-
in framlög til sjóða kirkjunnar, til
þess að koma þjóðlífinu yfir erf-
iðasta hjallann. Það tókst furðu
fljótt. Ítrekaðar úttektir á vegum
stjórnvalda hafa sýnt fram á að
flestar stofnanir, sem undir dóms-
málaráðuneytið heyra, hafa á ný
fengið leiðréttingu fjárframlaga,
t.d. sýslumanns- og lögreglustjóra-
embættin. Kirkjan hefur þó ekki
komist í þann hóp og eru söfnuðir
hennar því að komast í þrot. Raun-
ar eru sóknargjöldin félagsgjald
þeirra sem skráðir eru í kirkjuna
rétt eins og önnur trúfélög, sem
ríkinu ber að skila óskertu, fremur
en að líta beri á þau sem framlag
ríkisins til kirkjunnar.
Ég minni á sorgleg dæmi um
viðhaldsleysi og skuldasöfnun
vegna fjárskorts eins og Húsavík-
urkirkju, Skálholtsdómkirkju,
Dómkirkjuna í Reykjavík og fjöl-
mörg önnur. Tekjur af sókn-
argjöldum 2019 höfðu t.d. hækkað
um 6,1% frá 2008, en vísitala
neysluverðs u.þ.b. 63,6%. Það ár
var söfnuðunum því gert að reka
starfsemi sína á nánast sömu
krónutölu og 2008. Hverjum heil-
vita manni hlýtur að vera ljóst að
slíkt er fásinna. Heildarniður-
skurður á gjöldum til allra safnaða
þjóðkirkjunnar var á sama tíma
rúmlega 10,4 milljarðar.
Sóknargjaldið í dag ætti að vera
kr. 1.815 á mánuði, en hún fær
ekki nema kr. 1.080 í sinn hlut.
Það vita allir, að þetta getur ekki
gengið. Kirkjan er komin í þrot.
Að mínu viti ert þú stjórn-
málamaður sem vill að heill og
blessun fylgi störfum hans og tek-
ur því vel öllum ábendingum sem
styðja hann til slíkra verka og efla
stöðu hans. Þess vegna treysti ég
því að þú skoðir nú mál kirkjunnar
af sanngirni, mætir talsmönnum
hennar á málefnalegum grundvelli
og gefir fyrirheit, sem allir geta
sætt sig við. Enginn veit hver fer
með fjármál ríkisins eftir næstu
kosningar. Því skiptir miklu að
ljúka málinu áður.
Ég nefni þar fyrst, að frá næstu
áramótum fái söfnuðirnir kirkju-
gjöldin óskert. Það er grundvall-
aratriði. Því næst þurfa kirkju-
yfirvöld að fá frá þér hugmyndir
að langtímaáætlun um að end-
urgreiða með einhverjum hætti
það sem ríkisvaldið hefur tekið til
sín umfram væntingar. Ég hef trú
á, að þjóðkirkjan verði bæði um-
burðarlynd og samningalipur í
þeim efnum.
En þetta verður að vera klárt
fyrir kosningar í haust.
Heimildir um fjármál: Skrifstofa
Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.
Eftir Þóri
Stephensen »Enginn veit hver fer
með fjármál ríkisins
eftir næstu kosningar.
Því skiptir miklu að
ljúka málinu áður.
Þórir Stephensen
Höfundur er fv. dómkirkjuprestur.
Ríkið hefur kirkjuna
að féþúfu – opið bréf
til fjármálaráðherra
Í borginni Khojaly í
Aserbaídsjan voru
fjöldamorð framin á
íbúum borgarinnar
eftir átök við her Ar-
mena. Þessi fjölda-
morð eru álitin ein-
hverjir blóðugustu og
alvarlegustu atburðir
Karabakh-stríðsins. Í
Aserbaídsjan er þessi
atburður kallaður
Khojaly-harmleik-
urinn.
