Morgunblaðið - 08.03.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.03.2021, Qupperneq 13
AFP Sanaa Svartur reykur liðaðist yfir höfuðborgina eftir loftárásir Sádi-Araba. Ras Tanura, ein af olíuhöfnum Sádi- Arabíu, varð fyrir drónaárás í gær- kvöldi og reynt var að skjóta eldflaug á íbúðahverfi í borginni Dhahran, þar sem starfsmenn olíufélagsins Aramco hafa búsetu. Engan sakaði í árásunum, en þær voru raktar til uppreisnarmanna úr hópi Húta í Jemen. Fyrr um daginn varpaði flugher Sádi-Araba sprengjum á höfuðborg- ina Sanaa, en hún er á valdi Húta, en loftárásin var sögð í refsiskyni fyrir fjölda eldflauga- og drónaárása um helgina. Sögðu talsmenn Húta að minnst sjö sprengjum hefði verið varpað á borgina, en þykkur reykur stóð upp af þeim stöðum þar sem þær lentu. Árásirnar á báða bóga í gær þóttu marka upphaf harðari átaka á milli Sádi-Araba og uppreisnarmanna Húta, en þeir njóta stuðnings ír- anskra stjórnvalda. Sögðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu að þau hefðu stöðvað minnst 12 dróna og 2 meðaldrægar eldflaugar á sunnu- daginn. Sagði í fréttatilkynningu stjórnvalda að þeim hefði verið miðað á borgaraleg skotmörk í Sádi-Arabíu, og að slík hegðun fæli í sér „rautt strik“ og yrði ekki látin óátalin. Uppreisnarmenn svara árásum Sáda FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MARS 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kórónuveiran er aftur sögð á uppleið í Evrópu eftir að tilfellum hafði fækk- að jafnt og þétt í sex vikur þar á und- an. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO varaði við því fyrir helgi að til- fellum kórónuveirunnar í álfunni hefði fjölgað um 9% á einni viku. Hef- ur nú rúmlega ein milljón Evrópubúa smitast af kórónuveirunni, en Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar WHO, sagði að rúmlega helmingur þeirra ríkja sem falla undir deildina hefði séð fjölgun tilfella í vikunni sem leið. Sagði Kluge að nýrra tilfella yrði einkum vart í ríkjum Mið- og Austur- Evrópu, en að einnig mætti sjá nokkra fjölgun í álfunni vestanverðri, en þar hefði nýgengið verið hátt fyrir. „Við verðum að fara aftur í grunn- atriðin,“ sagði Kluge og bætti við að það yrði að fjölga þeim bóluefnum sem væru á markaði í Evrópu gegn veirunni. 45 af þeim 53 ríkjum sem falla und- ir Evrópudeild WHO hafa þegar haf- ið bólusetningarherferð, en sam- kvæmt heimildum AFP-fréttastof- unnar var búið að bólusetja um 2,6% af íbúafjölda Evrópusambandsins fyrir helgi, og 5,4% höfðu fengið einn skammt af bóluefni. Ræða við Bandaríkin Evrópusambandið hyggst hefja viðræður í dag við Bandaríkjamenn til að tryggja að þau bóluefni sem bandarískir framleiðendur standa að muni berast á réttum tíma til ríkja sambandsins, en harðar út- flutningshömlur eru nú í gildi í Bandaríkjunum á bóluefnum og/eða ýmsum fylgihlutum þeirra og hrá- efnum. Sagði heimildarmaður AFP-frétta- stofunnar innan Evrópusambandsins að tilgangur viðræðnanna væri eink- um sá að liðka fyrir útflutningi þann- ig að þegar framleiðsla bóluefna næði sér á strik innan sambandsins væri ekki skortur á neinu sem þyrfti til. Sambandið hefur sjálft gripið til útflutningshamla á bóluefni, en ítölsk stjórnvöld ákváðu fyrir helgi að banna útflutning á um 250.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu. Segja ítölsk stjórnvöld að bannið hafi verið nauðsynlegt með tilliti til reglna ESB, sem settar voru í síðasta mánuði þegar deilur sambandsins við AstraZeneca stóðu sem hæst. Rök- studdu Ítalir bannið einnig með því að bóluefnanna væri frekar þörf í Evrópu en í Ástralíu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði á föstudaginn að ákvörðunin myndi ekki hafa nein áhrif á bólusetningar- herferð landsins, en að hann myndi engu að síður ræða við forsvarsmenn sambandsins um að þeir endurskoð- uðu ákvörðun sína. Faraldurinn á örri uppleið í Evrópu  9% fjölgun tilfella í ríkjum álfunnar á einni viku  ESB ræðir við Bandaríkin um útflutningshömlur Þúsundir mótmælenda flykktust út á götur Jan- gon og annarra helstu borga Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, til að mótmæla herfor- Kyi aðfaranótt sunnudags, en embættismaður úr stjórnarflokknum NLD var laminn til bana með- an á rassíunni stóð. ingjastjórninni þar í landi. Mótmæltu þeir sér- staklega fantatökum hersins, sem hóf fjölda- handtökur á stuðningsmönnum Aung San Suu AFP Þúsundir flykktust út á götur Jangon til að mótmæla Lloyd Austin, varnarmálaráð- herra Banda- ríkjanna, hét því í gær að Banda- ríkin myndu gera það sem þyrfti til þess að verja sig gegn árásum. Vísaði Austin þar til eldflaugaárása á herbækistöð í Írak þar sem m.a. bandarískir hermenn dvöldust. Enginn hermaður lést í árás- unum, en Bandaríkjamaður sem var verktaki fékk hjartaáfall og lést af völdum þess skömmu síðar. Þetta var fjórða eldflaugaárásin í Írak á síðustu þremur vikum. Sagði Austin við ABC- fréttastöðina að enn væri verið að kanna hver bæri ábyrgðina á árásunum, en böndin hafa beinst að írönskum stjórnvöldum sem áður hafa staðið að svipuðum árásum á bandaríska hagsmuni í Írak. Sagði Austin að verið væri að þrýsta á írösk stjórnvöld að flýta rannsókn sinni á málinu, og hét því að Bandaríkjamenn myndu svara fyrir sig í sömu mynt ef þess væri talin þörf. Munu verja sig með öllum ráðum Lloyd Austin BANDARÍKIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.