Í kjölfar þessa harmleiks létust
613 manns, þar af 63 börn, 106
konur, 70 gamalmenni. Átta fjöl-
skyldur voru gjörsamlega þurrk-
aðar út. 487 manns, þar af 76 börn,
særðust, 150 manns var saknað,
1.275 manns voru teknir sem gísl-
ar, 5.379 misstu heimili sín. Af
föngunum er ekkert vitað um örlög
150 manns, þar af 68 kvenna og 26
barna.
Að kvöldi 25.-26. febrúar 1992
réðust hersveitir Armena á borg-
ina Khojaly þar sem hersveitir
Aserbaídsjan voru að gera stórsko-
taárás á Khankendi, hundruð al-
mennra borgara létust eða særðust
í þeim aðgerðum. Árás armenska
hersins á Khojaly, þar sem íbúar
voru Aserar, var skipulögð vegna
staðsetningar hennar sem var
hernaðarlega mikilvæg vegna flug-
vallar sem var sá eini sem gat tek-
ið á móti stórum herflugvélum á
því svæði.
Á vetrarmánuðum 1991-1992 var
Khojaly undir stöð-
ugri árás. Flestar
árásirnar voru fram-
kvæmdar að næt-
urlagi. Human Rights
Watch hefur safnað
sönnunargögnum frá
flóttamönnum sem
sýna að sum skotmörk
voru almennir borg-
arar. Rússneski
fréttamaðurinn Vadim
Belykh, sem var með
Aserum á meðan á
átökunum stóð, benti
á að Armenar hefðu
varað við yfirvofandi árás á Kho-
jaly mánuði fyrir upphaf aðgerð-
arinnar, en herlið Asera gerði ekk-
ert til að fá borgarana út úr
borginni.
Samkvæmt niðurstöðu mann-
réttindasamtakanna Memorial
voru aðgerðir Armena brot á Genf-
arsáttmálanum. Atburðirnir í Kho-
jaly eru skráðir í alfræðiritum sem
stríðsglæpir og fjöldamorð. Þann
8. maí 2008 hóf Heydar Aliyev Fo-
undation alþjóðlega herferð undir
yfirskriftinni „Justice for Khojaly“.
Aðgerðir sjóðsins fóru fram í
mörgum borgum um allan heim,
m.a. höfuðstöðvum Sameinuðu
þjóðanna í Genf.
Árið 2010 samþykkti OIC Kho-
jaly-harmleikinn sem glæp gegn
mannkyninu. Árið 2017 samþykkti
skoska þingið ályktun í tilefni af 25
ára afmæli Khojaly-fjöldamorð-
anna. 28. janúar 2013 samþykkti
New Mexico-ríkisþingið ályktun í
minningu fórnarlamba Khojaly-
harmleiksins. Úrlausnir um Kho-
jaly-harmleikinn voru einnig sam-
þykktar af löggjöfum bandarísku
ríkjanna Arkansas, Massachusetts,
Texas, New Jersey, Georgíu,
Maine, West Virginia, Tennessee,
Connecticut, Pennsylvaníu, Ken-
tucky og Oklahoma. Frá árinu 2002
hafa flóttamenn frá Khojaly árlega
sent rýni til Sameinuðu þjóðanna,
Evrópuráðsins og OSCE. 26. febr-
úar 2007, sendi aserska þingið
beiðni til alþjóðastofnana, þing-
manna og ríkisstjórna heimsins um
að viðurkenna Khojaly-harmleik-
inn sem glæp gegn Aserum. Árið
2014 viðurkenndi þjóðþing Hond-
úras atburðina í Khojaly sem þjóð-
armorð. Árið 2015 viðurkenndi
Gvatemala atburðina í Khojaly sem
þjóðarmorð. 7. febrúar 2013 sam-
þykkti utanríkismálanefnd tékk-
neska þingsins ályktun sem for-
dæmir hvers kyns þjóðernis-
hreinsun og fjöldamorð borgara.
Og í þessu samhengi er litið á at-
burðina í Khojaly sem glæp gegn
mannkyninu. Árið 2014 samþykkti
þingsályktun Bosníu og Hersegó-
vínu ályktun sem fordæmir fjölda-
morð borgaranna á þjóðern-
isgrundvelli í Khojaly sem glæp
gegn mannkyninu.
Harmleikurinn í Khojaly
Eftir Zakir
Jón Gasanov » Atburðirnir í Kho-
jaly eru skráðir í al-
fræðiritum sem stríðs-
glæpir og fjöldamorð.
Zakir Jón
Gasanov
Höfundur er formaður „Azeri“, Vin-
áttufélagsins Ísland-Aserbaídsjan.
Fyrir árþúsundum voru mönnum
gefin boðorð Guðs, sem byrjuðu á
orðunum: Þú skalt ekki. (5. Mósebók
5:7) Þau voru skrifuð eftir himnesku
lögmáli, sem á að virða til þess að
mönnunum megi vel farnast. „Þú
skalt ekki…“ boðorðin eru mönn-
unum til blessunar. Verja ber heill
manna með ákveðni, svo þeir megi
njóta ávaxtanna af réttri breytni. Það
er lögmál, sem fara á eftir, eins eðli-
lega og það er fyrir jörðina að snúast
í kringum sólu.
Allt er náttúrulögmál, þar sem or-
sakir hafa afleiðingar. Guð vill okkur
mönnunum vel. Í orði hans segir:
„Drottinn er seinn til reiði og mikill
að krafti, en óhegnt lætur hann
ekki.“ (Nahúm 1:3)
Okkur mönnunum er gefið hlut-
verk á jörðu: „Að gjöra rétt, ástunda
kærleika og framganga í lítillæti fyr-
ir Guði.“ (Míka 6:8) Nútímauppeld-
isaðferðir meina að slá á puttann og
mennirnir ganga því lengra í oflæti
sínu. „Þar sem lögmálsbrotin magn-
ast, mun kærleikur alls þorra manna
kólna.“ (Matt. 24:12) Drottinn Guð
hefur sagt: „Þeir vildu ekki gefa því
gaum og þverskölluðust. Þeir gjörðu
eyru sín dauf, til að þeir skyldu ekki
heyra fræðsluna og orðin, sem Drott-
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Þú skalt ekki …
inn sendi fyrir anda sinn, fyrir munn
hinna fyrri spámanna og það kom
mikil reiði frá Drottni.“ (Sakaría
7:11-12)
Í áratugi hafa kynslóðirnar afneit-
að boðum og bönnum Guðs, skapara
síns. Þeim hefur ekki enn skilist hvað
þeim er fyrir bestu. Í stjórnlausu æði
hafa mennirnir keppst við að eignast,
njóta og græða á kostnað annarra.
Spámenn Drottins hafa ekki fengið
áheyrn. Menn hafa ekki þolað skip-
anir almættisins: „Þú skalt ekki,“
sem eru boðorð, ætluð mönnum til
blessunar fyrir þá sjálfa og náunga
þeirra.
Kærleikslögmálinu hefur verið út-
hýst, því mennirnir hafa verið upp-
teknir af eigin hagsmunum í rottu-
hlaupi nútímasiðmenningar, þar sem
lifað er fyrir uppsöfnun auðæfa í
formi peninga og fasteigna. Menn
hafa engu tiltali tekið og eira sér ekki
í tímanlegri og skammgóðri græðgi.
Heilög ritning boðar ákveðið: „Þú
skalt elska Drottin Guð þinn og varð-
veita boðorð hans, lög, ákvæði og
skipanir alla daga.“ (5. Mósebók
11:1)
Þær fyrirskipanir eru mönnum til
blessunar, svo þeim vegni vel.
Einar Ingvi Magnússon